Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975
23
UMHORF
Umsjón: Jén Ormur Halldórsson
Jón Magnússon
Sigurður Sigurjónsson
Hvereru heiztu vandamál, sem
við er að etja í húsnœðismálum?
ÞAÐ er eitt svar öllum öðrum
fremur, sem gildir, þegar spurt
er um vandkvæði í húsnæðis-
og byggingarmálum hér á
landi: Fjármagnið er ranglega
notað og því illa notað. Orsökin
er misheppnað „kerfi“ í fram-
kvæmd, eða á ég að koma befnt
framan að efninu: Blind stjórn-
un. Og ég dreg sökudólgana
ekki í pólitíska dilka, þeir hafa
á þessu ferðalagi allir lent í
sömu vilpunni.
Hvaða rök legg ég til grund-
vallar?
Á árinu 1974 var áætlað, að
fjárfesting í íbúðarhúsnæði hér
á landi næmi 10 milljörðum
króna, en það ár var öll fjár-
munamyndun í þjóðfélaginu
áætl. 43 miiljarðar — þetta var
því næstum fjórðungurinn.
Á sama ári og raunar fyrr,
sannaði eitt byggingarfyrir-
tæki, Breiðholt hf., að hægt er
að byggja ibúðarhúsnæði hér-
lendis á 25—40% lægra verói
en gerist og gengur, eða þetta
miklu ódýrar en byggingarvisi-
tala Hagstofunnar segir til um.
Þetta eru engir smámunir. Sé
gróft reiknað með 10 milljarð-
ana í huga, þýddi þetta annað
hvort 2500—4000 milljóna
sparnað eða samsvarandi við-
bótarhúsnæði. Nei, þetta eru
engir smámunir, þótt af tölun-
um kynni að slipast ögn við mat
á smærri liðum. Þetta gat
Breiðholt hf. af því, að það er
eina íslenska byggingarfyrir-
tækið, sem fengið hefur tæki-
færi til að framleiða ibúðarhús-
næði við sæmilegar aóstæður,
eftir þvi, sem um er að ræða i
rekstri hér. Vegna þess, að
þetta fyrirtæki varð á sinum
tima og síðan hlutskarpast i
samkeppni um byggingarfram-
kvæmdir, sem fengu eðlilega
lóða- og fjármagnsfyrir-
greiðslu, aðeins eðlilega. Þar
með var hægt að koma við
nútíma tækni, og framleiðslu
og rannsóknum. Þetta var sem
sé allur galdurinn.
Það er staðreynd að opinber
forysta og reglur þar að lút-
andi, hafa í framkvæmd haldið
niðri framþróun í byggingar-
iónaði — á öllum stigum, hvar
sem gripið er á, nema i þessu
eina tilviki, sem nefnt var. Ég
nenni ekki að rekja það allt:
Sýndarmennsku í rannsóknum
— eða alls engar rannsóknir á
flestum sviðum, af þvi að rann-
sóknarstofnanir eru sveltar
eins og ógæfusamir niðursetn-
ingar á fyrri öldum, fáránlega
* ráóstöfun lánsfjár úr opinber-
um sjóðum, sem miðast við
handverk líkast og tiðkað var
fyrir iðnbyltinguna, sambands-
leysi milli fjármögnunaraðila,
úrelta iðnmenntun o.fl. o.fl.
Nei.
Þetta eru stór órð, það veit ég
mætavel.En þvi miður er allt of
mikill sannleikur í þeim fólg-
inn. Og þeir eiga þau, þessir
„fyrir ofan“. Spurningin er sú,
hvort þeir kunna að taka þeim
af manndómi og sjá villu sins
vegar, breyta eftir því og bæta
um svo máli skipti. Löggjöf
þeirra sem slik er hreint ekki
sem verst, en framkvæmdin er
Skúli Sigurðsson.
út í bláinn, þegar miðað er við
aðstæður allar. Þar liggur
hundurinn grafinn.
Undantekningin sannar regl-
una. Breiðholt hf. hefur sannað
þessi orð mín áður en þau eru
sögð. Ekki af því að það fyrir-
tæki beri af öllum öðrum, að
þvi ólöstuðu, heldur af því, að
það fékk, nánast fyrir tilviljun,
tækifæri til að starfa utan við
„kerfið" og sannaði um leið að
þróaður iðnaður í íbúðarhúsa-
byggingum á erindi á Islandi
sem annars staðar.
Skúli Sigurðsson svarar:
Þau vandamál, sem ég tel að
fyrst og fremst sé við að etja i
húsnæðismálum eru tvíþætt:
1. Fjárskortur Byggingar-
sjóðs rikisins.
2. Ibúðarlánakerfi, sem þegar
hefur gengið sér til húðar.
Byggingarsjóóur ríkisins hef-
ur það meginhlutverk að veita
almenn lán til ibúðarbygginga.
