Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1975 Jónas Kristjánsson fyrrum mjólkursam- lagsstjóri — Minning listrænum hæfileikum, og fór það að vonum, að hann ætlaði sér þar ekki lítinn hlut. Þau hjónin hófu fljótt búskap og munu hafa búið á ýmsum stöð- um þar til þau festu kaup á jörð- inni Hléskógar í Höfðahverfi og bjuggu þar farsælu búi i mörg ár. Mjög bættu þau jörð sina, bæði um jarðrækt og vandaðar og varanlegar byggingar, og þegar ég ók þar um fyrir nokkrum ár- um, leyndi sér ekki, að þar hafði ekki verið setið auðum höndúm af þeim sem þar höfðu húsum ráðið. Myndarlegar byggingar blöstu við og víðlend, grasgefin tún teygðu sig í allar áttir út frá bæn- um og var þar staðarlegt heim að líta. Bæði voru hjónin samhent og lögðu hart að sér, enda stórhuga og áhugasöm og varð mönnum fljótt ljóst, að þar voru engir veifiskatar að verki. En fjölskyldan stækkaði og brátt óx þörfin fyrir vaxandi tekj- ur, svo að lítil börn þyrftu ekkert að skorta. Þvi varð að svara, sem jafnan hefur verið þrautalending ein- yrkja-hjóna í sveit, að leggja harð- ar að sér og lengja vinnudaginn. Öll voru börnin vel gefin og námfús og þá var það ekki nema sjálfsagt, að foreldrarnir styddu þau til náms og mennta. Það gerðu þau lika eftir föng- um, en nú tók heilsan að bila og hinn dugandi bóndi fann sig til- neyddan að söðla um og hverfa frá erfiðum búskap og leita á önn- ur mið. Þess vegna brá hann búi, seldi jörð sína og flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. — Þar keyptu þau hjónin ágæta íbúð á Granaskjóli 18. — Þar áttu þau siðan fagurt og listrænt heimili til dauðadags, og höfðu nú betri að- stöðu en áður til að styðja börn sin á námsbrautinni. Heima í sveitinni höfðu Agli verið falin ýms trúnaðarstörf, sem hann stundaði af skyldu- rækni við vaxandi fylgi og traust sveitunga sinna. Hann var hreppstjóri um langt árabil, skattnefndar-formaður, póstafgreiðslumaður og sím- stöðvarstjóri, svo að eitthvað sé talið. Eftir að hann flutti til Reykja- vikur fékk hann starf á skattsofu Rv. sem endurskoðandi auk þess sem honum voru falin ýms að- kallandi, vandasöm verkefni. Og hér fór sem áóur, að hann vann vegna verksins sjálfs, en ekki aðeins vegna launanna og Þann 3. janúar s.l. lézt i Dan- mörku Henning Riber Christen- sen, læknir í Ebeltoft á Jótlandi, 51 árs að aldri. Við tökum okkur oft i munn orðið Islandsvinur, þegar rætt er um útlendinga, sem af ein- hverjum ástæðum hafa bundið tryggð við þessa fámennu þjóð, sem býr norður á hjara. Ég hef engan vitað, sem þetta heiti átti betur við en Riber Christensen. Ungur heillaðist hann af Is- lendingasögunum. Einkum varð hann gagntekinn af Njálu, og hin síðari ár var flestum stundum, sem gáfust frá erilsömu læknis- starfi, varið til rannsókna á þessari bók. Hann hafði myndað sér ákveðnar skoðanir um höfund Njálu og hvað fyrir honum hefur vakað, og hann skiptist á bréfum við fræðimenn á þessu sviði. Upp úr þessum áhuga á íslendingasög- unum spratt áhugi og jafnframt ást á landinu og fólkinu, sem í því býr. Það er ekki ofmælt, að Riber Christensen unni íslandi og öllu sem íslenzkt er. Það svo að mörg- um þótti nóg um. Það voru engin takmörk fyrir umhyggju hans, þegar Island átti i hlut. Eftir eld- gosið í Vestmannaeyjum lét hann senda sér hraun frá gosinu hingað til Danmerkur og þegar annríkum degi á