Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1975 12 Mestur umsóknarþungi frá Vestfjörðum: 80 sveitarfélög sækja um 1450 leiguíbúðir Jón Armann Héðinsson, alþingismaður. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Jón G. Sólnes, alþingis- maður. Rithöfundasjóður: Stjórnarfrumvarp fær dræmar undirtektir FRÁFARANDI rfkisstjórn gaf fyrirheit um byggingu 1000 leigu- íbúða í dreifðum byggðum lands- ins, sem reisa átti á fjórum árum. Fyrir sl. áramót höfðu borizt um- sóknir 80 sveitarfélaga um 1447 fbdðir, eða um fleiri íbúðir en reisa átti á 4ra ára framkvæmda- tíma. Mestur umsóknarþungi er frá Vestfjörðum, þaðan sem fólks- flóttinn var mestur fyrir fáum árum, eða umsóknir um 357 leigu- íbúðir. Þetta kom fram f umræð- um á Alþingi (neðri deild) i gær, er húsnæðismál vóru á dagskrá. Kjartan Ölafsson (K) gerði grein fyrir frumvarpi, sem hann o.fl. flytja um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins. Frumvarpið er tvfþætt. í fyrsta lagi gerir það ráð fyrir því, að Húsnæðismálastjórn sé heimilt að verja allt að 10% ráðstöfunar- fjár til lánveitinga til kaupa á eldri íbúðum eða til meiri háttar endurbóta á þeim. I annan stað, að B-liður 8. gr. viðkomandi laga breytist svo, að hámarkslán Hús- næðismálastjórnarlána megi nema allt að 1.700 þús. á hverja íbúð- Gunnar Thoroddsen (S),félags- málaráðherra, sagði það hafa gleymzt, þegar fyrri stjórn gaf fyrirheit í þessu efní, að tryggja fjármagn, svo efndir gætu komið í kjölfar loforðanna. Enda hefðu liðið svo tvö misseri frá fyrirheit- inu, að framkvæmdir gætu hafizt. Nú hefði mál þetta verið tekið nýjum tökum og fyrirgreiðsla komið til, þó enn væri í litlum mæli. Skoða þyrfti hvort Byggða- sjóður, sem nýlega hefði verið stórefldur, gæti komið hér til að- stoðar, en þetta verkefni félli vel að tilgangi hans, þar sem um væri að ræða leiguíbúðir á landsbyggð- inni. Annað, sem gleymzt hefði, er fyr irheitið var gefið, var að athuga hvern veg það félli að húsnæðis- málakerfinu í heild. Ymsir, þ.á m. fulltrúar ASI, teldu, að höggið væri að byggingu verkamanna- bústaða. Það byggingarform hefði um langt árabil gefið góða raun og lyft grettistökum, en nú brydd- aði á því, að ýmis sveitarfélög legðu byggingu verkamanna- bústaða til hliðar vegna leigu- fbúðanna. Þessi mál öll væru raunar í heildarendurskoðun í félagsmálaráðuneytinu. Inn í þá athugun kæmu margir þættir: 1) fjáröflun til byggingarfram- kvæmda fbúða almennt, 2) hvern veg byggðasjóðir gæti komið inn í fjármögnun íbúðabygginga, 3) hækkun á hámarkslánum Hús- næðismálastofnunar, en hámarks- lán nú næmu 1.060.000.- kr., 4) húsnæðisþörf og heimilisstofnun ungs fólks og 5) kaup og nýting á eldra húsnæði, sem væri sérlega athyglis- og tímabært. Meginstefnan ætti að vera sú, að sem flestir gætu búið í eigin húsnæði, en nauðsyn leiguíbúða væri jafnframt ótvíræð. Þórarinn Þórarinsson (F) ræddi einkum um nýtingu eldra húsnæðis. Sagði hann forráða- menn Reykjavíkur hafa sérstakan áhuga á því efni, þó eflaust væri sömu sögu að segja víðar. Aukin lánafyrirgreiðsla til kaupa og við- gerða eldra húsnæðis myndi leiða til mun betri nýtingar húsnæðis í eldri hverjum borgarinnar, sem sfðan Ieiddi til betri nýtingar ýmiss skólahúsnæðis og ýmissa þjónustustofnana borgarinnar. Tómas Árnason (F) sagði rétt vera að núverandi stjórn hefði stóreflt byggðasjóð. Hinsvegar Framhald á bls. 34 FélMslíf Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðalfund i Sjómannaskól- anum, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8 30 Stjórnin. Kvenfélag Keflavíkur Fundur í kvöld í Tjarnarlundi kl. 9. Margrét Stefánsdóttir, húsmæðra- kennari verður með sýnikennslu á osta og mjólkurréttum. Stjórnin. Félag einstæðra foreldra auglýsir spilakvöld að Hallveigar- stöðum fimmtudagskvöld 6. febrúar kl. 9. Góð verðlaun. Mæt- ið vel og stundvislega. FRUMVARP til laga um lánasjóð íslenzkra rithöfunda var til 1. um- ræðu í efri deild Alþingis f gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að stofnfé sjóðs, kr. 21,7 m., verði greitt úr ríkissjóði, í fyrsta sinn í fjárlögum ársins 1976, og sfðan árlega fjárhæð, sem ekki nemi lægri upphæð en stofnfjárfram- lagið. Rétt til greiðslna úr sjóðn- um skulu hafa íslenzkir rithöf- undar og höfundar fræðirita og heimildarákvæði er um greiðslu fyrir þýðingar á íslenzku. Mennta- málaráðuneytið skal setja reglu- gerð um framkvæmd laganna, að höfðu samráði við félagssamtök rithöfunda, þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn