Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 — Bragðið á matnum er mik- ilvægast og raunar erfiðast við að eiga, þegar selja á matvöru. Varan verður nefnilega að vera á bragðið alveg eins og kaup- andinn vill og er vanur. Það er þvf ákaflega sjaldgæft að hægt sé að selja á erlendum mörkuð- um matvöru, sem er rangt sam- an sett hvað bragð snertir fyrir fólk á þessu ákveðna markaðs- svæði. Þetta eru ummæli Georges S. Tomaszewski, pólska matvæla- sérfræðingsins, sem rekur sér- staka ráðgjafastofnun, Gastron- omiske Institutfyrir alþjóðleg an matariðnað í Kokkedal í Danmörku, og hefur undanfar- in 2 ár verið að vinna fyrir Sölustofnun lagmetis á Islandi við að útbúa fyrir ýmsa mark- aði i Evrópu og Ameriku niður- Einnig höfum við búið til fyrir franska markaðinn humarsúpu, eins og þeir vilja hana, og það er einhver bezti árangur okkar. Og isi. fiskisúpu reyndum við með mjólk og gulrótum, sem Frakkar kölluðu strax bænda- súpu, Potage Paysame. En í Frakklandi er ákaflega stór markaður, þar sem niðursoðnir réttir eru seldir fyrir 9 millj- arða franka á hverju ári. Og þá er rétt að minnast þess, að í Bandaríkjunum þykja allir franskir réttir ákaflega fínir og eru því mjög vel hlutgengir þar á allháu verði. Fiskbollur segir Tomasz- ewski að henti einkum á Norð- urlandamarkaðinn, en í þær má nýta efni, sem til fellur í af- göngum af þunnildum og þess- fp -4/' “1 m i Jr fln Smakkarar dæma um réttina f stofnuninni, en sfðan eru þeir sendir til umsagnar til tilraunafjöl- skyldna á réttu markaðssvæði. Og oft skipuleggur fyrirtækið líka umbúðir og söluaðferðir. Bragðið verður að fylgja smekk neytenda á hverjum markaði — segir Georges Tomaszewski, sem gert hefur 22 tillögur að réttum fyrir lagmetisiðnaðinn suðuvörur úr íslenzku hráefni. Nú er verkefnið komið á loka- stig og Tomaszewski var hér nýlega með aðstoðarmanni sin- um til að kynna framleiðendum afraksturinn, 22 rétti í 6 flokk- um, sem hann telur rétt að hefja framleiðslu á fyrir mis- munandi markaðssvæði og einnig umbúðirnar, sem fyrir- tæki hans hefur gert um þá framleiðslu. Einnig til að hitta framleiðendur og ræða við þá hvort og hvernig þeir geti fram- leitt eftir þessum forskriftum. Eftir að hafa farið út á land og hitt menn þar að máli, og aðra sem komu til móts við hann, telur hann að lagmetisiðnaður- inn standi vel að vígi til að framleiða þessa rétti. Tomaszewski leggur áherzlu á, að við hér á þessu litla landi séum eðlilega ekki keppnisfær í fjöldaframleiðslu í stórum stíl, en eigum að beina okkur að sérréttum. — I veröldinni er alltaf til fólk, sem vill fá góðan mat og borga fyrir hann, jafnvel á verstu krepputímum. Þess- vegna verður að leggja áherzlu á sérrétti, sem aðrir framleiða ekki, en sem hægt er að búa til vel hér úr þessu ágæta hráefni, sem fiskurinn er, segir hann. En hvaða rétti er hann þá að hugsa um? — Til dæmis er hér einmitt hráefni, sem hægt er að nota í franska sérrétti, eins og fiskisúpuna frægu, boullia- baisse, segir hann. Og slíkir réttir henta fyrir alla Suður- Evrópu og rómönsku Ameríku. Hér er íslenzkur fiskur, sem hefur sömu eiginleika og sá sem Frakkar nota. I bouilla- baisse hefi ég notað sild, flat- fisk, þorsk og ýsu, og Frakkar