Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 gl444 • 25555 IGA CAR RENTAL Hópferðabílar 8 — 21 farþega í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson. Sími86155-32716-37400. Afgreiðsla B.S.f. FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbilar — sendibílar — hópferðabilar. Klossar Litur: Gulir. Sterkir og góðir sólar og yfirleður. Verð aðeins kr. 2980.00. Takmarkaðar birgðir. Póstsendum. Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugaveg 17, Skóverzlun Framnesvegi 2. STAKSTEINAR Nýr svipur — nýr tónn Þjóðviljinn hefur um margra missera bil verið sviplftið og grámyglulegt blað, sem fetað hefur þröngstigu ein- strengingslegra sjónarmiða og markmiða, nokkurs konar safnaðarrit bókstafstrúrra marxista, hverra sjóndeildar- hringur hefur verið innan marka kennisetninga frá liðinni öld. Nú er breyting á orðin. Magnús Kjartansson hefur stigið niður úr ráðherra- dómi til að leiða söfnuð sinn út úr eyðimörkinni til vinja nýrra tfma og viðhorfa. Hann festi á bfað leiðara ný- verið, þess efnis, að núverandi verðlagskerfi, sem þýddi þeim mun hærri krónutölu f álagn- ingu á vöru sem hún væri dýrar keypt inn, væri óhagstætt neyt- endum. Tók hann sem dæmi verðþróun sykurs, er lesendur hans þekktu gjörla. Þetta var nýr tónn f Þjóðviljanum og í fullu samræmi við sjónarmið verzlunarmanna og reynslu al- mennings. Þá birti blað hans sl. sunnudag viðtal við fisksala hér í borginni, þar sem segir m.a.: „Sagði hann að viðskiptin væru að aukast, en gífurlega vinnu þyrfti að leggja fram til þess að hafa eitthvað upp úr fisksölu. Álagninguna sagði hann alltof lága.“ Þetta er lfka nýr tónn. Einsýnt er að verzlunarstéttin hefur eignast nýjan og óvæntan baráttu- mann. Atvinnufyrirtækin og afkoma fólks Atvinna og afkomuöryggi alls þorra landsmanna byggist fyrst og fremst á þvf, að at- vinnufyrirtækin í landinu hafi sómasamlegan rekstrargrund- völl, hafi aðstöðu til að halda verðmætasköpun f þjóðarbúinu f hámarki og greiða starfsfólki sfnu Iffvænleg laun. Traustur hagur atvinnuveganna er f raun hvort tveggja: hagur þjóð- arheildarinnar og einstakling- anna, er byggja afkomu sína á starfsemi þeirra. Samdráttur á sviði atvinnugreina þýðir f senn: atvinnuleysi og minni verðmætasköpun til skiptanna milli þjóðfélagsþegnanna. Þegar snjóflóðin í Neskaup- stað lögðu atvinnufyrirtækin þar f rúst varð ekki einungis íbúum þess byggðarlags heldur og þjóðinni allri Ijóst gildi og þýðing þeirra, bæði fyrir fbúana og verðmætasköpunina f þjóðarbúinu. Og þjóðin öll tók einhuga á sfnar herðar að byggja upp það, sem náttúru- hamfarir höfðu lagt f rúst. En það kemur út á eitt fyrir allan almenning hvort atvinnufyrir- tæki eru lögð í rúst f náttúru- hamförum eða af manna völd- um, eins og Öttar Möller for- stjóri Eimskipafélags Islands, benti réttilega á í ræðu á fundi Sjálfstæðisfélaganna f Reykja- vfk sl. mánudagskvöld. Versn- andi viðskiptakjör þjóðarinnar og rangt mat á aðstæðum geta auðveldlega lagt atvinnuvegi þjóðarinnar f rúst, eins og nú árar og horfir. Einhugur um fyrirbyggjandi ráðstafanir f þvf efni er