Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 41 félk í fréttum ffclk f fjclmiélum SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöid nýja islenzka kvikmynd eftir Örn Harðarson, einn af kvik- myndatökumönnum sfnum. Myndina nefnir Örn „Að selja sólina" og eins og nafníð gefur til kynna er myndin um þessa aðalferðamannastaði tslend- inga á Sólarströnd Spánar. Eru raunar þessi ferðalög lands- manna f sólina suður mjög í brennipunkti um þessar mundir eftir að gjaldeyrisyfir- völd hafa tekið upp á því sam- fara versnandi efnahag og rýrn- andi gjaldeyrisforða — að fara nú allt f einu að settum reglum, sem þrengir mjög kost Suður- landafara. „Myndin hefst í Malaga á Costa del Sol,“ sagði Örn í sam- tali við okkur á dögunum. „Þar eru skoðaðar ýmsar minjar frá dögum Mára, farið á nautaat, þar sem þrír af þekktustu nautabönum Spánar sjást leika 'listir sínar og brugðið er upp myndum af fæðingarstað Picasso. Þessu næst er farið til Granada og Alambrahöllin skoðuð, þá er haldið til Cordóva og litast um f þeirri frægu borg en sfðan skyggnumst við um í Torremolinos. Þar stóð engin borg fyrir svo sem áratug en á örskömmum tfma hafa sprottið þar upp glæsilegar hótelbygg- ingar, verzlanir og skemmti- staðir, sem litast verður um í. Meðal annars liggur leiðin í Tívolf, sem Norðurlandabúar hafa átt stóran þátt í að koma upp rétt hjá Torremolinos. Því næst höldum við til Marokkó og kynnum okkur aðstæður fólks f Tangier og Teutan, en ferðinni lýkur í Fuengerola, þar sem við kíkjum á baðstrandarlífið og hótelmenninguna.“ Gjaldeyrishömlurnar sem áður er getið munu að sögn forráðamanna ferðaskrifstof- anna ekki hvað sfzt koma niður á skoðunarferðum Islendinga þegar til sólarlanda kemur, en svo virðist sem Örn ætli að bæta mönnum það upp að ein- hverju leyti í þessari mynd. Að minnsta kosti er leiðsögu- maðurinn og höfundur textans Örnólfur nokkur Arnason, sem hefur margra ára reynslu að baki sem fararstjóri á Costa del Sol. Samvinna Rússa og Bandaríkjamanna að kvikmyndagerð + Fyrsta kvik- myndin þar sem Sovétmenn og Bandarík j amenn vinna saman að gerð einnar kvikmyndar, er nú í deiglunni, þar sem upptaka er þegar hafin. Meðal leikaranna er Eliza- bet Taylor og Jane Fonda en aðalhlut- verkið er leikið af 18 ára gamalli ballett- dansmær frá Sovét- ríkjunum Nadtaja Pavlova. Upptöku stjórnar George Cu- kors. Útvarp Reykfavik O SUNNUDAGUR 9. febrúar 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Tréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Sinfóníuhljómsveit brezka útvarpsins leikur; Sir Malcolm Sargent stjórnar. 9.00 Tréttir. Ctdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Þættir úr Jóhannesarpassíunni eftir Bach. Peter Pears, Heather Harper, John Shirley-Quirk og fleiri flytja ásamt Wandsworth skólakórnum og Ensku kammersveitinni; Benjamin Britten stjórnar. b. Sinfónía nr. 6 í C-dúr eftir Schubert. Fflharmóníusveitin í Vfnarborg leik- ur; Istvan Kertesz stjórnar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Préttir og veðurfregnir. Tilkynn ingar. Tónleikar. 13.15 Ur sögu rómönsku Ameríku Sigurður Hjartarson skólastjóri flytur sjötta og sfðasta hádegiserindi sitt: Uruguay og Chile. 14.00 Að vestan og austan Þáttur í umsjá Páls Heiðars Jónssonar; sfðari hluti. 14.50 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu f Vestur-Berlín rflharmónfusveitin í Berlfn leikur. Einleikari: Rolf Schulte. Stjórnandi: Alexander Lazarew. 16.15 Veðurfregnir. Tréttir. 16.25 Endurtekið efni a. „I)auðadans“ eftir Strindberg, m.a. flutt atriði úr sýningu Leikfélags Reykjavfkur (Aður útv. f leiklistar- þætti örnólfs Arnasonar 15. f.h.). b. Skáldið á Ásbjarnarstöðum. