Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 47 Jozsef Mindszenty kardfnáli. AUa œvi hefurhann beðið, bariztog þjáðst fyrir frelsi Um endurmiimingar Mindszentys kardinála Pyntaður, auðmýktur, dæmd- ur til dauða, „náðaður“ i ævi- langt fangelsi, flótti og útlegð. Jozsef Mindszenty, fyrrum æðsti yfirmaður ungversku kirkjunnar, lýsir með „Endur- minningum“ sínum píslar- göngu ósveigjanlegs kristins manns og baráttumanns fyrir frelsi, manns, sem varð að tákni hins óbugandi mótstöðuvilja. Þegar 1944 var hann ofsóttur af ungversku nasistunum og lokaður inni, én síðan var hann handtekinn að nýju 26. des. 1948 ásamt nánum samstarfs- mönnum og þá af kommún- istum. „Afbrot" hans voru sögð vera: Byltingaráform gegn rík- inu, njósnir gegn ungverska ríkinu og ólögleg meðhöndlun erlendis gjaldeyris. En í rauninni var gerð til- raun til að múlbinda hug- djarfan andstæðing hinnar hömlulausu kommúnistísku kúgunarstefnu á hinn ófyrir- leitnasta hátt. Með stöðugum svefntruflunum, lyfjum og djöfullegum barsmíðum átti að koma „vitinu" fyrir hinn ákærða. Mindszenty, kardínáli, segir: „Enn í dag — eftir aldar- fjórðung — fer við og við sárs- aukafullur krampi um allan líkama minn, og ég finn þannig fyrir eftirstöðvum og afleið- ingum hinna kvalafullu daga.“ Eftir þessa kerfisbundnu „meðhöndlun" pyntingarböðl- anna stefndi þáverandi innan- rikisráðherra og núverandi þjóðhöfðingi Ungverjalands, Janos Kádar, kardínálnum fyrir „alþýðudómstól“ 8. febrú- ar 1949. 1 sýndarmálaferlum — skrípamynd af öllum heiðarleg- um málflutningi — var kardínálinn dæmdur í ævilangt fangelsi. Pius páfi 12. for- dæmdi þessi málaferli með þessum orðum: „Málarekstur- inn var fyrst og fremst til þess settur á svið að skapa sundrung meðal kaþólskramannaíUng verjalandi á þann hátt, sem segir i biblíunni: „Eg mun vinna bug á hjarðmanninum, og þá mun hjörðin dreifast.““ Löngu seinna, þegar jafnvel sjálf Kádarstjórnin varð að viðurkenna hið hlálega við þessi sýndarréttarhöld, þóknað- ist yfirvöldunum í Budapest loksins að „heimila náðun" til handa fórnarlömbum Minds- zenty-málaferlanna. Arið 1971, þegar kardinálinn hafði þegar farið úr landi, barst honum fréttin um náðun sína. 1 bréfi til ungverska innanríkisráð- herrans hafnaði Mindszenty algjörlega hinni síðbúnu náðun: „Náðunin, sem ég hef ekki sótt um í 15 ár og sem ég heldur ekki hef þegið, hafna ég einnig núna af þessum ástæð- um: Ef á að bæta fyrir dóms- glæp, getur það aðeins gerzt með uppreisn æru og á engan annan hátt.“ Hinn stutta tima frelsisins í ungversku þjóðaruppreisninni 1956, þegar dyr fangelsisins opnuðust einnig fyrir Minds- zenty, kardinála, notaði hann til að flytja útvarpsávarp til ungversku þjóðarinnar. Hann hvatti þá landa sína eindregið til að sýna samheldni og vilja til sjálfsákvörðunar: „Þjóðin mun sjálf og frjáls ráða örlögum sínum, stjórn ríkisins og hag- nýtingu ávaxtanna af vinnu sinni.“ En draumurinn um frelsi fékk snöggan endi. Hið tortím- andi ofbeldi rauða hersins gerði að engu vonir hinna ung- versku föðurlandsvina. Minds- zenty leitaði hælis í ameríska sendiráóinu, þar sem hann dvaldi í útlegð i 15 ár, tii ársins' 1971. Hann neitaði afdráttar- laust að fara úr landi, þar sem ungverska stjórnin neitaði að veita honum uppreisn æru fyrst. Þaö var fyrst fyrir eindregin tilmæli eða öllu heldur skipun páfa, að kardínálinn yfirgaf föðurland sitt og hélt — um Róm — „I einveru algjörrar útlegðar". Mindszenty, kardínáli, varð fórnarlamb vestrærinar imynd- unar um „minnkandi spennu", hugarburðar, sem nam heldur ekki staðar við dyr Vatikansins. Hinn einbeitti lýðræðissinni og innilegi föðurlandsvinur kom ekki lengur heim og saman við hina nýju stefnu Vatikansins gagnvart Austur-Evrópu. And- stæðingar hans litu á hann sem steingerving frá löngu liðnum tíma, sem „kaldastríðsmann", sem skynjaði ekki tákn nýrra tíma. Þannig litu þeir burt frá persónulegri reynslu hans í baráttunni við bolsévismann, sem hafði kennt honum, hvers virði loforð kommúnista eru í raun og veru. Þegar hann nú loks eftir ára- tugi rýfur þögn sína og kemur fram opinberlega með „Endur- i minningum" sinum, þá er það ekki aðeins til að skjalfesta deilur sínar við Rómog alls ekki I til að uppskera heiður og orð- stír fyrir pislarvætti sitt, heldur „svo að heimurinn megi I vita, hvílík örlög kommúnism- inn muni búa honum". (Ur Welt am Sonntag eftir Hanno Pinter). Brezki vinsældalistinn 1 (2) January ...............................piiot 2 (1) Ms. Grace ..............................Tymes 3 (11) Sugar candy kisses ........ Mac and Katie Kisson 4 (3) Never can say goodbye ............GIoriaGaynor 5 (7) Promised land ....................Elvis Prestley 6 (10) Morning side of the mountain .Donny and Marie Osmond 7 (12) Goodbye my love ..................Glitter band 8 (5) The bump ...............................Kenny 9 (8) Help me make it through the night ...John Holt 10 (19) Please mr. postman ................Carpenters Komust ekki út! NOKKRIR unglingspiltar brutust inn í verzlanirnar Melissu og Karnabæ við Laugaveg um kl. 3 f fyrrinótt. Tóku þeir nokkuð, en þegar þeir ætluðu að hverfa á brott kom babb i bátinn. Allar dyr eru lykilopnaðar bæði utan og innan, og þvi engin undankomu- leið fyrir piltana, þvi ógjörningur var að komast út á sama stað og þeir höfðu komið inn. Voru þeir aó reyna ýmsar undankomuleiðir þegar lögreglan kom og hirti þá. — Olía Framhald af bls. 1 notað sem pólitískt vopn og kvað stjórn sína ekki taka aivarlega hótun Bandarikjanna um vald- beitingu. Hann fagnaði þeirri ákvörðun 18 iðnaðarríkja í Paris i gær að minnka olíuinnflutning sinn um tvær milljón tunnur á dag. Hann sagði að ekki yrði til nógu mikil olía til aó mæta eftirspurn næstu 25—30 árin ef engar sparnaðar- ráðstafanir yrðu gerðar. — Berklar Framhald af bls. 48 þegar svo stór hópur tæki smit i einu. „Þegar þessari spurningu er svarað verður að horfa aftur um nokkra áratugi í sögu berklaveiki á lslandi,“ svaraði Ólafur. „Uppræting berklanna tókst mjög vel, eins og flestum er kunnugt, þannig að i áratugi hefur verið á Islandi einna lægst tala nýrra berklatilfella í heiminum. Af þessum orsökum hafa berklayfirvöld landsins talið óhætt að hafa meginhluta landsmanna óbólusetta gegn berklum. Þessi ráðstöfun hefur þann kost að mun auðveldara er að rekja slóð. berklasmits hverju sinni. Þegar fólk er nei- kvætt, þ.e. ekki bólusett, nægir að gera einfalt og fljótlegt húð- próf til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hefur nýtt smit eða ekki. Alla jákvæða verður hins vegar að röntgen- mynda, sem að sjálfsögðu er mun viðameira og tima- frekara." Ölafur kvað hins vegar rétt að taka fram, að fólk sem um- gengist smitandi berklasjúkl- inga, svo sem heilbrigðisstéttir og ættingjar hinna sjúku, væri einatt bólusett gegn berklum. — Atvinnulausir Framhald af bls. 1 bankans, hagfræðinga stjórn- arinnar fyrir of mikla svartsýni í spám sínum um horfurnar í efna- hagsmálunum. Hann sagði að ástandið i efna- hagsmálunum mundi batna siðar á árinu en tók fram að óútreikn- anlegir þættir hefðu áhrif á spá sina. En hann taldi að hagfræð- ingar stjórnarinnar vissu ekki hvað þeir töluðu um. Hagfræðingarnir spá þvi í fylgi- skjali með fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar að þjóðartekjurnar minnki um 3,3% 1975 en aukist um 4,8% 1976. Þeir segja að at- vinnuleysi verði 8,1% á þessu ári, en minnki nokkuð 1976 og 1977. Ásprestakall: Barnamessa i Laugarásbíói kl. 11. — Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. — Séra Grimur Grímsson.. 