Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 15 Jttoraimlilníuti jflBBBHpMHHHBk wjÁAíÁémJ o O * 0 Frábær mark- r yarzla Olafs nægði ekki Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, fréttamanni Mbl. á Norðurlandamótinu. — MAÐÚR er gráti nær að hafa ekki unnið þennan leik, fyrst Ólafur var í slfku „banastuði“ f markinu, sagði Axel Axelsson, eftir ieik fslands og Svfþjóðar f Norðurlandameistaramótinu f handknattleik f Helsingör í gær- kvöldi, en þeim leik töpuðu Is- lendingar 16:18, og þar með er úr sögunni vonin um að komast í úrslit f mótinu. Óhætt er að full- yrða að Islendingar keppi þarna um þriðja sætið, og mæti þá Dönum, sem töpuðu fyrir Norð- mönnum f gærkvöldi með 16 mörkum gegn 20, eftir að hafa unnið Finna f fyrsta leik mótsins með 24 mörkum gegn 12. Eftir þessu verða það því Svfar og Norðmenn sem ieika um gull- verðlaunin á mótinu. Fimmta liðið, Færeyingar, höfðu engan leik leikið í gærkvöldi, þeir urðu veðurtepptir í heimalandi sínu og komust ekki á mótsstað fyrr en í gærkvöldi. Áttu þeir að leika gegn Svíum í morgun og mæta svo Islendingum í Grevehallen f kvöld. Það er sannarlega óhætt að taka undir þau orð Axels Axelssonar, sem vitnað var til f upphafi. Ólafur Benediktsson hefur oft staðið sig vel í markinu, þegar mikið hefur legið við, en senni- lega hefur hann þó aldrei átt slíkan stórleik og hann sýndi í gærkvöldi. Alls 20 sinnum varði hann skot frá hinum ágætu sænsku skyttum, og þar af tvf- vegis vítaköst. Ólafur lokaði hreinlega íslenzka markinu á köflum, og þau mörk sem hann fékk á sig voru ekki honum að kenna, heldur varnarleik- mönnunum, en oftsinnis mynduð- ust hrikalegar glompur i íslenzku vörninni. Sænsku leikmennirnir voru boðnir velkomnir og það eitt vantaði, að Islendingarnir hneigðu sig fyrir þeim. En þessar glompur mynduðust þó tiltölulega sjaldan, og hefði sóknarleikur íslenzka liðsins verið með felldu, hefðu þær ekki átt að koma að sök. En aðalgallinn var í sóknarleiknum og liðsupp- stillingunni, sem manni fannst næsta furðuleg. Það kom á daginn sem margir höfðu óttazt. Stór- skytturnar nutu sín ekki hver innan um aðra og leikur liðsins var of fálmkenndur, og langt frá því að vera ógnandi. Þannig var bezta leikmanni liðsins, Ölafi Jónssyni, — leikmanni sem öðrum fremur getur drifið upp spil liðsins og haldið því rösklega gangandi, fórnað inn á línuna þar sem hann tók stöðu Björgvins Björgvinssonar. Þeirri stöðu skilaði Ólafur mæta vel, en mikið munaði um að hafa hann ekki virkari í leiknum. Þá kom það manni meira en lítið á óvart að Viðari Sfmonarsyni var stillt upp í hægra horninu, staða sem hann hefur sennilega sjaldan eða aldrei spilað, enda var hann utangátta í Ólafur H. Jónsson skorar fyrir tsland í leiknum í gærkvöldi. Ólafur átti mjög góðan leik, en nýttist ekki sem skyldi. Símamynd AP. segja úr dauðafærum. Þarna átti Axel Axelsson ekki hvað sízt hlut að máli, en hvað eftir annað mis- notaði hann herfilega tækifæri, sem hann í annan tíma hefði átt að leika sér að skora úr. Ólafur Benediktsson átti einn sinn allra bezta leik, fyrr og síðar. þessum leik, og hreint ekki sjálf- um sér