Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 12

Morgunblaðið - 06.03.1975, Side 12
 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 ef sorgin væri svo sár að orð mín íétu hvitri örkinni blæða heitum tárum væri ástin einlæg annarra SLAGSÍÐAN RÆÐIR VIÐ UNGAN AKUREYRING, Jón Laxdal HÖFUND LJÓÐABÓKARINNAR MYRKUR í HVÍTRI ÖRK Seinni hlutann í janúarmánuði kom út á Akureyri ljóðabók eftir 24 ára gamlan Akureyring, Jón Laxdal. Hún nefnist Myrkur I hvítri örk, en I félagi við Jón vann Helgi Vilberg, teiknikennari, að uppsetningu og myndskreytingu bókarinnar. Óvenjulega snoturt handbragð miðað við það, sem maður á að venjast. Ljóðum Jóns er skipt f fimm kafla og af stfgandinni f bókinni má marka þroskasögu hans sem fjóðskálds. „Þetta er ort á síðustu fjórum árum,“ sagði Jón, „og ég hef verið að krunka í þau á þessum tfma. „t einum kaflanum yrkir hann mikið um kaffi, enda kannski ekki furða, því Jón er kaffimaður mikill, „og flest Ijóðin hef ég ort f eldhúsinu", sagði hann og glotti. Jón er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, en stundar nú nám í heimspeki við Háskóla Islands. Við litum inn hjá Jóni f vikunni og ræddum nokkra stund við hann. Við byrjum á því að spyrja hann hvenær hann hafi byrjað að yrkja. Ég byrjaði ekki fyrr en ég var kominn í 6. bekk í menntaskóla. Þetta kom nokkuð snöggt yfir mig og ég held, að undirrótin hafi verið sú, að um þetta leyti byrjaði ég að lesa ljóðabækur af einhverju viti. Ég byrjaði ekki 10—12 ára, eins og þeir segja allir. Ljóð þín eru órfmuð. Yrkirðu aldrei rfmað? Jú, ég hef ort rfmað, en ég hef engan áhuga á því að búa til slíka hluti. Það er búið að þrælast á þessum akri, þótt Þórarinn Eldjárn hafi komið skemmtilega á óvart. Það er ekki það, að þetta form sé dautt, en sjálfur hef ég ekki minnsta áhuga á því að fikta við rfm. Mér finnst þetta órfmaða gefa vissa möguleika, sem eiga betur við mig. Það eru viss atriði, eins og endurtekningar, sem verða kauðaleg f rímuðum kveðskap. Attu eitthvert uppáhaldsskáld? Nei. Hins vegar er því ekki að neita, að ég hef mjög gaman að þvf að lesa Dag. Nú eru ýmsir, sem aðhyllast þá skoðun, að Ijóð eigi að vera sönghæf. Hvað finnst þér? Ég hef gaman að söng, en sjálfur er ég laglaus. Nei, en í alvöru talað þá hef ég ekkert á móti þessari kenningu, en mín ljóð eru frekar stutt og knöpp og kannski ekki mjög vel fallin til söngs. I fjórða kafla bókar Jóns, sem nefnist Kaffihús, er að finna eftirfarandi ljóð, sem e.t.v. er ekki dæmigert knappt ljóð, en lýsir hins vegar allvel „skeptískum" hugsunarhætti höfundar. Skeytið er tvfrætt og í aðra röndina beint að námsmönnum, sem tala, en hafa ekkert að segja: Borgin andar köldu f dimmunni og stjörnur stfga til jarðar Hoknir með hendur í vösum mösum við þöglir og óvanir haustkyrrðinni Heimarnir í vatnsmýrinni gerast ærið margvíslegir paradís pappírsins ómar f fáeinum töluðum orðum en undir niðri erum við línur og litaðir fletir Spakvitrir og hnarreistir súpum við kaffi á eftir fyrir skitnar 50 kr. 1 bókinni er augljós samfella kaflanna fimm og stöðug stfgandi. Við spyrjum Jón nánar um þetta einkenni. Það má Ifta á niðurröðun Ijóðanna nokkurn veginn f tfmaröð. Fyrstu Ijóðin í bókinni bera einkenni rómantísks ungæðisháttar, en smám saman kemur fram meiri afstaða til umhverfisins. Það má segja, að þetta sé saga hugsunar minnar. Röðljóðanna er f samræmi við breytingar á hugsanagangi mínum. Samkvæmt þessu má segja, að ég hafi orðið pólitfskari eftir þvf, sem liðið hefur á, ef við Iftum á annað borð á sfðasta kaflann