Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 17

Morgunblaðið - 06.03.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 17 Þróttmikill fundur sjálfstæðisfólks í Reykjavík; Höfuðatriði aðtryggja rekstrar- grundvöll atvinnufyrirtækjanna — atvinnuöryggi almennings og áframhaldandi verð- mætasköpun í þjóðarbúinu Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efndu til almenns fundar í Glæsibæ sl. mánudagskvöld um efnahagsmál og ráðstafanir rikisstjórnarinnar í þeim efnum. Fundurinn var fjölsóttur og fluttu ráðherrar flokksins framsögu um efnahagsmálin, en síðan hófust fjörugar umræður, fyrirspurnir og svör. Mikill þróttur og áhugi einkenndi fundinn, sem sýndi mikinn sóknarhug sjálfstæðisfólks í borginni. Skoðanaágreiningur um einstök mál var óverulegur og Ijóst, að sjálfstæðisfólk stendur heilshugar að baki forystumanna flokksins í erfiðum ákvörðunum en nauðsynlegum til að rétta við þjóðarskútuna, tryggja rekstrargrundvöll atvinnufyrirtækja og atvinnuöryggi almennings i landinu. Frá v. Jónína Þorfinnsdóttir, fundarritari. Matthías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason, Geir Hallgrtmsson, Ragnar Júlíusson, Gunnar Thoroddsen. Forsætisráðherra, Geir Hallgrims- son, gerSi í upphafi máls síns grein fyrir viðskilnaði vinstri stjórnar og þeim vanda, sem nýrri ríkisstjórn var á höndum á vettvangi efnahags- mála. Þær ráðstafanir, sem gripið var til á siðasta hausti, hafi haft þann megintilgang, að tryggja rekstrarstöðu atvinnuveganna, at- vinnuöryggi almennings og áfram- haldandi verðmætasköpun i þjóðar- búinu. Við þær aðstæður, sem þá voru, og miðað við þær upplýsingar og spár á sviði efnahagsmála, er þá lágu fyrir, var það hald manna, að þessar ráðstafanir myndu nægjan- legar. Þróunin hefði hins vegar orðið á annan veg en efnahagsspár bentu til. Viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu ekki einungis haldið áfram að versna heldur hefði sú þróun orðið örari og neikvæðari en séð var fyrir. Viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu frá því í haust versnað um 15% og hefðu þvt versnað um 30% á einu ári. Rakti ráðherrann þróunina i verðlagi sjávarafurða, sem væru undirstaða gjaldeyristekna okkar, verðfall og sölutregðu, samhliða stórhækkuðu verðlagi innflutnings, sem rýrt hefði kaupmátt gjaldeyris- tekna þjóðarinnar svo mjög, að ekki væri dæmi um svo öra rýrnun áður. Aukning þjóðartekna á yfirstandandi ári væri ekki fyrirsjáanleg og spár væru fyrirliggjandi um, að þjóðar- tekjur á ibúa myndu minnka um allt að 7% á yfirstandandi ári. Fyrir- sjáanlegur halli þjóðarbúsins út á við hefði verið 14—1 7 milljarðar króna. Þó reiknað hefði verið með mestu mögulegum lántökum erlendis, rúm- lega 9 milljörðum, var fyrirsjáanlegt, að gjaldeyrisstaðan mundi versna um 6—8 milljarða, enda gjaldeyris- varasjóðurinn uppurinn. IMauðsyn nýrra ráðstafana var þvi auðsæ á hinu nýja ári. Þrir valkostir hefðu verið fyrir hendi: í fyrsta lagi gengislækkun með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. í öðru lagi styrkjastefna, sem þýtt hefði: umfangsmiklar nýjar álógur á þegn- ana til styrktar atvinnuvegunum. Þriðja leiðin hefði verið niðurfærslu- leið. Sú leið reyndist að athuguðu máli pólitiskt ófær, m.a. vegna af- stöðu og samráðs við stéttarfélög. Þær leiðir sem hafnað var hefðu þá vankanta að skila minni árangri, vera seinvirkari, stuðla að mis- rrftinun milli atvinnugreina, örva siður til gjaldeyrisöflunar. Þær hefðu þýtt dauðadóm yfir ýmsum iðngrein- um, frekar leitt til samdráttar og atvinnuleysis, brotið í bág við við- skiptasamninga okkar við aðrar þjóðir og spillt lánsfjáröflun erlendis. Samhliða gengislækkun þyrfti að draga verulega úr útgjaldaáformum fjárlaga og opinberra aðila, draga úr útlánum fjárfestingarsjóða og banka, finna lausn á tekjuskiptingarvanda innan sjávarútvegsins, beina fjár- magni til forgangsverkefna á sviði orkumála (er væru í senn