læknastofunni var iokið, gekk hann um götur bæjarins og seldi hraunmola til ágóða fyrir Vestmannaeyjasöfnunina. Safn- aðist þannig álitleg fjárupphæð. gat þá verið tveggja manna maki ef mikið lá við. Hann varð fljótt vinsæll á stofn- uninni, reiðubúinn til að aðstoða og leiðbeina byrjendum I starfi af lagni og lipurð, jafnframt því sem hann var öðrum til eftirbreytni um vinnugleði og starfsáhuga. Hann var góður hagyróingur, vel máli farinn og ágætlega rit- fær, og hafa birzt eftir hann frá- sagnir um menn og málefni i ýms- um tímaritum. Hann var góður og skemmti- legur félagi bæði á vinnustað og á heimili sínu, skemmtinn, fyndinn og beitti oft gæskulausu gamni, en vildi engan mann særa. Vegna þessa og margra annarra kosta, verður hans lengi minnzt með þakklæti og virðingu af starfsmönnum skattstofunnar, bæði körlum og konum, yfir- og undirmönnum og munum vió jafnan minnast hans, þegar við heyrum góðs manns getið. Egill heitinn vann fullan vinnu- dag til mánaðamóta nóv.—des. Þá kenndi hann lasleika, sem hann hefur vafalitið verið búinn að finna fyrir æði lengi, þótt hann hefði ekki orð á þvi. Hann var lagóur inn á Land- spítalann og lézt þar eins og áður segir 25. janúar. — Ég heimsótti hann vikulega fram í janúar. Mér rann þá til rifja aó sjá, hvað þung hönd ólæknandi sjúk- dóms hafði hröð handtök við að brjóta niður lífsþrótt þessa sterk- byggða manns, án þess að hann fengi rönd við reist. Eiginkona hans andaðist fyrir rúmu ári og mér býður i grun, að hann hafi ekki kviðið því, sem i vændum var og haldið fagnandi á fund ástvinu sinnar. Við eftirlifandi börn þeirra hjóna vil ég leyfa mér að segja þetta: Það er alltaf sárt að sjá á bak ástríkum foreldrum, en góðar minningar eru mikils virði, og er þá ekki huggun að því að rifja upp þessar hendingar, sem sagðar voru um látinn berkisbónda í minni heimasveit á sinum tima: „Minninganna ljósblik lýsa löngu horfnum dögum frá, mild og hugljúf veginn visa, verður bjart um land og sjá. Og að siðustu vil ég leyfa mér að þakka þessum látnu hjónum í nafni starfsfólks og skattstofu Rv. góða samvinnu og samskipti öll á liðnum árum. Blessuð sé minning þeirra. Björn Þórarinsson. Þegar siðasta landhelgisdeila stóð sem hæst, ritaði hann í dönsk blöð og hvatti Dani til eindreginnar afstöðu með Islendingum. Svo ákafur var hann i baráttunni fyr- ir Islands hönd, að við hin blygðuðumst okkar fyrir deyfðina. Fleira mætti nefna i þessum dúr. A heimili Ribers Christensens og fjölskyldu i Ebeltoft var íslenzkum gestum tekið opnum örmum. Þar hafði hann útbúið sér herbergi undir súð, þar sem gamlar íslenzkar myndir og landakort prýddu veggina og is- lenzkir munir og islenzkar bækur í hillunum gáfu þessari vistar- veru sérstakan blæ. Þarna var athvarf Ribers Christensens að loknu dagsverki og þarna gleymdi hann sér við lestur islenzkra bóka og blaða og við aðaláhugaefnið, Njálurannsóknirnar. Riber Christensen var ágætlega læs á íslenzkt mál og hann skildi vel talað orð. Ver gekk honum að tjá sig á islenzku, en i hvert sinn er honum tókst að segja eitthvað á íslenzku svo að það skildist ljóm- aði hann af barnslegri gleði. Öll hans islenzkukunnátta var sjálfs- nám. Hann las jafnan íslenzk blöð og fylgdist ótrúlega vel með öllu sem gerðist á islandi. Þrisvar heimsótti hann island og eftir hverja för var hann jafn hugfanginn. Á