Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 34 Óþvegnar lýsing- ar frá Crossman London 2. febr. Reuter. STJÖRN brezka Verkamanna- flokksins fær óþyrmilega á bauk- inn f endurminningum Richards Crossmans, fyrrverandi ráðherra, en kaflar úr þeim voru birtir I Sunday Times nú um helgina. „Ja, hamingjan má vita, að við vorum sannarlega ógæfulegt lið,“ segir hann á einum stað. Richard Crossman var einn helztur forystumaður innan flokksins fram til ársins 1970. I dagbókunum er rofin öll fyrri Ösló 3. febr. Reuter. NORSKA útvarpið skýrði frá því f dag, að bandarfskt fyrirtæki og 31 lézt í flugslysi Manilla 3. febr. Reuter. TVEGGJA hreyfla flugvél frá Flugfélagi Filippseyja hrapaði I gær í grennd við flugvöllinn í Manilla. Talsmaður flugfélagsins sagði, að enginn farþega eða áhafnar hefði komizt lífs af. Flugvélin var að Avro-403 gerð og var að búa sig undir neyðar- lendingu, þegar hún hrapaði í fimm km fjarlægð frá flugvellin- um. Með henni fórst 31 maður. FBI gaf Johnson slúðursagna- skýrslur New York 3. febr. Reuter. TIME segir frá því f dag, að FBl hafi látið Lyndon B. Johnson fyrrverandi Bandarfkjaforseta f té reglulega skýrslur um atferli ýmissa þekktra Bandarfkja- manna, og sérstök áherzla hafi verið lögð á fréttir af kynlífi við- komandi manna, þar á meðal er sagður vera öldungadeildarþing- maður úr Repúblikanaflokknum og dr. Martin Luther King. Greinin í Time, sem er eftir Washington fréttaritara blaðsins, Hugh Sidey, segir að FBI- skýrslurnar hafi ekki verið pant- aðar af Johnson, heldur afhendar honum af þáverandi yfirmanni FBI, Edgar Hoover, og aðstoðar- mönnum hans. „Hoover þekkti sitt heimafólk," segir í greininni. „Johnson var haldinn óslökkvandi forvitni í slúðursögur. Hann hafði hina mestu ánægju af skýrslunum og talaði af miklum fjálgleik um, hvort þær kynnu að vera sannar I öllum meginatriðum... Hann sló sér á lær af hrifningu, þegar hann fékk skýrslu frá FBI um þekkt- an öldungadeildarþingmann repúblikana, sem iðulega heim- sótti þekkt gleðihús í Chicago og átti þar litskrúðug ævintýri. „Sidey nafngreinir ekki þing- manninn, en segir upplýsingarn- ar komnar frá stúlku, sem hafi oft gefið FBI upplýsingar. Þá segir í greininni, að Johnson hafi oft les- ið þessar skýrslur þegar hann var kominn í rúmið. Þær hafi þó á stundum verið þess eðlis, að sum- ir ráðgjafar hans hafi ekki talið ráðlegt hann læsi þær. Voru sum- ar sendar aftur, ef þær þóttu of berorðar. Time segir, að lýsingar á ásta- fari Martins Luthers King hafi verið Johnson sérstaklega að skapi og einnig hafi hann hlýtt á segulbandsspólur, sem teknar voru í svefnherbergi Kings, að sjálfsögðu án hans vitundar. hefð um leynd, en hingað til hef- ur engin tilraun verið gerð af hálfu stjórnar Wilsons til að stöðva birtingu dagbókarkafla Crossmans. Verður haldið áfram að birta úr henni næstu sunnudaga. I þeim kafla sem birtist í gær var fjallað um fyrstu daga stjórnar Verka- mannaflokksins, sem tók við árið 1964. Þegar hann lýsir ríkis- stjórnarfundi i nóvember það ár segir hann: „Það var óttaleg reynsla og sannaði mér enn á ný hversu stjórnin var veik.“ Hann tvö kanadfsk hefðu afráðið að hætta aðild að olfurannsóknum f samvinnu við Noreg f Norður- sjónum vegna skattaákvæða, sem þau gætu ekki unað við. í fréttinni var sagt, að félögin, sem þarna eiga hlut að máli, væru Pan Ocean olíufélagið í Banda- ríkjunum og Sunningdale Ldt. og Bow Valiey Ltd. Draga þau sig úr allri þátttöku í Heimdalsvæðinu á norska svæðinu. Utvarpið lét ekki uppi heimildamenn og opinbera staðfestingu reyndist ekki unnt að fá hjá norska fjármála- og iðnaðarráðuneytinu að svo stöddu. Þá er haft eftir sömu heimildum, að félögin þrjú hafi byrjað rannsóknir og olíuleit í Nígerfu, en þar er sögð hafa fund- izt mjög olíuauðug svæði. Gæftaleysi í Ólafsvík Ólafsvík 3. feb. VERTlÐIN hófst strax í byrjun janúar. 