gjaldeyris- sparandi og gjaldeyrisskapandi) — en verja jafnframt hlut láglaunafólks með skattalækkunum, hækkun bóta tryggingarkerfis og hækkun lægstu launa með lögskipuðum launajöfn- unarbótum eða samningum aðila vinnumarkaðarins, sem æskilegra væri. Síðan gerði forsætisráðherra grein fyrir hugmyndum rikisstjórnarinnar, varðandi láglaunabætur, skatta- lækkanir og bótagreiðslur trygginga- kerfis. Áform um láglaunabætur hefðu falið í sér 9—10% hækkun lægstu launa (til viðbótar fyrri launa- jöfnunarbótum og almennri launa- hækkun um 3% 1. desember sl.), tekjutrygging elli- og örorkuþega átti að hækka um 10% og lifeyris- greiðslur um 4%, skattalækkun, sem samsvaraði allt að 7% launahækkun og samruna tekjuskatts og fjöl- skyldubóta i eitt kerfi. Þá hefði og verið til umræðu hækkun á persónu- frádrætti skattþegna varðandi út- svarsálagningu. Forsætisráðherra sagði rikisstjórn- ina hafa mætt gagnrýni fyrir síðbún- ar hliðarráðstafanir. En menn yrðu að gæta þess, að samráð yrði að hafa við aðila vinnumarkaðarins i þessu máli, til að tryggja raunhæfari árangur aðgerðanna, frið á vinnu- markaði og áframhaldandi verð- mætasköpun atvinnuveganna. Aðilar vinnumarkaðarins hefðu óskað þess, að framlagning ákvörðunar um lág- launauppbætur o.fl. yrði frestað, meðan þeir reyndu samningaleið i málinu, og við þeim óskum hefði rikisstjórnin orðið. Rikisstjórnin biði þvi átekta um stund, en myndi leggja sig fram um að þær sættir og lyktir tækjust, er tryggðu fulla at- vinnu, sem minnstar byrðar á þá lægst launuðu og þann árangur, að hægt væri að byggja upp raunhæfari hagsmunagrundvöll starfshópanna i þjóðfélaginu i framtiðinni en verið hefði til þessa. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og orkuráðherra, ræddi m.a. um orku- kreppuna i heiminum og afleiðingu hennar á efnahagslif þjóða og þegna. Hann sagði Island eina landið i Norð- ur- og Vestur-Evrópu, sem ætti um- talsverðar orkulindir ónýttar. Fallvötn og jarðvarmi íslendinga fælu i sér framtiðarmöguleika á sviði orkumála, sem leyst gætu oliuna af hólmi á sviði húshitunar i landinu og þann veg orðið i enn rikara mæli gjaldeyrissparandi en nú, og undir- staða i iðnvæðingu þjóðarinnar, m.a. stóriðju, og þannig nýtzt til umfangs- mikillar gjaldeyrisöflunar. Hann ræddi um forystu Sjálfstæðisflokks- ins i orkumálum, bæði i rikisstjórn- um og i borgarstjórn, en Reykjavik- urborg hefði löngum verið leiðandi framtaksaðili í virkjun jarðvarma og vatnsfalla. Þá gerði ráðherrann i itarlegu máli grein fyrir þeim athugunum og fram- kvæmdum á sviði orkumála, sem nú væru á döfinni, rakti viðskilnað vinstri stjórnarinnar á þessu sviði, sem hefði verið bágborinn, ekki sizt i Norðlendingafjórðungi. Ræddi hann sérstaklega raforkumál hvers lands- fjórðungs fyrir sig og lagði sérstaka áherzlu á virkjunarmöguleika og nauðsyn virkjunarf ramkvæmda á Norðurlandi. Fjallaði hann i þvi sam- bandi m.a. um Kröfluvirkjun og þá breytingu sem orðinn væri i þróun og framkvæmdahraða þeirrar virkj- unar, eftir að Jón G. Sólnes hefði tekið að sér stjórnarforystu hjá Kröfluvirkjun. Ráðherrann rakti og tiltæka mögu- leika á sviði jarðvarmanýtingar, þær hitaveituframkvæmdir, sem eru á at- hugunar- og framkvæmdastigi i ein- stökum byggðum tandsins og stór- bætta aðstöðu til könnunar á þessu sviði með tilkomu hins nýja jarðbors, sem nú yrði keyptur til landsins og gæti borað niður á 3600 m dýpi. Með tiikomu hans opnuðust nýir og óvæntir möguleikar, sem timinn myndi leiða i Ijós. Þá ræddi ráðherrann um húsnæð- ismál, nauðsyn meiri hagkvæmni i byggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með einingarhúsum, en húsnæðismálin væru eitt helzta hagsmunamál alls þorra landsmanna, ekki sizt unga fólksins, sem stefndi að heimilis- stofnun. Sagði ráðherrann að lána- mál Húsnæðismálastofnunar væru nú i sérstakri athugun i ráðuneyti hans og óhjákvæmilegt væri að hækka verulega lán þeirrar stofnun- ar til samræmis við hækkandi bygg- ingarkostnað. Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra ræddi sérstaklega þýðingu sjávarútvegsins, fiskveiða og fisk- vinnslu. fyrir þjóðarbúið og afkomu fólksins í landinu. Hann ræddi þann vanda, sem nú væri við að eiga i sjávarútvegi, og þær ráðstafanir, sem gripið hefði verið til af hálfu rikisvaldsins, til að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækja i sjávarútvegi og atvinnuöryggi almennings. Ráðherrann sagði fjárþörf fisk- veiðasjóðs á þessu ári 3750 milljónir. Ráðstöfunarfé sjóðsins væri 90Ö milljónir, svo á vantaði um 2900 m. kr. Til að greiða erlendar skuldir vegna fyrri fjárfestingar þyrfti 1225 m. kr. og vegna skipa- smiða innanlands 1120 m. kr. eða samtals 2345 m.kr. Hér væri að meginhluta til um að ræða fjárskuld- bindingar, sem við hefði verið tekið, er fyrri stjórn fór frá. — Á fjárlögum yfirstandandi árs væru aðeins 2100 m. kr. til sjávarútvegs, þar af 680 m.kr. til fiskveiðasjóðs og til rekstrar Hafrannsóknastofnunar. Þá ræddi ráðherrann kostnaðar- hlið tryggingakerfisins og heilsu- gæzlustof nana i landinu (sjúkra- húsa). Þessi mál væru lang stærsti kostnaðarliður fjárlaga, tæpir 16 milljarðar. Nauðsynlegt væri að at- huga þessi mál öll frá grunni og leita hagkvæmni og aðgæzlu i meðferð þeirra. Sagði ráðherrann. að hann hefði falið Guðjóni Hansen tryggingafræðingi að taka út trygg- ingakerfið í heild og gera tillögur um úrbætur, og myndu niðurstöður hans liggja fyrir til athugunar i september- mánuði nk. Matthías Á. Matthiesen, fjármála- ráðherra ræddi fjármál rikissjóðs og rikisstofnana. Hann sagði viðskipta- kjör hafa versnað, milli áranna 1973 og 1974, um 11% og halli rikissjóðs og rikisstofnana á liðnu ári næmi um 3 milljörðum króna. Fjárlög ársins 1975 hefðu orðið hærri en nokkru sinni i sögu fjárlagagerðar. og væri nú fjórföld á við siðustu fjárlög fyrri fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, Magnúsar Jónssonar. Orsök þessa væri að sjálfsögðu fólgin i þeirri verðlagsþróun sem hér hefði orðið á vinstristjórnarárunum, stjórnunaraðgerðum þeirrar stjórnar, innfluttri og heimatilbúinni verð- bólgu. Verðbólguvöxtur á árinu 1 974 hefði orðið u.þ.b. 50%. Ráðherrann sagði meginhluta hækkana fjárlaga 1975 vera i 4 gjaldaflokkum: niðurgreiðslum, launagreiðslum, tryggingakerfinu og vegna markaðra tekjustofna eða um 10Vz milljarð. Hækkun á öðrum liðum fjárlaga væri 4'/2 milljarður. Ráðherrann sagði að yfir 80% fjár- laga væri bundinn i ýmiss konar löggjöf, sem fyrir væri, svo nauðsyn- legur og óhjákvæmilegur niður- skurður fjárlaga kæmi einkum fram i minni framkvæmdum, nema laga- breytingar kæmu til á undan. Hann hefði beitt sér fyrir breytingu á lög- um um ráðningu starfsmanna rikis- ins, flutt frumvarp til laga um lán- tökur rikisfyrirtækja og endurskoðun á margháttaðri löggjöf og útgjöldum ráðuneyta, til að þrýsta á um sparn- að og aðhald i rikisrekstrinum. Þegar núverandi fjárlög hefðu verið unnin, hefði verið reiknað með þáverandi spá þjóðhagsstofnunar um 5,7% rýrnun viðskiptakjara. Siðari niðurstöður hefðu raskað þessum fjárlagagrundvelli. þar eð þær sýndu 11% rýrnun Endurskoðun þessara fjárlaga væri þvi óhjákvæmileg, frestun opinberra framkvæmda og samdráttur i rikisútgjöldum. Væri nú að þvi verki unnið i samræmi við yfirlýsingar rikisstjórnarinnar á opin- berum vettvangi. Aðrir sem til máls tóku á fundinum voru: Árni Gestsson, Guðjón Tómas son, Karl Jóhannsson, Snorri Hall- dórsson, Eggert Hauksson, Hjörtur Hjartarson, Magnús Sigurjónsson, Þorvaldur Moby, Sverrir Runólfsson, Pétur Mock, Sigurður Haraldsson, Árni Bergur, Sigriður Valdimars- dóttir, Svan Friðgeirsson og Sig- urður Ágúst Jensson. Að loknum ræðum og fyrirspurn- um fundarmanna tóku ráðherrar flokksins til máls, svöruðu fyrir- spurnum og fluttu hvatningarorð. Frá fundi sjálfstæðisfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.