þessum ferðum eignaðist hann marga vini. Hann Framhald á bls. 35 Jónas Kristjánsson fyrrum for- stöðumaður Mjólkursamlags KEA er látinn. Þessi glaðlegi skap- festumaður, dugnaðarmaður og drengskaparmaður bregður nú ekki framar svip snyrtimennsku, glæsileika og menningarlegrar framgöngu á götur Akureyrar og margur saknar vinar í stað. Hug- sjónir hans, sem i senn voru tengdar trú á framtíð og tryggð við fortíð, leita nú annarra liðs- manna, sem þrátt fyrir allt geta átt fordæmi hans að leiðarsteini. Jónas fæddist i Víðigerði í Hrafnagilshreppi 18. janúar 1895, sonur hjónanna Kristjáns Hann- essonar og Hólmfríðar Kristjáns- dóttur, sem þar bjuggu. Jónas tók þegar í æsku ástfóstri við búskap- inn og sveitina, og áhugi hans á framförum í búskap og eflingu hans entist honum ævilangt. A tvítugsaldri gekk hann i bænda- skólann á Hvanneyri og lauk það- an búfræðiprófi 1914. Hann vann svo við smiðar og ýmisleg sveita- störf fram undir þritugt, en fór þá til Danmerkur til að nema mjólk- uriðnfræði. Því námi lauk hann árið 1927 og hóf þá þegar að und- irbúa stofnun Mjólkursamlags KEA, sem tók til starfa ári siðar. Jónas var siðan mjólkursamlags- stjóri þar frá stofnun samlagsins og þar til hann varð að láta af störfum vegna aldurs fyrir um þaó bil áratug. Jónas gekk aó eiga Sigriði Guð- mundsdóttur útgerðarruanns Pét- urssonar árið 1930, en hún andað- ist snemma árs 1958. Þau eignuð- ust tvö börn, Hreirt, sem er búsett- ur í Reykjavik, og Solveigu, sem er gift á Kyrrahafsströnd Banda- rikjanna. Eyjafjörður hefir um langt skeið verið talinn eitthvert blóm legasta búskaparhérað á Islandi. Vitanlega veldur þar miklu um veðursæld og náttúrufar ásamt dugnaði fólksins i sveitunum. En ekki er mér kunnugt um, að það hafi nokkurn tíma verið skoðað, hvern þátt Hvanneyringa- þrenningin á Akureyri hefir átt i hinum alhliða framförum og hinu háa gæðastigi, sem eyfirskur bú- skapur hefir náð í ræktun, af- urðagæðum og afurðamagni. Þeir Jónas Kristjánsson, Ölafur Jóns- son og Ármann Dalmannsson, all- ir búfræðingar frá Hvanneyri og með framhaldsmenntun í Dan- mörku, tóku til starfa á Akureyri um miðjan þriðja áratug aldar- innar og hafa unnið stórvirki, hver á sínu sviði, til hags og heilla bændum og búaliði. Fyrir nokkrum árum heimsótti Per Borten, þá forsætisráðherra Noregs, margfróður um búnaðar- mál, lsland og kom þá m.a. I Eyja- fjörð. Hann lét þess þá getið, sem mér er til efs, að Eyfirðingar hafi vitað, að hvergi á Norðurlöndum væri neitt hérað, þar sem fram- leitt væri meira mjólkurmagn að meðaltali á hvern bónda en I Eyjafirði. Þetta var ekki mark- laus fagurgali, heldur töluleg staðreynd úr skýrslum. Betri einkunn gat Jónas Kristjánsson tæpast fengið, maðurinn, sem öll- um öðrum fremur hafði unnið að hvers konar framförum í naut- griparækt héraðsins sem mjólkur- samlagsstjóri og stjórnarmaður í Bændaklúbbi Eyjafjarðar, Rækt- unarfélagi Norðurlands og Sam- bandi nautgriparæktunarfélaga Eyjafjarðar (SNE) í áratugi, svo að nokkuð sé talið, og þar að auki persónulegur áhuga- og hvata- maður í einkasamtölum um allt, sem til framfara horfði. Þær eru orðnar margar, nýj- ungarnar, sem Jónas hefir brotið upp á, sótt á fjarlæg mið og komið i framkvæmd i mjólkuriðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar var snemma mikil og alltaf vaxandi, og vörugæðin