Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 Dómsmáli lokið með sátt: Jóni E. Vestdal greiddar 2,3 millj. SINFONlAN — I kvöld kl. 20.30 verða í Háskólabíói 11. regluiegu tonieikar Sinfóníuhljómsveitar Islands. Stjórnandi er Kari Tikka frá Finnlandi og einleikari Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari. Meðfylgjandi mynd af þeim var tekin á æfingu i gærmorgun (Ljósmyndari Mbl. Friðþjófur). Kötlum og hefur Poul P. M. Pedersen þýtt ljóðin á dönsku. Titill bókarinnar er „Ulvetider“ og eru i henni ljóð úr eftirfarandi bókum Jóhannesar: „Sjödægra", „Oljóð", „Tregaslagur" og „Ný og nið“. A kápusíðu er teikning frá Þingvöllum eftir Sören Hjorth Nielsen, prófessor við Listaaka- demíuna. „Ulvetider" er fjórða bókin i safni islenzkra nútíma- ljóða. Hin fyrri komu út á forlagi Gyldendals. Utgáfan er styrkt af Norræna menningarmálasjóðnum og danska menntamálaráðu- neytinu. FYRIR nokkru lauk með sátt máli sem dr. Jón E. Vestdal fyrr- verandi forstjóri Sementsverk- smiðju rfkisins höfðaði gegn verksmiðjunni vegna van- greiddra launa. Varð niðurstaðan sú, að verksmiðjan greiði dr. Jóni krónur 2,375,309,34 og eru þá meðtaldir vextir fram til sáttar- dags, 1. desember 1974. IVIál það sem dr. Jón höfðaöi fyrir dómstól- um hefur verið látið niður falla. Málavextir eru þeir í stuttu máli, að dr. Jón réðst til Sements- verksmiðjunnar sem forstjóri árið 1955. Tók hann þá laun sem yfirverkfræðingur. Taldist hann ekki opinber starfsmaður, en i sumum tilvikum skyldi þó farið eftir lögum um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Af ýmsum ástæðum telur dr. Jón að hann hafi ekki fengiðgreidd eins há laun og vera bar á tímabilinu frá 1. júlí 1963 til 31. ágúst 1968. Vegur þar þyngst, að hann var skipaður af Kjaradómi í launa- flokk opinberra starfsmanna 1963 og þáði af þeim sökum lægri laun en hann taldi að sér bæri. Þá vegur það einnig þungt að mati dr. Jóns, að hann gegndi mjög oft störfum framleiðsluverkfræðings fyrirtækisins auk forstjórastarfs- ins án þess að fá aukalega fyrir það greitt. Varð það úr árið 1968, að tveir menn voru fengnir til að meta hæfileg laun fyrir það tíma- bil sem um ræðir með tilliti til kjara verkfræðinga á tímabilinu. Af hálfu Sementsverksmiðjunnar var Haukur Jónsson hrl. valinn til matsins en Hinrik Guðmundsson verkfræðingur af hálfu dr. Jóns E. Vestdal. Urðu þeir sammála um margt, en ekki þó allt. Haukur mat hæfileg laun á tímabilinu 4,151,585,00 krónur en Hinrik 5,695,286,00 krónur. Dr. Jón fékk greiddar krónur 2,757,578,00 í laun, svo að mati Hauks átti hann inni hjá verksmiðjunni 1,394,006,00 krónur en að mati Hinriks 2,937,689,00 krónur. Þrátt fyrir þessar niðurstöður fékk dr. Jón E. Vestdal ekki gert upp við verksmiðjuna, og sá hann sig tilneyddan að fara í mál gegn verksmiðjunni fyrir bæjarþingi Akraness. Voru kröfur hans byggðar á mati Hinriks. Garðar Gíslason var setudómari í málinu og varð niðurstaða dómsins sú, að dr. Jón skyldi fá laun fyrir um- rætt tímabil byggð á niðurstöðum Ilauks Jónssonar. Málinu var skotið til Hæstaréttar, en hann visaði því frá vegna smávægilegra formgalla. Var ný stefna þá út- gefin