Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 14

Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 Útfærsla fiskveiðilögsögu í 200 mílur: ið 10. maí —13. nóvemberl975 SVO SE1W Mergunblaðið skýrði frá I frétt I gær svaraði Geir HaUgrfms- son, forsætisréðherra, fyrirspurn frá EHert B. Schram, alþingismanni, um (ímaákvérðnn átfærslu íslenzkrar fiskveiðilögsögu, f fyrirspurna- tfma í saraeinuðu þingí f gær. t svari ráðherra er aðdragandi málsins, undifbúningur «g framvinda rakin, sem eg það kynningarstarf, sem stjórnvöld haMi uppí á alþjóðavettvahgi. Svarið fer f heild hér á eftir. Með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins, nr. 44, 5. apríl 1948, sbr. lög nr. 45, L3. maf 1974, um breytingu á þeim lögum, Var lagður grund- völlur að þeirri stefnu íslendinga, að allar vetðar á landgrunnshaf- inu umhverfi.s Island skuli háðar islenskum reglum og eftirliti. Jafnframt áttai íslendingar frum- kvæðið að þvf að Sameinuðu þjóð- irnar tóku hafréttarmálin til heildarmeðferðar á árinu 1949. Siðar hefur markvisst verið að því unnið að færa fiskveiðimörkin við Island út með hliðsjón af þróun þjóðaréttar. Fyrsta hafréttarráðstefna S.þ. var haldin á árinu 1958. Þar náðist að visu ekki endanlegt sam- komulag, en mikið fylgi var þar við 12 milna mörk. Einnig gekk ráðstefnan frá ályktun um, að for- gangsréttindi strandríkja, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum, skyldu viðurkennd með samn- ingum hlutaðeigandi þjóða. Sendinefnd Islands tók fram við þá afg. eiðslu, að slikir samningar mundu aldrei geta komið i stað fiskveiðimarkanna sjálfra, enda þótt þeir gætu komið að gagni utan þeirra. Eftir þessa ráðstefnu voru mörkin við ísland færð út í 12 mílur. Önnur hafréttarráðstefna S.þ. var haldin árið 1960 og munaði þar aðeins einu atkvæði að 12 mílna mörk væru staðfest. ísland greiddi atkvæði gegn slíkri af- greiðslu. Þau riki, sem fylgjandi voru frekari útfærslu gerðu sér grein fyrir því, að nægilegt fylgi á þriðju ráðstefnunni fyrir út- færslu umfram 12 mílur, myndi ekki fást fyrr en fjölmörg ný ríki hefðu bætzt I hóp samfélagsþjóðanna. Á alls- herjarþingi S.þ. haustið 1970 var talið rétt að kveðja saman 3. hafréttarráðstefnuna, en ísland átti þá aðild að flutningi tillögu þess efnis. Undirbúningur ráð- stefnunnar fór síðan fram og meðan á honum stóð færði Island út fiskveiðilögsögu sína i 50 mil- ur. Ráðstefnan hófst í New York haustið 1973 og hélt annan fund sinn í Caracas s.l. sumar. Þriðji fundurinn verður haldinn í Genf 17. mars — 10. mai 1975 og er nú ráðgert að ráðstefnan ljúki störfum sínum á þessu ári. Er nú svo komið að mikið fylgi er fyrir allt að 200 mílna efnahagslögsögu á ráðstefnunni og hefur þátttaka Islands í henni verið miðuð við að fylgja því sjónarmiði fram til sigurs. Þetta er sá alþjóðlegi rammi, Lánareglum Byggðasjóðs breytt ÖLAFUR Einarsson, alþingis- maður, gat þess I þingræðu í fyrradag, að lánareglum byggðasjóðs hefði verið breytt af stjórn Framkvæmdastofn- unar ríkisins á þá lund, að fallið hefði verið frá fyrri ákvæðum um að „lána ekki á svæðið frá Þorlákshöfn til Akraness". Þetta þýðir, að lán til nýsmíði fiskiskipa eða endurbóta á fiskiskipum, sem að þvf er byggðasjóð varðar hafa verið bundin svæðum utan svokallaðs Faxaflóa- svæðis, ná nú til allra lands- hluta. sem mótaður hefur verið i haf- réttarmálum. Mörg ríki hafa lýst því yfir, að þau muni hvorki taka ákvörðun um útfærslu efnahags- lögsögu sinnar i 260 sjómílur né tilkynna fyrirætlanir um hana, fyrr en hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna er lokið. I stefnuyfirlýsingu sinni á síð- asta ári lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún mundi færa efnahagslög- sögu