hin mestu, sem kunnugt var umf hér á landi. Hann vildi jafnan vera fremstur í flokki þeirra, sem stefndu hátt og áttu sér þann metnað að ná eins langt og unnt var þrátt fyrir þröngar aóstæður. En eitt er að eignast hugmynd eða hugsjón og annað að hrinda þeim í framkvæmd. Það gengur ýmsum illa. Jónas var einn þeirra tiltölulega fáu manna, sem sameina þetta tvennt, var í senn hugmyndafrjór hugsjóna- maður og duglegur og hygginn framkvæmdamaður, því vanastur að láta ekki sitja við orðin tóm, heldur barðist til sigurs fyrir hug- sjónir sínar. Af þvi hefir margur notið góðs, oftast án þess að vita það. Það mun hafa verið á aðalfundi Mjólkursamlags KEA 1949, að þeir Eiður Guðmundsson á Þúfna- völlum og Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn báru fram tillögu um stofn- un safns til sögu mjólkuriðnaðar í Eyjafirði, þangað sem safnað yrði öllum tiltækum tegundum og gerðum mjólkurvinnslutækja, gamalla og nýrra. Af þessu spannst, að stjórn KEA skipaði ári seinna nefnd til að undirbúa málið, og áttu sæti í henni þeir Þórarinn Eldjárn, Jakob Frí- mannsson og Jónas Kristjánsson. Nefndin gerði tillögu um stofnun alhlióa eyfirsks minjasafns, og hún náði brátt fram að ganga í samvinnu við bæjarstjórn Akur- eyrar og sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu. Segja má því, að minjasafn á Akureyri sé tengt nafni Jónasar Kristjánssonar frá uppháfi, enda er skjótt af að segja, að á engan mun hallað, þó að sagt sé, að eng- inn hafi unnið málefnum safns- ins neitt viólíka og hann frá fyrstu tið til endadægurs. Aldrei hefir hann þegið eyrisvirði fyrir allt það erfiði, áhyggjur og fyrir- höfn, en á hinn bóginn hvergi sparað sjálfan sig og eigin pyngju, ef því var að skipta og málefnum eða hagsmunum safnsins var þá betur borgið, að hans dómi. Hann var vakinn og sofinn í fórnfúsu starfi fyrir safnið, hvort sem var við söfnun og öflun muna, útveg- un húsnæðis og aðstöðu, grund- vöilun stefnu og framtiðarstarf- semi ellegar tryggingu fjárhags- legrar afkomu þess. 1952 var sett á laggirnar byggðasafnsnefnd með fulltrúum frá KEA, Akureyrarbæ og Eyja- fjarðarsýslu, sem siðar urðu eig- endur safnsins. Jónas varð þá varamaður formannsins, Snorra Sigfússonar, en þegar Snorri fluttist úr héraði, tók Jónas sæti hans og hann og gegndi siðan for- mennsku í safnstjórninni til æviloka. Safninu ós sífellt fiskur um hrygg, og þar kom, að starfsemin þarfnaðist annars húsnæðis en þeirra strjálu geymsluherbergja hér og þar um bæinn, sem ýmsir höfðu af góð- semi sinni og greiðvikni lánað safninu undir gripi þess. Þá varð það 1960, að hugmyndin um að gera Fjöruna á Akureyri að frið- uðu safnsvæði, þessa einstæðu röð húsa, sem öll eru komin vel á aðra öld, fæddist i safnstjórninni, og jafnframt lagði Jónas til, að reynt yrði að ná kaupum á hús- eigninni Kirkjuhvoli ásamt eign- 27 arlóð og merkitegum trjágarði sem kjarna safnsvæðisins. Þetta var samþykkt og samningar hafn- ir við eigendurna, Gunnhildi og Baluin Ryel. Jafnframt var norsk- ur sérfræðingur fenginn til að leggja á ráðin um framtíðarupp- byggingu safnsins, og var hann strax meðmæltur þessum hug- myndum. Hann lagði einnig til, að safnið yrði sjálfseignarstofnun, og drög að reglugerð þess voru samin. Snemma á árinu 1962 náðist fullt samkomulag við Ryelshjónin um kaup á Kirkjuhvols-eigninni, verð