Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 Þjóðleikhúsið: Hvernig er heilsan? (Tillstándet) Eftir Kent Andersson og Bengt Bratt □ Tónlist: S, E. Johanns- son og Björn Stern Q ís- lenzkun: Stefán Baldurs- son Q Söngtexta þýddi: Þorsteinn frá Hamri □ Leikmyndir: Sigurjón Jó- hannsson □ Dansatriði: Ingunn Jensdóttir □ Leik- stjóri: Sigmundur Örn Arngrímsson Fimmtudaginn 30. janúar var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu leikrit- ið Hvernig er heilsan? eftir Andersson og Bratt, og hafa áður verið sýnd hér á landi tvö leikrit eftir þá félaga, Sandkassinn og Elliheimilið. Eins og í áðurnefnd- um leikritum taka höfundar fyrir ákveðna þjóðfélagslega mein- semd, að þessu sinni aðbúnað vist- Lelklist eftir EMIL H. EYJÓLFSSON manna á geðlækningaspítala í Svi- þjóð. I viðtali segir leikstjóri að leikarar hafi notið aðstoðar og leiðbeininga vistmanna og starfs- fólks á Kleppi og áréttar jafn- framt „að við vandamál af því tagi sem einkum er fengist við í leikritinu væri ekki að etja hér á landi, heldur myndi andrúmsloft á slíkum stofnunum hér vera miklu mannlegra". Ekki skal dregið í efa að svo sé. Raunar eigum við til f íslenskum bók- menntum frásögn af dvöl á sams konar hæli, á ég þar við Truntusól eftir Sigurð Guðjónsson (1973) sem lýsir reynslu sinni á eftir- tektarverðan hátt og segir m.a. frá skemmtikvöldi er sjúklingar sjá um þó að allt fari þar á annan veg en hér. I leikskrá er vitnað í rit R.D. Laings, bresks geðiæknis, eins af höfuðpaurum hinnar svonefndu andgeðlækninga, anti-psychiatry, sem telur „vitfirringu" ekki ann- að en eðlilega vörn einstaklings- ins gegn margs konar áreiti um- hverfisins og leyfa beri þeim sem fyrir slíku verða og komast úr takt við „heilbrigða" samborgara sína að upplifa eigin reynslu- skynjun og finna þannig lausn á vanda sínum. Þessi mál hafa verið mikið til umræðu víða um lönd á undanförnum árum og öllum ætti að vera orðið ljóst hversu mörkin milli þess sem þjóðfélagið telur heilbrigt og sjúklegt eru óljós og tilviljunarkennd enda breytileg bæði í tíma og rúmi eftir þjóð- félagsnormum og menningar- mynstrum. Það leikhúsverk sem hér er fjallað um er bæði langt og lang- dregið á köflum og bygging þess hálfgerður vanskapnaður. Við höfum það á tilfinningunni að höfundar gætu haldið áfram í sama dúr til morguns. Engu að síður tekst þeim að halda athygli leikhúsgesta vakandi og ber margt til: efnið sjálft er áhuga- vert og mörgum ofarlega í huga, lífsreynslusögur, einkum þeirra sem orðið hafa utanveltu í þjóð- félaginu og sýna okkur á ein- hvern hátt ýkta mynd af eigin tilfinningalífi og kenndum, vekja ævinlega kitlandi forvitni auk þess sem allt er varðar geðlækn- ingar og sálsýki hefur lengi verið tafbú í okkar vestræna menningar- samfélagi; læknar, sér í lagi geð- læknar, gegna þar hliðstæðu hlut- verki og töframenn í „frum- stæðari" samfélögum, á þeim er ólíkt meiri átrúnaður og yfir þeim hvílir ólíkt meiri duld en ríkis- launuðum sóknarprestum. Þar við bætist að oft hittir ádeilan í mark og verkið meinhæðið og fyndið þrátt fyrir bág örlög sjúkl- inganna sem við höfum ef til vill samúð með en kennum þó aldrei í brjósti um. í fyrri hluta verksins, sem er úr hófi langdreginn, kynnumst við vistfólkinu og brotabrotum úr ævi þess. Það er að undirbúa und- ir stjórn Leiðbeinandans, sem Margrét Guðmundsdóttir leikur látlaust og smekklega, skemmti- dagskrá sem væntanlega er einn- ig þáttur í