sjóðsins, vörzlu hans og greiðslur úr honum. — Frumvarp þetta er stjórnarfrumvarp. Vilhjálmur Hjálmarsson (F), menntamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. Hann greindi frá því að Alþingi hefði samþykkt þingsályktun um þetta efni 18. maí 1972. Samkvæmt þeirri álykt- un skyldi endurgreidd til rithöf- unda fjárhæð, er næmi sem næst andvirði söluskatts af bókum. Nefnd var sett f það að kanna hve söluskattur af bókum næmi hárri upphæð f nóvember 1972. Nefnd- in komst að þeirri niðurstöðu, að söluskattur af bókum íslenzkra höfunda það ár, 1972, næmi 21,7 m. kr. 16. janúar 1973 skipaði mennt- málaráðuneytið nefnd til að semja reglur, skv. þingsályktun- inni. 1 nefndina voru skipuð: Svava Jakobsdóttir, skv. til- nefningu Rithöfundasambands Islands, Einar Bragi, skv. til- nefningu Rithöfundafélags Is- lands, dr. Gunnar Thoroddsen, skv. tilnefningu Félags fsl. rithöf- unda, Bergur Guðnason, skv. til- nefningu fjármálaráðuneytisins og Knútur Hallsson, án til- nefningar, og var hann jafnframt skipaður formaður nefndarinnar. Nefndin hefur samið bráða- birgðareglur og vinnur nú að samningu varanlegra reglna. Þá var nefndinni falið að semja frumvarp um þetta efni, sem nú liggur fyrir til umræðu á Alþingi. Nefndin taldi ekki ástæðu að binda framlag til rithöfundasjóðs söluskatti af bókum, enda sölu- skattur óeðlileg viðmiðun og breytingum háður, og gerir ráð fyrir föstu fjárlagaframlagi til hans. Menntamálaráðherra taldi ástæðu til að endurskoða f heild fjárstuðning Alþingis og ríkis- sjóðs við listgreinar og listamenn með það f huga, að þessar fjárveit- ingar nýttust sem bezt til listsköp- unar og listtúlkunar. Jón G. Sólnes (S) sagðist ekki leggja dóm á réttmæti endur- greiðslu á söluskatti af bókum til rithöfunda. Hinsvegar væri þetta frumvarp dæmigert sýnishorn af þróun í meðferð opinberra fjár- muna. Það byrjaði eins og önnur AIMAGI slík „Ríkissjóður skal greiða...“ Hér væri sáð frækorni, sem fyrr en varði gæti orðið að nýrri stofn- un í kerfinu, vaxandi ríkisútgjöld- um og aukinni skattheimtu á al- menning. Með tilliti til þess hvern veg áraði nú í þjóðarbúinu, væri naumast tfmabært að stofna til nýrra útgjalda og álaga. Væri hann ekki reiðubúinn til að taka afstöðu með þessu frumvarpi á þessi stigi málsins, enda þyrfti það nánari íhugunar og athugun- ar við. Jón Armann Héðinsson (A) taldi það djörfung að flytja nú, eins og áraði á efnahagssviði, slíkt frumvarp. Það væri raunar gamall kunningi í sölum Alþingis, hvern veg auka skuli framlög til stuðnings rithöfundum. Hann sagðist taka undir orð Jóns G. Sólnes og kvað rétt að fara með gát í slík mál við núverandi að- stæður, þegar jafnvel svo kynni að fara, að taka þyrfti nýlega sam- þykkt fjárlög til endurskoðunar f sparnaðarskyni. — Þá sagði Jón Ármann, að hann teldi, ef slíkt frumvarp ætti að ná fram að ganga, að framlög til tónskálda þyrftu við að bætast. Efalaust teldu aðrir, að fleiri listgreinar ættu jafnan rétt. Hann sagðist myndu fylgja þessu sjónarmiði sínu eftir f menntamálanefnd deildarinnar. Fleiri tóku ekki þátt í umræð- unni. Önnur mál voru ekki á dag- skrá í efri deild. Málinu var vfsað til 2. umr. og menntamálanefnd- ar. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Bernhöftsbakarí, Bergstaðastræti 14. Veðurstofan óskar eftir ræstingafólki til afleysinga í fríum og forföllum. Upplýsingar gefur Jón Guðjónsson í síma 86000 kl. 14—17. Iðnaðarlóð Til sölu 4000 fm iðnaðarlóð á mjög góðum stað á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilbo merkt: „lóð — 6574”, sendist afgr. Mbl. fyrir 1 5. febrúar. Einbýlishús til sölu við Arnartanga í Mosfellssveit um 140 fermetra og bílskúr, tilbúið undir tréverk með viðar- klæddu stofulofti. Ófengið húsnæðismála- stjórnarlán. Upplýsingar gefur Jón Hjaltason, hrl. Garða- stræti 1 3. Sími 1 3945 í dag þriðjudag og síma 1847 Vestmannaeyjum miðvikudag — fimmtudag. Nýtt Nýtt frá Ítalíu Peysur — skyrtublússur. Margar stærdir. Glugginn, Laugavegi 49 Nefndin. Stúlka getur fengið atvinnu við afgreiðslustörf í bóka- verzlun í miðborginni. Þarf að hafa góða framkomu og vera ábyggileg. Umsóknir sendist Mbl. merktar „B — 8567” er tilgreini aldur, skólagöngu og fyrri störf. BINGÓ — BINGÓ — BINGÓ Hvöt félag sjálfstæðiskvenna heldur bingó að Hótel Borg miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Tólf glæsilegir vinningar. Aðalvinningur Mallorcaferð Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.