Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 Minning: Egill Áskelsson frá Austari - Krókum Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Egill Áskelsson er horfinn sjón- um okkar, horfinn yfir á land lifenda, þar sem þreyttir fá hvild, og Guð leggur likn með þraut. Starfi hans er lokið hér í heimi, en eflaust fær hann „meira að starfa Guðs um geim“, en mikill starfsmaður var Egill, traustur og heiðvirður, eins og bezt verður á kosið. Hann hafði unnið að hinum margvíslegustu störfum um æv- ina, svo sem barnakennslu, búskap, skrifstofustörfum, en einnig að ritstörfum í tómstund- um sínum, enda var hann góðum gáfum gæddur. Fráfall hans bar skjótt að, og að þeim, sem standa honum næstir, er því mikill harmur kveðinn, en það eru börn hans, og allt skyld- fólk, og vinir hans allir. En fyrir rúmu ári missti Egill konu sína Sigurbjörgu, og er það þung sorg, að missa báða foreldra sína á svo stuttum tíma. En það er huggun harmi gegn, að minninguna eiga þau um góð- an föður, sem frá upphafi hafði borið umhyggju fyrir fjölskyldu sinni með meiri kostgæfni en venja er til. Umönnun Egils fyrir börnum þeirra hjóna var við brugðið, allt frá þvi er þau voru á unga aldri, að hann kenndi þeim og fræddi, til þess er þau hófu framhalds- nám, að hann styrkti þau til náms- ins með ráðum og dáð. Börn þeirra Sigurbjargar og Egils, sem öll eru uppkomin og hin mannvænlegustu, bera því vitni hversu gott uppeldi þau fengu frá beggja hálfu. Við, sem þekktum Egil, kveðj- um hann með miklum söknuði og biðjum honum guðsblessunar á æðri sviðum lifsins. Blessuð sé minning hans. Mágkona. Laugardaginn síðastliðinn, 25. janúar, andaðist einn af minum hugþekkn nemendum frá Laug- um, Egill Askelsson, fyrrum sim- stjóri á Grenivík og hreppstjóri Grýtubakkahrepps, en síðustu ár- in starfsmaður á skattstofu Reykjavíkur. Hans er mér alltaf ljúft að minnast. Egill fæddist í Austari-Krókum i Fnjóskadal 28. febrúar 1907. Foreldrar hans voru Askell Hannesson og Laufey, dóttir hins mikla heljarmanns Jóhanns Bessasonar á Skarði í Dalsmynni, og þarf þá ekki að rekja móðurætt hans lengra. En foreldrar Hannesar voru Friðrik Gott- skálksson og Þuriður Kristjáns- dóttir frá Illugastöðum í Fnjóska- dal. Bernskuárin með foreldrum sínum átti Egill í Austari-Krókum og Skuggabjörgum i Dalsmynni. Er hann var 15 ára flutti hann með þeim að Fagraskógi á Arskógsströnd, þar sem þau bjuggu á hálfri jörðinni í fjögur ár. Þá fluttu þau að Svínárnesi á Látraströnd og þaðan að Grenivik 1928. Frá Grenivík kom Egill til min í Laugaskóla. 1 Laugaskóla reyndist hann góður námsmaður, en þó betri heimilismaður, það er að segja félagsmaður i heimilislifi skólans. Þá var Egill 21 árs, og fannst mér sem nám hans byrjaði með fullorðinsárunum og fuliorðinsárin með námi hans. Er hann kom frá Laugum heim til Grenivíkur stundaði hann næstu árin útgerð þaðan með föður sin- um og bræðrum. En 1932 kvæntist hann Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá Lómatjörn. Svo má telja, að þau hafi farið brúðkaupsför sína til Reykjavik- ur, þvi þá um haustið gerðist Egill nemandi þar I eldri deild Sam- vinnuskólans, en Sigurbjörg vann að mestu fyrir námskostnaðinum. Eftir þann vetur hurfu þau enn