Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 19
MOHGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 19 því magni, sem þarf til að veiðarn- ar yrðu arðbærar, og með tilliti til þess veiðiútbúnaðar sem þarf, minni toghraða á þessu mikla dýpi, og óvissunnar í markaðsmál- um. Mikilvægasta spurningin er hvort þetta mat fiskiðnaðarins myndi breytast ef þessi óvissa hyrfi. Smekkur brezku húsmóðurinn- ar á fiski er afskaplega þröngur. Einkum þorskur, sild, koli og nokkrar fleiri fisktegundir eru í hennar augum ætar. Og hún er því mjög frábitin að lenga listann. Sumir þessara djúpsjávarfiska eru sannarlega ófrýnilegir þegar þeir koma upp á þilfarió, — út- stæð augu, gríðarlegir kjálkar og þunnur, óreglulegur sporður. En sumir þeirra eru aðeins ólíkir því sem við erum vön, — það er ekk- ert aðlaðandi við þorskinn i sjálfu sér —, og þegar búið er að mat- reiða þá sem fiskflök eða fisk- stauta, skiptir aðeins bragðið, áferðiri og liturinn raunverulega máli. Meðal þeirra fisktegunda sem ég smakkaði á hjá fiskkaupmönn um í Hull í fyrra voru rottufiskur og geirnyt. Sá fyrrnefndi er tal- inn arðbær af vísindamönnum, enda hafa Rússar og Portúgalar veitt hann undanfarið. Hann er ekki ósvipaður þorski á bragðið. Mér þótti geirnyt einnig velæt, en vísindamennirnir við Torry-athug unarstöðina töldu þennan fisk og bitran á bragðið. Vandi fiskkaupmannsins er hvort þetta sambland óþekktra nafna, ófrýnileika og óvissu um bragð muni einhvern tíma freista húsmóður, sem meira að segja fitjar upp á nefið gagnvart karfa sem þó er ekki framandi fiskur. A meðan enn er nóg að fá af ódýrum þorski og ýsu er þetta ekki senni- legt. Fiskstautar, sem ekki ljóstra upp um innihald sitt, kunna að sýnast gott form fyrir þessar fisk- tegundir, en upp á siðkastið hefur þó verið fylgst nákvæmar með því hvaða fisktegundir eru notaðar í þessa fiskstauta. Kolmunni er hins vegar sér á báti. Hann hefur ekki framandi útlit og er skyldur þorski og lýsu. Hann er í miklu magni í Norð- austur-Atlantshafi og ætti að vera auðvelt að veióa hann innan 200 milna markanna umhverfis Rock- all. Stræðin er mesta vandamálið varðandi þennan fisk, en hann er 8—13 þumlunga langur og því erfiður til vinnslu í vélum. Sem stendur er hann því eink- um notaður i fiskmjöl. En ef það verður arðbært fyrir brezka tog- ara að veiða þennan fisk við 200 milna fiskveiðilögsögu, eins og alls ekki er útilokað, þá yrði hann fullkomlega boðlegur t.d. sem flök eóa fiskstautar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir gætu þessar nýju fiskveiðar numið milljón tonnum á ári, sem er álíka og heildaraflamagn Breta er í dag. Þetta hljómar vel. En aðeins brot af þessari nýju veiðilind yrði okkar ef við létum hjá liða að krefjast 200 mílna lögsögu umhverfis Rockall, eða ef við þyrftum þar af leiðandi að keppa um hana á frjálsum grundvelli við Efnahagsbandalagslöndin niu. Eini möguleikinn, fyrir utan núverandi fiskveiðiform okkar, sem yrði algerlega á okkar yfir- ráðasvæði, er fiskeldi, t.d. í sælón- um Skotlands. Menn hafa ræktað skelfisk við strendur Bretlands a.m.k. frá tim- um Rómverja. Eitt þeirra mála sem leiddi af sér gerð Magna Carta var hvernig Normannakon- ungarnir gengu á mikilvægan rétt almennings til að botnskafa víkur og sandgrynningar i leit aó skel- fiski. En framtíð fiskeldis mun i auknum mæli felast í eldi sund- fiska i einangrun. Tæknilegir og hagfræðilegir erfiðleikar eru meiri en menn gætu imyndað sér. Það er jafnvel um lagalegar efasemdir að ræða. Tilheyrir fiskur, sem syndir um i neðansjávarbúri, manninum sem fæðir hann, eða er hann villtur? En menn eru að ná tökum á grundvallartækninni, hrogn hafa verið tekin úr fiski og frjóvguð á tilraunastofu og fiskurinn alinn upp i markaðsstærð á tveimur árum. Hinn fjarlægi möguieikinn er fyrir brezka fiskimenn að sigla um heimshöfin á risastórum verk- smiðjuskipum, eins og t.d. Sovét- menn eru að byggja, upp í 40 þúsund tonn. Ef 200 milurnar verða að alþjóðalögum myndi slíkur úthafsfloti annað hvort veiða á þeim svæðum, sem eftir eru utan við lögsöguna, eða gera samninga við strandríki, sem eng- an fiskiðnað hafa um nýtingu fiskstofnanna. Hér eru einnig gífurlegir efnahagslegir örðug- leikar og óvissa á mörgum sviðum og svo erum við ekki aðeins að hugsa um að viðhalda brezkum fiskiðnaði sem arðbærri fjárfest- ingargrein, það hljóta að vera til betri leiðir til að afla sér lífsviður- væris. Tvennt annað er i húfi. I nánustu framtið skiptir mestu að tryggja grundvöll útgerðar- bæjanna, eins og Hull, Grimsby, Fleetwood Aberdeen og Lowe- stoft, svo einhverra sé getið, til að tryggja áframhaldandi nýtingu þeirrar sérhæfingar, sem mynd- ast hefur á þessum stöðum. Það væri álíka að segja atvinnulaus- um námaverkamanni frá Wales að fara og grafa eftir kolum á Spitzbergen, ef bátasjómanni í Harwich væri sagt að hann gæti farið á verksmiðjuskip frá Pata- goniu. Hitt atriðið sem er meira grundvallarmarkmið, er að leggja fram kröfu um yfirráð yfir öllum náttúruauðlindum á landgrunn- inu, jafnt fiskstofnum sem oliu- lindum. Þó ekki væri að marka nema helming þess^ sem svartsýn- ustu matvælasérfræðingar segja, er ljóst, að innan tiðar munum við þurfa á öllum þeim fiski að halda, sem við getum veitt og þó við getum veitt stofnana þurfum við að ráða yfir þeim. Annars verða þeir horfnir, er að því kemur að við getum tekið þá. Sumir eru þegar horfnir, hafa lent í „ryksug- um“ erlendra úthafstogaraflota. Skozkir síldarsjómenn halda því nú fram, að Norðmenn, sem að vísu ekki flokkast undir „ryk- sugusjómenn" komi nú í hópum til að veiða þá síld, sem eftir er Bretlandsmegin á Norðursjó, áð- ur en þeir sjálfir fela sig bak við 50 milna mörk, sem þeir hóta að setja fyrir árslok. Norðmenn hafa sjálfir þegar friðað ákveðin svæði, þar sem togveiðar eru bannaðar til þess að vernda veiðarfæri norskra bátasjómanna og þetta mun minnka mjög þorsk- afla Breta þegar í vor. En það eru ekki aðeins Norð- menn, sem við verðum að kljást við, og tíminn er naumur. A næstu sex mánuðum verður geng- ið frá framtíðarhorfum næstu kynslóða brezkra sjómanna í Whitehall, BrUssel og Genf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.