Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 16

Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 Seltjarnarnes- kaupstaður I óskar að ráða Verkamenn sem geta tekið að sér afleysingarakstur á 10—12 tonna vörubifreið. Upplýsingar hjá verkstóra í síma 21 180. Trúðarnir tveir sem sjð um kynningu á barnaskemmtuninni í Austur- bæjabíói n.k. sunnudag. Háskóli Islands óskar að taka húsnæði á leigu í næsta nágrenni skólans. Húsnæðið er ætlað til íbúðar og kennslu og æskilegt að leigutími verði til nokk- urra ára. Upplýsingar gefur þýzki sendikennarinn, Dr. Egon Hitzler í síma 1 6061. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Stjórnun II Námskeið i Stjórnun II verður haldið mánudaginn 10. marz til föstudagsins 14. marz n.k. og stendur yfir frá kl. 13:30 til kl. 19:00 alla dagana nema föstudaginn til kl. 1 7:00. Fjallað verður itarlega um stjórnunarsviðið, hegðun einstaklinga, forystu — og stjórnunarstila, hegðun hópa, ákvörðunartöku, stjórn- skipulagsbreytingar og andstöðu gegn breytingum. Gefið verður yfirlit yfir starfsmanna-mál. Þá verður gerð grein fyrir helstu greiningar — og hjálpartækjum, sem gera stjórnendur hæfari við ákvörðunartöku. Leiðbeinandi verður Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur. Stjórnun 111 Námskeið i Stjórnun III verður haldið mánud. 17. mars, þriðjud. 18. mars, miðvikud. 19. mars og fimmtud. 20. mars kl. 13:30 til 18:00 alla dagana. Farið verður í helstu atriði varðandi stjórnskipulag og stjórnunarstila. Kennd verður gerð starfslýsinga og sýnt fram á notagildi þeirra sem stjórnunartæki við endurskipulagningu og starfsmatsgerð. Þátttakendum er siðan skipt i vinnuhópa. Félagið hefur fengið aðgang að fyrirtæki, þar sem þátttakendur æfa gerð starfslýsinga og koma með tillögur um breytingar á stjórnskipulagi og verkaskiptingu i anda kenninga um valddreifingu og starfshvatningu. Á grundvelli breytinga- tillagna eru samdar nýjar starfslýsingar. Þá verður farið i gerð starfsmatskerfa og þátttakendur látnir búa til slíkt kerfi fyrir fyrirtækið og meta störfin samkvæmt þvi. Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum tækifæri til að nota i reynd ýmis hugtök og kenningar um stjórnun og stjórnskipulag við lausn verkefna. Leiðbeinandi verður Þórir Einarsson, prófessor. Fjármál II Námskeið í Fjármálum II verður haldið mánud. 7. april, þriðjudag 8. april, llliLLHL miðvikud. 9. april og fimmtud. 10. april k|. 1 3:30 til 18:30. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi reynslu og undirstöðuþekkingu í fjár- málum fyrirtækja. Þátttakendum er ætlað að ná góðum tökum á tækni við samræmingu fjárhagsáætlana við úrlausn verkefna. Þessa tækni má nota m.a. til að prófa á pappir, hvort ákveðnar hugmyndir um fjáröflun séu liklegar til að duga. Sýnt verður, hvernig taka má tillit til óvissu um gjald og tekjur og um inn- og útborganir. Þá verður vikið að almennum kenningum, sem fram hafa komið á siðustu árum um, hvernig hagkvæmast sé að fjármagna fyrirtæki. Annað meginviðfangsefni námskeiðsins varðar aðferðir við mat á gildi fjárfestingarmöguleika. Þæ. aðferðir eru jafnframt gagnlegar við mat á virði fyrirtækis sem heildar, en á þekkingu á virði fyrirtækis getur reynt við ýmsar ákvarðanir, t.d. við sameiningu fyrirtækja. Þar sem reglur um tekjusköttun hafa áhrif á ýmsar fjármálalegar ákvarðanir, verður gefin lýsing á megindráttum gildandi reglna, rheð áherslu á sérkenni íslenskra reglna og á möguleika til áhrifa á skattgreiðslur. Leiðbeinandi verðurÁrni Vilhjálmsson prófessor. Tölvutækni Námskeið í tölvutækni verður haldið fimmtud. 17. aprll kl. 13:30 til 18:00, föstud. 18. apríl kl. 13:30 til 18:00 og laugard. 