Islands í 200 sjómílur á ár- inu 1975. Þótt enn sé gengið út frá því, að hafréttarráðstefnunni ljúki á þessu ári, er það ekki fullvíst. Ákvörðun íslensku ríkis- stjórnarinnar um útfærslu í 200 mílur á árinu stendur óbreytt án tillits til þess, hvort ráðstefnunni lýkur fyrtr árslok eða ekki. Hins vegar veróur ekki gefin út til- kynning um það, hvenær útfærsl- an fer fram, fyrr en eftir 10. mai, þegar fundum hafréttarráðstefn- unnar í Genf lýkur. Voru menn sammála um þessa málsmeðferð á fundi í landhelgisnefnd, sem i eiga sæti fjórir ráðherrar og full- trúar þingflokka. Nefndin hefur haldið einn fund í byrjun ársins og mun hittast aftur innan skamms. Ég býst við því, að fyrirspyrj- andi vilji fá svör um einstakar aðgerðir stjórnvalda til undirbún- ings útfærslunni í 200 milur. Þar er af mörgu að taka og vil ég með upptalningu nefna það helsta: 1) Pólitísk ákvörðun hefur ver- ið tekin um að útfærslan verði á þessu ári. 2) Með hliðsjón af bráðabirgða- samkomulaginu við Breta, sem rennur út 13. nóv. 1975, og ný- gerðu samkomulagi við Færey- inga, er líklegast aó útfærslan verði á timabilinu frá 10. mai til 13. nóvember 1975. 3) Rikisstjórnin hefur kallað saman að nýju eöa endurskipað landhelgisnefndina svonefndu, þar sem allir þingflokkar hafa samráð. 4) tslenska sendínefndin á fundum hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Genf verður skipuð embættismönnum og full- trúum þingflokkanna. Af hálfu Islands hefur verið lögð á það áhersla frá upphafi, að Islending- ar sjálfir geti hagnýtt alla fisk- stofna, sem eru innan 200 milna markanna, að strandríkið sjálft verði að ákveða leyfilegt aflahá- mark og möguleika sina á að nýta það, að strandríkið kveði sjálft á um rétt annarra þjóða til fisk- veiða innan lögsögunnar, svo og að úrskurður þriðja aðila komi ekki til greina varðandi þessi atriði. 5) Fiskifélag Islands hefur unnið skýrslu um afrakstursgetu Islandsmiða og afkastagetu fiski- skipastólsms, og Hafrannsókna- stofnunin hefur unnið skýrslu um þol fiskstofna á svæðinu milli 50 og 200 sjómílná frá tslandi. Þessi gögn, sem nú hafa verið útbúin eru ómissandi við mat á hagsmun- um okkar varðandi 200 milurnar og verða Rjgð fram á fundi land- helgisn. sem haldinn verður næstu daga. 6) I ráðuneytum og rikis- stofnunum er unnið að alhliða undirbúníngi undir útfærsluna. Samkvæmt 18. gr. laga nr. 102/1973 um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót í fisk- veiðilandhelginni, skal láta endurskoóa þau lög fyrir 31. des- ember 1975. Þessi endurskoðun er hafin, verður haft samráð við hagsmunaaðila og frumvarp um breytingar á lögunum lagt fyrir Alþingi næsta haust. Dómsmálaráðuneytið hefur til athugunar eflingu landhelgis- gæslunnar vegna útfærslunnar. I þvi sambandi beinist athyglin einkum að því að efla flugvéla- kost gæslunnar. Þá þarf einnig sérstaklega að koma upp full- komnu staðsetningarkerfi fyrir flotann umhverfis landið. Eftir útgáfu reglugerðar um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur er nauðsynlegt að breyta botnvörpulögunum nr. 102/1973 til að fastákveða, að ákvæði lag- anna, þ. á m. um veiðiheimildir, veiðitakmarkanir, leyfakerfi og niðurlög við brotum taki í heild til ailrar hinna nýju 200 mílna lögsögu. 