líkur. Skotanýtingin var einnig með afbrigðum slök f leiknum. Það var sem stórskyttunum færi fyrir- munað að hitta markrammann. Skotin voru ýmist framhjá eða í stöng eða þverslá og þau meira að Iþróttahöllin i Helsingör var troðfull er leikurinn hófst og kom strax í ljós að áhorfendur voru nær allir á bandi Islendinga. Sagði þar til sín sá rótgróni metn- aður sem er milli Dana og Svía á íþróttasviðinu. Sá Dani er víst tæpast til sem ekki á þá ósk heit- asta að Svíar tapi iþróttaleik. Margt Islendinga var einnig í hús- inu, sem hvöttu landann ákaft. Til að byrja með virtist allt ætla að ganga að óskum. Islendingar komust f 2:0 og góð hreyfing og barátta var í vörninni. Það var ekki fyrr en á 11. mínútu að Svf- um tókst að jafna á tölunni 4:4, og síðan náðu þeir forystu sem þeir héldu leikinn út, með þeirri und- antekningu, að Islendingar jöfn- uðu í seinni hálfleik á tölunni 10:10, en þá hafði tveimur Svíum verið vikið af leikvelli. Þegar á leikinn leið fór að gæta vaxandi óöryggis og óþolinmæði hjá íslenzka liðinu, sem var afar slæmt með tilliti til þess að Svíar léku þá mjög yfirvegað og lögðu áherzlu á að sleppa helzt ekki knettinum fyrr en opið færi gafst. Vörnin opnaðist stundum herfi- lega á miðjunni aftur. Svíarnir smeygðu sér framhjá Pétri Jóhannessyni og áttu Síðan eins greiða leið að markinu og hugsazt gat. Afleiðingin gat ekki orðið nema ein. Þeir sigu fram úr og eftir að staðan varð 15:12 og 8 mínútur til leiksloka mátti segja að sigur þeirra væri orðinn stað- reynd. Reyndar fengu íslending- ar góð færi þegar staðan var 17:15, en þau, eins og mörg önnur, voru herfilega misnotuð. Það leikur ekki á tveimur tung- um hvaða tslendingur stóð sig bezt i þessum leik. Það var Ólafur Benediktsson. Hann var konung- ur vallarins og sýndi slíka mark- vörzlu að telja verður til afburða- mennsku. Þá átti Ólafur Jónsson einnig góðan leik, en kraftar hans nýttust illa vegna leikskipulags- ins, eins og áður er að vikið. I sænska liðinu bar mest á Hákonsson og I. Andersson, en í heild verður ekki annað sagt en að þetta lið leiki skemmtilegan handknattleik. Það er skipað í bland reyndum leikmönnum og ungum mönnum, sem eru nú að fá eldskírn sína og virðist ekki ann- að en að þessi blanda gefist bæri- lega. r I stuttu máli NM I handknattleik: Helsingör 3. febrúar (JRSLIT: Island — Svíþjóð 16—18 (8—10) Gangur leiksins: Mín. fsland Svfþjóð 3. ÓlafurJ. 1:0 4. Axel 2:0 5. 2:1 I. Andersson 6. 2:2 B. Hansson 6. Axel 3:2 10. 3:3 B. Hansson 10. Pálmi 4:3 11. 4:4 B. Andersson (v) 13. 4:5 Nilsson 15. ÓlafurE. 5:5 16. 5:6 B. Hákonsson 17. 5:7 B. Hákonsson 18. ÓlafurJ. 6:7 20. 6:8 B. Hákonsson 21. ólafur J. 7:8 25. 7:9 B. Andersson 29. Pálmi 8:9 30. 8:10 B. Andersson (v) Hálfleikur 31. Axel 9:10 35. Arni 10:10 39. 10:11 B. Hákonsson 44. 10:12 I. Andersson 46. Einar (v) 11:12 47. 11:13 Segerstad 4». 50. Bjarni 51. 52. ÓlafurE. 53. 57. Einar (v) 58. 58. ólafur J. 59. 