á Sementsverksmiðjuna, en áður en sá málarekstur fór veru- lega af stað tókust sættir og voru launagreiðslurnar byggðar á út- reikningum Hauks. Náðu greiðsl- urnar yfir tímabilið frá 1. júlí 1963 til 15. janúar 1970, en þá lét dr. Jón af störfum við verksmiðj- una. Með vöxtum fram til sáttar- dags 11. desember 1974 eru launin 2,375,309,34 krónur. Lögmaður dr. Jóns E. Vestdals var Páll S. Pálsson hrl. en lög- maður Sementsverksmiðjunnar Guðmundur Pétursson hrl. Ljóðasafn eftir Jóhannes úr Kötlum — að koma út í Danmörku Kaupmannahöfn 5. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Gunnari Rytgaard. ÞANN 14. marz kemur út á Vindensforlagi í Danmörku stórt ljóðasafn eftir Jóhannes úr Jóhannes úr Kötlum Poul P. M. Pedersen Loðnufrysting haf- in á F áskrúðsfirði Fáskrúðsfirði, 5. marz SKUTTOGARINN Ljósafell land- aði í gær 115 lestum eftir sex daga útivist og fór aflinn til vinnslu I frystihúsinu. Afli hjá Ljósafelli hefur verið góður sfðan það hóf veiðar í byrjun febrúar. Einn bátur hefur verið gerður út á net og enn er tregur afli hjá honum. Hraðfrystihúsið Pólarsíld h.f. hefur hafið frystingu loðnu, en það er nú tekið til starfa eftir Vetrarlegt á Siglufirði Siglufirði, miðvikudag. HÉR ER kuldalegt í bænum og vetrarríki. Hér var árdegis í dag 12 stiga frost í bænum og snjó- mugga öðru hvoru. 1 gærkvöldi komst frostið niður, í 16 stig. I gær var leiðin hingað rudd og komu þá bílar frá Reykjavik og Akur- eyri. 1 dag kom togarinn Sigluvík af Vestfjarðamiðum með um 100 tonna afla, sem verður unninn hér. Afli línu- og netabáta hefur verið tregur, en aftur líflegra hjá grásleppubátum. m.j. gegngerar endurbætur Það fyrir- tæki hefur nýlega eignazt vélskip- ið Þorra og er hann á loðnu- veiðum, en fer siðan á net. Heildarlöndun á loðnu í bræðslu er 9 þúsund lestir og af því er búið að bræða 6.500 lestir. Stöðug löndun hefur verið frá því er byrjað var að bræða. Bræðslan hefur gengið vel. Búið er að afskipa 500 lestum af mjöli, en af ársvinnslunni á síðasta ári var engu afskipað fyrr en komið var fram á sumar. Töluverð atvinna hefur verið hjá Trésmiðju Austurlands i sam- bandi við viðgerð skipa. Einnig er þar í smíðum 25 lesta bátúr og er það von manna, að framhald verði á framkvæmdum við dráttar- braut, sem fyrirhugað er að reisa. — Albert. Brúarfoss strand- aði á Raufarhöfn Raufarhöfn, 5. marz — BRUARFOSS eitt af skipum Eim- skipafélags Islands strandaði hér um klukkan 10.30 í dag á neðan- sjávarskeri, sem nefnist Baka. Virðist sem skipið hafi farið upp á mitt skerið og lyftist það nokkuð að framan. Ágætt veður var hér, er Brúarfoss strandaði, en þá var háfjara. Háflóð er klukkan 16. en um klukkan 13.30 komst Brúar- foss út fyrir eigin vélarafli og hélt héðan á hafnir vestur með Norðurlandi. Brúarfoss var að lesta hér um 2 þúsund kassa af frystum fiski, sem fara eiga á Bandaríkja- markað. A þessu sama skeri strandaði olíuflutningaskip fyrir nokkrum árum, en togarinn Haf- liði frá Siglufirði bjargaði þvi þá út. Ekki höfðu skemmdir á Brúar- fossi verið kannaðar í gær. — Fréttaritari. Stöðugt verðfall á lýsi Framleiðslan á yfirstandandi loðnuvertíð þegar meiri en sem nemur fyrirframsamningnum VERÐLAG á lýsi erlendis hefur stöðugt farið lækkandi f vetur og samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér I gær hafa einstakar sölur fslenzkra út- flytjenda verið á u.