Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 17 Frank Carrodus Frank Carrodus er alls ekki með kunnari nöfnum sem ber á góma í umræðu um enska knattspyrnu. Margir telja þó að ekki líði á löngu þar til nafn hans verð- ur á hvers manns vörum. Meðal þeirra er fram- kvæmdastjóri Aston Villa, Ron Sáunders. Saunders tók við fram- kvæmdastjórn Villa s.l. haust eftir að hann hafði verið rekinn frá Manchester City. Hjá City var hann aðeins 5 mánuði. Eitt hans fyrsta verk hjá Aston Villa var að fá sam- þykki stjórnar félagsins til að kaupa Frank Carrodus frá City fyrir 100 þús. pund. Samþykkið var veitt og nú er Carrodus orðinn einn burðarása Aston Villa, lið- sins sem er í úrslitum deildarbikarsins og hefir góða möguleika á að vinna sæti í 1. deild að nýju. Carrodus er fæddur í Manchester. Sem unglingur var hann aðdáandi Man. Utd. Sá hinn frægi Malcolm Allison uppgötvaði hæfi- leika hans þegar hann sá hann leika með Altrincham. Honum var þegar boðið að gerast leikmaður City, sem hann og þáði með þeim skil- yrðum þó að hann fengi að ljúka vélfræðinámi sem hann lagði stund á. Að þessu gekk Man. City. Á sl. leiktímabili hafði Carrodus svo gott sem unnið sér fast sæti i aðal liði City, lék 16 leiki. Því varð hann mjög undrandi þegar for- ráðamenn félagsins til- kynntu honum í sumar að félagið hefði ekki lengur not fyrir hann. „Mig langaði alls ekki að fara frá Manchester. Þar liggja rætur mínar. Ef City vildi losna við mig gat ég ekki hugsað mér að fara lengra heldur en yfir götuna til Old Trafford, en þar virt- ist enginn áhugi á þvi að fá mig.“ Þá kom tilboðið frá Aston Villa. „Ég þekkti Saunders. Okkur hafði komið vel sam- an og ég hefi alltaf haft álit á Aston Villa, það er lið sem tvímælalaust á heima í 1. deild. Því var mér ekkert að vanbúnaði og ég tók tilboð- inu.“ Áður en Carrodus gat leik- ið sinn fyrsta leik fyrir Villa hafði mánuður liðið af tíma- bilinu vegna þess að hann átti við meiðsl að stríða. Fyrsti leikur hans var gegn Everton ( deildarbikarnum. Villa sigraði með marki Carrodus og blöð þarlend luku einróma lofsorði á þennan snjalla knattspyrnu- mann. Skömmu síðar var Framhald á bls. 21. Meðfylgjandi myndir voru teknar ( kaffiboðinu. Fremri röð frá vinstri: Þórunn Alfreðsdóttir, Sigurður Thorarensen, Lovísa Sigurðardóttir. Aftari röð: Jó- hann Briem, framkvæmdastjóri Frjáls Framtaks h.f., Hjálmur Sigurðsson, Sigurður T. Sigurðs- son, Halldór Jónsson, Jóhannes Eðvaldsson, Kristinn Stefánsson, Árni Þór Helgason, Daniel Frið- riksson, Jón Sigurðsson, Erlend- ur Valdimarsson og Gísli Hall- dórsson, forseti lSl. Minni mynd- in sýnir svo Jóhann Briem af- henda Lovísu Sigurðardóttur verðlaun sín. Iþrótta- fólk heiörað IÞRÓTTASAMBAND íslands efndi til kaffisamsætis að Hótel Loftleiðum s.l. miðvikudag, en þá var afmælisdagur sambandsins. 1 samsætinu voru 15 iþróttamenn og (þróttakonur heiður að tilhlut- an Iþróttablaðsins og fyrirtækis- ins Frjálst framtak h.f. sem sér um útgáfu blaðsins. Veitti fyrir- tækið verðlaun þeim, er sérsam- böndin innan ISl höfðu tilnefnt sem bezta einstaklinginn ( við- komandi íþróttagrein á síðasta ári. NÝLEGA birtist í skozka blaöinu The Glasgow Her- ald grein um knattspyrnu- þjálfarann Duncan McDowell, sem er íslenzk- um knattspyrnuáhuga- mönnum vel kunnur. Duncan þjálfaði hér fyrst Duncan McDowell, broshýr að vanda, hampar vegabréfi sínu til Hong Kong, en þar mun hann þjálfa knattspyrnulið næstu sex mánuðina. Eftirtalin hlut verðlaun þessi: Badminton: Lovísa Sigurðardótt- ir, TBR Blak: Halldór Jónsson, IS Borðtennis: Jón Sigurðsson, UMFK Frjálsar íþróttir: Erlendur Valdi- marsson, IR Fimleikar: Sigurður T. Sigurðs- son, KR Glíma: Hjálmur Sigurðsson, UMF Víkverja Golf: Sigurður Thorarensen, Golfk. Keili Handknattleikur: Viðar Simonar- son, FH Júdó: Sigurður Kr. Jóhannsson, JR Knattspyrna: Jóhannes Eðvalds- son, Val Körfuknattleikur: Kristinn Stefánsson, KR 2. deildar lið FH eitt sumar, var síðan með landsliðið um tíma og síð- an 1. deildar lið IBV í tvö sumur. Hefur Duncan víða farið sem knattspyrnu- þjálfari, enda fyrirsögn greinarinnar: McDowelI, hinn glaði förusveinn knattspyrnunnar. Segir síðan að enginn skozkur knattspyrnuþjálfari hafði gerzt eins víðförull og Duncan, og sé hann nú bú- inn að ráða sig sem þjáif- ari, ekki á tslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Belgíu, Hollandi, V- Þýzkalandi, Bandaríkjun- um