5,2% atvinnu- leysi í Astralíu Canberra, Astralíu, 8. febrúar, Reuter. CLYDE Cameron, atvinnumála- ráðherra Astralíu, skýrði frá því í dag, að 311 þúsund Ástraliumenn væru nú atvinnulausir, eða um 5,2% af vinnuaflinu. Krafa í athugun Urbino, 8. febrúar. Reuter. ITÖLSK yfirvöld hafa til athug- unar kröfu um að 3.000 milljón lírur verði greiddar fyrir þrjú verðmæt málverk sem var rænt í Urbino á fimmtudaginn. Málverk- in eru svo þekkt að þjófarnir geta ekki selt þau. — Ford Framhald af bls. 1 kemur fram óvenju eindreginn stuðningur forsetans við Kissing- er í yfirlýsingunni. Ronald Nessen, blaðafulltrúi forsetans, sagði blaðamönnum að forsetinn hefði oft lýst yfir stuðn- ingi við Kissinger og látið í ljós ánægju með störf hans í utan- ríkisráðuneytinu og Þjóðar- öryggisráðinu. Hann sagði að þar sem Kiss- inger væri að hefjast handa um stórmikilvæga friðarsamninga væri það von forsetans að dr. Kissinger nyti stuðnings banda- risku þjóðarinnar og yrði ekki fyrir gagnrýni pólitískra fram- bjóðenda. Aður hafði Henry Jackson öldungadeildarmaður, sem einnig keppir að forsetakjöri, veitzt harkalega að Kissinger. — Breiðholt Framhald af bls. 48 menn Breiðholts hf. fundu upp og fullkomnuðu, en mót þessi voru kynnt í fjölmiðlum í fyrra. Þýzkt byggingarfyrirtæki, sem hefur með að gera framkvæmdir í Nigeriu setti sig i samband við Breiðholt hf. til að athuga mögu- leikana á því að fyrirtækið færi með mót sin þangað og tæki að sér byggingar. Þeir Páll og Björn héldu til Nígeríu i fyrri viku og eins og fyrr segir varð niður- staðan sú, að Breiðholt hf. mun hanna hverfi 200 einbýlishúsa í borginni Kalibar i Nigeríu. Eru húsin ætluð starfsmönnum stórr- ar sementsverksmiðju í borginni, sem er í eigu ríkisins. Verða þau í þremur gæðaflokkum. Sigurður Jónsson sagði, að ef úr þvi yrði að fyrirtækið tæki að sér byggingar- framkvæmdirnar gætu þær hafist um mánaðamótin maí—júní. Myndi Breiðholt þá semja beint við umrædda aðila í Nígeríu, en hafa samvinnu við hið þýzka fyrirtæki. Yrðu smíðuð ný mót hér heima til framkvæmdanna, nokkru einfaldari en þau sem hér eru notuð, en þó er gert ráð fyrir einangrun í húsunum eins og hér. Nigeríumennirnir létu i ljós þá skoðun sína, að þessi mót Breið- holts hf. væru þau fullkomnustu og jafnframt hagkvæmustu sem þeir hefðu séð á markaðnum. -Kvikmyndasíða Framhald af bls. 46 fyrra. Þá fengu THE STING og AMERICAN GRAFFITI obban af verðlaununum. Nú fara þessar myndir sigur- för um allan heim, einnig hér (sjá frétt annars staðar á síð- unni). Og UNIVERSAL á mörg tromp á hendi, þ. á m. AIR- PORT 1975, EARTHQUAKE, og THE FRONT PAGE. Fram- tíðin er björt á þeim víg- stöðvum og margar athyglis- verðar myndir i framleiðslu og í bígerð. JAWS, THE GREAT SALDO PEPPER, myndir eftir Siegel og Eastwood, og svo mætti lengi telja. Og innstu koppar i búri eru þeir félagarnir Richard Zanuck og David Brown, sem hvorki 20th CENTURY FOX né WARNER BROS höfðu not fyr- ir. Laugarásbió hefur umboð fyrir UNIVERSAL hér á landi, en lengst af var það Hafnarbíó. Sæbjörn Valdimarsson. — Málmiðnaður Framhald af bls. 3 Grundyallarvandamálið i upphafi hefði verið það sama og yfirleitt hjá samskonar fyrirtækjum í Danmörku, skortur á stjórn, að tilviljanir hefðu of oft stjórnað ákvörðunum sem síðan hefði ver- ið fylgt eftir án tillits til efnahags- legra afleiðinga þannig að rekst- urinn leiddi stjórnina en stjórnin ekki reksturinn og þróun hans. — Þrjár sýningar Framhald af bls. 2 frá öllum löndunum fimm og liggja fyrir meðmæli félaga- samtaka i löndunum. Mundi sú sýning sýna þróun á stöóu kon- unnar á Norðurlöndum og ástandið í hverju landi fyrir sig á ýmsum tímum. Sýningin verður þá farandsýning, sem fer um öll Norðurlönd og búist við að hún verði bæði fróðleg fyrir norrænar konur, sem gætu lært ýmislegt um jafn- réttismál hver af annarri, og einnig fyrir aðrar þjóðir, sem standa Norðurlandaþjóðunum að baki á þessu sviði, og gæti hún þá orðið þeim til hjálpar í sinni jafnréttisbaráttu. Bifreiðaverkstæði Rúmgott bifreiða- og/eða tækjaverkstæði óskast til kaups eða leigu. Þeir, sem geta boðið slíkt húsnæði, vinsam- legast hafi samband við undirritaða, sem gefa allar nánari upplýsingar. Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn Morgunblaðshúsinu III. hæð. Sími: 26-200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.