Morgunblaðið - 04.02.1975, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.1975, Page 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 28. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lokatilraunin hjá Hartling og Jörg- ensen í Danmörku TONTINI PESCA ítalski frystitogarinn var í gær færður til hafnar í New York, eftir að bandarisk strandgæzluskip ákærði skipstjórann um að hafa veitt friðaðar fisktegundir á sérstöku svæði, sem Bandaríkjamenn friðuðu í desember sl. Var togarinn um 220 mílur SA af New York, er menn af strandgæzluskipi voru sendir um borð til að kanna aflann og fundu þeir m.a. 18 kg af nýfrystum humri. Verði skipstjórinn fundinn sekur á hann á hættu allt að eins árs fangelsi, 100 þúsund dollara sekt og skip og veiðarfæri gerð upptæk. Hér sést togarinn í New York. Kissinger með tillögu um tryggt lágmarksverð á olíu Kaupmannahöfn 3. febrúar Einkaskeyti til Mbl. fráGunnari Rytgaard. Stjórnarmyndunarviðræðurnar I Danmörku undir forystu Karls Skytte, formanns þjóðþingsins, Heath spáð sigri London 3. febrúar Reuter —AP—NTB. (Sjá grein á bls. 10) t KVÖLD var talið nær öruggt, að Edward Heath myndi sigra i kjör- inu um leiðtogaembætti íhalds- flokksins. Skoðanakannanir meðal stuðningsmanna thalds- flokksins sýndu, að um 70% vildu að Heath yrði áfram leiðtogi. Það eru þingmenn flokksins 276 að tölu, sem einir fá að greiða at- kvæði, en þeir verða að taka tillit til vilja kjósenda sinna. Umrædd skoðanakönnun var gerð fyrir framkvæmdanefnd flokksins og lögð fyrir flokksleið- togana í dag. Er hún mikill sigur fyrir Heath og talið víst, að hann muni sigra þegar við fyrstu at- kvæðagreiðslu, en skv. flokks- reglunum verður sigurvegari í leiótogakjörinu að fá 15% fleiri atkvæði en næsti maður í fyrstu atkvæðagreiðslu. Helztu keppi- nautar Heath eru frú Margrét Thatcher og Hugh Fraser.. komust loks á lokastig síðdegis f dag, er Skytte frestaði fundi til morguns tii að gefa leiðtogum jafnaðarmanna og Venstre tæki- færi til að ræða einslega mögu- leika á samstarfsgrundvelli þess- ara tveggja flokka. Þetta er gert með tilliti til óska Venstre um að ekki verði einblfnt á tilraunir til myndunar stjórnar á breiðum grundvelli, heldur einnig kann- aðir möguleikar á hugsanlegri borgaralegri stjórn með meiri- hluta á bak við sig. Karl Skytte gerði frétta- mönnum í dag grein fyrir helztu ágreiningsefnum jafnaðarmanna og Venstre i efnahagsmálum og tillögum flokkanna í þeim efnum. I sparnaðartillögum Venstre er gert ráð fyrir 7 milljarða króna halla á fjárlögum en í tillögum jafnaðarmanna er reiknað með 11—12 milljarða halla. Hins vegar miða tillögur jafnaðarmanna að þvi að minnka atvinnuleysi en ef atvinnuleysi eykst eða minnkar um 1% í Danmörku hefur það tekjubreytingu í för með sér fyrir ríkið upp á 450 milljónir. Leiðtog- ar Venstre eru andvigir auknum halla á rikisbúskapnum, þvi þeir segja, að Danir geti ekki tekið meiri erlend lán til að fleyta sér áfram. Þetta eru ágreiningsatrið- in, sem þessir tveir flokkar eru nú að reyna að leysa og er ógern- ingur að spá um hvað úr verður. Hléið á viðræðunum var gert að tillögu leiðtoga íhaldsmanna og Kristilega þjóðarflokksins. Nái þeir ekki samstöðu er rætt um möguleikana á stjórn allra flokka, þar sem forsætisráðherr- ann yrði hvorki frá jafnaðar- mönnum né Venstre, en þessir flokkar eiga erfitt með að koma sér saman um forsætisráðherra- efnió og kemur þá nafn Skyttes mjög oft upp. Washington 3. febrúar Reuter AP—NTB. