Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 N.O.M.U S. NORDJAZZ JAZZ Hljómleikar haldnir í Tjarnabúð í kvöld frá kl. 9- NORDJAZZ kvintettinn skipa: Pekka Pöyry, alto sax, flauta Ole Kock Hansen, píanó Nils P. Noren, gitar Kjell Jansson, bassa Pétur Östlund, trommur. Reiðskóli tekur til starfa n.k. mánudag Innritun næstu daga á skrifstofu félagsins milli kl. 14 og 17, simi 30178. Kennari verður Guðrún Fjeldsted. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Hestamannafélagið Fákur, Kínversk 6 manna matar- og kaffistell Á KR. 1050.- SKEIFUNN1151ISIMI 86566 VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Galtafelli Laufásvegi 46 á laugardögum frá kl. 14—16. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 8. marz verða til viðtals: Geirþrúður H. Bernhöft, varaþingmaður, Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, Bessí Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi. 1 1 Tolivarðafétag Islands: Tillögur tollvarða um breytingar á tollgæzlu d. AÐ UNDANFÖRNU hafa farið fram miklar umræður um toll- gæzlu og tolleftirlit í fjölmiðlum og hafa þær sennilega spunnizt vegna þess, að upp komst um mik- ið smyglmál nú fyrir skömmu. I þessum umræöum hefur yfir- stjórn tollgæzlu sætt miklu ámæli, en tollverðir hafa heldur ekki farið varhluta af gagnrýni. Umræður sem þessar eiga auðvit- að fullan rétt á sér. En þegar farmaður lýsir því yfir í blaðavið- tali, að tollverðir á Islandi séu „viðvaningar“ samanborið við stéttarbræður erlendis, og sjáifur tollgæzlustjóri segir í sjönvarps- þætti 17. jan. s.l., að „búið sé að þétta tollgæzlunetið umhverfis landið“ með því að fá lögreglunni tollgæzlu I hendur i stað toll- varða, finnst Tollvarðafélagi Is- lands að heldur sé vegið þungt að þessari fámennu stétt. Tollverðir hafa um árabil lagt áherzlu á breytingar á skipulagi tollgæzlunnar. Hér verður t.d. birtur örlítill útdráttur úr kröfum TFI vorið 1974, er samningar stóðu fyrir dyrum við fjármála- ráðuneytið: 3. gr. Skipaður verði í Reykjavík deildarstjóri, sem hafi með höndum skipulag og yfirum- sjón tollferða út um land. Yfirtollverðir verði á öllum aðaltollhöfnum. 4. gr. Tollvörðum sé árlega nokkr- um saman gefinn kostur á kynningar- og starfsferðum til starfsbræðra sinna í nálægum löndum og teknar verði til greina óskir Tollvarðafélags Islands og ábendingar um val þeirra manna, sem fara slíkar ferðir. 5. gr. Félagið gerir kröfu til, að toll- gæzla verði stóraukin og að- staða bætt úti um land. Breytt verði um stefnu varðandi samruna tollgæzlu og lög- reglu, en slíkt hefur valdið skaða og dregió úr æskilegri tollgæzlu úti á landi. Vinna og aðgerðir i þessum málum verði samræmd og krefst Toll- varðafélag Islands réttar síns til afskipta af þessum atriðum í heild. Samræmt verði fyrir- komulag vinnutima og hvers konar greiðslur, svo sem bif- reiðageymslur og yfirvinna, eftir því sem kostur er. 7. gr. Bent er á nauðsyn þess, að fenginn verói stærri og hrað- gengari tollbátur til gæzlu- starfa við strendur landsins. b. nucivsmcDR 2480 8. gr. b. Bent er á nauðsyn þess, að tollgæzlan dragist ekki aftur úr hvað varðar tækjabúnað í sambandi við tollleit og að at- hugað verði með kaup eða leigu á slíkum búnaði. Æski- legt er, að samráð verði haft við færustu menn á þessu sviði og upplýsinga leitað er- lendis. 10. gr. b. Rannsóknardeild tollmála verði stofnuð, bæði í smygl- málum og í sambandi við vöruinnflutning, og tollverðir þjálfaðir til slíkra starfa. Þetta er þó ekki nema hluti af kröfunum en það sýnir þó, að TFI hefur verið á verði hvað skipulag og þarfir tollgæzlunnar snertir. Kröfurnar um nýjan tollbát eru t.d. frá árinu 1962 og um rann- sóknardeild í tollmálum frá því í fyrra. Þessi tvö atriði voru aðal- inntak viðtalsins við tollgæzlu- stjóra í þættinum „KASTLJÖS" I sjónvarpinu 17. jan. sl„ auk þess sem hann eyddi nokkrum tíma i að útskýra fyrir landsmönnum, að störf tollvarða hafi verið lögð niður og falin lögreglumönnum. (Skýringin felst e.t.v. í því, að hann er fyrrverandi aðalfulltrúi lögreglustjórans i Reykjavík og það var fyrirrennari hans einnig). Stjórn TFl er það ljóst, að þessi mál hafa verið og eru enn á frum- stigi. Yfirstjórn tollgæzlunnar í Reykjavík sá sér ekki fært að styðja þessar kröfur TFI um skipulagsmál, þegar þær voru tii umræðu hjá samninganefnd-ríkis- ins ásamt sérkröfum um kjaramál 1974. TFÍ vill minna á, að hugmyndir um skipulagsmál innan tollbgæzl- unnar, svo og nýjungar í tækjum o.fl., eru ekki nýjar af nálinni, heldur hefur félagið haft þær á stefnuskrá sinni um árabil. Hins vegar ber að fagna því, að skiln- ingur virðist vera að aukast hjá ráðamönnum stofnunarinnar á þessum málum og vonast félagið til þess, að tekið verði á þeim með meiri myndarskap og víðsýni en gert hefur verið til þessa. Það sýnir ef til vill við hvaða andrúmsloft tollverðir búa, að fyrirhugað er að stofna rannsókn- ardeild tollmála skv. auglýsingu tollgæzlustjóra frá 15. jan. 1975, er hefst með orðunum: „Til reynslú er ráðgert að setja á stofn deild innan tollgæzlunnar til að vinna að rannsókn mála.