Morgunblaðið - 06.03.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975
27
Lilja Magnúsdóttir
—Minningarorð
Fædd 19. júní 1913.
Dáin 24. febrúar 1975.
Hún Lilja er dáin, eftir stutta
en erfiða legu. Fyrir tæpum 3
árum féll fyrirvaralaust frá henn-
ar ástkæri eiginmaður, Grettir
Asmundsson. Það var mikill miss-
ir fyrir Liiju, ekki sizt fyrir þær
sakir, hversu vel þau áttu saman
og studdu hvort annað af öllum
mætti á hverju sem gekk.
Bæði sýndu þau ungtemplara-
starfinu ómetanlega tryggð, og
má í þvi sambandi sérstaklega
nefna ungtemplarafélagið Hrönn.
Það var svo, eins og þeir vita, sem
því kynntust, að heimili þeirra
hjóna var vigi Hrannara, sem
voru þar aufúsugestir, eða öllu
heldur heimilisfólk.
Það er svo margs að minnast frá
þessum árum, og allt eru það
skemmtilegar minningar, en lítið
er hægt að gera þvi skil hér. Það
var reyndar eitt öðru fremur, sem
var rauði þráðurinn i gegnum
þessi samskipti þeirri hjóna og
ungtemplara og segir ef til vill
alla söguna, en það var, hve þau
höfðu góðan skilning á leik og
starfi ungs fólks. Já, reyndar ekki
aðeins skilning, þau voru virk i
verki og voru bókstaflega með i
félagsstarfi okkar, svo sem ferða-
lögum og skemmtunum.
Eftir fráfall Grettis hélt Lilja
áfram stuðningi sinum við ung-
templara af mikilli rausn. Hún
var hæglát en örugg og vissi sem
var, að stuðningur við ungtempl-
ara var góð fjárfesting til upp-
byggingar æskufóiks til mann-
dóms. Þá var ekki síður mikil-
vægt, hversu réttur þáttur hún
var i sambandi þeirra hjóna við
ungtemplara. Grettir hafði nefni-
lega fjör og kraft ungiingsins í
starfi okkar, en Lilja fór sér hæg-
ar og þannig mátti heita, að jafn-
vægi næðist, en bæði voru þau
heil í stuðningi sinum við ung-
templara.
Mér hefur orðið tiðrætt um
samstarf þeirra hjóna við ung-
templara, þar sem ég var lengi
þátttakandi i þeim félagsskap. En
ég var svo lánsamur að hafa
kynnzt þeim löngu fyrr. Það var
nú reyndar ekki alltaf logn o^
stilla, þegar við Gunnar sonur
þeirra hjóna gengum frumspor
okkar sem leikfélagar. En sem
mótvægi við upphafið má segja,
að vináttan í dag standi svo traust
sem milli tveggja manna getur
yfirleitt orðið og það þrátt fyrir
það að höfuðáhugamál okkar
beinist í nokkuð ólíkar áttir.
Það er, held ég, ekki ofmælt,
þótt ég segi, að ég hafi verið með
velkomnari gestum á heimili
þeirra hjóna, þótt svo allir hafi
verið þar velkomnir. Það er því
mikils að sakna, og stórt, ófyllt
skarð stendur eftir. Sú hlýja og
velvild, sem mér mætti frá hendi
Lilju, var þess eðlis, að mig skort-
ir orð. Ég segi aðeins, þakka þér
samvistirnar hér á jörð. Ég veit og
trúi, að þú hefur fundið betri
heim eins og lif þitt hér á jörð
verðskuldar.
Ég vil að lokum biðja þeim
blessunar og huggunar, sem þin
eiga að sakna, sérstaklega þó
einkasyninum Gunnari og þinni
trygglyndu vinkonu Elínu.
Einar Þorsteinsson.
i dag er vinkona mín, hún Lilja,
til moldar borin. Ég ætla mér ekki
að rekja æviminningar hennar,
þó að kynni okkar séu orðin æði-
löng, eða nær 30 ár. Þetta eru því
aðeins fáein þakkarorð. Ég kynnt-
ist henni fyrst í húsinu númer 8
við Ingólfsstræti. Við vorum leigj-
endur þar í nokkur ár. Þar kynnt-
ist ég einnig hennar góða eigin-
manni, Gretti Ásmundssyni, og
syni þeirra Gunnari, sem þá var
smábarn, og einnig hann hefur
tekið mig sem ég væri næstum því
ein af fjölskyldunni.
Þau fluttu, en ég varð eftir.
Fyrst fluttu þau í eigió húsnæði,
sem þau keyptu aó Hrisateigi 11,
en að nokkrum árum Iiónum
byggðu þau sér nýja íbúð að
Rauðaiæk 55 og bjuggu þar siðan.
Grettir, eiginmaóur Lilju, lézt fyr-
ir tæpum 3 árum.
Kunningsskapurinn og vináttu-
böndin slitnuðu aldrei. Ég var tíð-
ur gestur á heimili þeirra, bæði á
stórhátíðum og virkum dögum. Þó
eru mér jólin efst í huga. Ég var
jólagestur þeirra öil þessi ár, og
ég á margar ljúfar minningar um
þær samverustundir. Eg vil af al-
hug þakka þær allar, sem og allt
annað gott mér i té látið.