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna skýrði frá því f ræðu f bandarfska blaða- mannaklúbbnum f Washington f dag, að Bandaríkjamenn myndu á miðvikudag leggja fram á fundi forstjóra Alþjóða orkumálastofn- unarinnar í París tillögu um tryggt lágmarksverð á olíu, sem yrði talsvert lægra en gildandi heimsmarkaðsverð f dag, til að vernda fjárfestingu í framleiðslu annarra orkugjafa. Tillaga þessi setur olfuframleiðslurfkjunum þá kosti, að þau fallist á lægra verð í dag og fái þá tryggingu fyrir að það haldist, eða hætti á stórfellt verðfall, er leiðir til ann- arrar orkuframleiðslu hafa verið fullkomnaðar. Kissinger sagði, að það eitt gæti verndað iðnaðarþjóðir heims frá nýju oliubanni, að þau legðust á eitt um að draga úr oliunotkun og gripu til annarra orkulinda. t.d. kola, tjörusands, oliujarðvegs, framleiðslu gasefna og fljótandi gass úr kolum, kjarnorku og sólarorku. Hann sagði, að nýting slíkra orkulinda hefði í för með sér stórlækkað verð á olíu, sam- fara minnkandi eftirspurn. Ödýr innflutt olía gæti þá stofnað i hættu fjárfestingu i hinum nýja orkulindum og slíkt yrði að koma i veg fyrir. Kissinger sagði, að olíuneyzlu- ríkin yrðu að aðstoða oliuíram- leiðsluríkin við að fjárfesta olíu- gróðann i nýjum iðngreinum, sem myndu tryggja efnahag oliufram- leiðslurikjanna, er oliulindirnar væru til þurrðar gengnar. Einnig að aðstoða fátæku þjóðirnar, sem verst hafa orðið úti af völdum olíuverðshækkunarinnar. Hann varaði einnig við að ný tilraun til að nota oliuna sem vopn hefði alvarlegar afleiðingar i för með sér fyrir iðnaðarþjóðirnar og kippti grundvellinum undan samstarfsmöguleikum þeirra og olíuframleiðsluríkjanna. Sam- komulag um langtímaverðlag á olíu væri lífsnauðsynlegt fyrir báða aðilja. Enn loft- árásir á Eritreu Addis Abeba, Eþíópíu 3. febr. Reuter — NTB. EÞlÓPlSKAR sprengjuþotur héldu í dag áfram loftárásum á skotmörk I útjaðri Asmara, höfuðborgar Eritreu, og á þeim slóðum geisuðu harðir bardagar milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna. Hermdu áreiðanlegar heimildir, að uppreisnarmenn hcfðu skotið niður eina af sprengjuþotunum. Heimildir í Asmara herma, að 70 manns hafi fallið i bardögum yfir helgina, flestir í loftárásum Eþíópiuhers, þar sem tvö þorp i Framhald á bls. 34 Hreyfing í einvígismálinu — Fischer vill Manila en Karpov kýs Mílanó „EG tel nú nær fullvfst, að aukaþing FIDE verði haldið í næsta mánuði, annaðhvort f Amsterdam eða Caracas, til að fjalla um ágreining FIDE og Bobby Fischers um fyrirkomu- lag heimsmeistaraeinvfgisins f skák,“ sagði Fred Cramer, vara- forseti bandarfska skáksam- bandsins i samtali við Mbl. f gær. Mbl. hafði samband við Cramer eftir að fréttir höfðu borizt um það frá aðalstöðvum FIDE í Amsterdam, að Fischer hefði tilkynnt FIDE, að ef af einvfginu yrði, myndi hann vilja tefla í Manila á Filipseyj- um, þar'sem stjórnvöld hafa tryggt 5 milljónir dollara f verðlaunafé, en Karpov til- kynnti, að hann kysi Mflanó á Italfu, þar sem 440 þúsund dollarar eru f boði. Stjórn FIDE kemur saman 17. febrúar til að taka ákvörðun um staðarval. Mbl. spurði Cramer, hvaða iíkur hann teldi nú á þvf, að einvfgið færi fram og hann svaraði: „Það má nú heita full- vfst, að aukaþingið verði hald- ið, en beiðni 14 hluta allra meðlima FIDE þarf til að fá slíkt aukaþing haldið og þeir eru fyrir hendi. Það er formað- ur skákambands Filipseyja, Camponanes, sem hefur haft forgöngu f þessu máli ásamt Tudele, formanni skáksam- bands Venezúela. Við teljum vfst, að þingið muni samþykkja kröfur Fischers um breytingu á reglunum, ef það verður haldið f Caracas, eins og við vonum, því að þar myndu stuðnings- menn Fischers verða f meiri- hluta. Verði aukaþingið hins vegar haldið í Amsterdam, tel ég að ekki takist að ná þangað nægilega mörgum stuðnings- mönnum Fischers til að fá breytinguna samþykkta." — Hver ákveður staðinn? „Það verður dr. Max Euwe, forseti FIDE, og á ég frekar von á þvf að hann velji Caracas, ég held að hann geri sér orðið grein fyrir þvf, að einvígi væri lftils virði án þátttöku Fischers svo og framtfð skáklistarinnar. Sem kunnugt er greinir Fischer og FIDE á um skáka- f jöldann f einvíginu. FIDE vill hafa 36 skáka hámarksf jölda og að sá sigri, er fyrstur verði til að fá 9 vinninga og jafntefli ekki meðtalin. Fischer vill hins vegar hafa ótakmarkaðan skákafjölda, en sömu vinnings- tölu til sigurs." Aðspurður um hvenær mætti vænta, að ljóst yrði hvar auka- þingið yrði haldið, sagði Cramer, að það myndi koma fram á næstu vikum. 5 milljón dollara verðlaun 1 boði á Manila

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.