Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 3 Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna SPILAKVÖLD sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldið miðvikudaginn 12. febrúar n.k. að Hótel Sögu, Súlnasal. Spilakvöld- ið hefst kl. 20.30. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, flytur ávarp. Spiluð verður félagsvist að venju og veitt 7 glæsileg verð- laun. Fjórtán fóstbræður munu skemmta með söng. Að lokum mun hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leika fyrir dansi til kl. eitt eftir miðnætti. Forsala aðgöngumiða hefst í Galtafelli, Laufásvegi 46, mánu- daginn 10. febrúar á venjulegum skrifstofutíma. Vakin er athygli á því, að á siðasta spilakvöldi seld- ust allir aðgöngumióar upp, og er því tryggara að nálgast aðgöngu- miða í tima. Menningarvika í Vörðuskóla HLÉ verður gert á reglulegri kennslu f Vörðuskóla i fjóra daga í næstu viku, en f stað þess verður Skólasýning í Asgrímssafni 1 DAG, sunnudag, verður 12. skólasýning Asgrímssafns opnuð. Eins og á hinum fyrri skólasýn- ingum safnsins er leitast við að gera hana sem fjölþættasta. A sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Asgrímur Jónsson var mikill unn- andi Islendinga- og þjóðsagna, og er mikill fjöldi þjóðsagnateikn- inga í eigu safnsins, ásamt mynd- um máluðum með vatnslitum. Nokkrar þessara sagnamynda sýnir Asgrímssafn ætíð á skóla- sýningum og vill með því gefa æskufólkinu kost á að skyggnast inn í þann furóuheim sem varð Ásgrími slíkt yrkisefni í myndlist- inni, að stundum skyggði á annað verkefni. Sú tilraun Asgrimssafns fyrir 12 árum að halda sérsýningu fyrir skólafólk hefur gefist mjög vel, og viróast þessar sýningar njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir skólar hafa gefið nemendum sínum tóm- stund frá námi til þess að skoða listaverkagjöf Ásgríms, hús hans og heimili, sem er einasta lista- mannaheimilið til sýnis í Reykja- vík. Skólayfirvöld borgarinnar hafa stuðlað að heimsóknum nem- enda í söfn, enda virðist slík list- kynning sjálfsagður þáttur í námi uppvaxandi kynslóðar. Sýningin er öllum opin sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Skólar geta líka pantað sértíma hjá forstöðukonu Asgrimssafns í sima 14090. Að- gangur er ókeypis. efnt þar til menningarviku, þar sem tekið verður fyrir annað efni til fræðslu og hugsvölunar. Garðar Erlendsson, Eggert Ágúst Sverrisson, Kaj Toft, Davíð Guðmundsson, Sveinn K. Sæmundsson, Morsö Andersen, Valdimar Jónsson og Gísli Guðmundsson- Velheppnuðu úttektarnámskeiði hjá málmiðnarfyrirtækjum lokið Rektorar menntaskólanna i Reykjavík munu þar m.a. segja frá skipulagi og námi í skólum sinum og Jón Sætran yfirkennari frá námi í iðnskóla. Sigmundur Sigurbjarnason prófessor talar um reykingar unglinga, Stefán Ólafur Jónsson um starfsfræðslu, Þorvarður Brynjólfsson læknir um mataræði og vinnuafköst, Sigurður Björnsson um nám í Bandaríkjunum og Camilla Heimisdóttir um skóla í Svíþjóð. Erlendur Jónsson annast bók- menntakynningu á verkum Þór- bergs Þórðarsonar og ennfremur koma fram á bókmenntakynningu rithöfundarnir Einar Bragi, Ólaf- ur Haukur Simonarson og Thor Vilhjálmsson. Þá verða fyrir- spurnir, umræður o.fl. Menningarvikan stendur frá 10.