Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 29 fólk — fólk — fólk — fólk Stranda- líka þá, lega ” Ct« Kjf,is>ðsl iriS fttli 03 «rt o|i yctr hottdin ilirS 05 þreyti ir tro>' inti 0 Stioiáitt, Stt trovi um riaÍuv ^tjin «ní, C,% ftogttftSi tWti iiójitlio, »r oitt uittttfttt . troldin. g loovntn ur5u aii mevc), tn oilioj liíiit dctcjUs bjorj. }fctr>n o|I ö Sj'otnn sotii. |)ctu aöríwsi ö|t*tttn Hltí m Í k'iíS og hwqswíu ItU um siuyidorjriS, vi,l birj a| jsrehi otj jsrotii. n bomtn wxw og téSu [\& jsö Uiiisi HtUwr, utwsiöngiö, trðr _}<sri ö |Uiri riíttdwr. kotrsw jsuvtg|otrÍ ctUt IjoS tr sd öSsttis tmi, sim rttjttsiw b«r 09 sjctijur t sirtSi sUnclur. fjSttS krftjSt sivtndum korlmctrmsro oS komctst jutm 0} Uj’num sjo wtS Jírtg o iillu |hyt, &r brimt.S kwli ut í b«r gtS klo 09 broitií kvtíi uiri undittj j>o, tn bondinrt btloSi í-tgi■ ríu dtU Utkjálkaeinyrkjar: Er að kvöldi i hvilu mina hvtldar þurfi leggst og bið: Breió þú Faðir blessun þina á barns þins hvild og gef þvi frið. „Ég hef ekki skorið mikið út og hef aldrei lært neitt. Reynd- ar skrökva ég þvi nú, i eina tíð var ég hálfan þriðja dag á út- skurðarnámskeiði á Hólmavik hjá Tryggva Samúelssyni. Hann þurfti að fara frá seinni heila daginn og þá lét hann mig kenna strákunum. Á þessu námskeiði skar ég út skáp og smíðaði auk þess að skera út alin af kaóli. Yfir skápnum var útskorinn dreki, en fulningur á hurðinni. Þessi skápur fór á heimilisiðnaðarsýninguna í Reykjavík árið 1930, en hann var vist sendur af misgáningi til Húsavíkur og þar fannst hann á pakkhúslofti einu og hálfu ári siðar og var sendur hingað brotinn og bramlaður. Ég tjaslaði honum þó saman og siðan hefur hann hangið hér. Þá hef ég skorið út nokkrar ljósakrónur og svo eitt og annað.“ Ljóðabókin, sem Jörundur gaf út, heitir Fjaðrafok og eru í henni um 100 ljóð og vísur. Margar vísna Jörundar hafa orðið landfleygar og eru þær ýmist í rómantiskum dúr, tví- ræðum og kersknistíl án þess þó að meiða nokkurn. Fyrsta vísan sem ég heyrði eftir Jörund var skemmtilega tviræð og lærði ég hana af skólabróður minum í Kennara- skólanum. Þá visu gerði Jörundur er hann var eitt sinn á leið út á Drangsnes. Skarhmt frá vegin- um voru skötuhjú i miklum blíðskap, en þegar þau urðu vör við Jörund varð uppi fótur og fit, en þá kvað Jörundur: Vappar kappinn vífi frá, veldur knappur friður. Happatappinn honum á hangir slappur niður. Þegar ég hafði minnt á þessa vísu, hló Jörundur vió og síðan komu þær hver af annarri. A náttúrulækningaheimilinu i Hveragerði orti hann þessa: Et ég brauð og blaðakranz og blessaða kartöfluna og svo drekk ég andskotans undanrenninguna. Ort út um glugga í Reykjavik þar sem einhverjir utan dyra létu illum látum: Öll eru hundsuð æðstu rök æsi-dansinn stiginn. Beindar ráfa í sinni sök, sjálfselskan og lygin. Jörundi þótti vissara að taka eina hreppstjórasnýtu tii að búa sig undir myndatökuna, en Ragnar tottaði vindilinn í rólegheitunum. Jörundur með skápinn, sem hann skar út og smfðaði á þriggja daga námskeiði. Ævisögu sína setti Jörundur áblað 1965: Min ævisaga yrði skömm, ef hún væri skrifuð. Og samt eru hart nær 70 ár sem hún er nú lifuð. Eðlilegast yrði það, að á henni væri titilblað: Ferðasaga Jörundar Gestssonar. Og nú væri aiveg nóg: Hann fæddist þegar hann fæddist, lafði meðan hann lifði og drapst þegar hann dó. Svo komu ýmsar vísur: Vildi ég feginn fyrir tvo forlög regin bera. Mætti ég greyið seinna svo, sólarmegin vera. Lát ei freistast til fárorða, þó farartálma finnir. Enginn getur allan veg á gullskóm gengið Hafirðu til þess þrek og þrá að þræða mjóa veginn. Eitt er vist þú verdur þá vegs að lokum feginn. En ef breiða braut þú ferð, beina og rcnnislétta. Við endalokin eftir sérð, að þú gjörðir þetta. Til að lenda ekki í ergi og mörgu fleira. Reyndu að gjöra gott úr því, gangtu á milli þeirra. Eitt sinn heyrði Jörundur á illmæli tveggja kvenna um vin hans og þá varð þessi visa til: Þær sem aldrei hafa haft haft á tungurótum, saman æfa eyru og kjaft eftir fjandans nótum Af hverju? heitir eitt ljóöið: Af hverju er ég til ómálga fæddur barn inn í alheimsspil? Er ég frjó eða skarn? A ég ætlunarverk? Ef til vill er ég mynd, ljót og litasterk, af lifandi synd. Þó að bjáti eitthvaó á ei skal gráta af trega. Lifðu kátur líka þá, en lifðu mátulega. Kisu átti Jörundur einu sinni og varð hún 23 ára gömul. Var kisan feikilega hænd að Jör- undi eins og eftirfarandi saga sýnir. Svo bar til eitt sinn að Jörundur réðst sýsluskrifari og fór því veturlangt frá Hellu. Þegar hann gekk niður klapp- irnar til að taka bátinn til Hólmavíkur fylgdi kisa honum eftir og settist á steih alveg niðri í fjörunni. Horfði hún sið- an út eftir bátnum, en allan veturinn sást kisa hvergi og var þó oft gáö eftir henni, en þegar Jörundur kom heim að vori með bát frá Hólmavik var kisa mætt á klöppina til aö taka á móti honum. Þegar kisa lézt varð þessi visa til hjá Jörundi: Svona týnast heimsins höpp, horfin er kisa frá mér. Nú verður ei framar loðin löpp lögð um hálsinn á mér. — árni J. Útskorinn veggskjöldur eftir Jörund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.