Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 33

Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 33 Líkið ð.grasfletinum r/r Sý handbók: [celand 874-1974 3 legar og sama máli gegndi um skóna hans og skyrtuna.. . Ég hafði reynt í lengstu lög að forðast að horfa á skyrtuna en nú hvarflaði ég augun að dökkrauð- um bletti á brjósti hans. Feitar og pattaralegar flugur suðuðu græðgislega i kringum blóðkök- una . . . sennilega þar sem hjart- að var stóð eitthvað upp úr brjóst- inu . . . Skaft á hníf. Fagurlega gert skaft úr gulli og fílabeini. Ógleðin náði fullkomnum tök- um á mér. Ég gekk þessi fáu skref niður að ánni og kastaði upp nið- ur I brúnt vatnið. Þegar það var liðið hjá studdi Einar mig aftur heim að húsinu og ég grét tryll- ingslega við öxl hans. Pabbi sat enn á veröndinni og horfði sorgmæddur niður i teboll- ann sinn, sem hann hafði ekki hreyft. En Einar reiddi fram bezta konjak mágs síns og neyddi okkur bæði til að drekka vænan slurk. Hvort það var heppilegt fyrir tóman maga skal ósagt látið, en svo mikið er vist, að þetta var einmitt það sem ég þarfnaðist þessa stundina. Ég reisti mig upp i sófanum og þegar ég hafði full- vissað mig um að trén skyldu svo að ég sá ekki þessa hryllilegu sjón spurði ég skjálfrödduð. — Hver... hver var þetta? Þekkir þú hann? Ég las undrun og ráðvillu í and- liti Einars. — Já, En ég skil þetta ekki almennilega... Ég skil reyndar ekki nokkurn skapaðan hræran- legan hlut. Kannski hef ég verið of lengi í burtu frá Skógum. Eftir þessa dularfullu yfirlýs- ingu hvarf hann á braut. Ég heyrði hann hringja símanum í forstofunni í ákafa og síðan bað hann um númer. — Þrettán, takk fyrir! Það gat ekki boðað gott. — Er það Berggren yfirlög- reglumaður sem ég tala við? Sæll og blessaður, Leo. Þetta er Einar Bure. — Afsakaðu pabbi, ég tók ekki eftir þvi sem þú varst að segja. Ég reif mig með érfiðismunum frá samtalinu frammi i forstof- unni og sneri mér að pabba. Aum- ingja pabbi, sem getur ekki þolað lögreglu og morðgátur og hann sem hafði langað svo mikið til að við ættum hér rólega og kyrrláta daga! Hann lýsti þvi yfir, að hann hefði ekki sagt eitt einasta orð og var enn svo mæddur á svipinn að ég hugsaði baki brotnu hvað ég gæti sagt, sem gæti huggað okkur, hversu ómerkilegt sem það væri, bara eitthvað sem gæti fullvissað okkur um að bráðum yrði allt gott aftur og lífið gengi á ný sinn vanagang. Og eiginlega kæmi okk- ur það ekkert við sem þarna hafði gerzt. — Kannski, sagði ég dálítið skrækróma — er þetta alls ekki morð. Kannski hefur hann verið orðinn leiður á lifinu og stungið sjálfur hnífn- um sér i hjartastað. Það hef- ur gerzt áður, pabbi. Þú manst líklega eftir honum Rómeo, pabbi minn. Eða var það Júlía. Annað hvort þeirra dó af eitri og hitt greip hnífinn. .. Þú hlýtur að muna eftir þessu. „Ég heyri hljóð! Þá verð ég að hafa hraðan á! Hamingjudálkur! Hér er hvildarstaður þinn, vertu þar og lát mig deyja.“ — Vertu nú ekki að æsa þig upp í neina móðursýki, greip Hulda tilfinningalaust fram i fyrir mér. — Nú skaltu fá þér heitt kaffi og borða vöfflu. Og það á Einar að gera lika. Svona atburðir eru allt- af verri á fastandi maga. .*. Við hlýddum henni eins og tvö vel uppalin börn. Virðuleg var hún sem áður, en sýnilega gröm í meira lagi yfir þvi sem gerzt hafði og raskað ró okkar. — En hvað þetta er eftir honum Tommy Holt, tautaði hún. — Það hefur alltaf verið eitthvert vesen og leiðindi i sambandi við hann... og erfiðleikum og leiðindum held- ur hann líka áfram að valda eftir dauða sinn. Einar stakk vöfflubita upp í sig, eins og annars hugar og leit for- vitnislega á hana: — Ég vissi ekki að Tommy Holt væri kominn heim aftur. Þaó var furðulegt. — Það getur verió að fleiri verði hissa á því. Það er að segja: ekki allir. 