Morgunblaðið - 09.02.1975, Page 35

Morgunblaðið - 09.02.1975, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 35 Bandariska vikuritiö News- week birti nýlega viótal við Hans Apel fjármálaráðherra V- Þýzkalands, þar sem fjallað er um efnahagsþróunina í heimin- um. Apel, sem er 42 ára gamall, er í miklu uppáhaldi hjá Schm- idt kanslara og var áður deild- arstjóri i landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytinu þar sem hann fjallaði m.a. talsvert um Hans Apel fjármálaráðherra V-Þýzkaiands. Sagt frá Hans Apel, fjármála- ráðherra V-Þýzkalands „Meðal blindra er sá eineygði konungur” landhelgisdeilu íslands og V- Þýzkalands. Apel er ekki sér- lega vinsæll meðal ráðamanna hinna Evrópuþjóðanna, og er sagður einn af nýrri kynslóð þjóðernissinna í V-Þýzkalandi, sem þykja harðir i horn að taka gegn nágrannaþjóðum sínum og það var t.d. Apel, sem lýsti þvi yfir i vor á fundi með starfs- bræðrum sinum hjá EBE, að V-Þjóðverjar myndu ekki leng- ur greiða sjálfkrafa alla reikn- inga fyrir EBE. 1 viðtalinu var Apel spurður fyrst hvernig honum fyndust þjóðir heims standa sig i orku- kreppunni. „Ef við tökum slæmu hliðina fyrst, þá er ég mjög svartsýnn á horfurnar á verulegri lækkun á olíuverði og þar á ég við 15— 25% lækkun. Arabarnir vita, að þjóðir heims munu eiga við orkuskort að etja næstu 15—20 árin og þeir hafa örugglega ekki í hyggju að létta undir með okkur með þvi að auka framleiðsluna. Að mínu áliti væri það mikill sigur ef við gætum með einhverju móti tryggt að olíuverðið héldist óbreytt. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær upplýsingar, sem ný- lega hafa borizt frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þar sem segir, að frá því að olíukreppan hófst hafi gjaldeyrisvarasjóðir helztu iðnaðarþjóðanna, m.a. Bretlands, Bandaríkjanna, Italíu og Japans aukizt, og sannast sagna er V-Þýzkaland eina landið, þar sem gjaldeyris- forðinn hefur minnkað. Þetta sýnir að gildandi peninga- og bankakerfi hefur tekizt auð- veldlega að mæta hækkandi oliureikningum með þvi að veita lán og lánatryggingar. Þess vegna þurfum við ekki að mikla fyrir okkur erfiðleikana og ana út í að búa til eitthvað nýtt kerfi til að snúa fjár- streyminu við, sem gæti aðeins gert ástandið verra.“ Apel var þá spurður hvort svar hans þýddi, að hann væri andvígur slíku kerfi, og hann svaraði þvi til, að það væri hann ekki. Hann væri i grund vallaratriðum þeirrar skoðunar að hvetja ætti Arabaþjóðirnar til að taka þátt í efnahagsmál- um olíuneyzluþjóðanna með því að fjárfesta í iðnfyrirtækj- um þeirra. Hann benti t.d. á, að er stjórn Kuwaits keypti 14% hlutabréfa i Mercedes Benz verksmiðjunum hefði það orðið hagur stjórnarinnar að halda oliuverði þannig, að það kippti ekki grundvellinum undan rekstri bifreiðaiðnaóarins. Ap- el varaði hins vegar við að búið yðri til eitthvað mikið alþjóð- legt kerfi, sem tryggði Aröbun- um endurgreiðslu á lánum og þeir gætu þvi áhyggjulausir hækkað oliuverð að vild. Aðspurður um hversu miklar vonir hann byndi vió samvinnu olíuneyzluþjóðanna sagði Apel, að stærsta spurningin væri al- þjóðleg samstaða. Hann sagði það óhugsandi fyrir sig að fara til sinna kjósenda og hvetja þá til að spara oliuna, meóan engin merki um slikar fórnir væri að sjá hjá þeirri þjóð, sem notaði þriðjung allar orku heimsi'ns. Varðandi hugmyndina um hernaðaraðgerðir gegn Araba- þjóðunum sagði Apel: „Hún er óraunhæf og fáránleg." Einu rökin, sem hægt væri að nota gegn Aröbunum, væru, að ef þeir eyðilegðu efnahagskerfi iðnaðarþjóðanna myndu þeir grafa sjálfum sér gröf, því að þeir væru svo háðir vestrænu þjóðunum. Um þá gagnrýni á V- Þjóðverja að þeir væru sparir á fé er reyndi á samstöðu EBE sagði hann: „Hér er um að ræða einfalda jöfnu. Ef þú gefur eitt- hvað, ættirðu að fá eitthvað i staðinn. V-Þýzkaland gæti orðið gjaldkeri Evrópu ef Evrópa sameinast, stjórnmálalega og á öðrum sviðum. Þjóðverjar eru mjög þjóðernissinnaðir á sum- um sviðum, en staðreyndin er sú, aó það er aðeins i V- Þýzkalandi, Hollandi, Belgiu og Luxemburg, að öll sjórnmála- öflin eru sammála um evrópska einingu. Allsstaðar annars stað- ar er mikil mótspyrna og kröfur um sérhagsmuni og forgangs- rétt. Min skoðun er sú, að við verðum allir að panta eftir sama matseðlinum. — Hvernig skýrir þú styrk- leika v-þýzka efnahagslífsins meðan flestar aðrar þjóðir eiga í vök að verjast? Aðalástæðan er sú, að okkar saga hófst 1945, er fall nasism- ans leyfði okkur að byrja upp á nýtt. Á Hitlersárunum voru þrjú verkalýðssambönd, en nú höfum við eitt, við þróuðum nýja stjórnmálaflokka, sem ekki eru þrælar hugsjóna, auk þess, sem við urðum að byggja efnahagskerfið upp frá rústum og tryggja 10 milljón flótta- mönnum úr austri atvinnu. Þetta kriúði okkur til að þróa nýtizku verksmiðjur svo og þjóðfélagskerfi með miklum hreyfanleika og jafnrétti, á sama tíma og aðrar Evrópu- þjóðir lágu áfram undir oki aldagamalla hefða, sem leiða af sér misrétti og þjóðfélagsóróa. Ég er ekki að halda þvi fram, að okkar kerfi sé fullkomið og ekki sé hægt að bæta það, en maóal blindra er hinn eineygði konungur." Apel var þá að lokum spurður hvort hann ætti við, að V- Þjóðverjar ættu engar gamlar hefðir. „Ekki beint, við erum enn haldnir hinni miklu iðju- semi og sterku löngun til að skila okkar verki. Ég tel t.d. sjálfan mig alltaf á vakt.“ sigíldar sögur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.