hafa talið sig finna af henni hið rétta Miðjarðarhafsbragð. háttar. A Norðurlöndum, eink- um i Sviþjóð, eru bollurnar fram reiddar með alls konar sósum og því hefur hann gert réttina úr garði með kapers- sósu, dillsósu, rækjusósu, tóm- atsósu o.fl. En slíkt á einnig erindi á hinn stóra skandinav- íska markað í Bandaríkjunum. I Frakklandi eru fiskbollur af allt öðru tagi og öðru vísi en við framleiðum þær. Raunar eru það ekki bollur, sem vinsælar eru, heldur rúllur, sem nefnast qumelles. 1 þeim verður lögum samkvæmt að vera ákveðið magn af eggjum og feiti á móti fiskinum og þær eru gular á litinn. Slíkan rétt hefur Tom- aszewski lagað úr íslenzku hrá- efni og einnig með rækjusósu. Þessar tvær tegundir af qum- elle hefur hann sent samstarfs- mönnum sínum i Frakklandi, sem aftur hafa kannað hjá fjöl- skyldum hversu mikið þær væru reiðubúnar til að borga fyrir réttinn í þeim gæðaflokki. Þar sem svo mikilvægt er að hafa rétt bragð og réttan mat fyrir hvert markaðssvæði, hef- ur Tomaszewski útbúið handa Þjóðverjum og Austur- Evrópumönnum soðin síldar- flök með sósu með sterku bragði. Þá eru heil flök i dósun- um með rjómasósu, papriku- sósu, sinnepssósu, karrýsósu og tómatsósu. Ýmsa fleiri rétti hefur hann búið til, svo sem lifrarrétt, á bragðið likt og gæsalifrarkæfa. sem víða er notuð sem forréttur eða á brauð. Og þannig mætti telja. Ætlazt er til þess að allir þessir íslenzku réttir verði framleiddir og seldir í nýrri tegund af dósum úr áli, sem ekki þarf dósahníf til að opna, en notaður þrýstingur líkt og á Matarsérfræðingurinn George Tomaszewski með nokkuð af > þeim umbúðum, sem fyrirtæki hans hefur gert fyrir fslenzku réttina. Enga dós þarf að opna með dósahníf. bjórdósum. Og Gastronomiske Institut hefur einnig hannað nýjar samstæðar umbúöir á alla réttina, þannig að viðskiptavin- ir geti strax séð að þarna eru íslenzku vörurnar í búðarhill- unum. Grunnliturinn er heið- blár og bregður fyrir ísl. fána- litunum, en að öðru leyti hefur hver vörutegund sitt sérkenni. Umbúðirnar verða prentaðar á Islandi. Þetta er mikið verkefni, sem Sölustofnun lagmetis hefur fengið Gastronomiske Institut til að vinna, enda undirstöðu- atriði að vita hvað neytendur á ýmsum stöðum vilja kaupa og hvernig varan á að vera til að freista þeirra. Hver þjóð hefur sinn smekk og matvælaiónaður færist nú hratt I þá átt að seldir séu tilbúnir réttir. Til að ganga úr skugga um það, þarf fagfólk. Georges S. Tomaszewski rekur eina ráðgjafafyrirtækið á þessu sviði í Evrópu og hefur getið sér gott orð á alþjóðamarkaði. Hann er Pólverji af matreiðslu- mannaætt í 3 ættliði. En það var næstum af tilviljun að hann settist að í Danmörku, þvi hann vinnur meira fyrir aðrar þjóðir og enn meiri tilviljun er að tilraunastofur hans eru á stað, sem heitir Kokkedal. Þar starfa 15—22 matreiðslumenn, tæknimenn og annað fagfólk um matvörur. Tilraunamatur- inn er lagaður í 4 vel búnum eldhúsum og reyndur til fram- leiðslu í lítilli verksmiðju, sem hefur i smáum stíl allar vélar, sem eru í venjulegri niðursuðu- verksmiðju. — Allt starfsfólkið elskar mat, segir hann, jafnvel skrifstofustúlkan er ágætis smakkari. En Tomaszewski treystir ekki aðeins á eigin bragðlauka og