0, nei, ekki allir... Hulda kinkaði kolli, leyndardóm- urinn uppmálaður, en síðan kom hún sér undan öllum spurningum með því að ganga hratt fram í eldhúsið. Nú heyrðum við fótatak og raddir úti fyrir og Einar fór fram til að opna aðaldyrnar. Og skömmu 'siðar þrýstum við — næstum því hjartanlega — hend- ur tveggja sveittra og másandi lögreglumanna. Leo Berggren, yf- irlögregluþjónn, var sjálfum sér likur, þægilegur og viðfelldinn þótt hann væri I augljósu upp- námi. Bæði hann og fylgdar- sveinn hans voru þó í enn meira uppnámi, þegar þeir komu aftur eftir að hafa farið og skoðað vegsummerki. Berggren þerr- aði sér í ákafa um ennið með gríðarlega stórum vasa- klút og síðan hneig hann stynj- andi niður I stærsta hæg- indastólinn — og veitti ekki af. Hinn lögreglumaðurinn, sem mun hafa heitið Svenson leyfði sér ekki slíkt og stóð teinréttur við stólbakið. — Þetta er fjárans ári leiðinlegt mál. .. ansi óheppilegt allt saman. Berggren leit i kringum sig og horfði biðjandi á okkur og honum hlýtur að hafa skilizt aó við vor- um öll reiðubúin að taka undir kveinstafi hans. — Ég meina ekki beinlínis að morð séu nokkurn tíma skemmti- leg. Þið megið alls ekki misskilja mig. . . En það er oft stigsmunur á þessu... einnig þegar um er að ræða voðaverk. Einar og yfirlögregluþjónninn horfðu hvor á annan með augljós- um kvíða í svipnum, og gagn- kvæmum skilningi og rödd Berggrens var bæði ólukkuleg og ráðvillt, þegar hann tautaði: — Og hugsa sér, svo liggur full- trúinn með hita í bólinu. .. Hvað á ég að gera? Ég bara spyr. Ég get ekki arkað inn I stofu hjá einum virtasta borgara i Skógum og ákært hann fyrir morð á sínum eigin syni. Að minnsta kosti ekki þegar Holt ofursti á í hlut. Meira að segja faðir minn vakn- aði nú af sinum djúpu hugsunum og varð áhugasamur. Hvað sjálfa mig snerti fann ég að hræðslan fór nú að víkja fyrir vaxandi reiði. Ef þú sæir það, sem á skrifborðinu liggur, myndir þú skilja, að ég kemst ekki heim fyrr en seint og síðar meir. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Gestir frá Viet-Cong „Húsmóðir“ skrifar: „Þá eru komnir hingað til landsins i boði stúdentaráðs tveir úr Víet-Conghreyfingunni, lík- lega til að segja frá striðinu í Suður-Vietnam þar sem alþýðan berst til síðasta manns til að verða ekki kommúnismanum að bráð. Varla trúi ég þvi að þeir, sem að þessu rausnarboði standa, imyndi sér, að almenningur hér á landi trúi sögum, sem sagðar eru af öðrum stríðsaðilanum. Það er ekki ennþá fæddur svo trúgjarn maður, að hann láti sér slikt nægja. Aftur á móti hefði verið fróð- legt að eiga þess kost að heyra lýsingu systur Kastrós af reynslu hennar. Hún barðist með bróður sínum og trúði þvi, að hann væri að frelsa fólkið undan ofriki Batista. Hún vaknaði fljótlega við vondan draum og sá að bróðir hennar frelsaði ekki fólkið, held- ur hneppti það i fjötra kommún- ismans, sem er versta tegund ein- ræðis. Hún flúði og gaf þessa lýs- ingu: Samyrkjubúin gátu ekki annað eftirspurn eftir mat, svo allt var skammtað, meira að segja sykurinn. Skortur var á læknum og lyfjum, egg fékk enginn nema ung börn og gamalmenni, en það spruttu upp f»gabúðir eins og gorkúlur, og þær störfuðu auðvit- að undir stjórn ,,K.G.B.“ þeirra á Kúbu, eða hvað hliðstæð stofnun nú heitir þar I landi, en það er .reyndar sama, þvi að vinnubrögð- in eru alls staðar þau sömu. Ekki höfðu kommúnistar stjórnað Ungverjalandi nema i hæsta lagi sjö ár þegar 1% þjóðar- innar var komið í fangabúðir. Það er þess vegna sem fólk berst til siðasta manns gegn kommúnism- anum. Ég vildi að nýi leiklistarstjór- inn útvarpsins léti flytja i útvarp leikrit Soltsénitsíns, sem gefið var út í Englandi árið 1969. Þar segir sá frá, er gerst þekkir. Þetta er fyrsta leikrit, sem lýsir rússneskum fangabúðum, og þær hljóta allar að vera eins, því að allar eru þær reknar eftir boðorði Leníns. „Húsmóðir.