Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 18

Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm Auglýsingar Enginn þarf að fara i grafgötur um, að kjarasamningarnir eru á mjög viókvæmu stigi um þessar mundir. Niðurstaða þessara samninga mun ráða miklu um þróun efna- hagsmálanna, og hún getur ráðió úrslitum um árangur þeirra efnahagsráðstafana, sem gerðar hafa verið og eru í bígerð. Hér þarf að ná því tvíþætta markmiði aó styrkja stöðu þeirra, sem við erfiðust kjör búa, og gæta þess jafnframt að íþyngja ekki atvinnuveg- unum svo, að það leiði til samdráttar og tefli at- vinnuöryggi í tvísýnu. Kjarasamningar hafa sjaldan farið fram við jafn erfiðar aóstæður: Atvinnu- vegirnir eiga við mikla rekstrarerfiðleika að etja, kaupmáttur hefur rýrnað og ljóst er að gera verður allt sem unnt er til að hafa hemil á þenslunni í þjóð- félaginu. Ekki verður annað sagt en allir þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli hafi sýnt verulegan skilning á þeim erfiðu aðstæöum, sem taka verður mið af vió endur- nýjun kjarasamninga nú. Vinnuveitendur hafa þegar boðið hækkun launa- jöfnunarbóta, sem nemur allt að 10% á lægstu laun. Ríkisstjórnin hefur heitið skattalækkunum, sem meta má til allt að 7% kauphækkunar fyrir þá, sem hafa lægst laun. Al- þýðusambandið hefur þar á móti lýst yfir því, að það muni meta skattalækkanir og aðrar hliðaraðgerðir til jafns vð beina kaup- hækkun, og það hefur lagt megináherslu á að bæta kjör láglaunafólksins. Öllum aðilum er mæta vel ljóst, að það hefur enga þýðingu að semja nú á pappírnum um kaup- hækkanir, sem atvinnuveg- irnir rísa ekki undir eins og sakir standa. Þeir óraunhæfu verðbólgu- samningar, sem gerðir voru í febrúar 1974, hljóta að verða mönnum víti til varnaðar í þessum efnum, bæði launþegum og at- vinnurekendum. Þegar undirbúningur að þeim samningum var á frumstigi benti Björn Jónsson, for- seti Alþýðusambandsins á í viðtali við Morgunblaðið að vinnutímastyttingin hefði verið atvinnuvegunum dýr, grunnkaupshækkanir hefðu orðið miklar á sama tíma og aukning þjóðar- tekna varð ekki eins mikil og búist hafði verið við og viðskiptakjör hefðu versnað. Heildar niður- staðan væri því sú, að ekki væri unnt að eygja grund- völl fyrir verulegum al- mennum kauphækkunum. Þetta var vissulega rétt mat, enda hefur það nú komið á daginn, að þessir samningar hafa átt veru- legan þátt i að magna þá erfióleika, sem við höfum glímt við. Nú hefur Al- þýðusambandið sett sér það mark að vinna upp þá rýrnun, sem orðið hefur á kaupmætti mióað vió þessa pappírssamninga. I sjálfu sér er þetta ekki óeðlilegt markmið, ef menn hafa vit á því að láta það haldast í hendur við batnandi af- komu þjóðarbúsins í heild. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á mjög eftir- tektarverðri yfirlýsingu Björns Jónssonar í Morg- unblaðinu í gær. Þar segir hann, að Alþýðusambandið líti svo á, að krafan um að fá þessa kjaraskerðingu bætta í einum áfanga sé ekki raunhæf, og það væri varasamur hagnaður af því aö knýja hana fram, þó að þess væri kostur. Björn Jónsson segir umbúðalaust. að það myndi hafa vafasöm áhrif á allt efnahagskerfið, og verkalýðshreyfingin myndi þvi hugsa sig tvisvar um, þótt svo ólík- lega vildi til, að allur pakkinn yrði boðinn. Þessi athyglisveröa yfir- lýsing er í fyllsta samræmi við ályktun kjaramálaráð- stefnu Alþýðusambands- ins, þar sem rætt er um að ná þessum kjörum fram í áföngum. Vitaskuld verður það hægt um leið og verð- mætasköpunin í þjóðfélag- inu leyfir. Forystumenn hagsmunasamtaka eru alla jafnan sakaðir um þröng- sýni og kröfuhörku, án til- lits til annarra aðstæðna en þeirra eigin hagsmuna. Þessi yfirlýsing forseta Al- þýðusambandsins sýnir á hinn bóginn, að nú er fyrir hendi skilningur á þeim erfiðu aðstæðum, sem þjóðin í heild stendur frammi fyrir. Að vísu hljóta menn að bera ugg i brjósti vegna verkfallshót- ana, en þessi jákvæðu við- horf verða ekki skilin á annan veg en þann, að möguleikar á samkomulagi séu fyrir hendi. Almennar kauphækkan- ir, sem samið er um á sama tíma og þjóðarframleiðsla dregst saman og viðskipta- kjör versna, geta ekki leitt til kjarabóta. Slíkar kaup- hækkanir koma raunar verst niður á láglaunafólk- inu. Við höfum gert of mikið af kjarasamningum, sem hafa verið þessu marki brenndir. Ef litið er á tíma- bilió frá 1963 til 1973 kemur í ljós, að árslaun iðnlærðs verkamanns hafa hækkað um 472%, og heildarlaunakostnaður vegna sama manns hefur á þessu tímabili hækkað um 521%. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- hækkana, kemur á hinn bóginn i Ijós, að ráðstöfun- artekjur sama manns hafa aðeins hækkað í raun um 39%. Það væri öllum aðilum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og launþeg- um, ef unnt reyndist að draga úr því stóra bili, sem þarna er á milli. Það er að slíkum stað- reyndum, sem við verðum að hyggja um þessar mundir, ef við ætlum ekki að kalla yfir okkur nýja dýrtíðarholskeflu. Oraunhæft að bæta kjara- skerðinguna í einum áfanga r í VELKOMENDAMINNI við móttöku innlendra og erlendra fulltrúa rithöfundaþirgs á Bessastöðum i fyrrasumar braut forsetinn uppá gamni og greindi gestum frá gíróseðli sem honum bærist árlega í þósti. Gíró þetta væri svo sér- legs eðlis að hann vissi ekki hvernig bæri að flokka það í bókhaldi sínu og geymdi hann það því á alveg sérstökum stað í hirslum sínum. (Trúlega vegna þess að í bókhaldi er ekki að finna dálk fyrir grín). Minnti hann að þetta merkilega gíró hefði numið níu hundruð krón- um siðast þegar það barst hon- um. Það væri ársgreiðsla fyrir afnot þjóðarinnar að bókum hans í almenningssöfnum landsins. Frjálslegur embættis- maður, Kristján, og blessunar- lega óformlegur. Var mikið hlegið. Það var dimmur hlátur. Ég vona bara að enginn við- staddra ianda hafi snarað grín- inu á mál erlendu gestanna. Þeir hefðu tafarlaust dregið af því aðra tveggja ályktana, að stjórnmálamenn, hér væru fjandsamlegir bókmenntum, að maður ekki segi skrælingjar — ellegar viðstaddir innbúar arm- ir menn, nema hvorutveggja væri; hvorugt góð landkynning. Þessi stund á Bessastöðum rifjaðist upp fyrir mér nú fyrir skömmu þegar mér barst úr annarlegri veröld þetta árlega giró sem ekki er hægt aó flokka í bókhaldi nema þá sérprent- uðu með dálki aukalega fyrir grátt gaman. Sendandi Rithöf- undasjóður Islands og undirrit- að Elín, að upphæð, segi og skrifa, krónur átján hundruð og tólf. Arsgjaldið fyrir útlán að vild á þó nokkrum bókum nemur þannig ekki einum dag- launum, ekki einu sinni bænda, heldur tveim eyktum tæpum. Menn geta svo ef þeir vilja^ dundað sér við að reikna hve mörgum mínútum upp- hæóin nemur í starfstíma þing- manna. Með téðri upphæð hafa bókasöfn landsins greitt aó sínu leyti ofanrituöum laun fyrir það herrans ár 1974, stóraf- mælisár þjóðarinnar, þeirrar þjóöar sem þakkar tilveru sína sem slíkrar bókmenntum sín- um gegnum aldirnar og vak- andi áhuga hvers mannsbárns á þeim fyrrmeir. Prentsvertu er svo í hóf stillt á gíróinu, svona til að hefja grínið í æðra veldi, að hæpið er að ljósrita seðilinn til prentunar. Annars hefói landsmönnum gefist kostur á að berja augum þennan merki- lega vitnisburð um rausn lýð- veldisins í garð bókmennta sinna eftir þrjátíu og fimm velti- og eyðsluár i þeim mæli að útlendingar telja þjóðina tæpast með öllum mjalla. Mér kemur í hug gamall kunningi minn, jafnvígur að afla og eyða. Þegar hann hafði ausið fé á báðar hendur um hrið og móðurinn rann af hon- um sniðgekk hann fiskhöllina, ríkur maðurinn og snapaði þá ýsu niður á bryggjum og hamp- aði óspart þeirri siðfræði sem fælist í því að éta ýsu og ekkert nema ýsu, albesta fisk í sjó — á spottprís. Ýsan var ranghverfa eyðslunnar, balsam á sektarvit- undina. Hann var þá búinn að margétayfir sig af steikinni. Ýsa þings og stjórnar er bók- menntirnar. A einhverju sviði