sérfræðinga sinna. Á staðnum er litiil hópur smakkara, sem dæmir gæði, samsetningu og bragð réttanna, en síðan hefur fyrirtækið kom- ið sér upp umboðsmönnum i ýmsum löndum, sem fá sýnis- horn af þeim réttum, er ætlaðir eru á viðkomandi markað. Og þeir hafa aftur yfir að ráða almennum „neytendafjölskyld- um“, sem borða matinn og gera athugasemdir vió hann. Þar með er verkefninu ekki lokið, því finna þarf vörunum réttar umbúðir og gera tillögur um auglýsingatækni. Um allt þetta er fyrirtækið i sambandi við viðkomandi aðila í markaðs- löndunum. Og nú, þegar íslenzka verk- efnið fyrir lagmetisiðnaðinn er tilbúið, og Tomaszewski hefur til reiðu 22 rétti í 6 flokkum úr íslenzku hráefni, þá er komið að þvi að kynna þá íslenzkum framleiðendum, sem raunar hafa fylgzt með undirbúningi. Tomaszewski og aðstoðarmaður hans komu í þessari ferð á 3 framleiðslustaði og framleið- endur annars staðar frá komu þangað til móts við þá. —Is- lenzkir framleiðendur eru mjög samvinnuþýðir, segir Tomas- zewski og nú fáum við að vita hvað þeir þurfa og geta, og hvort einhverju þarf að breyta fyrir framleiðsluna hér. Við er- um að kanna hvort framkvæm- anlegt er að búa til þessa rétti nákvæmlega eins og við höfum gert ráð fyrir. Hráefnið er gott, og ekki er annað að sjá en fram- leiðendur geti gert þetta með þeim vélakosti, sem þeir hafa, aðeins breytingar á stöku stað. En ég hefi svolitlar áhyggjur af því að kannski skilji menn ekki alveg að rétturinn i hverri dós verður að vera nákvæmlega eins, sama úr hvaða verksmiðju hann kemur, og gæðin ófrávikj- anlega eins og sagt er. T.d. gæti kannski orðið freistandi að geyma afganginn af sósunni til næsta dags í stað þess að fleygja honum og laga ávallt nýja og ferska, svo dæmi sé tekið. — Matvælaeftirlit er nú orðið mjög aukið um allan heim og kröfur fara hratt vaxandi. Því er mjög mikilvægt að þyngd hvers hráefnis sé nákvæmlega eins og sagt er. Eigi t.d. að vera 200 gr. af fiski í fiskbollum, veróur svo að vera í hverri ein- ustu dós og ekki má skeika grammi. Annars getur maður átt á hættu lögsókn. Ekki þýóir lengur að beita hugmyndaflug- inu við framleiðsluna. Gott vatn og fullkomið hreinlæti er líka mikilvægt. Tomaszewski leggur áherzlu á, að ef vel er til vandað í matartilbúningnum og þess gætt að framleiða það, sem við- skiptavinurinn vill og er vanur, þá sé alls staðar í veröldinni fólk, sem vill fá að njóta góðra rétta og borgar fyrir þá. Mark- aðirnir eru að stækka og opnast nýir, og tilbúinn matur að ýinna á. T.d. nefndi Tomas- zewski það, að Arabar væru farnir að eignast peninga og vilja kaupa það sem hugurinn girnist — og þeir borða t.d. kindakjöt. Hér fellur til mikið af lambakjöti auk dýrasta hluta kjötsins, eins og læris og hryggs, og það mætti nýta i rétti sem þeim henta. Og hefur hann að gamni sínu gert svolitl- ar tilraunir með slíkt, í pylsur og bjúgu. — Hver veit? segir hann íbygginn. Kannski verða íslendingar fyrstir til að nýta þann nýja möguleika. — E.Pá. 1 Gastronomiske Institut eru gerðar tilraunir með nýja rétti í 4 eldhúsum, framleiðslan síðan reynd í lltilli verksmiðju og sfðan skipulagðar umbúðir og söluaðferð á hverjum markaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.