Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 34

Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 | IÞI lÓTfl iFRÉTTIR M UUDSIIIIS 1R og Armann bíkarmeistarar FYRSTA bikarkeppni Fimleika- sambands Islands fór fram í Iþróttahúsi Kennaraháskóla Is- lands um helgina og þótti hún heppnast með miklum ágætum. Góó þátttaka var I keppninni, einkum f stúlknaflokki þar sem 8 flokkar kepptu. Þar var baráttan um sigurinn mjög hörð milli 1. flokks IR og Fimleikafélagsins Rjarkar f Hafnarfirði. Að lokum stóðu iR-stúlkurnar uppi sem sigurvegarar hlutu 62,4 stig, en 1. flokkur Bjarkar hlaut 61,6 stig. I þriðja sæti varð svo 1. flokkur Gerplu með 61,0 stig, en sfðan kom 2. flokkur ÍR með 56,5 stig, FH-ingar Aðalfundur handknattleiks- deildar FH verður haldinn í Iðn- aðarmannafélagshúsinu f Hafnar- firði I kvöld og hefst kl. 20.30. 1. flokkur Armanns hlaut 55,7 stig, 2. fiokkur Gerplu hlaut 55,5 stig, 2. flokkur Bjarkar var með 53,7 stig, KR hlaut 46,5 stig og 2. flokkur Armanns rak lestina með 45,6 stig. Stighæsta stúlkan í keppninni var Berglind Pétursdóttir, Gerplu, sem hlaut 16,9 stig. 1 öðru og þriðja sæti urðu Kristin Ölafs- dóttir, IR, og Emma Magnús- dóttir, Björk, sem báðar hlutu 16,2 stig. I karlaflokki kepptu þrjú lið. 1. flokkur Armanns sigraði, hlaut 149,3 stig. KR-flokkurinn varð í öðru sæti með 146,6 stig og 2. flokkur Armanns hlaut 105,1 stig. Stighæsti einstaklingurinn i karlaflokknum varð Sigurður T. Sigurðsson sem hlaut 44,1 stig. Sigmundur Hannesson, KR, varð annar með 39,6 stig og Birgir Guð- jónsson, Á, varð þriðji með 39,2 stig. Hörkukeppni í göngunni EINS og frá hefur verið skýrt f Morgunblaðinu bar Magnús Eirfksson Fljótamaður sigur úr býtum í göngukeppni þeirri sem fram fór f Fljótum um sfðustu helgi, en keppni þessi var punkta- keppni á vegum Skfðasambands- ins. Var þarna um gífurlega keppni að ræða milli Magnúsar og Trausta Sveinssonar. Hafði Trausti forystuna eftir fyrstu 5- km sem hann gekk á 16,15 mfn. á móti 16,44 mín. hjá Magnúsi. Eft- ir 10 km hafði Trausti enn forystuna og tfmi hanS var þá 33,10 mín., en Magnúsar 33,28 mfn. Á síðustu 5 km tókst Magnúsi hins vegar að vinna upp forskot Trausta og gott betur. Munurinn gat þó tæpast verið minni: Magnús gekk á 50,05 mfn., en Trausti á 50,08 mín. Þriðji í göngunni varð Björn Þór Ölafsson frá Ólafsfirði á 53,50 mín., Reynir Sveinsson, Fljóta- maður, varð fjórði á 54,25 mín., Davið Höskuldsson Isafirði, fimmti á 56,38 mín. og örn Jóns- son frá Ólafsfirði varð sjötti á 58,32 min. Sigurvegari í göngu 17—19 ára varð Þröstur Jóhannsson frá ísa- firði á 36,14 min. Arngrímur Sverrisson frá ísafirði varð annar á 39,31 mín. og Viðar Pétursson, Fljótum, þriðji á 40,02 mín. I göngu þessari kepptu nokkrir piltar sem voru yngri en 17 ára og náðu þeir mjög athyglisverðum árangri, sérstaklega þó Guðmund- ur Garðarsson frá Ólafsfirði sem gekk á 38,36 mín. og Björn Ásgrímsson frá Siglufirði sem gekk á 39,36 mín. w'' MlKMf Tl V I N N I M ð U II WlO KHUMMAXOlA • I HtYKJAWlK * íbúd ad vorðmæti |Vf HO MtX ÍH Kð.'no- ; \ í>' MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.