—14. febrúar. FÉLAG fslenzkra iðnrekenda boðaði til blaðamannafundar f gær í tilefni þess að lokið er út- tektarnámskeiði hjá framleiðslu- fyrirtækjum i málmiðnaði hér á landi, sem haldið var að frum- kvæði F.l.I. og Norræna Iðnþró- unarsjóðsins og til þess fengnir tveir tækniráðunautar frá Jydsk Teknologisk Institute. Kom for- stjóri J.T.I., Jörgen Ladegaard i heimsókn hingað til lands 1972 og var þá gerður samningur um að tveir tæknifræðingar kæmu f heimsókn hingað til að kanna málið. Komu þeir hingað f febrú- ar 1973 og var þá ákveðið að efna til námskeiðs, sem standa skyldi f 17 mánuði og hófst f október sama ár og lauk nú. 1 upphafi tóku 7 fyrirtæki þátt i námskeiðinu en þau voru þrjú, sem luku því, hin helltust úr lest- inni á mismunandi stigi en höfðu þó töluvert gagn af. A fundinum voru forráðamenn þessara þriggja fyrirtækja, Sveinn K. Sæmundsson frá blikksmiðjunni Vogi H/F/Gisli Guðmundsson hjá Kletti H/F, Valdimar Jónsson og Garðar Erlendsson frá Blikk og Stál H/F, Tækniráðgjafarnir Kaj Toft og Morsö Andersen frá J.T.I. Eggert Agúst Sverrisson hagfræðiráðunautur frá Hag- vangi og Davið Guðmundsson tæknifræóingur frá Birni Jóhannssyni, en tveir hinir síðast- nefndu sáu um að fylgja eftir áætlun dönsku sérfræðinganna. Þá vorú einnig á fundinum Davíð Scheving Thorsteinsson formaður F.I.I., Haukur Björnsson fram- kvæmdastjóri félagsins, Gisli Benediktsson skrifstofustjóri, sem hafði yfirumsjón með nám- skeiðinu og framkvæmd þess og Snorri Pétursson frá Iðnþróunar- sjóði. Námskeiðið var byggt upp með þann höfuðtilgang að fá forráða- menn fyrirtækjanna til að endur- skipuleggja, bæði framleiðslu- þáttinn og bókhaldshliðina, og fá þannig meiri afköst og hagræð- ingu i reksturinn. Var haldið námskeið i upphafi og timabilinu skipt í 5 stig. Við lok hvers tima- bils voru fyrirtækin heimsótt og farið yfir árangurinn og leiðrétt eða lagfært þaó sem með þurfti.A fundinum kom fram að forráða- menn fyrirtækjanna töldu sig hafa haft feikna mikið gagn af þessu og einn komst svo að orði, að hann hefði verið með fyrirtæki sitt í 25 ár, en þetta væri í fyrsta skipti, sem hann vissi raunveru- lega hvar hann stæði með rekstur- inn. Davið Scheving Thorsteinsson sagði árangurinn á námskeiði þessu undirstrikaói enn hve mikil þörf væri fyrir tæknistofnun hér á landi, sem gæti sent sérfræð- inga sína inn á verksmiðjugólfið til að gera úttekt á rekstrinum og leiðbeina mönnum. Kvaðst hann vona að frumvarp um slika stofn- un, sem hefði verið í undirbún- ingi mætti ná fram aó ganga sem fyrst. Dönsku tæknifræðingarnir lýstu mikilli ánægju með árangur- inn og sögðu hann betri en þeir ættu að venjast i Danmörku. Framhald á bls. 47. Ur sögunni af Hringi Kóngssyni, teikning gerð 1945. MUNIÐ SPÁNARKVIKMYNDINA „AÐ SELJA SÓLINA" í SJÓNVARPINU ÍKVÖLD Allir fara í f erð með ÚTSÝN SKIÐA- FERÐIN tn Austurríkis 1 7 dagar GAMBIU- FERÐIR 22. febr. 8. marz. 22. maí (páskaferð) KENÝA 1 7 dagar viku Safari Vika við Indlandshaf 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks aðbúnaður Brottför 22. febrúar 22. mars (páskaferð) r~ n . Vikuferðir til LONDON KANARI- Ódýrar vikuferðir! Kaupmannah.: EYJAR Febrúar: 15 22 Marz: 18. 1 6. 22 14. feb. „Scandmavia Brottför: April: 5 12 1 9 26 Mens' Wear Fair' VERÐ REGENT PALACE 3. mars ..Shoe Fair Exh 1 3 feb. — 3 vikur „International boat 27 feb — 3 vikur í 2ja m herb kr 24 200 show' 6 marz — 3 vikur í 1 m herb kr. 27 1 00 14. mars 1 9th Scandi- 20 marz — 2 vikur CUMBERLAND navian Fashion Week 2 7 marz — 3 vikur i 2|a m herb kr 28 900 75 Flug. gisting og 1 7 april — 2 vikur i 1 m herb kr 31 800 morgunverður 29 500 kr 1. mai — 3 vikur MERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VERÐ INGRAM í 2|a m herb kr 20 800 i 1 m herb kr 2 1.600 TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.