þ.b. 150 dollara lægra verði fyrir tonnið en þegar fyrirframsamningar voru gerðir í haust. Lýsisfram- leiðslan á yfirstandandi loðnuver- tíð er hins vegar þegar orðin meiri en fyrirframsamningarnir hljóða upp á. Lýsisverðið komst hæst í kring- um 600 dollara pr. tonn, en þegar fyrirframsamningar um sölu lýsis voru gerðir í september í haust var lýsisverðið komið niðtir í kringum 500 dollara. Engu að siður má segja að Islendingar hafi selt á hagstæðum tima, þvi að allt siðan hefur orðið verulegt verð- fall á lýsi, og sem fyrr segir hafa tveir íslenzkir framleiðendur nú selt á verði sem er á bilinu milli 340—350 dollarar tonnið. Fyrirframsamningar varðandi sölu lýsis hljóðuðu upp á um 12 þúsund tonn en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst munu nú auk þess hafa farið fram samn- ingar á um 1800 tonnum á framangreindu verði. Lýsisfram- leiðslan á yfirstandandi loðnuver- tið er þannig þegar orðin meiri en nemur fyrirframsamningunum eða sem næst um 14—15 þúsund tonn miðað við 330 þúsund tonna heildarafla eins og var á mánu- dagskvöld, og ekki er útlit fyrir annað en stór hluti lýsisfram- leiðslunnar á þessari vertíð muni þvi seljast á þessu lága verði. Heildar lýsisframleiðslan á loðnu- vertíðinni í fyrra varð 23 þúsund tonn. Víkingur með góðan afla Akranesi, 5. marz — TOGARINN Vikingur AK 100 kom til hafnar í morgun og landar í dag um 120 lestum af þorski til vinnslu i hraðfrystihúsunum. Fimm skip með fullfermi af loðnu liggja hér í höfn og bíða löndunar. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hefur nú tekið á móti 7.000 lest- um af loðnu. Allir bátar, sem verið hafa á línu, eru nú byrjaðir á þorskanetum. Hafa nokkrir þeirra fengið sæmilegan afla. — Júlfus. Rækjuveiðar hafa víðast gengið vel RÆKJUVEIÐAR hafa víðast hvar gengið ágætlega hér við land f vetur, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Mbl. hefur fengið hjá Þórði Eyþórssyni fulltrúa f sjáv- arútvegsráðuneytinu. Rækjan hefur verið mismunandi stór á hinum einstöku veiðisvæðum, þó stærst og bezt á hinum nýfundnu svæðum við Grímsey og Kolbeins- ey. Samkvæmt upplýsingum Þórð- ar er búið að veiða rúmlega 1500 lestir af rækju í Húnaflóanum á vertíðinni. Upphaflega var leyft að veiða 1500 lestir en Hafrann- sóknastofnunin gerði það að til- Iögu sinni að leyfa að veiða 300 lestir til viðbótar, eöa samstals 1800 lestir. Bjóst Þórður við því að búið yrði að veiða upp i kvót- ann eftir hálfan mánuð. 1 Isafjarðardjúpi veiddust 1550 lestir af rækju tvo fyrstu mánuði ársins. Þar er leyft að veiða 160 lestir á viku, eða 6 lestir á bát. Lengd rækjuvertíðarinnar fer eft- ir ástandi rækjustofnsins, en náið er fylgst með ástandi hans. Rækja er unnin á ísafirði, Súðavik, Hnífsdal og Bolungarvik. I Arnar- firði fá bátar að veiða 4 lestir á viku, og hefur vertíðin þar verið heldur léleg, en rækjan sem veið- ist stór. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.