“ Er trú stofnunarinnar á tilveru slíkrar deildar ekki meiri en fram kemur í upphafsorðum auglýs- ingarinnar? Hér á ekki að vera um neina tilraunastarfsemi að ræða. Þessa deild ber að stofna með framtíðarmarkmið I huga. Einnig skal ákveða kjör starfs- manna með kjarasamningi skv. 29. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en i aug- lýsingunni segir: „Ef starfssemi þessi þykir gefa góða raun og hún festist í sessi, er þess vænzt, að starfsmenn deildarinnar hljóti viðurkenningu f launum. Um þetta atriði er þó ekki hægt að segja nánar á þessu stigi málsins frekar en ýmis önnur atriði." Stjórn TFI hefur setið marga viðræðufundi með tollgæzlustjóra um ýmis mál, er varóa dagleg störf tollvarða í Reykjavík. Arangur af þessum fundum hefur enginn orðið. Þá hefur stjórn TFI ákveðið að leita eftir beinum viðræðum við fjármálaráðherra um málefni félagsins. Stjórn Tollvarðafélags Islands. Vilja flytja inn sæði úr Border-Leicester hrútum Á FUNDI Búnaðarþings f gær voru 3 ný mál lögð fram. Fyrsta var frá Búnaðarsambandi Suður- Þingeyinga um athugun á inn- flutningi á sæði úr Border- Leicester hrútum. Annað málið var flutt af Allsherjarnefnd „til- iaga til þingsályktunar um breyt- ingar á lögum Búnaðarbanka ts- lands og Stofnlánadeildar land- búnaðarins“. Þriðja málið var lagt fyrir Bún- aðarþing af stjórn Búnaðarfélags islands. Það er um nefndarálit Kjötmatsnefndar Framleiðslu- ráðs og breytingartiilögur á kjöt- matsreglum. Þá voru tvö mál til fyrri um- ræðu. I. Erindi Búnaðarsambands Suðurlands um aukna framleiðslu innanlands á tilbúnum áburði. Síðara málið var frumvarp til laga um sauðf járbaðanir. Eitt mál var afgreitt frá Búnaðarþingi, var það erindi skólanefndar Vopnafjarðar um námskeið í búskaparfræðum fyrir nemendur á skyldunámsstigi. Svofelld ályktun var samþykkt. Búnaðarþing tekur undir fram- komnar hugmyndir um að skipu- lögð verði í þéttbýli námskeið, þar sem fram fari verklega kynning bústarfa hliðstæð sjóvinnunám- skeiðum þeim, sem haldin hafa verið á undanförnum árum. Þá telur þingið ekki síður mikil- vægt, að I skyldunámsskólum sveitahéraðanna verði hið fyrsta tekin upp kennsla í undirstöðu- greinum landbúnaðarfræða I formi valgreina í efstu bekkjar- deildum, samanber grunnskóla- lög 42. gr. Þingið beinir þvi til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún taki upp viðræður við mennta- málaráðuneytið um þessi mál. Næsti fundur Búnaðarþings verður í dag, þriðjudag, og hefst klukkan 9.30. ISLENZKI BIFREIÐA- OG VÉLHJÓLAKLÚBBURINN Fundur verður haldinn I Tónabæ I kvöld k|. 20. Frjálsar umræður um málefni klúbbsins. Kvikmyndir. Safari Rally ofl. Ómar Ragnarsson skemmtir. Nýjir meðlimir innritaðir. Sýnið áhuga i verki og mætið. Stjórn ÍBV. Óskum að ráða mann til afgreiðslustarfa í byggingavöruverzlun. Reglusemi áskilin. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag n.k. merkt: „Reglusemi — 6624". Sækja fast sjó- inn fyrir vestan Isafirði 4. marz AFLI togaranna hefur verið ágæt- ur að undanförnu og lönduðu þrir fsfirzku togararnir í síðustu viku 140—150 lestum hver. Eru þeir ailir með um 400 lesta afla í febrúar. Fjórði togarinn, Páll Pálsson, er ennþá á Akureyri vegna viðgerða á vél. Hjá línubátunum hefur einnig verið sæmilega góður afli að und- anförnu, 6—10 lestir í róðri. Af línubátunum var Orri aflahæstur í febrúar með 159 lestir í 24 róðrum og mun það vera bezti línuafli á Vestfjörðum í febrúar. Eins og sjá má á róðrafjöldanum hefur sjór verió sóttur af mikilli hörku í febrúar, þar sem róið er alla virka daga mánaóarins. Rækjuveiði hefur einnig gengið vel að undanförnu og hefur rækjan yfirleitt verið nokkuð góð. Aflinn frá haustbyrjun er nú orðinn röskar 2000 lestir en var í fyrra um 2500 lestir á haust- og vetrarvertíð. Aflahæsti rækju- báturinn i febrúar er Halldór Sigurðsson með 17,7 lestir. — fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.