Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 Berlingur fagnaði þvi að fá að kynnast verkum Asgerðar Búa- dóttur, þegar gagnrýnandi blaðs- ins, Gunnar Jespersen hrósaði teppum hennar á sýningu Koloristanna í salnum Den Fire í Kaupmannahöfn 4.—19. janúar sl. Hann sagði að hún hefði stór- kostleg tök á aðallitum sfnum, bláu og brúnu, og léki á einfaldan og sterkan hátt með f!öt teppis- ins, þungar og áhrifamikiar fell- ingar þess og hinar lausu, flögr- andi borða. Önnur biöð tóku I sama streng, Politiken kallaði t.d. verkin frábær og Ekstrablaðið sagði að Ásgerður hefði lagt til „glimrandi listaverk“. Koloristerne eru, sem kunnugt er, gömul og mjög vel metin sýn- ingarsamtök I Danmörku, sem ár- lega efna til sýninga I Den Frie. I þetta sinn buðu þau þremur gest- um, 2 dönskum myndhöggvurum og Asgerði Búadóttur frá Islandi. Henni barst formlegt boð um þetta fyrir tveimur árum, eftir að hún hafði sýnt I Stokkhólmi 1971. Nanna Hertoft, hinn kunni danski listvefari, segir um As- gerði I sýningarskrá, að teppin hennar uppfylli hæstu kröfur I formi, teikningu, uppbyggingu og tækni. Hér heima eru teppi As- 'wmm % ,j Asgerður Búadóttir á sýningu Koloristanna I Kaupmannahöfn. Hún situr fyrir framan tvö af teppum sfnum ásýningunni. Nú sit j a listamennirnir s j álfir við vefstólana Viðtal við Asgerði Búadóttur gerðar orðin kunn. Þau má sjá I nokkrum opinberum stöðum, Norræna húsinu, Landsbankan- um og nú sfðast hefur Tónlistar- skólinn eignast eitt, sem er gjöf frá Þórhildi heitinni Norland. Sjálf hefur Asgerður ekki mikið verið kynnt og þvf lagði blaða- maður Mbl. leið sfna heim til hennar, inn I Voga, einn frost- kaldan snjódag. Heimilið ber þess merki að þar býr listvefnaðarkona og að það er þáttur í lífi fjölskyldunnar. Uppi á lofti er litið herbergi, þar sem hún teiknar, en við hliðina annað með ull og hespum, þar sem hún rekur í uppistöðu vefsins, og niðri í stofunni stendur stór vefstóll, 150 sm á breidd. Hann er nú tóm- ur, en teppin fimm af dönsku sýningunni á vegg og gólfi. Þau voru að koma heim frá sýning- unni. — Víst er það mikil uppörvun aó fá tækifæri til að sýna með svo góðum sýningarsamtökum í Kaupmannahöfn, ekki sízt þar sem þetta var góð sýning. Þá er svo gaman að fá góða dóma. Þeir sem skrifa listagagnrýni f stór- blöðin í Kaupmannahöfn fylgjast vel með því, sem er að gerast í listum. Og ekki aðeins þar, heldur einnig annars staðar í öðrum löndum segir Asgerður. Þetta var svolítið öðru vísi en venjulega samsýning. Þá reynir óneitanlega meira á, en það er líka gott. Maður sér sig og það, sem maður er aó gera, í öðru ljósi. Svo er gott að kynnast kollegum sinum og sjá hvað þeir eru að vinna. Þegar ég sit hér ein við vefstólinn, hugsa ég gjarnan til þeirra og það er eins og sjóndeildarhringurinn verði víðari. Danir eiga góða myndvefara og hafa átt nokkuð lengi. En hvar erum við sjálf stödd á þessu sviði? Því svarar Asgerður: — Hér erum við fáar enn sem komið er. Við eigum mikinn og góðan islenzkan menningararf, en höfum ekki átt neinn eiginlegan listvefnað. Þetta voru söðuláklæði, sessur og rúmábreiður, útskýrir hún. Kirkjur áttu klæði, en þau voru öll saumuð. Allir eru að tala um ofin teppi, en þau hafa bara ekki verið til, svo að vitað sé. Þetta er ofur eðlilegt. Hvar áttum við fyrrum að hengja upp mynd- vefnað i íslenzkum hýbýlum. Bara var ofið það, sem átti að nota, eins og þetta, sem ég nefndi hér áðan. — Talað er um endurreisn í myndvefnaði, sem er rétt, heldur hún áfram. Þetta er m.a. að þakka nútíma byggingarlist, með sfna stóru, hreinu veggi. Það verður að | vera forsenda fyrir öllu. Þá er það fyrst núna að við gætum verið samstiga í þessari myndvefnaðar- endurreisn. Annað hefur líka | komið til, sem hefur gert mynd- vefnaðinn frjálsari. Nú sitja lista- mennirnir sjálfir við vefstólana og skapa sin verk þar, margir hverjir. Þeir