verða menn að sýna siðferðis- þroska, aðhald, sparsemi. Rit- höfundar urðu fyrir valinu á Islandi. Eitthvað verður það að heita. Herir fussa við gasi og sýklum, beiting slíks er siðlaus, mönnum ósamboðin, en sann- leikurinn er sá, að hvoru- tveggja er svo tvíbent, að báðir stríðsaðilar eru jafnhræddir við það. En eitthvað verður það að heita, á einhverju verður að næra siðferðisþrekið. Hverri þjóð, hvort heldur hún er stórþjóð eða kotríki, er brýn þörf á ýmissi menningar- iðju, leikhúsum, sinfóníuhljóm- sveit, útvarpi og sjónvarpi, skólum; bókum. Þaö vita allir. Aógangur aó leiksýningum er seldur, leikarar hafa laun svo sem vera ber, allir starfskraftar fá sitt, leikhúsið gefur ekkert, það selur — og þiggur árlega í ábæti hundrað og tuttugu mill- jónir af almannafé, það borgar þú og ég, og hvorugur kvartar. Ef við reiknum mannárið á milljón, þá fær leikhúsið 120 mannár að gjöf. Aðgangur að hljómleikum sinfóníuhljómsveitarinnar er seldur, ekkert er gefið, allir fá sitt, einnig fyrir æfingar, og þykir engum mikið. Og af al- mannafé, mínu og þínu, fær hljómsveitin árlega 50 milljón- ir. 50 mannár. Það er í lagi. Aðgangur að útvarpi og sjón- varpi er seldur, allir fá sitt, ekkert er gefið. Hvorugt þarf styrk, sjónvárp eða útvarp. Af- notagjöld eru einfaldlega hækkuð eftir þörfum. Það er í lagi. Aógangur að kvikmyndahús- um er seldur, allir fá sitt, höf- undur handrits, filmari, fram- leiðandi, bíóið. Nú er bók fjölmiðill ekki siðri útvarpi, leikhúsi og bíói. Hún er heimabíó, handhægastur allra fjölmiðla, til reiðu þegar það hentar þér að meðtaka efni hennar, ætíð hávaðalaus, úr 9 þröngvar^ér aldrei inni vitund þína. Hinir fjölmiðlarnir eru harðstjórar í eðli sínu, þar gild- ir reglan: sásemekkivill þegar hann fær, hann fær ekki þegar hann vill. Og menn láta tilleið- ast að horfa eða hlusta heldur en að missa af efninu — og veróur oft bumbult af. Og þá erum við komin að undantekn- ingunni: Bókinni. Bókasöfnun- um. Allir fá sitt — nema þeir sem settu saman hugverkið, bækurnar, sem allt snýst um, og umstangið má kosta hvað sem kosta vill. Borgarsjóður reiðir fé af hendi, bæir, sveitar- félög, ríkið; borgar öllum nema höfundunum. Aðgangur að bókunum er gefinn. Ríkið hefur gefið hann — með lagasetningu. Og það er svo sem eftir öðru að það eina sem ríkið og þingið gefur, þvi hefur það stolið fyrst. Stolið því af íslenskum rithöfundum og bókaútgefendum, stolið öllu heila klabbinu með þeim aug- ljósu afleiðingum að bókmennt- irnar i landinu eru að drabbast niður og bókaútgáfan kominn langleiðina á hausinn. Rikið gefur ekki leikhússmiða, ekki afnot af útvarpi eða sjónvarpi, ekki frímiða á hljómleika. Sá maður yrði talinn klepptækur sem hefði uppi slikar kröfur. En einhverntíma í fyrndinni, guð má vita hvenær, komst sú meinloka inn í þingið að það einu annað o eftir JÓHANNES HELGA væri lífsnauðsynlegt að ókeypis aðgangur væri að bókum — og í þingmönnum situr meinlokan enn — föst — freðin — lokuð og læst í stáli. Ég geri ráð fyrir að fyrirbær- ið sé þannig til komið að þjóðin hafi í eina tíð átt svo fárra kosta völ sér til afþreyingar fyrir fátæktar sakir að brugðið hafi verið á þetta ráð með ókeypis aðgang að bókum til að hamla gegn drykkjuskap sem tómstundagamni. Forsendan er brostin fyrir langalöngu. Þjóðin á of margra kosta völ, ef eitthvað er. Og hún drekkur. Fyrir nokkrum árum var slett I rithöfundasamtökin einni milljón fyrir öll bókaút- lán á landinu til skiptanna handa hundrað og fimmtíu höf- undum á lifi og erfingjum höfundaréttar allra hinna sem dauðir eru frá upphafi Islands- byggðar. Eitt mannár. Bókaút- gefendur sem eru vitaskuld meðhöfundar bóka fengu ekkert i sinn hlut. Stétt sem látið hefur þrýsta sér svo djúpt, hún semur sig ekki uppúr feninu, þaðan kemst hún ekki nema meó brambolti. Þingið sefur. Það mun ekki vakna, ekki einu sinni rumska, Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.