sem pólitfskastan. Raunar er þetta ekki það, sem venjulega er kallað „pólitfskt“. Ég neita þvf að þetta sé frasakennd pólitík, eins og er svo ein- kennandi hjá mörgum ungum Ijóðskáldum. Ég nota ekki stór orð. En ef við lítum á heildina, þá reyni ég að þenja þetta milli tveggja póla, saklauss hvftleika í fyrsta Jón Laxdal á „vinnustað“. Gluggar í franskan heimspeking í eldhúsinu. (Ljósm. Mbl. E.B.B.). ljóðinu og myrkurs síðast, og nafnið á bókinni er hugsað þannig, að það loki þessari heild. Éf menn grfpa niður f sfðasta Ijóðið kunna þeir að halda, að hér sé á ferðinni svartsýni og bölmóður, en þvf fer fjarri. Ég er ekki einn af þessum „Weltschmerz“-mönnum. Útlitið kemur kannski svolítið við sögu í þessu tilliti? Já. Við reyndum að nota svartan og hvítan lit til að gera bókina svolftið grafíska, bæði hvað snertir augað og innihaldið. Við lögðum mjög mikið upp úr útlitinu og reyndrjm að ná fram svolftið persónulegum stfl. Einhvern tfma hefði mér ekki þótt neitt athugavert að gefa út bók á klósettpappír; að útlitið skipti litlu eða engu máli f samanburði við inntakið. Suddakjaftur og hráslagaleiki er skemmtilegur og ég hef að mörgu leyti áhuga á honum, en þetta er búið að reyna. Sjálfum finnst mér þetta mjög erfitt og þess vegna er ekki hvassari tónn í þessari bók. Hún er aðeins hugsuð til að koma undir mig fótunum þannig, að ég hafi eitthvað til að stökkva af. Það sem ég á við, er að það er mjög Iærdómsrfkt að gefa út bók. Ég geri mér manna ljósast, að þessi bók er ekkert sérlega frumleg né, að hún hafi mikið nýtt fram að færa. Þú segir lærdómsríkt. Hvernig þá? Ég held, að það hafi mikið að segja að henda bókinni fyrir fólk. Það er svolftið annað að leggja bókina fyrir almenning en að yrkja beint f skrifborðs- skúffuna. Hvernig hafa viðtökur verið? Eins og gengur, upp og ofan. En ég hef tekið eftir þvf, að þeir, sem andstæðir eru mér í skoðunum eru mjög neikvæðir. Það er ýmislegt sem maður verður að sætta sig við, ef maður gefur út bók. En yfirleitt hafa viðbrögðin verið jákvæð. Það er e.t.v. ekki að marka það, þvf ég hef fram að þessu aðallega staðið í.þvf að selja hana sjálfur og þá oftast fólki, sem ég þekki. Ég hef yfirleitt haft í tösku nokkur eintök og ef ég hef séð einhverja árennilega á kaffihúsum þá hef ég talið f mig kjark í kortér og farið sfðan og boðið þeim. Reyndar byrjuðum við Helgi að selja bókina fyrir norðan, sóttum fólk heim og fórum á vinnustaði. En núna er hún komin f bókabúðir. Af hverju gafstu út sjálfur? 1 fyrsta lagi hafði ég gaman að því að standa í þessu sjálfur og svo voru meiri möguleikar f vinnslunni að lagfæra ýms atriði, sem maður rak augun f. Auk þess er dálítill sjarmi yfir þvf að hafa staðið í þessu sjálfur. Nú og svo hafði maður heyrt, að það væri enginn öfundsverður að þvf að ganga á milli útgef- enda. Hagur þeirra er vfst ekki sem beztur um þessar mundir. Staðan f sköpunarferlinum var þannig, að það var um það að velja hjá mér að losna við þetta núna eða þá að brenna þvf. Þú lest heimspeki. Eru heimspekipælingar örvandi fyrir ljóðskáid? Ég held, að pælingar séu örvandi fyrir skáld og skólun í hverju sem er geti verið mjög heillavænleg, svo framarlega sem menn eru ekki algjörar kenninga- ætur og sitji uppi með ómelta hluti. Vissulega getur heimspeki bent mönnum á ýmislegt og ég held, að hver maður hafi ekki nema gott af því að fá smá nasasjón af fílósófíu. En í þessari bók er ekkert um svokölluð heimspekileg ljóð. Minn skóli er hnýsni f annarra manna verk. — h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.