skilja þá betur efnið, sem þeir vinna úr. Aður var siður að láta vefa teppin í stórum vef- stofum eftir uppdráttum lista- manna, eins og t.d. í Frakklandi og er gert enn í dag. Oftast verða þá málverk flutt yfir f vefinn. — Vel á minnst, efnið? — Nú er allt hugsanlegt efni notað. Ekki bara ullin, heldur gerviefni alls konar, kaðlar, hampur, koparþráður og margt annað. Og nú er vefurinn ekki bara tviviður flötur, heldur er unnið í þrfvídd, sem skúlptúr, hreyfilist, umhverfislist og margt annað. Sjálf nota ég ull. Það er tiltækt efni hér og mér finnst það eðlasta efnið. Ég hefi unnið úr því einu til þessa. Kannski á ég eftir aó reyna eitthvað annað seinna. — Nú talar gagnrýnandi Ber- lings um að þínir litir séu blátt og brúnt. En á sýningum hér hafa þeir frekar verið svart og rauð- brúnt og þú hefur haft hrosshár með. Er þetta að breytast? — Nei, en ég hefi mikið notað rauðbrúnt og sauðsvart, og blátt og sauðsvart. Ég valdi teppin, sem fóru á sýninguna, með það fyrir augum að þau ættu að hanga sam- an, sem þú líka gerðu. Þannig mynduðu þau vissa heild. Ég nota fáa liti, en er farin aó lita í rikara mæli en áður. Maður fer að vinna úr vissum litastiga, og þá er ekki um annað að gera en að lita sjálf- ur. — En hvernig vinnuróu þá að einu teppi? Það hlýtur að taka langan tima? — Já, ég er lengi að velta þvi fyrir mér og teikna mikið áður en ég byrja að vefa. Ég verð helzt að vita hvað og hvernig ég ætla að vinna teppið. Hitt er svo annað mál, að margt breytist í vefnum hjá mér, þegar ég er byrjuð. Þetta er seinleg og tímafrek vinna. Ég held að ég sé aldrei skemur en tvo mánuði að vefa teppi, oft miklu lengur. Annars fer þetta mikið eftir aðferð og efni, hverslu gróft ívaf ég nota og fleiru þess háttar. — Vefurðu teppi eftir pöntun og á ákveðinn stað eða skiptir staðurinn ekki máli? — Jú, hann skiptir máli, en ég hefi aðeins tvisvar sinnum feng- ið ákveðið vefnaðarverkefni. í fyrra sinnið fól Hjálmar Ölafsson mér fyrir hönd kaupstaða lands- ins að vefa teppið í Norræna hús- ið. Þá fékk ég að velja stað áður en ég byrjaði. Ég hugsaói þvi og óf það fyrir þennan vissa litla sal. En það gefur augaleið að réttast er að vinna með arkitekt, ef gert er ráð fyrir slíku. Hitt vilja oft verða vandræði, ef myndverki er komið fyrir, þar sem þvi var ekki hugsaður staður. Asgerður var lengi við mynd- listarnám hér heima og í Kaup- mannahöfn. og gaf sig ekki mikið að vefnaói fyrst eftir heimkom- una. Við spyrjum hana hvort nauðsynlegt sé að kaupa stóran vefstól og hafa rúm fyrir hann, þó fólk vilji byrja að reyna að vefa — Nei, svarar hún. Margir nota veframma. Það er hægt að notast við einföldustu áhöld til að vefa. Og þá vaknar önnur spurning: Eru það bara konur, sem hafa áhuga á vefnaði? — Nei, sem betur fer. Ennþá virðist þó vefnaður vekja meiri áhuga hjá konum, a.m.k. hér á Islandi. Þetta er kannski eðlilegt. Þetta efni hefur konan haft á milli handanna frá alda öðli. En í Austur-Evrópulöndunum fást karlmenn jafnt við myndvefnað sem konur. Þetta er allt að breyt- ast. Hjá Koloristerne, sem upp- haflega voru samtök málara, myndhöggvara og grafikmanna, eru t.d. nú komnir í hópinn tveir myndvefarar. Það er þó í áttina. Þarna i stofu Asgerðar stendur vefstóllinn tómur, enda hefur hún haft ærið verkefni að undan- förnu, að halda með verk sín á sýningu til Kaupmannahafnar. En hvað tekur nú við? — Að lita, svarar hún að bragði. Það er fyrsta skrefið i áttina að vefstólnum. —E.Pá. 8 veiðileyfi Veiðistangir Hjólbarðar Matvara í stórum stíl o.m.fl. SPILAÐAR 3 UTANLANDSFERÐIR TIL SÓLARLANDA ARSINS í Sigtúni í kvöld kl. 8.30 UMFERÐIR VERÐMÆTI VINNINGA 2 máiverk Húsgögn Rafmagns- heimilistæki 15 happdrættis- vinningar Sjálfstæðisfélögin Austurbæ, Norðurmýri, Hliða og Holtahverfi. 600 ÞUSUND Húsið opnað kl. 7. Lokað 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.