Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1975 r i 32 snerti sveitastjörnirnar, og töluðust oft við, og kall- aði þá hvor annan signor í hverju orði, en ekki kom það heldur til af góðu, heldur hinu, að hvor um sig hugsaði: Sé hann ekki signor, þá getur og verið efi á um það, hvort ég sé signor eða ekki. Hreppstjórakonurnar þekktust lítið, en ekki var það allsjaldan, að þær spyrðu gesti og gangandi hvor um aðra; ekki var það af umhyggju eða velvild sprottið, heldur af metnaði niðrí; vildi hvorug vera annarrar eftirbátur, þar eðþærhefðu jafnar mann virðingar. Hreppstjórar þessir voru báðir góðir efna- menn; hreppstjóri Jón átti Indriðahólinn en Sigríð- artunga var konungsjörð; þar hafði hreppstjóri Bjarni búið allan sinn búskap; ekki átti hann jarðir, en vel af lausafé. Jón á Hóli átti einn son, en Indriði hét; hann var þá tíu vetra, er saga þessi gjörðist. Indriði var snemma fríður sýnum og vaxinn vel, og afbragð þótti hann jafnaldra sinna fyrir styrkleika sakir, enda lifði hann ekki á moðunum hjá móður sinni; aldrei var svo hart um mjólk á Hóli, að Indriði yrði ekki að fá pott af spenvolgri nýmjólk í hvert mál, og þetta kom mergnum í kögglana á honum; ötull var hann og framgjarn til hvers, sem gjöra var, nema aólæraspurningarnarjþóvarnúþvístarfi svo langt komið, að hann kunni þær allar vel nema sjötta kapítulann, sem flestum verður örðugur. Mesta yndi og ánægja Indriða var jafnan að vera eitthvað að tálga og því næst að sinna um fé föður síns. Hann var skyggn vel og fóthvatur og heppnaðist betur en flestum öðrum fjárgæzla og fann oft þegar vantaði, þar sem aðrir voru frá gengnir leitinni. Eina á átti hann móbotnótta að lit, hún hafði verið gefin honum í tannfé og var allra mesta heppnisskepna; hún var tvílembd á hverju vori, og sögðu menn Indriða fésælan verða mundu; seldi Indriði lömbin á hverju hausti fyrir peninga, er móðir hans varðveitti fyrir hann. Nú var Botna orðin svo farin og lasburða, að hún mátti ekki lengur fylgja fénu eður bíta gras til holda, þó hásumar væri, en ellidauð átti hún að verða, því hafði Indriði heitið; var hún því höfð á baðstofugólfi og gefin mjólk sem barni með pípu, en studd út í hlaðbrekkuna, þegar bezt og blíðast var veður. Þau Bjarni í Sigríðartungu áttu þrjú börn; Ragn- heiður hét hið elzta, og var hún gefin bóndamanni þar í sveitinni; son áttu þau, er Ormur hét; hann hafði Bjarni til læringar sett, og var hann með föður sínum á sumrum, en í heimaskóla á vetrum; móðir hans unni honum mikið og vildi, að hann yrði prestur og varla hafði Ormur numið svo mikið í latínumáli, að hann gæti sett tvö orð gallalaust saman, áður móðir hans fór að telja saman lambsfóð- ur og preststíundir á beztu brauðunum, sem hún þekkti, og jafna öllu saman til að vita, um hvert HÖGNI HREKKVÍSI Heldurðu ég trúi því aó hann geti ekki sent vini sínum smágjöf. Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Kolagerðarmaðurinn Jens Benediktsson íslenzkaði maðurinn: „Og þetta var annar.“ Svo átti sá þriðji að taka eftir hvernig færi þriðja daginn, og það fór verr, en ekki betur, því þegar þjónninn opnaði hurðina og ætlaði að fara út með diskana og bollana, þá spennti kolagerðarmaðurinn greipar og sagði: „Og þetta var sá þriðji,“ og svo stundi hann eins og hjarta hans væri að bresta. Þjónninn hljóp til félaga sinna með öndina í hálsinum og sagði að það væri enginn vafi á því, að presturinn vissi hvað þeir hefðu gert, og svo fóru þeir allir inn til kolagerðarmannsins, féllu á kné og báðu hann að segja ekki að þeir hefðu tekið hring- inn, þeir skyldu gjarna gefa honum 100 daii hver, bara ef hann steypti þeim ekki í glötun. Þessu lofaði hann og sagði að þá skyldi ekki saka, ef hann fengi peningana og hringinn og stóran grautarkekk. Hann setti svo hringinn í grautarkekkinn og lét svo einn þjóninn gefa stærsta geltinum konungsins grautinn með hringnum, og gölturinn gleypti hvort tveggja. rgunkcifíinu 91 Það var þessi sem réðst á mig. — Þú verður í efri kojunni alla daga með stöku tölunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.