engu sfður nauðsynleg- ur en samstaða um uppbygg- ingu þegar skaðinn er skeður. Það ættu menn að hugleiða þegar þeir vega og meta efna- hagsráðstafanir núverandi rfkisstjórnar. „Fyrir hönd þing flokksins alls” Fjáröflun til Viðlagasjóðs, til að mæta kostnaði við uppbygg- ingu byggðar f Vestmanna- eyjum og Neskaupstað, mætti fyrst og fremst andstöðu Al- þýðuflokksins á Alþingi. Al- þýðublaðið segir í leiðara í gær: „Andstaðan við söluskatts- hækkunina mæddi fyrst og fremst á Alþýðuflokknum og þá sérstaklega á málsvara hans í þessu máli, Gylfa Þ. Gíslasyni, formanni þingflokks Alþýðu- flokksins. Gylfi kom þar fram fyrir hönd þ i n g - flokksins alls.“ Þingflokkurinn allur reynd- ist f þessu efni Gylfi Þ. Gísla- son og Sighvatur Björgvinsson, sem einir þingmanna Alþýðu- fiokksins greiddu atkvæði gegn viðkomandi lagafrumvarpi. Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, og Eggert Þorsteinsson kusu að vera fjar- verandi atkvæðagreiðsluna og Jón Armann Héðinsson sat hjá. Þrfr af fimm þingmönnum Al- þýðuflokksins svöruðu mál- flutningi Gylfa'á rækilegan og eftirminnilegan hátt með fjar- veru og hjásetu við atkvæða- greiðsluna. Það er hægt að mót- mæla gönuhlaupi með ýmsum hætti. Og þagnarmál þremenninganna f þingflokki Alþýðuflokksins, sem þannig kusu að koma afstöðu sinni á framfæri, lætur hærra f eyrum þjóðarinnar en hjáróma rödd hins fyrrverandi formanns. LÚKAS á Kjallarasviðinu f gær 5. mars frumsýndi Þjóð- leikhúsið leikritið Lúkas eftir Guð- mund Steinsson á kjallarasviði leikhússins. Leikstjóri er Stefán Baldursson og er þetta 4. verkefni hans I Þjóðleikhúsinu. Leikmynda teiknari er MagnúsTómassor myndlistarmaður og er þetta i fyrsta skipti sem hann gerir leik- myndir fyrir Þjóðleikhúsið. Magnús er einn af yngri myndlist- armönnum okkar. Hann stundaði nám við Lista-akademiuna í Kaup- mannahöfn í nokkur ár. Hann hef- ur haldið nokkrar einkasýningar hér heima og hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Leikendur i Lúkasi eru aðeins þrir, en þeir eru: Erlingur Gislason, Guðrún Stephensen og Árni Tryggvason. Leikmunir eru mjög þýðingar- miklir i þessu leikriti, og annast Alexandra Argunova Jónsson um gerð þeirra. Lúkas er annað leikritið eftir Guðmund Steinsson, sem frum- flutt er á vegum Þjóðleikhússins. Forsetaefnið eftir hann var frum- sýnt árið 1964 við ágætar undir- tektir. Leikfélagið Gríma sýndi leikritið Fósturmold árið 1 965, en það leikrit er lika eftir Guðmund. Þá sýndi Grima einnig annað leik- rit eftir hann tveimur árum siðar, en það nefnist Sælurikið. Ein skáldsaga hefur komið út eftir Guðmund Steinsson og nefnist hún Mariumyndin (árið 1958). Guðmundur hefur alls skrifað 12 leikrit, en leikritið Lúkas mun hann hafa samið árið 1969 og er það sjötta leikrit höfundar. Lúkas, sem er leikinn af Erlingi Gislasyni, er heimilisgestur hjá rosknum hjónum, þeim Sólveigu og Ágústi, sem leikin eru af Guðrúnu Stephensen og Árna Tryggvasyni. Lúkas fær sér gjarn- an að borða hjá þeim og hann borðar mikið. Þannig er hann á sinn hátt afæta hjónanna og um leið lifsfylling. Persónan