8 bátar reru með linu og nokkrir með net. Afli hefur verið tregur og gæftir erfiðar. Aflahæsti bátur í jan. er Ólafur Bjarnason með 85 tonn í 17 róðrum. Dæluskipið Sandey er að vinna við dýpkun í höfninni um þessar mundir. Hafnarfram- kvæmdir hafa verið í gangi og ef áætlað að vinna í höfninni fyrir um 36 millj. 'kr. á þessu ári. Verður unnið að stækkun ásamt dýpkun. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ólafsvíkur og nágrennis var hald- inn nýlega. Formaður var kjörinn Kristján Bjarnason stýrimaður. Verkalýðsfélagið Jökull hélt einnig nýverið aðalfund sinn. Formaður þess var kjörinn Hinrik Konráðsson. Lýst eftir ökukonu FIMMTÁN ára hjólreiðamaður lýsir eftir ökukonu á ljósbláum Volkswagen-bifreið, nýlegri að gerð og ekki af bjölluættinni svo- nefndu, sem hann lenti í árekstri við á Skólavörðustígnum í gærdag um kl. 4.30. Konan kom út og spurði hvort pilturinn hefði meiðzt en þegar svo reyndist ekki vera, ók hún leiðar sinnar. Nú vill pilturinn engu að síður hafa tal af konunni og er hún vinsamlega beðin að gefa sig fram við umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar. telur að stjórnin hafi sérstaklega sýnt hæfnisskort sinn í stjórn utanrfkismála og segir að þáver- andi utanríkisráðherra, Patrick Gordon Walker, og samveldisráð- herrann, Arthur Ottomly, hafi verið „vitavonlausir". Réttaröryggi í stjórnsýslu LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Islands heldur almennan félagsfund mið- vikudaginn 5. febrúar n.k. um réttaröryggi I stjórnsýslu. Fundurinn verður haldinn I Lög- bergi, 1. hæð, og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða þeir Þór Vilhjálmsson prófessor og Ölafur Jónsson lögfræðingur, formaður barnaverndarráðs. — L.Í.Ú. Framhald af bls. 36 samtals um 2,1 milljarður á 507 skipum bátaflotans. Síðan hefur Þjóðhagsstofnunin búið til aðra mynd, þar sem gert er ráð fyrir meiri afla, þar sem ekki er tekið tillit til ákveðinna kostnaðarliða hjá ákveðnum stærðum báta og fengið þannig út betri mynd, sem þó er mjög slæm, en við teljum að hafi f sjálfu sér ekkert gildi, vegna þess, að hún miðast ekki við aflamagnið á árinu 1974 og þá sókn sem þá var. Um afkomu togaraútgerðarinn- ar er það segja, að togarar af stærri gerðinni, alls 15, munu samkvæmt skýrslunni verða rekn- ir með 489 millj. kr. halla, en þá hefur heldur ekki verið tekið til- lit til þessara fyrri kostnaðarliða, þannig að við teljum að halli þeirra verði að óbreyttu 622 millj. kr. Minni togararnir eru alls 35 og gert er ráð fyrir að þeir verði reknir með 567 millj. kr. halla. Eftir þessu að dæma, er ljóst að staða minni togaranna er mun betri en þeirra stærri. — Það er ekki sjáanlegt að nein tegund fiskiskipa geti borið sig á þessu ári, miðað við núverandi ástand. Nótaveiðiskipin, sem hafa borið sig hvað bezt undanfarin ár, berj- ast f bökkum, enda talið að loðnu- veiðarnar séu reknar á núlli og þá er treyst á það að fá jafn mikinn afla og í fyrra, sem nú er mjög vafasamt að geti orðið. Staða frystiiðnaðarins er einnig mjög slæm. Ein mynd skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar sýnir þar halla upp á 943 millj. kr. eftir að gert væri ráð fyrir að þessi þáttur fengi úr Verðjöfnunarsjóði 1550 millj. kr. 1 frystideild sjóðs- ins eru hinsvegar ekki nema um 1200 millj. kr. þannig að sú upp- hæð dugir ekki nema hluta ársins og enn skemur ef jafna á þennan halla, sem er þarna fyrir, til við- bótar því, sem kemur úr sjóðnum. Þá hefur heldur ekki verið gert ráð fyrir neinni fiskverðshækk- un. Staða saltfiskvinnslunnar og herzlunnar er talin vera mjög góð, en hinsvegar óvissu háð, vegna þess að við byggjum svo