Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 15
Hjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi Good Year sumardekk
á mjög hagstæðu verði í eftirtöldum stærðui
kr.
5,723
5,848
7,174
560X13
590X14
560X15
kr.
3,206
3,515
3,300
735X14
F78X15
H78X15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975
Langlánamál verzlunarinnar í óviðunandi ástandi
Lækkun verzlunar-
álagningar mótmælt
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupmanna var haldinn að
Hótel Sögu, laugardaginn 1. marz
sl., og var fundurinn fjölsóttur.
Formaður var kjörinn Jón
Magnússon, forstjóri Johan Rönn-
ing h.f., en Arni Gestsson, frá-
farandi formaður félagsins hefur
verið formaður undanfarin tvö
kjörtfmabil, en samkvæmt lögum
félagsins má ekki kjósa formann
A fundinum var haldin sérstök
umræða um vöruflutninga til Is-
lands og á íslandi og flutti Tómas
Sveinsson viðskiptafræðingur
yfirlitserindi um þetta efni, auk
þess ræddu þeir Öttar Möller, örn
O. Johnson, Isleifur Runólfsson
og Guðjón Teitsson um samskipti
flutningafyrirtækja sinna við
heildverzlunina. Að öðru leyti
fóru fram venjuleg aðalfundar-
störf á fundinum.
Fundarstjórar voru kjörnir
Hilmar Fenger og Björgvin
Schram, fundarritari Jónas Þór
Steinarsson viðskiptafræðingur,
skrifstofustjóri félagsins.
Arni Gestsson formaður, flutti
ítarlega skýrslu stjórnarinnar um
störf félagsins á síðastliðnu ári.
Júlíus S. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, sagði frá
starfsemi skrifstofu þess og ræddi
nokkuð samstarf innan verzlunar-
innar og samstarf út á við við
aðrar atvinnugreinar, s.s. iðnað
og landbúnað og við aðrar félags-
hreyfingar, eins og samvinnu-
hreyfinguna og launþegahreyf-
inguna.
Kristján Þorvaldsson, varafor-
maður félagsins, gerði grein fyrir
reikningum þess.
Jón Jóhannesson flutti skýrslu
um starfsemi Llfeyrissjóðs verzl-
unarmanna.
Endurskoðendur voru kjörnir
þeir Andrés Guðnason og Hilmar
Fenger, til vara Otto A. Michel-
sen.
I fastanefndir félagsins voru
kjörnir:
Hagrannsóknar- og hagræð-
ingarnefnd: Ásgeir Gunnarsson,
Jón Vignir Karlsson, Ólafur Kr.
Sigurðsson og Magnús Jónsson.
Skatta- og tollanefnd: Jón
Guðbjartsson, Hilmar Fenger,
Ludvig Siemsen og Lýður Björns-
son.
Skuldaskilanefnd: Gunnar
Eggertsson, Einar Kristinsson,
Ólafur Guðnason og Þórhallur
Þorláksson.
Utbreiðslu- og fræðslunefnd:
Haraldur Haraldsson, Sturla
Eiríksson, Ragnar Gunnarsson og
Birgir Rafn Jónsson.
Utflutningsnefnd: Margeir
Sigurjónsson, Ólafur H. Ólafsson,
Hörður G. Albertsson og Þórodd-
ur E. Jónsson.
Á fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir um málefni
verzlunarinnar. Fara þær hér á
eftir:
1. LANSFJARMAL
Aðalfundur F.I.S. 1975 telur
óviðunandi ástand ríkja í lang-
lánamálum verzlunarinnar, þar
sem hún á nær engan aðgang að
langtímalánum miðað við aðra at-
vinnuvegi landsmanna. Stendur
þetta allri þróun i fslenzkri verzl-
un fyrir þrifum og stuðlar að því
að nýjungar eru ekki hagnýttar
sem skyldi.
Aðalfundurinn lýsir yfir fullum
stuðningi við hugmyndir um
stofnun langlánasjóðs fyrir verzl-
unina, sem hafi fastan tekjustofn,
i formi gjalds, sem innheimtist af
verzluninni i landinu. Fundurinn
skorar á ríkisstjórnina að beita
sér fyrir lagasetningu um málið á
því Alþingi sem nú situr.
2. VERÐLAGSMAL
Aðalfundur F.I.S. 1975 mót-
mælir harðlega þeim aðferðum
stjórnvalda að banna að selja
vörubirgðir innfluttra var á end-
urkaupsverði. Vörubirgðir inn-
fluttra vara eru hluti af gjald-
eyrisvarasjóðnum og jafngildir
bann þetta þvi að menn séu skyld-
aðir að selja gjaldeyri á gamla
verðinu. Bannið stuðlar að vöru-
hamstri og veldur fjárstreymi úr
bönkum og þar með truflunum á
bankaviðskiptum.