1 9. april kl. 9:15 til 1 2:00. Fjallað verður um gataspjöld og pappirs- ræmur vélbúnað tölvu, fjarvinnslu og forritunarmál, skipulagningu verkefna fyr- ir tölvur og stjórnun og tölvur. Sifellt fleiri og fleiri aðilar hagnýta sér tölvutækni til sjálfvirkrar gagnaöflunar. Námskeiðinu er ætlað að gera stjórnendum grein fyrir þeim möguleika, sem tölvutæknin býr yfir. Ennfremur er reynt að gera þá hæfari til að svara spurningum eins og þessum: Á fyrirtækið að kaupa tölvu? — Á að kaupa bókhaldsvél? — Á að leigja tima á tölvu? Leiðbeinandi: Davið Á. Gunnarsson, vélaverkfræðingur og hagfræðing- ur. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. AUKIN ÞEKKING — ARÐVÆNLEGRI REKSTUR KJARVALSSTAÐIR Málverkasýning Jóns Baldvinssonar. Opið frá kl. 4—10 daglega, laugardag og sunnudag frá kl. 2—10. Siðasti sýningardagur sunnudagur 9. marz. ALMEIMNUR LÍFEYRISSJÓÐUR IÐNAÐARMANNA Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. apríl nk. Hámark lánsfjár- hæðar er sem hér segir, enda sé gætt ákvæða reglugerðar sjóðsins um veð eða ríkisábyrgð: a. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins í full 2 ár, geta fengið kr. 200.000.- b. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðs- ins í full 3 ár, geta fengið kr. 350.000.- c. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins í full 4 ár, geta fengið kr. 500.000.- d. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðs- ins í full 5 ár, geta fengið kr. 700.000.-, enda hafi þeir ekki áður notfært sér lántökurétt sinn hjá lífeyrissjóðnum. Sjóðfélagi, sem notfært hefur sér rétt sinn til lántöku hjá sjóðnum, öðlast ekki rétt til viðbótar- láns fyrr en fullnægt er umsóknum um lán frá öðrum sjóðfélögum og eigi fyrr en 5 ár eru liðin frá því að hann fékk síðast lán hjá sióðnum. Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrif- stofu Landssambands iðnaðarmanna, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík, skrifstofu Meistara- félags iðnaðarmanna, Strandgötu 1, Hafnarfirði og skrifstofu Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3, Keflavík. Stjórn Almenns lifeyrissjóðs iðnaðarmanna. Barnaskemmtun FEF í Austur- bæjarbíói á sunnu- daginn kemur BARNASKEMMTUN verður I Austurbæjarbfói sunnud. 9. marz kl. 1.30 e.h. og verður hún sfðan endurtekin laugardaginn 15. marz kf. 2 á sama stað. Meðal skemmtiatriða má nefna nýstárlega tízkusýningu barna, sem sýna föt úr verzlununum Elfi og Bim Bam, félagarnir Halli og Laddi skemmta, Andarungakór- inn skemmtir, Baldur Brjánsson, töframaður, sýnir listir, nemend- ur úr dansskóla Sigvalda sýna dans og fluttir verða leikþættir. Þá koma einnig i heimsókn vinsamleg tröll og kátir trúðar. Það er Félag einstæðra foreldra, sem gengst fyrir skemmtunum þessum og allur ágóði rennur í styrktarsjóð FEF. Um svipað leyti í fyrra hélt FEF tvær slíkar skemmtanir fyrir börn og tókust þær prýðilega. Miðar eru seldir á skrifstofu FEF í Traðarkotssundi, í Bóka- búð Blöndals i Vesturveri og í Austurbæjarbíói, daginn fyrir skemmtun og frá kl. 10 f.h. þá daga sem skemmtunin fer fram. Hver miði gildir einnig sem happdrættisvinningur og eru leik- föng, bækur o.fl. meðal vinninga. JRorguublnbib nucivsincnR ^-»22480 I.O. O.F. 1 1 = 1 56368VÍ = I.O.O.F. 5 = 156368'/2 = Sp. Hjálpræðisherinn Kvöldvaka í kvöld, fimmtudag kl. 20:30 Uriglingar vitna, syngja ein- söng, tvisöng og kórsöng. Brig. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Veitingar. Fórn til æskulýðsstarfsins. Allir hjartanlega velkomnir. Filadelfia Almenn æskulýðssamkoma í kvöld kl. 20:30. Æskufólk talar og syng- ur. Samkomustjóri Stefán Ingvason. Kærleiksfórn tekin vegna æskulýðs- starfs á Akranesi. K.F.U.M. A.D. Við bregðum okkur í heimsókn i nýja félagshúsið við Lyngheiði i Kópavogi. Sigursteinn Hersveinsson og fl. annast fundinn. Veitingar. Bilferð frá Amtmannst. kl. 20.00. Allir karl- menn velkomnir. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6 A i kvöld kl. 20.30. Sungnir verða passiusálmar. Allir velkomnir. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 7. marz. Samkomur verða viða um land og i Hallgrims- kirkju, i Reykjavík kl. 8.30 um kvöldið. Allar konur velkomnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.