Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 Piltur og stúlka Thoroddsen hann þá almæltra tíðinda, en þeir kváðust fá vita — en er húsbóndinn heima? sagði Guðmundur. Já, hjá guði, þvi hann er dauður, sagði heimamað- ur, en ég á að heita ráðsmaður hérna, og allt, sem utanbæjar snertir, þá er það eins og þið talið við hana Ingveldi mína sjálfa, það sem þið talið við mig; annars heiti ég Árni, sem lengi var hjá honum síra Torfa, ég veit ekki, hvort þiö kannizt við það; en heitió þér ekki Bárður á Búrfelli? Jú, Bárður heiti ég. Já, ég þóttist hálfvegis þekkja yður, þó langt sé siðan ég sá yóur; ég sótti til yðar smér hérna um árið, sem þó ekki vóst, þegar heim kom. Og ekki kannast ég viö það, að þaó hafi ekki vegizt; en er maddaman heima? Mér er þökk á að fá að tala viö hana. Árni fór þá inn, og kom Ingveldur brátt fram og leiddi þá fóstra í stofu. Stofan var hús fyrir sig, og var gengið i hana vinstra megin úr bæjardyrum; hún var í þremur stafgólfum og ekki ólaglegt hús, eftir því sem gjöra er í sveitum; á þeim gaflinum, sem sneri út til bæjarhlaðsins, voru tveir glerglugg- ar, og rétt undir þeim stóð dálítið, grænleitt borð og Á teikningunni eru teiknaðir nær allir þeir hlutir sem nota þarf í skólastofunni. — En meðal þeirra eru þó fáeinir sem enginn kennari vildi hafa í sinni kennslustofu. Nú er hver hlutur númeraður og við viljum biðja þig að skrifa númerin niður á þeim hlutum sem hreint ekki eiga heima í kennslustof- unni. Svörin eru hér að neðan — á haus í bókstöfum UBf)IU So niu ‘OAJ sinn stóll hvorum megin. í fremsta stafgólfinu, næst dyrum, var gestarúmið og glitábreiða yfir; hinum megin og á móti rúminu stóð rauðlituð kista með fangamarki Ingveldar á hliðinni, sem fram sneri; það var fatakista hennar; en viö endann á þessari kistu stóð önnur kista nokkuð minni, en nýlegri; hana átti Sigríður. Ingveldur leiddi Bárð til sætis við borðið og tók aó spyrja hann tíóinda; en Guðmundur settist á kistu Sigríðar og sat þar með hattinn á hnjánum og hélt sinni hendi um hvort barðið, og datt ekki né draup af honum. Ekki leið á löngu, áður þar kom í stofuna stúlka með bjart hár, húfu á höfði og dökkvan skúf, á bláu pilsi, með röndótta vefnaðar- svuntu og í blárri peysu, nokkuð nærskorinni. Það var Sigríður Bjarnadóttir. Hún gekk hæversklega, en þó ófeimnislega inn gólfið og rétti að móður sinni kaffiketil, sem hún bar í hendinni; en gestirnir risu upp á móti henni og heilsuðu henni með kossi. Ingveldur tók við katlinum, brá svuntuhorninu neð- an undir botninn á honum, blés í stútinn og setti hann á borðið og tók að skenkja kaffið; setti fyrst fyrir Bárð og benti Sigríði að koma og færa Guðmundi, þar sem hann sat á kístunni. Sigríður bar Guðmundi kaffibollann í annarri hendi, en sykurskál í annarri. Guðmundur þrífur með annarri hendinni einhvern álitlegasta sykurmolann úr skálinni, en með hinni hendinni tekur hann um kaffibollann, en lætur Sigríði standa eftir með undirskálina, því ekki var hann svo fróður í þess háttar efnum, að hann vissi, að hún átti að fylgja bollanum, og bar Sigríður skálina brosandi aftur á borðið. Guðmundur stýfði Sagan af kóngsdóttur og svarta bola stefndu, en eftir mjög langa ferð komu þau að stórum gullskógi, þar var allt úr gulli, tré, greinar, blöð, og ekki var hann nú ljótur á að líta, skógurinn sá. Hér fór það alveg eins og í koparskóginum og silgurskóginum. Boli sagði við konungsdóttur, að hún mætti ekki snerta á neinu, því tröllkarl með 9 höfuð ætti skóginn, og væri sá risi miklu stærri og sterkari en báðir hinir til samans, og boli hélt að hann réói alls ekki við þann þursa. Nei, hún sagðist ekki skyldi koma við neitt í skóginum, ef hún mögulega gæti, en hann var nú enn þéttari en silfurskógurinn, þegar þau komu inn í hann, og eftir því sem þau komu lengra, því þéttari varð skógur- inn. Katrín konungsdóttir reyndi eins og hún mögu- lega gat, aó koma ekki við neitt. Hún beygði sig undir greinarnar, en hvernig sem það atvikaðist, þá var hún allt í einu með gullepli í hendinni. Þá var hún svo hrædd, aö hún fór að gráta og ætlaði aó kasta eplinu frá sér, en boli sagði að hún skyldi hafa ffle&lmofguftlKifflfiu Lítil löggu- saga af mœðgum Dönsk blöð hafa sagt-; frá óvenjulegu lög- reglumáli og eiga þar hlut að máli brezkar mæðgur, sem komu til Kaupmannahafnar. Móðirin er 48 ára en dóttirin 23ja. Þær voru handteknar á Grand Hótel þar í borg. Við skyndileit þar fundu lögreglumenn 60 þús. danskar krónur, sem frúin hafði falið í gervifæti sínum. Handtakan átti sér stað, vegna þess að lög- reglan fékk grun um að þær mæðgur hefðu smyglaó hassi inn í landió í ágóðaskyni. Þær hafa að áliti lög- reglunnar verið æði stórtækar á þessu sviði, því lögreglan tel- ur þær hafa verið bún- ar aðseljaum60kg af hassi er hún hafði hendur í hári þeirra. Við húsrannsókn í hót- elherberginu fundust hvorki meira né minna en 300( þús. danskar krónur. Handtaka mæðenanna hafði dá- lítinn aðdraganda. Fíknilyfjadeild lög- reglunnar var bent á að brezku mæðgurnar myndu ekki einungis til Danaveldis komnar til þess að skemmta sér. Var lögregluvörð- ur settur til að fylgjast með mæðgunum. Var það gert eftir að skyndiyfirheyrsla yfir þeim hafði ekkert leitt í ljós. Næsta morgun tóku lögreglumenn sem auga höfðu á glugganum þeirra í hótelinu, eftir þvi, að lykli var fleygt út um gluggann. Það var bíl- lykill. Eftir nokkra eft- irgrennslan fundu lög- reglumennirnir bílinn eigi langt frá. Bíllinn var frá Hollandi. Hann var fluttur niður á lög- reglustöð og við leit þar kom í ljós að tvö- falt þak var á honum og milli laga fundust hassleifar. Hægt var að reikna út að 60 kíló af hassi gátu rúmast þarna. Mæðgurnar voru umsvifalaust færðar til yfirheyrslu. Þær neituðu öllum sakar- giftum, en voru úr- skurðaðar í 7 sólar- hringa varðhald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.