mikið á markaði í Portúgal, þar sem pólitískt ástand er mjög ótryggt. Vegna þessarar stöðu saltfisksins hefur nú verið rætt um að setja sérstakt verð á stóran fisk yfir 75 sm langan og hann ætti að geta hækkað nokkuð vegna þessarar góðu stöðu saltfiskverkunarinnar og herzlunnar," sagði Kristján. Þá sagði hann: „Þegar þetta er skoðað, þá ætti öllum að vera ljóst að enginn grundvöllur er til þess að ákveða fiskverð, því að fisk- vinnslan er í þeirri stöðu að geta ekki greitt hærra verð að óbreyttu ástandi og útgerðin þarf á verulegri hækkun að halda. Því teljum við, að það hljóti að þurfa að koma til bæði fiskverðshækk- un, sem verði gerð viðráðanleg með sérstökum ráðstöfunum m.a. með því að ganga á Verðjöfnunar- sjóð og svo aftur beinar aðrar aðgerðir. — Við teljum að það sé ekki okkar hlutverk að segja hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau tóku að sér að stjórna landinu og verða að axla byrðarnar, sem þvi er samfara að taka ákvarðanir um hvernig vandamál af þessu tagi Fyrirtæki frá USA og Kanada hætta olíuleit verði leyst. — Þá vil ég nota tæki- færið til að harma, að sjávarút- vegsráðherra lét hafa eftir sér I Morgunblaðinu á sunnudag al- rangar tölur um stöðu bátaflot- ans, sem virðast vera miklu betri, en hér hefur komið fram. Þá má bæta þvl við, að við útgerðarmenn teljum að gengisbreyting komi hér ekki að notum.“ — Jeppinn Framhald af bls. 36 veðrið skall hér á eins og hendi væri veifað kl. 8,30 I morgun. Þegar krakkarnir fóru af stað I skólann var hér gott veður. Veð- urhæðin var rokin upp I 12 stig á fáeinum mínútum og úti á sauða nesvita mældust 16 vindstig. Veð- ur og sjó stóð beint upp á báta- höfnina I suðvesturáttinni. Þar sökk á legunni bátur sem Pétur Baldursson á, rúmlega tveggja tonna trilla. Hún fylltist af sjó og mun ekki vera skemmd. Hér I bænum munu ekki hafa orðið aðr- ar skemmdir, en strax tók að draga úr veðurhæðinni eftir að óveðrið hafði staðið í um það bil eina klukkustund. —mj. — Sagt upp Framhald af b*s. 36 kvíðinn þegar maður heyrir að bátarnir séu að afla vel. Löngum hafa góðar aflafréttir verið góðar fréttir, en nú er maður mest hræddur um að koma bátunum ekki út aftur. Annars var togarinn okkar, Dagstjarnan, að landa 90 tonnum af góðum þorski I d xg eftir 8 daga úthald, en skipið er buið að landa 305 tonnum síðan um áramót. Það er kynlegt með slíkan afla að allt skuli vera I fári.“ — Milljónatjón Framhald af bls. 36 ir. Bræðsla hófst á hádegi s.l. föstudag og hefur gengið vel þrátt fyrir óveður og truflanir á raf- magni. Skuttogarinn Ljósafell kom I dag með 90 lestir, mest þorsk, og er það fyrsta löndun hans á árinu. Einn netabátur er gerður héðan út, Sturlaugur II., og landaði hann 20 lestum i dag. Hóf hann róðra strax I janúarbyrjun og er heildaraflinn orðinn 80 lestir. Miklar ógæftir hafa verið. Samgöngur eru nú komnar I eðlilegt horf þar sem búið er aó ryðja leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og einnig á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar- fjarðar. Hér hefur verið þíða undanfarna daga og I gærkvöldi og fram á morgun var geysimikil úrkoma, en ekki er mikið um tjón af völdum vatnselgs. Þó mun hafa komið vatn I stöku kjallara. Snjó hefur mikið tekið upp, þótt nóg sé af honum enn. — Albert. — Tækniskólinn Framhald af bls. 2 væru nú til reiðu um 40 milljónir króna til framkvæmd- anna, og tækjakaupa. Stæðu fyrir dyrum samningar um leigu á húsnæðinu, sem er I nýbyggingu íslenzkra aðal- verktaka, og um leið og við- unandi samningar næðust yrði hluti innréttingarinnar boðinn út, en þegar væru uppdrættir af innréttingu fyrir hendi Sagði menntamálaráðherra að stefnt væri eindregið að þvl að þessu yrði lokið fyrir haustið og húsnæðið þá komið I kennslu- hæft