Þessi sjóður er all öflugur, og
er gert ráð fyrir að hann hafi til
ráðstöfunar á þessu ári um 3
milljarða króna. En á þessum
sjóði hvíla einnig miklar skyld-
ur, og er ljóst að það fé sem
sjóðurinn hefur til umráða á
þessu ári hrekkur hvergi nærri
til. A undanförnum árum hafa
stöóugt verið lagðar nýjar
skyldur á sjóðinn, en hins vegar
hefur minna verið hugsað til
þess, að gera sjóðnum fjárhags-
lega kleift að rækja þessar
skyldur. I þessu sambandi er
skemmst að minnast laganna
um byggingu 1000 leiguíbúða á
vegum sveitarfélaga, utan
Reykjavíkur. Við könnun, sem
fram fór á þörfinni fyrir íbúðir
af þessu tagi, og áhuga sveitar-
félaga á byggingu íbúða þess-
ara, kom í ljós mikill áhugi fyr-
ir þeim og töldu sveitarstjórn-
armenn vera mikla þörf fyrir
þær. Framkvæmdir eru þegar
hafnar eða um það bil að hefj-
ast viða úti um land. En eitt
atriði varðandi þessa þörfu
framkvæmd hefur ekki verið
undirbúið sem skyldi, og það er
fjárhagshlið málsins. Að vísu
var með lögum aukið 1% af
launaskatti við tekjur Bygging-
arsjóðs, en þess er ekki gætt að
fjárhagur sjóðsins var mjög
slæmur fyrir. Er enn ekki vitað
á hvern hátt Byggingarsjóði
ríkisins verður gert kleift að
veita lán, sem svarar til 80%
byggingarkostnaðar þessara
íbúða, til viðbótar allri annarri
lánafyrirgreiðsiu, sem sjóður-
inn hefur veitt undanfarin ár,
auk þeirrar hækkunar lána,
sem nauðsynleg er vegna hinn-
ar miklu hækkunar sem orðið
hefur á visitölu byggingar-
kostnaðar á undanförnum ár-
um. Þessi fjárhagsvandi er ekki
talinn i tugum milljóna heldur í
hundruðum milljóna.
Sá mikli fjárhagsvandi, sem
hér að framan hefur lítillega
verið greint frá, hlýtur að vekja
menn til umhugsunar um það,
hvort ekki kunni að vera eitt-
hvað athugavert við það, hvern-
ig staðið er að breytingum á
húsnæðislöggjöfinni, svo og
hvort ekki sé eitthvað athuga-
vert við sjálft húsnæðislána-
kerfið.
Stundum hefur verið sagt, að
úrbætur í húsnæðismálum séu
raunhæfasta kjarabótin, sem
völ sé á, og er það hverju orði
sannara. Þess vegna skýtur það
dálítið skökku við, að ekki skuli
með skipulegum vinnubrögðum
reynt að tryggja það, að gerðar
verði raunverulegar úrbætur í
húsnæðismálum, sem verulega
muni um. Bygging hinna 1000
leiguíbúða á vegum sveitarfé-
laga er vafalaust mikið fram-
faraspor og veruleg kjarabót
fyrir þá, sem þeirra munu
njóta. Lögin um byggingu
verkamannabústaða var og
stórt spor í framfaraátt, ekki
hvað sist eftir þá breytingu,
sem á þeim var gerð árið 1970.
En hver er ávinningurinn ef í
ljós kemur, að bygging hinna
1000 leiguíbúða dregur allt að
þvi samsvarandi úr byggingu
verkamannabústaða? Hver er
ávinningurinn ef í ljós kemur,
að vegna byggingar hinna 1000
leiguíbúða reynist nauðsynlegt
að draga mjög verulega úr veit-
ingum almennra lána, svo-
nefndra húsnæðismálastjórnar-
lána?
I þessu sambandi má og
benda á það, að þessar íbúðir
sem byggðar verða á vegum
sveitarfélaga, eiga að vera
leiguibúðir, ekki almennar
söluibúðir. Nýlega hafa komið
fram kröfur frá sveitarfélögun-
— SKORAÐ er á rikisstjórnina
aó stofna nú þegar til úttektar á
byggingar- og húsnæðismálum
þjóðarinnar og í framhaldi af
því að móta langtíma-defnu og
hrinda i framkvæmd stórfelld-
um, skipulegum úrbótum á
þessu sviði.
— Aðgerðir þessar taki i
heild til tæknilegra og félags-
legra þátta, fjármögnunar og
Herbert Guðmundsson.
um að heimilt verði að selja
þessar ibúðir þegar eftir að
þeim verður lokið. Slik krafa er
vissulega skiljanleg, þar sem
Ijóst er að leiga fyrir þessar
íbúóir, sem standa ætti undir
öllum kostnaði, yrði mjög há.