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir frá Halldóri Helgasyni og lesin verða kvæði eftir hann. Lesarar með Páli: Ingibjörg Stephensen og Halldór Gunnarsson. (Áður útv. f des. s.L). 17.20 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur Hans P. Franzson stjórnar. 17.40 Utvarpssaga barnanna: „Strákarn- ir sem struku" eftir Böðvar frá Hnffs- dal. Valdimar Lárusson lýkur lestri sögunnar (7). 18.00 Stundarkorn með belgíska fiðlu- leikaranum Rudolf W'erthen Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land)“ Jónas Jónasson stjórnar spurninga- þætti um lönd og lýði. Dómari: Ölafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjáns- son og dr. Haraldur Matthíasson. 19.50 Sinfóníuhljómsveit tslands leikur f útvarpssal Stjórnandi: Páll P. Pálsson. I'lutt verða tvö verk eftir Benjamin Britten: „Soirées Musicales" og „Matinées Musicales“. 20.15 Terðir séra Egils Þórhallssonar á Grænlandi Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur fyrsta erindi sitt. 20.45 Lrá tónlistarhátfðinni f Helsinki f sumar Páivi Heikinheimo og Jorma Hynn- inen syngja lög eftir Hugo W7olf. Ralf Gothoni leikur á pfanó. 21.30 Spurt og svarað Erlingur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 r réttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög Heiðar Ástvaldsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Tréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 10. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdi- mar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari (a.v.d.v.). Tréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Arni Pálsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Arn- Sigurðsson sérfræðingur hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins segir frá könnun á fóðrun nautgripa. íslenzkt mál kl. 10.40: Endurtekinn þáttur Asgeirs Bl. Magnússonar. Gömul Passfusálmalög f útsetningu Sigurðar Þórðarsonar kl. 11.00: Þuríð- ur Pálsdóttir, Magnea Waage, Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson syngja; Páll lsólfsson leikur á orgel. Tékknesk tónlist kl. 11.20: Fíl- harmónfusveitin f fsrael leikur tónlist úr „Seldu brúðinni" eftir Smetana/Juilliard kvartettinn leikur Strengjakvartett í I'-dúr op. 96 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Tréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleíkar. 14.30 Miðdegissagan: „Himinn og jörð“ eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu sfna (7>. 15.00 Miðdegistónleikár: Norræn tónlist Kirsten Dagstad syngur „Haugtussa“, lagaflokk op. 67 eftir Grieg; Edwin McArthur leikur á pfanó. Richard Adeney, Peter Graeme, Neill Sanders og William W'aterhouse leika Kvintett f A-dúr op. 43 fyrir flautu, óbó, klarfnettu, horn og fagott eftir Carl Nielsen. W'aldemar Wolsing og Hermann D. Koppel leika á óbó og pfanó Tómönsu op. 2 eftirCar! Nielsen. 16.00 Tréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartfmi barnanna Ólafur Þórðarson sér um tfmar.n. 17.30 Aðtafli Ingvar Ásmundsson menntaskóla- kennari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 rréttir. Tréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Ásmundur Einarsson talar. 20.00 Mánudagslögín. 20.20 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.30 Heilbrigðismál: Heimilislækning- ar. II Örn Bjarnason læknir talar um hóp- starfslækna og heilsugæzlustöðvar. 20.45 Til umhugsunar Sveinn H. Skúlason stjórnar þætti um áfengismál. 