læknismeðferðinni og sýna á öðrum sjúklingum og starfsfólki hælisins. Hver hefur sína sögu að segja, við fáum að vita ofurlítið um aðdraganda þess að það er þarna saman komið: dópisti, ofdrykkjumaður, auðnu- leysingjar, gleðikona, bágstödd eiginkona, oftrúuð piparjómfrú, innlyksa fastagestur. Allt virðist þetta ósköp venjulegt fólk nema hvað stundum slær út í fyrir þvi, síst af öllu galnara en læknar og annað starfslið enda mun það ætl- un höfunda að sýna að mjótt er á munum. Mér er næst að halda að snöggtum meiri firringu sé að finna í orðum og athöfnum bar- stólpa og partígesta hér f Reykja vík. I síðari hluta verksins sjáum við svo æfingu á skemmtidag-. skránni þar sem Yfirlæknirinn og Framkvæmdastjórinn eru við- staddir. Þetta er langskemmti- legasti hluti leiksins og hér er háðið naprast og ádeilan hvössust. Mér komu stundum í hug Negr- arnir eftir Jean Genet þar sem negrarnir leika hvítu hús- bændurna. Það sem einkennir þessa sýn- ingu er hversu jafnvel hún er leikin. Allir leikendur standa fyrir sínu og sumir vel það. Gunn- ar Eyjólfsson, Valur Gíslason og Bríet Héðinsdóttir gera fremur veigalitlum hlutverkum forstöðu- fólks hælisins ágæt skil. Sama má segja um annað starfslið. En lang- mest mæðir á sjúklingunum sem eru inni á sviðinu næstum allan tímann. Sigurður Skúlason lýsir dópistanum prýðisvel, hæfilega órólegur og sjálfsvorkunnsamur, Ingunn Jensdóttir og Þórunn M. Magnúsdóttir gera sinum hlut- verkum ágæt skil, einkum fær Ingunn góð tækifæri sem hún nýtir vel, hlutverk Þórunnar er ekki jafnvel gert frá höfundar hendi, Herdís Þorvaidsdóttir og Ævar Kvaran, sem sú trúbrjálaða og fastagesturinn, leika af öryggi og reynslu, Rúrik Haraldsson er skemmtilegur en má vara sig á því að ofleika ekki. En.þá er kom- ið að þeim sem koma okkur ánægjulega á óvart. Þóra Friðriks dóttir túlkar af miklum næmleik og öryggi ráðleysi og óyndi EIlu, hinnar hrjáðu eiginkonu, og þeir Bessi Bjarnason og Flosi Ölafsson sýna okkur nýja hlið á leikhæfi- leikum sínum, þeir eru í senn broslegir og aumkunarverðir, allt að því patetískir í hlutverkum auðnuleysingjanna Gauja og Gústafs. Leikur þeirra er i senn hófsamur og sannur og laus við allt óþarfa sprell. Sigmundur Örn Arngrímsson hefur annast leikstjórn og tekist vel að stýra þessum sundurleita hópi. Yfir sýningunni er góður heildarsvipur, en erfitt á ég að trúa því, að ekki hefði mátt ná meiri hraða í fyrri hlutann. Einn- ig orkar val sumra myndanna sem varpað er á tjaldið tvímælis. Tjöldin voru ósköp hlutlaus og þýðingin fannst mér lipur. Eitt- hvað voru ljósin í ólestri á frum- sýningu en vonandi hefur það verið lagað. Eftirtektarverð sýn- ing þótt ekki væri nema leiksins vegna. Finnski arkitektinn Alvar Aalto. Bragi Asgeirsson: á báðum mikla skuld að gjalda. Merkilegt er að frægð þeirra beggja grundvallaðist á heimssýn- ingum. Eliel Saarinen vakti at- hygli heimsins á því, sem var að þróast í finnskri byggingarlist, er hann hlaut gullmedalíuna á heimssýningunni í París alda- mótaárið og það fyrir útfærslu finnsku deildarinnar. Byggingin fékk mjög lofsamlega dóma í heimspressunni og jók mjög á hróður finnskrar þjóðernisróman- AlvarAalto Norræna húsið heldur áfram viðleitni sinni til að tengja okkur hinu bezta í norrænni menningu iog hvikar þar hvergi frá upphaf- llega markaðri stefnu. Þessa idagana stendur yfir sýning á Ihluta af viðamiklu lífsverki sjálfs Iskapara hússins, hins heimsfræga finnska