Sveitarfélög yrðu óhjákvæmi-
lega að greiða sjálf verulegan
hluta kostnaðarins, með svipuð-
um hætti og Reykjavíkurborg
hefur gert. Er líklegt að fá-
menn sveitarfélög hafi fjár-
hagslegt bolmagn til þess að
greiða tugi eða hundruð þús-
unda króna á mánuði með þess-
um íbúðum? Má ekki búast við
því að sveitarfélög leggi
áherzlu á að ibúðir þessar verði
seldar mjög fljótt eftir að þær
eru fullgerðar? Ekki er grun-
laust um, að slíkar hugmyndir
liggi að baki áætlana margra
sveitarfélaga um byggingu
þessara íbúða og séu jafnvel
forsenda þeirra. Sýnist þvi ekki
vera nema um tvo kosti að
velja. Annars vegar að gera
sveitarfélögum ljóst nú þegar,
að sala íbúðanna verði ekki
leyfð, nema skv. ákvæðum gild-
andi reglugeróar í þessu efni,
eða hinsvegar að ganga hreint
til verks og viðurkenna þessa
forsendu fyrir byggingu íbúð-
anna.
Allt þetta mál ætti að sýna
mönnum fram á, hve handa-
hófskennd vinnubrögð eru var-
hugaverð þegar um er að ræða
tengsla við önnur svið þjóðfé-
lagsmála.
— A grundvelli itarlegrar út-
tektar verði samin 10 ára áætl-
un um opinberar aðgerðir í
byggingar- og húsnæóismálum,
þar sem m.a. verði stefnt að
jafnvægi framboðs íbúðarhús-
næðis og eftirspurnar innan
2—3 ára og verulegri beinni
lækkun byggingar- og húsnæð-
iskostnaðar.
breytingar á húsnæðislöggjöf-
inni.
Það er vissulega skiljanle'gt,
þegar launþegasamtök setja
fram kröfur um úrbætur í tais-
næðismálum, jafnhliða kröfum
um bætt launakjör. A undan-
förnum árum hafa margar sUk-
ar kröfur komið fram og að
þeim verið gengið. Forsenda
þess, að slík kröfugerð beri ár-
angur er að hún byggist á fast-
mótaóri húsnæðismálastefnu.
Slíkri stefnu hefur ekki verið
til að dreifa á undanförnum
árum. Stjórnvöld hafa ekki til
þessa haft kjark til þess, að
taka húsnæðismálin fyrir sem
heild til endurskipulagningar.
Þær úrbætur, sem gerar hafa
verið hafa verið einangraðar
við tiltekin svið, sbr. áður-
nefnda framkvæmd um bygg-
ingu leiguibúða. Frá fyrri tíma
má nefna byggingu FB-íbúða i
Reykjavík. Nýlega hafa komið
fram hugmyndir um stofnun
sérstakra útibúa Húsnæðis-
málastofnunarinnar úti um
land, stofnunin verði skylduð
til þess að kaupa íbúðir í byggð-
um, þar sem ekki er unnt að
selja íbúðir við sannvirði og
fleira mátti nefna í þessum dúr.
Þessar hugmyndir eru vafa-
laust góðra gjalda verðar, en
þær varða aðeins einangruð
vandamál, en koma hvergi
nærri kjarna vandans, sem er
húsnæðislánakerfið sem slikt.
Það heyrast aldrei hugmyndir
t.d. um að veita mismunandi há
lán til hinna ýmsu ibúðastærða,
að gera beri áætlun um stig-
hækkun lána þar til þau hafa
náð ákveðnu hlutfalli bygging-
arkostnaðar, að kannað verði,
hvort unnt sé að tengja saman
lánakerfi banka og slíkra lána-
stofnana annars vegar og hús-
næðislánakerfið hins vegar, og
reyna með þeim hætti að nýta
betur þao fjármagn, sem hér er
árlega varið með það fyrir aug-
um að hér verði komið á hús-
næðislánakerfi sem svarar þeim
kröfum, sem gerðar eru í dag.
Það er alls ekki eins fráleitt og
hingað til hefur verið talið, að
eitthvað sé unnt að læra af
frændþjóóum okkar i þessum
efnum. Hver veit nema þær
hafi gert eitthvaó i húsnæðis-
málum á undanförnum árum og
áratugum, sem Islendingar
hefðu gott af að kynnast nánar.
— Við úttekt og áætlunar-
gerð verði efnt til viðtæks sam-
starfs hlutaðeigandi innan-
lands og erlend reynsla og sér-
fræðikunnátta nýtt svo sem
kostur er á ýmsum vettvangi
fjölþjóðasamstarfs, sem Islend-
ingar eiga þátt í.
— A sama tima verði gerðar
bráðabirgðaúrbætur til þess að
tryggja að ekki komi til veru-
legs samdráttar i byggingar og
húsnæðismálum uns framtiðar-
stefna og framkvæmd ná fram
að ganga.
— Jafnframt framansögðu er
vakin athygli á nauðsyn þess að
sambærilegar aðgerðir i tengd-
um opinberum þjónustugrein-
um nái jafnhliða fram að
ganga.
Askorun frá ungum
sjálfstæðismönnum