Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 21 veita og rækja. Guð gefi góðu málefni sigur. Ingólfur Jónsson ræddi fyrst um hin sterku áhrif, sem Skál- holtskirkja hin nýja hefði og hvernig slík áhrif væru til góðs. íslendingar væru að sínum dómi dulir, en trúaðir. Þeir sæktu ekki mikið kirkju, en hlustuðu í útvarpi og sjónvarpi og þegar á bjátaði væri huggun- ar leitað til kirkjunnar. Prest- arnir ættu erfitt starf, þvi þeir sæju ekki árangur starfs síns, en áhrif kirkjunnar með þjóð- inni væru mjög sterk. 'á af heildarútgjöldum rikisins rynni til trygginga- og heil- brigðismála, en það segði sitt um hin kristnu áhrif í skýru og ljósu máli. Prestar þjóðkirkj- unnar yrðu að hlúa að hinum ungu og kristindómsfræðsl- unni. Minntist Ingólfur bernsku sinnar og hvernig sjálfsagt hefði verið að læra Helgakver og biblíusögurnar utan að. Þessi barnalærdómur hefði oft komið upp í huga sinn síðar og orðið honum gott vegarnesti. Síðan vék hann að Skálholti og sagði: Skálholt hef- ur verið endurreist. Hér er ris- in þessi fallega kirkja, lýðhá- skóli og sumarbúðir. Skálholt er og verður tengt kristni i þessu landi eins og fyrr. Að hér risi biskupssetur er framtlðar- innar, en heppilegustu fram- vindu tel ég, að hlutverki vígslubiskupsembættis sé breytt og víkkað, þannig að annar vígslubiskup þjóðkirkj- unnar sitji hér í Skálholti en hinn á Hólum. Lýðháskólinn styrkist og haldi áfram því starfi, sem hafið er með kristin- dómsfræðslu sem hornstein kennslugreina. Þannig verður Skálholt eins og viti, sem lýsir um landið allt og héðan munu koma straumar mannbætandi menntunar. Skálholt verði þannig sem stöð, er ræktar og bætir hugarfarið, — gerir það þjóðlegra, þannig að fólkið læri að gera meiri kröfur til sjálfs sin en þjóðfélagsins. Öskaði Ingólfur síðan Skál- holti og kristninni I landinu velfarnaðar. Hófust síðan umræður og tóku þátt i þeim Þórir Kr. Þórðarson prófessor, sr. Hall- dór Gunnarsson, sr. Heimir Steinsson og sr. Jóhann Hlíðar. Þá stók vfgslubiskup, sr. Sigurður Pálsson, til máls og ræddi um samþykktir kirkju- þings um skipan þriggja biskupa á tslandi og hefði það mál ekki enn verið tekið fyrir á alþingi. Þetta mál væri tengt nýskipan kirkjunnar, sem yrði að fóta sig að nýjum tímum og endurskapa köllun sina og starf. Kirkjan yrði að horfast I augu við stöðu sína og skilja hlutverk sitt og líf. Framvindan væri ofar okkur mönnunum og næði fram að ganga, en okkar væri að skilja okkar vitjunar- tima. Síðast tók til máls biskup ts- lands, herra Sigurbjörn Einars- son. Kvaðst hann hafa komið til að hlusta og uppbyggjast. Hér hefðu gamlar hugmyndir verið reifaðar, gamlar óskir verið settar fram á ný, — mál verið ítrekað, sem hefði sitt gildi. Það var sú tíð að hér í Skál- holti var rúst. Var það tákn- rænt? Atti að skilja það svo, að kirkjan stefndi til hruns? í huga minum var það spurning um það, hvort kirkjan hefði anda og orku til að hnekkja þeim álögum, sem fylgdu staðn- um. Hafði kirkjan þá köllunar- vitund, sem hæfi staðinn upp, eðli sögunnar samkvæmt. Svar við þeirri spurningu leitaði á huga minn hér i kvöld. Gleði- legust voru mér orð nemend- anna. Þar var lifandi sál, — lifsins unga merki, sem sagði til sín. Vitnisburður þeirra var mér fegursta þakkarefnið, því með þeim er brautin mörkuð til framtíðar kirkjunnar og Skál- holts. Vék biskup siðan að sam- þykkt kirkjuráðs um skipun þriggja biskupa, sem þrír kirkjumálaráðherrar hefðu ekki látið taka fyrir á alþingi. Áframhaldandi uppbygging Skálholts væri stórt fjárhags- atriði og sýnt væri, að það yrði ekki framkvæmt af gjafafé, eins og reyndin væri um stóran hluta uppbyggingar í Skálholti fram til þessa. Þó bæri að þakka það sem vel væri og þekkti hann ekkert hliðstætt dæmi annars staðar frá um gjöf til kirkju, eins og þegar rikis- valdið gaf þjóðkirkjunni Skál- holt. Jafnframt hefði þá verið ákveðið að gefa 1 milljón árlega til uppbyggingar Skálholts, en sú upphæð hefði æ minnkað i verðbólguhít áranna. Að mörgu þyrfti að huga í Skálholti. Bóka- safnið þyrfti að fá aðstöðu, ekki væri nóg að eiga dýrmætar bækur og ekkert húsnæðið. Skólinn kallaði á mörg við- fangsefni, sem rædd hefðu ver- ið á þessum fundi og vona ég, sagði biskup, að hið háa alþingi skilji óskir og þarfir, sem snerta þennan stað. 1 mínum huga hefur framtið Skálholts ætíð verið tengd framtíð kristn- innar í landinu. Við getum ekki annað en lifað i nútíðinni, augnablikinu, sem líður. Þann- ig er það ekki draumur eða óskir um framtíðina sem skiptir máli, heldur hvað við leggjum til, á hverri líðandi stund. A þann veg höfðar Skálholt til okkar allra og spurningarinn- ar: Hvernig lifi ég kristnu lífi? 'Hvaða hug ber ég til kirkju minnar? Erum við reiðubúin til að líða með kirkju okkar, stríða með henni og starfa í henni? Þá þakkaði formaður Presta- félags Suðurlands, sr. Guðmundur Óli Ölafsson, ræðu- mönnum og áheyrendum kom- una og fól Guði framtíð Skál- holts og kirkjunnar. Bað hann biskup að flytja bæn, en á und- an og eftir var sunginn sálmur. I.B.O.V. Árshátíð verður haldin í Glæsibæ laugardaginn 15. febrúar n.k. Miðar seldir við innganginn. Miðaverð kr. 1.400. Borðhald hefst kl. 19.00. Mætum allir stundvíslega. Skemmtinefndin. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna heldur fund í Átthagasal Hótei Sögu mánudaginn 10. febrúar kl. 20:30. FUNDAREFNI: Kvennaárið Frummælendur Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður, Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir, Björg Einarsdóttir skrifstofumaður. Bollukaffi. SJÁLFSTÆÐISFÓLK KARLAR JAFNT SEM KONUR ER HVATT TIL AÐ SÆKJA FUNDINN. STJÓRN|N. 3000 m1 búð - full af vörum á Hagkaupsverði! Nóg pláss fyrir alla, líka á fbstudögum og laugardögum FnEi\ioo\r UIVIBOÐICJ hf, ▼ NORSKUR KAUPANDI ÓSKAR EFTIR: Nótaskipi, sem ber 600 tonn, verður að hafa góða vél. Hliðaskrúfa æskileg. Skipið má vera byggt 1960—1974. Útgerðarmenn IMÓTASKIP óskast strax Upplýsingar á skrifstofunni Kiapparstíg 29, 3. hæð, sími 28450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.