Í. 2ja herb. íbúð að verðmæti kr. 3.500.000. Verð miða kr. 250. Víkingur sigraði UBK 13 - 8 MEÐ sigri yfir Breiðablik á sunnudag kvað Víkingur endan- lega upp dauðadóm yfir Þór f 1. deild kvenna. Eins og annars staðar kemur fram í blaðinu tapaði Þór gegn KR fyrir norðan, og á aðeins einn leik eftir, gegn Vfkingi, og Akureyringarnir sitja á botninum með 4 stig, næst kem- ur KR með 7 stig og þá Víkingur með 8. Lengi framan af mótinu leit ekki vel út fyrir Víking. Liðið var yfirleitt í neðsta sætinu og leikir þeirra gáfu ekki fyrirheit um áframhaldandi setu í 1. deild. En þá hóf Guðrún Helgadóttir á ný að leika með liðinu og við það gerbreyttist leikur Vikings til hins betra. Einkum hefir kraftur Guðrúnar í vörninni gert útslagið. Það var líka hún sem hreif Vík- ingsstúlkurnar með sér i leiknum gegn Breiðabliki.^ Þá var þáttur Agnesar Bragadóttur stór i sókn- inni og lið með markvörð eins og Þórdisi Magnúsdóttur þarf ekki að kvarta. Gangur leiksins var annars þessi f stuttu máli: Þegar í upp- hafi náði Vikingur forystu, komst í 2 mörk gegn engu áður en Breiðabliki tókst að skora. En Vikingur jók stöðugt forskotið og hafði yfir 8 mörk gegn 2 í hálf- leik. 1 upphafi siðari hálfleiks virtist sem Breiðablik ætlaði aðeins að rétta úr kútnum, náðí að minnka muninn í fjögur mörk, 9—5, en Vikingur sýndi styrk sinn og sigraði örugglega með 13 mörkum gegn 8. Leikinn dæmdu Geir Thorsteinsson og Georg Arnason og gerðu það prýðilega. Mörkin. Víkingur: Agnes 9 (2 v), Guðrún Hauksdóttir 2, Guðrún Helgadóttir og Ragn- 1. deild kvenna heiður Guðjónsdóttir eitt mark hvor. Breiðablik: Kristín 5 (3 v), Björg Gísladóttir, Hrefna Snæ- hólm og Sigurborg Daðadóttir eitt mark hver. Sigb. G. KR vann Þór 24 -14 KVENNALIÐ KR í handknatt- leik fór til Akureyrar á laugardag og lék við Þór í 1. deildar keppn- inni. Lauk leiknum með yfir- burðasigri KR: 24—14. Reyndar gerðu KR-stúlkurnar 25 mörk, en eitt marka þeirra var aldrei fært á markatöfluna. Miðað við leik KR-liðsins að I þessu sinni má furðulegt heita að liðið skuli ekki vera með fleiri stig en raun ber vitni í deildinni. Þau eru ekki mörg kvennaliðin sem sýnt hafa skemmtilegri til- þrif f Skemmunni, en KR stúlk- urnar gerðu á laugardaginn. Leikurinn sem heild var ekki nema miðlungs góður þrátt fyrir að liðin, einkum þó KR, sýndu af og til prýðistakta. A milli komu svo kaflar sem ekki sæma liðum í 1. deild. í byrjun var leikurinn í jafn- vægi og liðin skiptust á að skora. Munurinn var aldrei meiri en eitt mark, þar til á 24. min. að KR komst í 11—9 og þannig var staðan í hálfleik. KR tók öll völd í leiknum eftir hlé, breytti stöðunni úr 11—10 í 20—11 á 15 mín. Síðustu mínút- urnar jafnaðist leikurinn aftur og lauk honum með sigri KR, 24—14. Stórskemmtilegir kaflar i leik KR-liðsins komu nokkuð á óvart, sem fyrr segir, þar eð i hlut átti eitt af neðstu liðunum í 1. deild. Hansína, Hjördís. og Emilía áttu allar mjög góðan leik svo og Jónína sem var í markinu siðustu 15—20 mín. Það sem öðru fremur brást á laugardaginn var varnarleikurinn sem verið hefur sterkur hjá lið- inu. Hanna Rúna, Guðrún Stefánsdóttir og Anna Gréta Hall- dórsdóttir voru einna beztar í leiknum, en sú síðastnefnda lék sinn fyrsta leik með Þór í vetur. Annar „nýliði" lék sinn fyrsta leik með Þór: Kolbrún Þormóös- dóttir, en hún lék áður