hennar, greiðsluskilmála og afhendingartíma, en þá kom allt í einu óvænt hindrun: Bæjarstjórn Akureyrar treystist ekki til að samþykkja reglugerðardrögin fyrir sitt leyti og þvi borið við, að kjörtímabil hennar væri nær á enda runnið. Þar með brast safn- stjórn heimild til að ráðast í kaup- in, og málinu var stefnt i full- komna tvísýnu. Þá sýndi Jónas rétt einu sinni, hvað i honum bjó, og á honum var hvorki hik né hugarvíl: Hann gerði sér lítið fyr- ir og keypti eignina sjálfur og fékk vin sinn Jakob Frímannsson til að ganga i persónulega ábyrgð fyrir þeim hluta andvirðisins, sem ekki var greiddur út i hönd. Svona eiga sýslumenn að vera. i kaupsamningnum var ákvæði, sem heimilaði safnstjórninni að ganga inn í kaupin, þegar ný bæj- arstjórn hefði samþykkt reglu- gerðina og formleg heimild feng- ist. Hún fékkst 17. júlí 1962, og 10 dögum síðar varð Kirkjuhvoll lögleg eign safnsins. Þarna bjarg- aði Jónas málefnum og ef til vill lífi safnsins á erfiðri stund án þess að hugsa um eigin hagsmuni eða áhættu. Honum þótti nefni- lega vænt um safnió. Það er mergurinn málsins. Hon- um þótti vænt um þetta safn, þessa nýju menningarstofnun á Akureyri og ekki hina ómerkustu. Hann hafði yndi af þvi að sjá hana vaxa og þroskast og verða Akureyri og Eyjafjarðarbyggðum til sóma undir fágætri daglegri umönnun Þórðar Friðbjarnarson- ar safnvarðar. Hann þreyttist aldrei á að brýna menn á stuðn- ingi við safnið, minna á það og vekja fólk til áhuga á málefnum þess og skilnings á þörfum þess. Hann fékk að sjá það sprengja utan af sér húsnæóið, og bygging viðbótarhúsnæðis var hafin. Þetta vakti honum í senn gleði og áhyggjur. Kostnaóurinn ætlaði aó reynast meiri en spáð hafði verið og fjárhag safnsins var hollt, en gætni i fjármálum þess var hon- um frá fyrstu tíð æösta boðorð. Viðfangsefni síðasta stjórnar- fundarins, sem hann stýrði og haldinn var fám dögum fyrir jól, var einmitt að reyna að ráða fram ur þessum erfiðleikum. Þá sáum við hann flestir i siðasta sinn, sem störfuðum með honum að málefn- um Minjasafnsins á Akureyri. Hann kvaddi okkur með þéttu handtaki, óskaði okkur gleðilegra jól og bað okkur allrar blessunar í framtiðinni. Sjálfur var hann á förum i heimsókn til dóttur sinn- ar og fjölskyldu hennar í Vestur- heimi, þar sem hann dvaldist um jólin og á áttræðisafmæli sínu 18. janúar. En nú ágerðist allt í einu heilsuveilan, sem hann hafði raunar áður kennt. Hann vildi ekki fara i sjúkrahús vestra, en hraðaði för sinni heim til islands, heim til Akureyrar, til að deyja. Hann komst til Akureyrar laugar- daginn 25. janúar, fór beint af flugvelli i sjúkrahús og andaðist þar tveim sólarhringum síðar, 27. janúar. Við félagarnir höfðum ákveðið að færa honum smágjöf við heim- komuna i tilefni áttræðisafmælis- ins, áletraðan veggskjöld með mynd af höndum sem heilsuðust og voru með gullnum lit. Nú verð- ur þetta gullna handtak að vera í öðru formi og í kveðjuskyni, en það er einlægt og heils hugar, fullt af þökk fyrir samstarf og kynningu, drengskap og vináttu. Við árnum honum lika góðs farn- aðar heim á ókunna landið. A bernskuheimili minu stóð alltaf ljómi um nafn Jónasar Kristjánssonar, og jafnan var á hann minnst með sérstakri virð- ingu. Ef til vill var það að ein- Framhald á bls. 35 Henning R. Christen- sen lœknir — Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.