eða Kanada, þar sem hann hafi starfað áður, heldur liggi leið hans nú til Hong Kong þar sem hann muni taka við þjálf- un liðsins Carolina Hill. Töluvert er fjallað um veru Duncans á Islandi og sagt, að hann hafi verið framkvæmda- stjóri fBV-liðsins, sem leiki í 1. deild á Islandi, og hann hafi náð góðum árangri með liðið, gert það að islenzkum bikarmeisturum og þar með komið því í Evrópu- Siglingar: Daniel Friðriksson, Siglk. Vmi Lyftingar: Arni Þór Helgason, KR Skiði: Magnús Eiríksson, Skíðaf. Fljótamanna Sund: Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi. Framkvæmdastjóri Frjáls fram- taks h.f., Jóhann Briem, afhenti íþróttafólkinu verðlaun sin, en þau voru mjög smekkleg stytta. I ávarpsorðum, sem Gisli Hall- dórsson, forseti ISI, flutti, gat hann þess að þetta væri í annað skiptið sem iþróttafólk væri heiðrað af Iþróttablaðinu á þenn an hátt. Kvaðst hann vonast til þess að hér væri orðið um fastan lið i íþróttastarfinu að ræða, og væri áformað að veita verðlaun þessi framvegis á afmælisdegi ISl. keppnina. Honum hafi einnig verið gefið færi á að vera með íslenzka landsliðið og hafi hann þá verið yngsti landsliðsþjálfari er sögur fóru af, aðeins 25 ára. Hann hafi stýrt íslenzka landslið- inu tvívegis gegn Belgíumönnum, og sigruðu Belgíumennirnir 4—0 í bæði skiptin, þannig að segja megi að það hafi verið Islend- ingar sem ýttu þeim frá loka- keppni HM sl. sumar. Eftir að Duncan fór frá ÍBV í fyrrasumar gegndi hann um skeið þjálfarastörfum í Skotlandi, en hélt siðan til Bandaríkjanna og Kanada, þar sem hann starfaði sem þjálfari. Segir Duncan að hvergi vildi hann fremur starfa en í Englandi eða Skotlandi, en þar sé samkeppnin um að fá góða þjálfarastöðu gifurlega hörð og þvi erfitt að komast þar að. Því sé hins vegar ekki að neita að gaman sé af þeirri tilbreytni sem þjálf- arastarf i mörgum löndum bjóði upp á. Það sé t.d. spennandi við- fangsefni að þjálfa Hong Kong- liðið. Það sé nú i fjórða sæti i deildinni, tveimur stigum á eftir því sem er i forystu. I lok greinarinnar er Duncan hrósað sem þjálfara og sagt að hann hafi m.a. átt þátt að þjálfun ekki ómerkari leikmanna en Joe Jordan (Leeds), Neil McNab (Tottenham) og Gerry Gow (Bristol City). Asgeir Elíasson ÞAÐ fer vart á milli mála að Ásgeir EKasson er einn okk- ar allra fjölhæfasti knatt- íþróttamaður. Hann er ann- ar tveggja tslendinga sem leikið hafa landsleiki i þremur greinum knatt- íþrótta. Hinn er Anton Bjarnason. Asgeir Eliasson hefir verið valinn til að leika í landsliði Islands í knattspyrnu, handknattleik og blaki. Flestir eru lands- leikir hans í knattspyrnu, 21 talsins. Fyrsti knattspyrnu- landsleikur hann var gegn Englendingum og fór hann fram í Slough í grennd við Lundúni árið 1970. Þeim leik tapaði lsland með einu marki gegn engu. Sá síðasti sem Ásgeir lék var hinn frægi leikur gegn A- Þýzkalandi sem fram fór í Magdeburg nú ( haust. Eins og allir muna iyktaði þeim leik með jafntefli eins og frægt hefir orðið. Sá lands- leikur mun mönnum seint úr minni líða. Ásgeir er félagi í Fram og hefir leikið með því fé- lagi í gegn um alla flokka. Hann lék fyrst með mfl. Fram árið 1967, þá á átjánda aidursári. Frá 1968 hefir As- geir verið fastur maður (liði Fram. Hann hefir einu sinni á ferli sinum orðið Islands- meistari með mfl. og tvisvar bikarmeistari. Af því leiðir að Asgeir hefir þrisvar tekið þátt í Evrópukeppni ( knatt- spyrnu, siðast nú í sumar i keppni bikarhafa. Andstæð- ingar Fram voru ekki ómerkari en Real Madrid, það heimsfræga félag. Það var almannarómur að frammistaða Fram gegn þvi liði hafi verið íslenzkri knattspyrnu til mikils sóma. 1 knattspyrnu hefir Ásgeir og leikið 8 unglingalands- leiki. Tvisvar hefir Asgeir verið valinn í landslið í hand- knattleik. Báðir leikirnir voru gegn Spáni ytra. Fyrri- leikurinn var leikinn undir berum himni og sigraði Spánn með yfirburðum. 1 siðari leiknum snerist taflið við, en þá var leikið við þær aðstæður sem islenzkir handknattleiksmenn eiga að venjast. Ásgeir leikur með l.R. I handknattleik. Gengi l.R. i yfirstandandi Islandsmóti hefir enn sem komið er ver- ið heldur litið. Sem stendur er félagið i neðsta sæti og hörð barátta framundan. As- geir sagði að sigurinn yfir F.H. í síðasta leik hefði vissulega gefið byr undir báða vangi. Það væri erfitt Framhald á bls. 21. FÖRUSVEINN KNATTSPYRNUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.