7) Akvörðun islensku ríkis- Framhald á bls. 20 Konur á þingí ÞÁTTUR kvenna f íslenzkum stjórnmálum, bæði I sveitar- stjórnum og á Alþingi, er vax- andi, þó sá vöxtur sé hægur og mismunandi eftir stjórnmála- flokkum. Nú sitja 5 konur I neðri deild Alþingis, fjórar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og ein fyrir Al- þýðubandalagið. Ljósmyndari Mbl, Emilfa Björnsdóttir, tók þessa mynd af umræddum fimm þingmönnum: Geirþrúður Hildur Bernhöft (S), Reykjavfk, Sigrfð- ur Guðvarðardóttir (S), Norður- land Vestra, Sigurlaug Bjarna- dóttir (S), Vestfirðir, Ragnhildur Helgadóttir (S), Reykjavfk, for- seti neðri deildar Alþingis, og Svava Jakobsdóttir (K), Reykja- vfk. fliwnci Geir Hallgrímsson um kjaramálin: Ríkisstjórnin geri það sem unnt er til að auðvelda samninga S.l. föstudag flutti Geir Hall- grfmsson forsætisráðherra ræðu í efri deild Alþingis við umræður um söluskattshækk- un. 1 ræðu þessari fjallaði for- sætisráðherra m.a. um óskir verkalýðssamtakanna um skattalækkanir sem þátt f nýj- um kjarasamningum og sagði: 1 fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því, að unnt sé að veita 700 millj. kr. til lækk- unar beinna skatta, þ.e.a.s. að áætlunarupphæð tekna af bein- um sköttum eru 700 millj. kr. lægri heldur en gildandi skatta- lög mundu gefa í aðra hönd við álagningu. Það hefur síður en svo verið krafa launþega- samtakanna, að frá þessari fyr- irætlan væri horfið. Hins vegar hafa fulltrúar launþegasamtak- anna mjög ætlast til, að þessi upphæð væri hækkuð og tekið fram að visu, að aðrir sérskatt- ar væru ekki á lagðir. En þegar velja skal á milli hópeigna- skatta annars vegar eins og söluskatts og beina skatta hins vegar, eins og tekjuskatts, þá var það stefna fulltrúa laun- þegasamtakanna á s.I. vetri við gerð kjarasamninga þá, að meta lækkun beinna skatta svo mik- ils, að hækkun söluskatts um 5% stig var talin jafngilda þeirri lækkun. Hækkun sölu- skatts varð þó ekki meiri af þessum sökum en 4% stig, þótt lækkun beinna skatta væri fyllilega sú, sem fulltrúar laun- þegasamtakanna ætluðu sér á móti 5 söluskattsstigum. Ég tel í þessu fólgið ákveðið mat full- trúa launþegasamtakanna á þessum tveim skattformum. Hinu skal ég ekki neita, að það verður erfitt og ég sé ekki fram á það í dag, að unnt sé að verja hærri upphæð en 700 milij. kr. í þessu skyni eða öðru til þess að koma til móts við kröfur launþega sérstakiega miðað við þá nauðsyn sem er á þvi, að draga saman útgjöld rík- issjóðs aó öðru leyti. En vita- skuld mun ríkisstj. gera það, sem í hennar valdi stendur til þess að þær ráðstafanir verði gerðar, sem auðvelda samninga milli vinnuveitenda og laun- þega, en á það ber þó fyrst og fremst að líta, að ætlast verður til að þessir aóilar semji sin á milli um kaup og kjör og geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að ná saman. Það er ekki ávallt hægt að ætlast til þess af hinu opinbera, að það grípi inn í samningana og raun- ar er það stefna beggja aðila, hvort heldur er launþegasam- taka eóa vinnuveitenda, að óska eftir því, að rikið gangi al- mennt séð ekki inn i kjara- samninga, þótt það hafi verið nauðsynlegt oft á tíðum, þegar sérstakir erfiðleikar hafa verið á ferðinni. Ég vil láta það koma hér fram, að öllum háttvirtum þing- mönnum er áreiðanlega ljóst og lika hv. síðasta ræðumanni, að kjarasamningar á s.l. vetri voru því miður óraunhæfir, jafnvel þótt byggt væri á þeim við- skiptakjörum, sem þá voru til staðar, jafnvel þótt byggt væri þá á því útflutningsverði, sem við fengum fyrir sjávarafurðir okkar. Nú þegar viðskiptakjör- in hafa rýrnað um meira en 30% frá þeim tima, þá liggur í augum uppi, að viðmiðunar- grundvöllurinn getur ekki ver- ið þeir kjarasamningar, sem gengið var frá með þessum hætti á s.I. vetri. Ég vil svo aðeins leiða hjá mér umræðu um launajöfnun- arbætur, upphæð þeirra eða fyrirkomulag m.a. til þess að halda það heit, sem ríkisstjórn- in hefur gefið launþegasamtök- unum og vinnuveitendasamtök- unum, að biða með framlagn- ingu þeirra tillagna og þar á meðal biða með umræður um þær, þar til aðilar sjálfir hafa fjallað um málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.