Lúkas höfðar á margan hátt til áhorfand- ans og það er hans að finna út hver þráðurinn er i verkinu. Lúkas gefur marga möguleika og liklegt er að sitt sýnist hverjum. Leikritið gerist i fjórum þáttum og sem dæmi um það hvað Erlingur Gisla- Um þessar mundir er mikið líf i starfsemi Skáksambands Suðurlands. A þessum vetri hefur sambandið gengist fyrir þremur mótum, hrókskeppni, þar sem sveitir frá taflfélögun- um innan sambandsins keppa um viðarhrók, sem Rikharður Jónsson skar út, haustmót, loks Skákþing Suðurlands, sem fram fór í síðastliónum mánuði. I haust sigraði ungmennafélag- son þarf að leggja á sig i leikritinu þá þarf hann að borða eftirfarandi: Eina heila gæs, rækjukokteil, kál- ið Baldur í Hraungerðishreppi í hrókskeppninni, en hún hefur farið fram árlega síðan 1940. Á haustmótinu 1974 sigraði Gunnar Finnlaugsson, sem mun þreyta frumraun sfna í landsliðsflokki nú í þessum mánuði. Hann hlaut 6,5 v. af 7. Skákþing Suðurlands fór sem fyrr segir fram í febrúar- mánuði. 1 meistara- og fyrsta flokki voru 14 þátttakendur og tefldu þeir 9 umferðir eftir Monradkerfi. Mótið var nú í fyrsta skipti réttindamót, þ.e.a.s. sigurvegarinn hlýtur réttindi til þess að tefla um landsliðssæti við skákmenn frá Keflavík, Hafnarfirði og Tafl- félagi Hreyfils. Urslit Skák- þings Suðurlands 1975 urðu sem hér segir: 1. Hannes Ölafs- son (Landsveit) 7 v., 2. Guð- björn Sigurmundsson (Hraun- gerðishreppi, 6,5 v., 3. Helgi Hauksson (Hveragerði) 6 v., í unglingaflokki voru þátt- takendur 12 og tefldu þeir 7 umferðir eftir Monradkerfi. Sigurvegari og þar með ung- lingameistari Suðurlands varð Almar Sigurðsson úr Hvera- gerði, hlaut 6,5 v. Við skulum ljúka þessum þætti með þvf að líta á tvær skákir frá skákþingi Suðurlands 1975. Hvftt: Hannes Ólafsson Svart: Sveinn Sigurmunds- son. Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. súpu, gúllas, stóra tertu, lax með remúlaði og 16 rétti, kalt borð og pylsur. Rc3 — e6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Rf6, 6. Be3 — d6, 7. Bc4 — Be7, 8. De2 — a6, 9. 0-0-0 — Dc7, 10. Hhgl — 0-0, 11. Bb3 — l>5, 12. g4 — Rxd4, 13. Bxd4 — Bb7, 14. g5 — Rd7, 15. Dh5 — b4, 16. Hg4 — e5, 17. Hh4 — Bxg5, 18. Dxg5 — bxc3, 19. Hgl — cxb2+, 20. Kbl — g6, Dxg6 + !! — gefið. Skák eftir JÓN Þ. ÞQR Hvftt: Gunnar Finnlaugsson Svart: Helgi Hauksson. Caro kann 1. e4 — c6, 2. Rc3 — d5, 3. Rf3 — d4, 4. Re2 — c5, 5. c3 — dxc3, 6. bxc3 — Rf6, 7. Rg3 — Da5, 8. Be2 — e6, 9. 0-0 — Be7, 10. Re5 — 0-0, 11. Bb2 — b5, 12. a4 — Dc7, 13. d4 — b4, 14. Hcl — cxd4, 15. cxd4 — Dd8, 16. f4 — a5, 17. Bd3 — Ba6, 18. f5 — Bxd3, 19. Dxd3 — Rfd7, 20. Db3 — Rxe5, 21. dxe5 — Db6, 22. Khl — Bg5, 23. Hcdl — Hfd8, 24. Df3 — RaO, 25. Hd6 — Hxd6, 26. fxe6! — Hdd8, 27. Dxf7+ — Kh8, 28. Rh5 — Dc7, 29. h4 — Bxh4, 30. e7! — Dxe7, 31. e6 — Bf6, 32. Hxf6! — Hdl+, 33. Kh2 — Dc7+, 34. Hf4 — Dxf7, 35. Hxf7 — h6, 36. Hxg7 — Hd2, 37. Be5 — He2, 38. Hg3+ og svartur gafst upp. 1 PENT 5AGT HjÁ HONUNJ ZZ)C HVAÐA TEGUND 'A ÉG AÐ KAUPA -SfiS/víö/VD w-™ Frá Skákþingi Suðurlands 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.