form. Eftir fundinn með Vilhjálmi Hjálmarssyni sögðu Henry Granz og Ásgeir Magnússon að þeir væru ánægðir með þessar jákvæðu undirtektir og lægi nú fyrir skýr yfirlýsing ráðherra um að miðað væri við að hús- næðið yrði tekið I notkun I haust. Fór menntamálaráð- herra út á Arnarhól með fulltrúunum undir dynjandi lófataki og spjallaði drjúga stund við mannskapinn. Lauk þeirri ljúfu samkomu með þvl að hrópað var húrra fyrir ráð- herra. — Eritrea Framhald af bls. 1 útjaðri Asmara voru lögð I rúst. I sjálfri höfuðborginni er tiltölulega kyrrt, en hún er nær alveg rafmagnslaus og vatnslaus og skortur á matvælum er farinn að gera vart við sig. Heimildir frá Addis Abeba herma, að nú sé á leiðinni til Asmara brynvarið herfylki með um 50 skriðdreka, 20 brynvarða vagna og fjölda vörubifreiða með stjórnarhermenn. Er talið að Eþíópíustjórn ætli sér að herða mjög baráttuna gegn sam- tökum uppreisnarmanna, Frelsishreyfingu Eritreu (ELF), sem berjast fyrir aðskilnaði Eritreu frá Eþíópiu. Bardagar þessir hófust árið 1962, er Haile Selassie þáverandi keisari innlimaði Eritreu og gerði hana að 14. fylki Eþíópiu. — Alþingi Framhald af bls. 12 hefði framkvæmdakostnaður stórhækkað. Ef byggðasjóður ætti að halda sömu lánastefnu um lánsfjármagn til fiskiskipa, frysti- iðnaðar, almenns iðnaðar og sveitarfélaga væri stór spurning, hvort hann væri aflögufær til íbúðarbygginga, nema aukið fjár- magn kæmi til. Kjartan Ólafsson (K) þakkaði góðar undirtektir við mál sitt, bæði hjá ráðherra og öðrum, og lagði áherzlu á, að mál þetta fengi ítarlega en skjóta athugun I við- komandi nefnd. — Listamanna- laun Framhald af bls. 3. mann, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Sím- onar, Gunnar M. Magnúss, Hall- dór Stefánsson, Hallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Hringur Jó- hannesson, Jakobína Sigurðar- dóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón As- geirsson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helga- son, ritstjóri, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, María Markan, Matthías Johannessen, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ólöf Páls- dóttir, Pétur Friðrik, Róbert Arnfinnsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Sig- urðsson, Sigurjón Ólafsson- Snorri Hjartarson, Stefán Hörður Grímsson, Stefán ís- landi, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Thor Vil- hjálmsson, Valtýr Pétursson, Vafur Gíslason, Veturliði Gunnarsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Þorsteinn Valdimarsson, Þórarinn Guðmundsson, Þór- oddur Guðmundsson. 75 þúsund krónur: Alfreð Flóki, Anna Guðmunds- dóttir, Arni Björnsson, Asi I Bæ, Benedikt Gunnarsson, Birgir Sigurðsson, Eggert Guð- mundsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Eyborg Guð- mundsdóttir, Eyþór Stefánsson, Filippla Kristjánsdóttir (Hug- rún), Gerður Helgadóttir, Gísli Magnússon, Gréta Sigfúsdóttir, Guðmundur Elíasson, Guð- mundur Halldórsson, Bergsst. Guðrún Asmundsdóttir, Guð- rún frá Lundi, Gunnar Þórðar- son, Hafsteinn Austmann, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, Jakob Hafstein, Jakob Jónas- son, Jón Dan, Jón E. Guð- mundsson, Jónas Guðmunds- son, Jórunn Viðar, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Péturs- son, Magnús Á, Árnason, Magnús Jónsson, Matthea Jóns- dóttir, Oddur Björnsson, Óskar Aðalstéinn, Rut Ingólfsdóttir, Sigfús Halldórsson, Sigurður A. Magnússon, Skúli Halldórs- son, Stefán Júlíusson, Steinar Sigurjónsson, Steingerður Guð- mundsdóttir, Steinþór Sigurðs- son, Sveinn Björnsson, Sveinn Þórarinsson, Unnur Eiríks- dóttir, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þráinn Karlsson, Örlygur Sig- urðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.