með KR og var þá ein af efnilegustu hand- knattleikskonum landsins. Mörk Þórs: Guðrún Stefáns- dóttir, Anna Gréta og Hanna Rúna Jóhannsdóttir 3 hver, Aðal- björg Ólafsdóttir 2, Kolbrún Magnea Friðriksdóttir og Stein- unn 1 hver. Mörk KR: Sigrún Sigtryggs- dóttir 6 (4v), Hansína 5, Hjördís og Emilía 4 hvor, Ragna Halldórs- dóttir og Hjálmfriður Jóhanns- dóttir 2 hvor og Jónína Ólafs- dóttir 1. Árni Sverrisson og Kjartan Steinbach dæmdu vel, enda var leikurinn auðdæmdur. háhá. Stórbingó og flugbingó IÞRÓTTAHREYFINGIN sér bingó unnendum fyrir nægi- legum verkefnum um þessar mundir. 1 kvöld, 6. marz, heldur Knattspyrnudeild Fylkis bingó f Sigtúni sem hefst kl. 19.00 og á sunnudag, kl. 20.30, efnir Frjálsfþrótta- samband Islands til bingós á sama stað. Nefnist það bingó „Flugbingó“, enda vinningar 15 flugferðir til hins fagra bæjar f Noregi, Tromsö. Gústaf við langstökksmetið LYFTINGAMENNIRNIR Gústaf Agnarsson og Arni Þór Helgason, báðir úr KR, háðu grimmdarlegt einvfgi f langstökki án atrennu f meistaramóti Islands f at- rennulausum stökkum sem fram fór f Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvorugur þessara kappa hafði áður keppt í þessari fþróttagrein, en eigi að sfður fór svó að þeir gerðu harða hríð að Islandsmet- inu í greininni og náðu frábær- lega góðum árangri. Gústaf sigr- aði, stökk 3,32 metra, en Arni Þór varð f öðru sæti með 3,31 metra. Báðir stukku yfir 3 metra í ollurn stökkum sínum. Næst bezta stökk Gústafs var 3,29 metrar, en næst bezta stökk Arna var 3,26 metrar. Var stórkostlegt að sjá þessa stráka stökkva, sérstaklega þó hinn stóra og þunga Gústaf, en kraftur í fótum hans var með ólfkindum. Elías Sveinsson, sem flestir áttu von á að yrði hinn öruggi sigur- vegari í þessari grein varð að láta sér nægja þriðja sætið. Hann stökk 3,25 metra. Fjórði var Lárus H. Bjarnason, FH, sem stökk 3,10 metra., Sigurður Jónsson, HSK, varð fimmti, stökk 3,09 metra og Trausti Sveinbjörnsson, UBK varð sjötti með 3,06 metra. Mikil keppni var einnig i átrennulausa þristökkinu. Elías náði strax forystunni, en i fimmtu umferð skaut Sigurður Jónsson honum aftur fyrir sig. Elias náði hins vegar sínu bezta i síðustu tilraun og þótt Sigurður bætti sig þá einnig verulega var það ekki nóg. Elías stökk 9,67 metra., Sig- urður 9,57 metra. Þriðji varð Lárus H. Bjarnason, FH, með 8,92 metra, Helgi Jónsson, FH varð fjórði með 8,54 metra og Guðmundur R. Guðmundsson, FH, varð fimmti með 8,54 metra. I hástökki án atrennu varð sigri Elíasar hins vegar ekki ógnað. Hann stökk 1,60 metra. Lárus H. Bjarnason varð annar með 1,40 metra og Guðmundur R. Guðmundsson þriðji, stökk sömu hæð. I langstökki kvenna án atrennu sigraði Guðrún Ágústsdóttir, HSK, stökk 2,67 metra. Sigrún Sveinsdóttir, A, varð önnur, stökk 2,57 metra, Erna Guómundsdótt- ir, KR, varð þriðja með 2,50 metra, Margrét Grétarsdóttir, Á, fjórða með 2,44 metra, Oddný Arnadóttir, UNÞ, fimmta með 2,43 metra og Asa Halldórsdóttir, Á, varð sjötta, stökk 2,24 metra. Keppt var í einni aukagrein, hástökki kvenna án atrennu. Guðrún Ágústsdóttir, HSK, og Lára Halldórsdóttir, FH, stukku 1,20 metra og Anna Haraldsdóttir, FH, stökk 1,10 metra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.