21.00 Serenata Notturna (K2 39) eftir Mozart St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Marriner stj. 21.20 Utvarpssagan: „Klakahöllin" eftir Tarjei Vesaas Hannes Pétursson þýddi. Kristfn Anna Þórarinsdóttir byrjar lesturinn. Vésteinn Ólason lektor flytur inn- gangsorð um höfundinn og söguna. 22.00 r réttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (13) Lesari: Sverrir Krist jánsson. 22.25 Byggðamál Tréttamenn útvarpsins sjá um þáttinn. 22.55 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.50 Tréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Á skfanum SUNNUDAGUR 9. febrúar 1975 18.00 Stundin okkar Meðal efnis f þættinum eru myndir um Önnu litlu og Langlegg, frænda henn- ar, og kanfnurnar Robba eyra og Tobba tönn. Þá segir Guðmundur Einarsson sögu, söngfuglarnir syngja og Glámur og Skrámur ræðast við. Loks sjáum við svo upptöku frá öskudagsskemmtun f sjónvarpssal. Umsjónarmenn Sigrfður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Að selja sólina Ný kvikmynd eftir örn Harðarson um borgir og bæi á sólarströnd Spánar. Komið er vfða við, skoðaðir sögufrægir staðir, fylgst með skemmtunum fólks og lifnaðarháttum og rifjuð upp atriði úr spænskri sögu. Þulur og textahöfundur Örnólfur Árnason. Hljóðsetning Marinó Ólafsson. 21.10 Perðafélagar Breskt sjónvarpsleikrit eftir Douglas Livingstone. Áðalhlutverk Leonard Rossiter. Þýðandi Heba Júlfusdóttir. Leikritið lýsir kynnum fólks í Lundún- um, sem hefur farið sanian f sumar- leyfisferð til Skotlands, og kemur seinna saman, til að fylgja látnum ferðafélaga til grafar og ræða mögu- leikana á nýrri Skotlandsför. 22.00 Heimsmynd f deiglu Finnskur fræðslumyndaflokkur. Sjötti og sfðasti þáttur. Hvað knýr heimsvélina? Þýðandi Jón Gunnarsson. Þulur Jón Hólm. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 22.20 Að kvöldi dags Sigurður Bjarnason, prestur sjöunda dags aðventista flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 10. febrúar 1975 20.00 I'réttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 19. þáttur. Vandræðaskipið „Samantha". ‘ Þýðandi óskar Ingimarsson. Efni 18. þáttar: Anne leitar hælis í fyrstu hjá konu Jessops og kynnist þar hinum bágu kjörum, sem sjómannskonur eiga við að búa. Elfsabet heimsækir hana og lánar henni peninga. Anne heldur f atvinnuleit en verður Iftið ágengt. Loks fær hún þó vinnu sem gjaldkeri hjá litlu verslunarfyrirtæki. 21.25 Iþróttir M.a. fréttir og myndir frá íþróttavið- burðum helgarinnar. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 22.00 IIér var áður blómleg byggð Heimildamynd um ástandið á þurrka- svæðum í Afrfku. Myndin var gerð snemma á sfðasta ári. Þýðandi Jón 0. Edwald (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok + Joan Kennedy er nú sögð vera við beztu heilsu aftur. Sagt hefur verið að hún hafi lagt áfengið „á hilluna" fyrir fullt og allt og einnig að hún sé ekki lengur háð deyfilyfja skömmtum þeim er hún hafði vanið sig á. A myndinni er hún ásamt manni sfnum, Edward Kennedy, er þau fóru f skfða- leiðangur til Sun-Valley í Idaho. + Erik Hansen hefur spilað á glös f 20 ár. Erik átti 20 ára afmæli f listgrein sinni nú fyrir skömmu, og er hann sá eini í Evrópu sem iðkar listgreinina. Asamt glasaspilerfinu rekur Erik ferðaskrifstofu fyrir lista- fólk. A myndinni sést þegar hann er að blanda í glösin og þá auðvitað er það bara vatn sem við það er notað . . . 1 Tvœr þekktar + Þessar tvær stúlkur sem við sjáum hér á myndinni, eru starfsstúlkur Kolmárdens- dýragarðsins í Gautaborg. Stúlkurnar eru Ulrika Knape og Agneta Henrikson og eru sagðar vera orðnar heimsþekkt- ar fyrir sýningaratriði þar sem þær láta höfrunga ieika listir sfnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.