heim til Grenivíkur og önnuðust þar símavörzlu um 10 ára skeið með öðrum störfum ýmislegunú Eftir það reistu þau bú, að Þrastarhóli í Arnarneshreppi, en þar kölluðu heimahagarnir á þau, og fluttu þau bú sitt eftir árið að Hléskógum i Grýtubakkahreppi. Þar bjuggu þau í 19 ár, byggðu upp jörðina og græddu, og nutu bæði vinsælda og virðingar sveit- unga sinna. Egill var barna- kennari i sveitinni jafnframt bú- stjórninni 1955—1960. Árið 1960 var honum falin hreppstjórn sveitarinnar. Um þær mundir tók heilsu eiginkonu hans og hús- freyju, sem stýrt hafði búi þeirra að sinu leyti af mikilli atorku, mjög að hnigna. Sá Egill þá þann kost vænstan að leita sér atvinnu i Reykjavík, enda hvatti það þau, að þau áttu mörg og námfús börn, sem sáu hillingar á leið sinni, ef þangað yrði farið. Er til Reykja- víkur kom, fékk Egill atvinnu í Skattstofunni í Reykjavík, og gat búið um sig og fjölskylduna i góðri íbúð í Granaskjóli 18 í sjálfri höfuðborginni. Þar vann hann það sem eftir var ævinnar langan vinnudag, að þeim störf- um, sem á hann kölluðu í stofnun- inni. En er heim kom aó loknu dagsverki þar, lét hann kvöldið oftast líða við að rita smásögur, sem sumar birtust síðan i Lesbók Morgunblaðsins, eða yrkja smá- kvæði, og flutti hann nokkur þeirra í útvarpinu. Svo kom til þeirra hjónanna margur góðvin- urinn á kvöldin eða um helgar eða þau brugðu sér í heimsókn til þeirra, er þau fýsti að finna, og voru þeir margir, bæði norðan úr sveitunum, þar sem þau höfðu alizt upp og búið eða urðu vinir þeirra hér í Reykjavik. Þau Egill og Sigurbjörg komu upp 7 börnum. Er það mjög myndarlegur barnahópur. Elzt þeirra er Sigurður, skipasmiður, þá Lára húsfreyja, þriðja barnið var Bragi læknastúdent, sem fórst i flugslysi 1958 21 árs að aldri. Þá er næstur að aldri Áskell, sem er skipasmiður eins og Sigurður bróðir hans, þá Valgarður læknir, Egill eðlisfræðingur, sem hefur jafnframt námi sinu I Danmörku verið fréttaritari þar fyrir útvarp- ið okkar, en yngst systkinanna er Laufey, hjúkrunarkona. Eru þau hér upp talin til vitnis um, að þau hafa öll verið búin vel að heiman. Verður ekki vikizt undan viður- kenningu á því, að þau Egill og Sigurbjörg hafa skilað þjóðfélagi sinu fullu starfi með því að hafa komið upp slíkum hóp menni- legra og dugandi manna, karla og kvenna, eigi aðeins stuðnings- laust, heldur einnig jafnframt því sem ágætir þátttakendur í at- vinnulífi og félagslifi þjóðarinnar á margvislegan hátt annan, ýmist í forystusveit hennar eða sem óbreyttir liðsmenn. Um börn þeirra Egils og Sigur- bjargar skal þess enn getið, að þau eru nú öll gift og búa við góð efni, enda öll vel verki farin eins og foreldrar þeirra. Sigurbjörg lézt 10. desember 1973. Og nú er Egill látinn. Ég þakka þeim báðum fyrir þá sam- fylgd, sem ég hef átt með þeim i lífinu. Arnór Sigurjónsson. Egill Áskelsson frá Hléskógum lézt í Landspitalanum aðfararnótt laugardagsins 25. janúar. Hann var þingeyskrar ættar, kominn af dugmiklu og gáfuðu bændafólki langt í ættir fram. Þegar á unga aldri kom fljótt i ljós, að hann yrði ekki eftirbátur forfeðra sinna um andlegt og likamlegt atgervi. Hann var bráðþroska og stóð hugur hans fljótt til náms og mennta en á þeim árum var ekki