Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 raö3ni»pÁ Spáin er fyrir daginn I dag Hrúturinn 21. marz. —19. aprfl Staða Marz er slfk f dag, að vissara er að taka daginn rólega. Æstu þig ekki út af smámunum og láttu þér f léttu rúmi iiggja þó ekki gangi aflt að óskum. Nautið 20. aprfl — 20. maf Leggðu allt undir, ef þér finnst eitthvað, sem þú ert að fást við, eftirsóknarvert. Ef þú hefur alia skilmála og hefur lagt allar hliðar málanna niður fyrir þér ætti ekkert að vera þvf til fyrirstöðu, að vel gangi. Tvíburarnir 21. maf — 20. júnf Þessi dagur virðist ætla að verða þér ósköp rólegur. Ef þú fæst við listastörf einhvers konar ættirðu að athuga hvort þú getur ekki skipulagt vinnu þfna betur til að fá meiru áorkað. Leyfðu hug- myndafluginu að njóta sín. yPfKrabbinn 21. júnf— 22. júlf Haltu áfram við það, sem þú ert að fást við, og beittu ýtrustu vandvirkni. Láttu ekki samkeppni leiða þig út f hroðvirkni. Ljónið 23. júlf —22. ágúst Varastu að eyða tfmanum f óþarfa eða störf, sem ekki gera þér neitt gagn, hvort heldur er andlega eða fjárhagslega. Hik- aðu ekki við að beita nýjum aðferðum, ef þær geta flýtt fyrir þér. Mærin NN&Ji 23. ágúst — 22. sept. Reyndu að vinna gegn kæruleysi og hirðuleysi, þar sem þú sérð það valda vandræðum. Að sjálfsögðu verður þú sjálfur að láta hendur standa fram úr ermum og vera öðrum til fyrirmyndar. Vogin W/iTTÁ 23. sept. — 22. okt. Hættu ekki við hálfnað verk enda þótt þér finnist ekki blása byrlega. Þetta kemur allt saman og er búið fyrr en þú veizt. Ihugaðu vel nýjar tillögur annarra og láttu ekki tilfinningasemi hafa áhrif á mat þitt. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú átt sennilega erfitt með að gera upp við þig f hvorn fótinn skuli stfga, fhugaðu hvar sköpunarkraftur þinn og kraftur fær bezt notið sfn og haltu sfðan þvf striki. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þessi vika ætti að verða þér sérstaklega ábatasöm f starfi, ef þú byrjar vel og skipuleggur störf þín skynsamlega. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Lfttu f eigin barm og íhugaðu hvert hugur þinn stefnir og hvert gildismat þitt er. Eftir hverju þú sækist í raun og veru og hvar þú ert Ifklegastur til að ná árangri. Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur, notaðu þér af brjóstvitinu. jsijfSl Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Með hreinni og beinni framkomu þinni og fortöluhæfileikum ættirðu að geta hresst upp á þá f návist þinni, sem virðast vera að gefast upp fyrir erfiðleik- unum. Fiskarnir 19. feb. — 20. marz. Hikaðu ekki við að ryðja hindrunum úr vegi þínum — brautin er greið ef þú lætur ekki lífsins lystisemdir verða þér að falli. Samtimis REBAL. JE3SICA REGAL KVEIKIROU/ Parex? LEYFOU MElR AO HEyRA St'&ARA. NAFNHÐ á AFTUR M r Bullock VÆRI EKKI SVONA LEklöl, MEMA EITT- HVAO HAFI KOMI-Ð FVRIR.OQEFeiTT. HVAO HEFUR KOMIO FyRiR,eÆ-n pao LEITT T*L Mlhf Hvernig vaeri að taka eina bunu saman, IjúfanL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.