“ 0 Sjúkrasaga L.G. hafði samband við Velvak- anda og sagði sjúkrasögu sína. Hann sagði: „Það var fyrir átta árum, eins og segir i kvæðinu, að ég veiktist skyndilega um nótt, og það svo hastarlega að kona min hélt að ég væri að skilja við og sótti nætur- lækni í snatri. Hann kom strax og sagði, að ég hefði fengið flog. Nú hafði ég aldrei fengið flog áður og ekki var um flogaveiki að ræða i fjölskyldunni, þannig að þetta þótti heldur einkennilegt. Lækn- irinn sagði mér að ég skyldi leita | heimilislæknis og fá 4>ann Ul að koma mér i rannsókn í sjúkrahúsi sem fyrst. Þetta tókst allt fljótt og vel, — ég lagðist í sjúkrahús og var rannsakaður hátt og lágt. Læknarnir komust að niðurstöðu, og sögðu, að sjúkdómurinn væri hættulaus, ef ég aðeins tæki viðeigandi meðul. Það hef ég gert siðan og allt hefur gengið að óskum. Fyrir skömmu gerðist það, að heimilislæknir minn hætti störf- um, þannig að ég varð að fá mér nýjan lækni. Svo vitjaði ég hans í fyrsta sinn, sagði honum hvað væri að mér og hvaða pillur ég hefði fengið til þessa. Læknirinn sagði svo sem ekkert við þvi, en skrifaði samstundis út lyfseðil. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Nýi læknirinn þekkti mig ekkert og hafði ekki nema min orð fyrir þvi að ég væri haldinn þessum sjúkdómi. Nú er þjóðfélagið búið að kosta miklu fé til að rannsaka mig og aðstoða á ýmsan hátt i sambandi við sjúkleika þennan. Lyfin, sem ég hefi tekið sl. átta ár, eru þannig, að apótekið af- greiðir ekki nema hálfan skammt i einu, þannig að ætla má að ekki megi hver sem er hafa þau undir höndum. Það sem mér finnst rangt í þessu er, að læknirinn, sem tekur ábyrgð á því að gefa þetta lyf, veit alltof iítið um sjúklinginn sem hann er að gefa iyfið. Ég veit, að hann hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar um mig eða sjúkrasöguna yfirleitt. Nú vill svo heppilega til að ég veit sjálfur hvað ég segi og geri, en það er ekki vist að svo sé um alla sjúklinga. Ég vil koma þessu á framfæri á þessum vettvangi til umhugsunar og umræðu hjá réttum aðilum. L.G.“ • Heyrt í strætisvagni Um dagínn voru tveir piltar að ræða saman i strætisvagni. Fram kom að annar þeirra hafði nýlega eignazt hund. Dásamaði hann dýr- ið ákaflega og spurði svo kunn- ingjann hvort hann langaði ekki til að eignast hund. Kunninginn sagðist ekki vita betur en hunda- hald væri bannað i Reykjavík, en þá sagði hinn að það skipti ekki máli lengur, fjöldinn allur væri kominn með hund, og ef löggan færi eitthvað að amast við hund- inum, þá væri alltaf hægt að segja, að hann væri i fóstri. Sá, sem sagði Velvakanda sög- una, sagðist fyrir sitt leyti vera hlynntur þvi að fólk fengi að hafa hunda sér til ánægju, ef það væri eitthvert sáluhjálparatriði. Hins vegar fyndist sér ófært, að hér væri allt fullt af hundum. án þess að þeir væru skráðir og haft með þeim viðeigandi eftirlit. Nú orðið væri undanlátssemin hvað hunda- hald snerti orðin svo mikil hér í borginni, að brýnt væri að sétja reglur um hundahald hið snarasta, en ef ætlunin væri að láta bannið við hundahaldi gilda áfram, þyrfti lika að sjá til þess að þvi væri fylgt. komin út ÚT ER komin handbókin Iceland 874—1974, og er útgáfan að nokkru leyti tengd Þjóðhátíðar- árinu. Þetta er i sjötta sinn, sem handbókin kemur út, og er Seðla- bankinn útgefandi. Bókin er á ensku svo sem verið hefur frá upphafi, enda er hún ætluð til kynningar á landi og þjóð. Fyrsta Iceland-bókin kom út árið 1926 í tilefni af 40 ára afmæli Landsbankans, síðan á Alþingis- hátiðarárinu og næst árið 1936. Fyrstu útgáfurnar voru i litlu broti, en þegar bókin kom út árið 1946 var hún stækkuð verulega og endurbætt. Arið 1966 tók Seðlabankinn við útgáfu bókarinnar. Bókin skiptist i 48 kafla og eru höfundar 43. I bókinni er töfluviðauki og listi yfir nær 400 bækur á erlendum málum um Island og íslenzk málefni. Iceland 874—1974 er 500 blað- síður að stærð. 1 bókinni eru 64 myndasiður, flestar litprentaðar. Þá eru tvö litprentuð kort í bókinni og orðalisti. Felaqslíf I.O.G.T. St. Andvari nr. 265. Fundur i kvöld kl. 8.30. Kosning til Þingstúku. Venjuleg fundarstörf. Skuggamyndir og frásögn frá eyj- unni Rhodos og Tyrklandi. Kaffi eftir fund. Æðstitemplar. Verksmidju útsala Aíafoss Opió þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsöíumú: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur A ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT 1 Afl- mikill Datsun lOOACherry Mestseldiiapanskib’dbnn í Evrópu í dag er upp' ur á íslandi. Getum utveg- aðbílana með mioa stutt- um fyrirvara_ __ Lágtverð Góðir greiðslu- skilmálar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.