margra kosta völ ungum og efna- litlum sveitapiltum að stunda langskólanám. Hann varð þvi að láta sér nægja tveggja vetra nám við héraðsskól- ann á Laugum í S-Þingeyjarsýslu, sem þá var nýstofnaður, og síðar I Samvinnuskólanum, en þá var þar skólastjóri hinn kunni skóla- maður og menntafrömuður, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem sagt var um, að kæmi öllum til nokkurs þroska. Hinum unga gervilega manni sóttist námið vel, enda ekki slegið slöku við, og næmi og skilningur í bezta lagi. Þarna öðlaðist hann þá undir- stöðumenntun, sem dugði hon- um vel, þegar skyldur lifsins kölluðu hann til starfa, þar sem ótal.verkefni biðu dugandi handa og vakandi hugar, til að koma í höfn óleystum verkefnum, sem til þjóðarheilla horfðu. Nokkuð stundaðiEgiIl Iþróttir á yngri árum með góðum árangri, þó að mesta áherzlu legði hann á sundið, sem nefnt hefur verið iþrótt iþróttanna. Þar kom að Egill fastnaði sér eiginkonu og varð fyrir valinu Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ein af mörgum Lómatjarnar-systrum, sem kunnar voru að glæsileik og S. Helgason hf. STEINIÐJA Hnhohi 4 Slmcir 26677 og 14254 útfaraskreytingar blómoual Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36770 t Sonur minn dóttursonur og faðir okkar KRISTMUNDUR INGVAR EDVARDSSON, Barónsstíg 63, lézt í Noregi 24 desember sl Jóna Kristmundsdóttir, Jónlna Jóhannsdóttir og börn hins látna. t Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, JENNÝ MAGGY ÁSGEIRSDÓTTIR. frá Klængseli, Gaulverjabæjarhreppi, andaðist að Landspítalanum, laugardaginn 1 febrúar. Sigurður Björnsson, Ólöf Ásta, Rúrik Lyngberg, Anna Rut, Ægir Stefán, Diana Linda, Mary Björk, Sigurðardætur. t Eiginmaður minn, ÓLAFUR SIGURÐSSON, yfirvélstjóri, Melabraut 69. andaðist aðfaranótt 2. febrúar í Borgarspítalanum. Fyrir hönd ættingja Þurlður Guðmundsdóttir. mm Móðir okkar, ELÍN G. lézt I Borgarspítalanum 31. janúar h HLÍÐDAL Gunnlaugur Björnsson, Þorvaldur Björnsson, Guðmundur Björnsson. t Útför eiginmanns mins FRIÐJÓNS ÞÓRARINSSONAR Hofteig 32 fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. febrúar kl. 1 3.30 Fanney Tryggvadóttir. Útför móður okkar, GUÐRÍÐAR AUÐUNSDÓTTUR frá Teygingalæk, sem andaðist 31. janúar, fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugar- daginn 8. febrúar kl. 11. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnan- ir. Ólafur Jón Jónsson, Sigrfður Jónsdóttir. Ólöf Jónsdóttir. t Eiginkona mín, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Vlkurbraut 54, Grindavík, lézt i Borgarspítalanum aðfaranótt 1. febrúar. Ragnar Magnússon. t Eiginmaður minn, THEODÓR B. LÍNDAL prófessor, lézt sunnudaginn 2. febrúar. Þórhildur Pálsdóttir Llndal. t Minningárathöfn um BJARNA GUÐMUNDSSON, fv. blaðafulltrúa verður haldin i Dómkirkjunni, miðvikudaginn 5. febrúar kl 1 3.30. e.h. Kristfn Bjamadóttir. Hildur Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL GEIRMUNDSSON, er lézt á Héraðshælinu, Blönduósi, þriðjud. 28. jan., verður jarðsung- inn frá Blönduóskirkju laugard. 8. febr. kl. 2 eftir hádegi. Hjálmfrlður Anna Kristófersdóttir Guðný Pálsdóttir Kristinn Pálsson Hjálmar Pálsson Sigrlður Þ. Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.