60. Viðar 11:14 I. Andersson 12:14 12:15 B. Andersson 13:15 13:16 Segerstad 14:16 14:17 Hansson 15:17 15:18 I. Andersson 16:18 Mörk tslands: Ólafur Jónsson 4, Axel Axelsson 3, Pálmi Pálmason 2, Ólafur Einarsson 2, Einar Magnússon 2, Viðar Sfmonarson 1, Bjarni Jónsson 1, Arni Indriða- son 1. " Mörk Svfþjóðar: Björn Anderson 4, Ingemar Andersson 4, Bengt Hákonsson 4, Bengt Hansson 3, Göran Hard af Segerstad 2, og Nilsson 1. Misheppnuð vítaköst: Sænski markvörðurinn varði vítakast frá Pálma Pálmasyni og Ólafur Bene- diktsson varði tvö vítaköst. Brottvfsanir: Þremur Svium og einum Islending, Axel Axelssyni, var vikið af velli I 2 mfn. Dómarar: Larsson og Bolstad frá Noregi. Þeir dæmdu illa — kom- ust aldrei í takt við leikinn. Unnum á yfirvegun — sagði sænski þjálfarinn — ÞETTA var jöfn og hörð barátta tveggja mjög áþekkra liða, sagði Olaf Lindqvist, þjálfari sænska landsliðsins eftir leikinn í gær, og var að vonum ánægður með sigur sinna manna, sem færir þeim réttinn til þess að leika úrslitaleikinn um Norður- landameistaratitilinn. — Vörnin hjá okkur var góð, einkum í fyrri hálfleik, sagði Lindqvist, — en það var hún reyndar hjá ykkur líka þá. Við unnum þennan leik fyrst og fremst á því hversu við náðum að leika yfirvegað í seinni hálfieiknum. Fyrirfram óttaðist ég Islendingana mjög mikið — sérstaklega skytturnar, sem ég vissi að voru frábærar. Til allrar lukku fyrir okkur var þetta greinilega ekki þeirra dagur. — Beztu menn Islands? — Þvi er fljótsvarað: Ölafur Benediktsson, Ólafur Jónsson og Axel Axelsson. Dan Eriksson, gamalreyndur sænskur landsliðsmaður, sagðist álfta leik þennan mjög slakan. — En það var spenna i honum, og það var ekki fyrr en dómararnir flautuðu til leiksloka, sem ég sannfærðist um að sænskur sigur var i höfn. I islenzka liðinu voru greinilega tveir afburðamenn: Ólafur Benediktsson og Ólafur Jónsson. Axel Axelsson var mjög óánægður með sinn hlut i þessum leik, og sagði að það sem úrslitum hefði ráðið hefði verið hin slæma skotanýting Islendinganna og þar ætti hann ekki hvað sizt sökina. — Ég sá markið blasa við mér hvað eftir annað, og markvörðurinn var út úr myndinni, en ég hitti bara ekki, sagði Axel. Ólafur Benediktsson sagðist hafa fundió sig mjög vel í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. — Ég var full æstur í fyrri hálfleiknum, sagði hann. — En mörkin sem ég fékk á mig f seinni hálfleiknum voru óvið- ráðanleg. Þeir fengu að skjóta á þeim bezta stað sem skotmaður getur óskað sér — af linunni fyrir miðju marki. Birgir Björnsson, islenzki landsliðsþjálfarinn, var ekki ánægður eftir leikinn. — Þarna var illa farið með góð tækifæri sagði hann, og við þetta bættist svo að dómararnir voru okkur mjög óhagstæðir. Það er ekki spurning um að þeir Geir og Björgvin hefðu verið liðinu sá styrkur sem nægt hefði til sigurs. Sigurður Jónsson, formaður Handknattleikssambands Is- lands, sagði: Það var súrt að tapa þessum leik. Við áttum svo góða möguleika í honum. Ólafur Benediktsson sýndi frábæran leik í markinu, og var sá einstaklingur sem af bar. Ólafur Jónsson, sagði að dómararnir hefðu eyðilagt mikið í þessum leik með allskonar furðulegheitum. — En við lékum ekki vel, sagði Ólafur, — vörnin náði ekki vel saman, og nýtingin hjá okkur i sókninni var eins og verst gerist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.