arkitekts og listhönnuðar Alvars Aalto í sýningarsölum [þeirrar veglegu byggingar. Senni- lega er nafn þessa manns best þekkt hérlendis allra núlifandi erlendra arkitekta, og er það mikil gifta okkar fámenna þjóð- félagi að slíkur snillingur skuli eiga í hlut, og ber okkur því að fjölsækja Norræna húsið til þess að viða að okkur gildari fróðleik um þennan mann og fjölþætt lífs- verk hans en nafnið eitt, og það eina sýnishorn sem við okkur blasir í Vatnsmýrinni. Hann er ekki aðeins törfamaður á einu sviði, heldur hefur hann einnig verið nefndur siðasti stjörnuarki- tektinn, og mun þá átt við hin stóru nöfn aldarinnar á sviði byggingarlistar, svo sem Mies van der Rohe, Le Corbusier, Frank Loyd Wright o.fl. en einnig má heimfæra tilvitnunina á hina mörgu frábæru arkitekta, sem Finnar hafa átt á þessari öld og hlotið hafa heimsfrægð, og hverra starfsvettvangur hefur spannað vitt um veröldina og hvarvetna borið uppi hróður fágætrar norr- ænnar verkmenningar. Ekki er þó nema aldarfjórð- ungur á milli hins fyrsta stjörnu- arkitekts Finna Eliel Saarinens og Alvars Aalto, en sá aldarfjórð- ungur rúmar þó mikla og eftir- minnilega sögu mikillar endur- reisnar og vaxtarmagns á sviði byggingarlistar og listhönnunar í heimalandi þeirra, og heimurinn tikur í húsagerðarlist, sem þar meó hlaut alþjóðlega viðurkenn- ingu. Nafn Saarinens er aðallega tengt þessari stefnu i Finnlandi og koma þau stíleinkenni hennar greinilega fram í Þjóðarlista- safnsbyggingunni í Helsingfors, en þá byggingu teiknaði hann í samvinnu við skólabræður sína og félaga, þá Hermann Gesellius og Armas Lindgren, svo og hinni frægu járnbrautarstöðvarbygg- ingu, sem þó ber svip af frum- funksjónalisma. Saarinen hefur sjálfur skilgreint hugmyndir þeirra félaga í viðtali á eftirfar- andi hátt: Félagar mínir og ég sameinuðumst um lausn form- vandamála, að formið lægi í ein- kennum efniviðar þess, sem manni stæði hverju sinni til boða. Hugmyndin var á engan veg upp- runaleg eða frumleg heldur var hér eiginlega spursmál um eins konar grundvallarhugmynd. En þessa grundvallarhugmynd hafði lengi legið grafin undir haug stíl- hugmynda. Það • varð að grafa hana upp aftur og hefja á ný til öndvegis. En til að framkvæma slíkt var nauðsynlegt að hverfa langt aftur til þeirra tímabila, er byggingarefnið var hagnýtt á eðlisbundinn hátt. Þessar grund- vallarhugmyndir grófu þeir upp úr grásteinakirkjum, almúgahús- Um Kirjálahéraðsins og hrjúfum steinblokkum miðaldaborganna. — Þar að auki varð að leysa vand- ann um nytsamasta háttinn við notkun efnisins, og um leið hvernig hægt væri að hafa frum- gerðaráætlunina í senn hagræna og jafnframt í samræmi við önnur gildi. — Eliel Saarinen fluttist til Bandarikjanna árið 1923 og gerð- ist mikilvirkur uppbyggjandi menningarmiðstöðvar í hverfi hæðardrags-sveitaseturs fyrir utan Detroit-borg á lóð Cran- brookskólans á svonefndum Blomfieldhæðum. Þar var hann sjálfur prófessor og til hans leituðu nemendur viðsvegar að og meðal þeirra eru margir nafntog- uðustu húsagerðar- og borgar- skipulagsfræðingar Bandaríkj- anna. Sonur hans var Eero Saarinen sem gerðist einn hæst metni arkitekt Bandarikjanna og teiknaði m.a. Kennedyflugvöllinn og tæknimiðstöð General Motors í Warren, Mic. auk ótal annarra frægra bygginga, en hann lést langt fyrir aldur fram rétt rúm- lega fimmtugur úr hjartaslagi í Samanlímdir stólfætur (1950)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.