Aðalfundurinn mótmælir lækk-
un álagningarprósentu í kjölfar
síðustu gengisfellingar og krefst
þess að álagningarprósentan
verði hið fyrsta hækkuð i það,
sem hún var fyrir siðustu gengis-
fellingu.
3. SAMSTARFSMÁL
Aðalfundur F.I.S. 1975 hvetur
til eflingar samstarfs innan verzl-
unarinnar og væntir þess að fram-
hald verði á þessu samstarfi, ekki
sízt með tilliti t:l útbreiðslu- og
hagræðingarmála.
Fundurinn samþykkir aðild F.I.
S. að Húsi verzlunarinnar í sam-
ræmi við samþykktir og stofn-
samning húsfélagsins og hvetur
fundurinn til þess að frekara und-
irbúningsstarf vegna byggingar
Húss verzlunarinnar verði
hraðað, svo sem kostur er á.
4. AÐILD MEÐLIMA
F.l.S. AÐ V.I.
Aðalfundur F.I.S. 1975 lýsir
yfir ánægju sinni með þær breyt-
ingar á lögum Verzlunarráðs Is-
lands sem aðalfundur þess af-
greiddi hinn 30. janúar sl. og
telur þær verulegt spor í þá átt að
efla Verzlunarráðið og tryggja
hag þess i framtiðinni.
Jafnframt samþykkir fundur-
inn að stefna beri að því að félags-
menn F.I.S. gerist meðlimir sem
heild að Verzlunarráðinu með
Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi 172, simi 21245.
Jón Magnússon, nýkjörinn for-
maður Félags Islenzkra stórkaup-
manna.
oftar en tvö kjörtimabil I röð. Á
fundinum var honum þakkað fyr-
ir framúrskarandi störf í þágu
félagsins á undanförnum árum.
Meðstjórnendur voru kjörnir þeir
Jóhann J. Ólafsson, Gunnar
Kvaran, Ágúst Ármann og Arni J.
Fannberg, en fyrir I stjórn voru
þeir Ólafur Kjartansson og Rafn
Johnson. Kristján Þorvaldsson
gekk úr stjórn félagsins og gaf
ekki kost á sér til endurkjörs og
voru honum þökkuð prýðileg
störf I þágu félagsins.
I upphafi aðalfundar minntist
Arni Gestsson látinna félags-
manna, þeirra Friðriks A. Jóns-
sonar og Björns Ólafssonar. Risu
fundarmenn úr sætum og vottuðu
hinum látnu virðingu sina.
Frá
aðalfundi
Félags
fslenzkra
stórkaupmanna.
milligöngu félagsins og felur
stjórn þess að hefja viðræður við
stjórn V. 1. um aðildarkjör o.fl.
þar að lútandi.
5. GREIÐSLUFRESTUR
A AÐFLUTNINGSGJÖLDUM
Aðalfundur F.I.S. 1975 skorar
á fjármálaráðherra að heimila að
veittur verði greiðslufrestur á
tollum innfluttra vara. Fundur-
inn vekur athygli á þeirri
staðreynd, að ef greiðslufrestur
yrði veittur á tollum, yrði hægt að
flytja vörur beint frá skipshlið til
vöruhúsa innflytjenda og heild-
sala. Við þetta skapast margvisleg
hagræðing, s.s. vinnusparnaður,
aðflutningsgjöld innheimtast
reglulegar og komið yrði i veg
fyrir vörurýrnun. Auk þess yrði
miklu álagi létt af vörugeymslum
skipafélaganna.
6. GJALDEYRISMÁL
Aðalfundur F.l.S. 1975 telur að
gjaldeyrisviðskipti séu sjálfsögð
og eðlileg starfsemi allra banka
og bankaútibúa á landinu. Fund-
urinn álítur að stjórnvöldum beri
að veita öllum, sem hafa leyfi til
að reka bankastarfsemi, full
gjaldeyrisréttindi.
7. AÐILD KJARARÁÐS AÐ
VINNUVEITENDA-
SAMBANDINU
Aðalfundur F.I.S. 1975 lýsir
yfir fullum stuðningi við þær
samningsviðræður, sem farið
hafa fram milli Vinnuveitenda-
sambands Islands og Kjararáðs
Framhald á bls. 20