Nú er hún Lilja vinkona mín
horfin héðan. Stóllinn hennar er
auður. En ég veit, að hún lifir
samt, og ég trúi, að það hafi verið
tekið vel á móti henni. Nú er andi
hennar frjáls og laus við allar
þjáningarnar. Ég bið guð að vera
með henni á brautum nýs lífs og
gefa eftirlifandi syni hennar
styrk og þrek.
Elín Magnúsdóttir.
Sífellt koma upp atvik sem fá
okkur til að setjast. Setjast með
spurningar á vörum eða í hjarta.
Spurningar sem vió fáum oft
engin svör við, en sifellt leitum
við þó svara.
Siðan ég frétti lát Lilju, hef ég
velt því fyrir mér, hversvegna
sumu fólki er gefin sú náðargjöf,
að eiga svo auðvelt með að um-
gangast og eignast vini meðal sér
miklu yngri. Þannig var það með
Lilju. Margir hennar bestu vina
voru mun yngri en hún. En henni
virtist svo einkar létt að brúa
þetta bil, sem svo oft skilur kyn-
slóðirnar að.
Maður Lilju, Grettir Asmunds-
son, er lést fyrir nokkrum árum,
hafði einnig þennan hæfileika.
Grettir var dansstjóri í gamia
F. 8.8. 1887
D. 26.2. 1975
1 dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni úíför Sólveigar Eggerz,
ekkju Sigurðar Eggerz, en hún
lézt að kvöldi 26. febrúar sl., að-
eins tveimur dögum fyrir aldaraf-
mæli manns sins.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast föðursystur minnar á
þessari kveðjustund, svo snar
þáttur sem hún var i lifi mínu alla
tið. Það þarf ekki endilega að
ríkja sorg, þegar háöldruð mann-
eskja kveður þennan heim. Að
loknu litriku og fjölbreyttu ævi-
starfi, einkum þegar heilsan fer
að dvína, getur dauðinn verið
líknsamasta lausnin. Ég segi það
hér, einsog svo oft hefur verið
sagt, þvi fram á hinztu stund átti
Sólveig þvi láni að fagna að halda
að mestu óskertu sinu andlega
atgervi. Og við, sem nánast henni
stöndum, hefðum ekki óskað, að
hún hefði þurft að þola það að
verða örvasa, svo mikil reisn, sem
hafði alla tíð verið yfir henni.
Hún hefði heldur ekki óskað þess.
Um aðild hennar að opinberu lífi
þarf ekki að ræða hér, því 1. marz
sl. voru manni hennar Sigurði
Eggerz, gerð góð skil hér í blaðinu
á aldarafmæli hans. Sigurður lézt
1945.
Allt frá því, að Sólveig varð
ekkja, bjó hún ásamt dóttur sinni,
Ernu, i litla húsinu við Suðurgötu
29, rétt ofan við ráðherrabústað-
inn, þar sem hún hafði átt heimili
um árabil með manni sínum, með-
an hann ýmist gegndi forsætisráð-
herraembætti eða öðrum ráð-
herraembættum. Það lætur að lík-
um, að oft hefur verið annasamt á
heimili þeirra hjóna, Sólveigar og
Sigurðar. Sigurður tók mikinn
þátt i stjórnmálalifinu, einsog
„Gúttó“. Kynni okkar Lilju hófust
með þvi, að Grettir bauð stórum
hópi ungs fólks heim til sín. Lilja
tók á móti okkur með slikri hlýju
og glettni, að öll stífni, er oft vill
einkenna fyrstu kynni, hvarf eins
og dögg fyrir sólu. Hið hlýja bros,
þessi hógværð en þó hin mikla
eðlisgleði bræddu okkur með
einni svipan.
1 þessu liggur skýringin á þvi
hve auðvelt hún átti með að um-
gangast okkur unga fólkió. Hún
kunni að gefa, gefa hluta af
sjálfri sér, strax við fyrsta hand-
tak og án þess að krefjast nokkurs
í staðinn. Hún hafði á vissan hátt
varðveitt barnslega lund, en var
þó svo rík af reynslu.
Hjónaband hennar og Grettis
var einstaklega gott. Þau voru
ekki einungis samhent, heldur
var umhyggja þeirra hvort fyrir
öðru svo mikil að óvanalegt var.
Fyrir nokkrum árum tóku þau
þátt í hópferð um Sviþjóð, með
fólki sem flest var nær fjórum
tugum ára yngra en þau. Þau
nutu ferðarinnar, en ég heid að
við ferðafélagarnir höfum i þess-
ari ferð oróið vitni að þvi besta
sem orðið getur á milli hjqna. Við
kynntumst einstakri el?ku —
elsku sem sýndi okkur að allt
annað er í raun og veru einungis
hjóm. Það voru ekki viðhöfð mörg
oró. Tillitssemin, augnaráðið og
léttar handsnertingar sögðu það
sem segja þurfti. Minningin um
samveru mina með þeim þessa
fjórtán daga, er meðal dýrmæt-
ustu minninga minna og ég veit
að svo er um fleiri.
Gunnar sonur þeirra hefur
misst mikið, en honum hefur
einnig verið gefið mikið. Hann á
sér dýrmætar minningar um gott
fólk og yndislegt hjónaband for-
eldra sinna. Það mun gefa honum
styrk.
Er ég sendi Lilju þessar hinstu
kveðjur, vil ég þakka henni fyrir
þá vináttu sem hún gaf og það
fordæmi sem hún sýndi okkur
ungafólkinu.
Lilja var hæglát kona, hún var
góð og traust kona.
Sveinn H. Skúlason.
kunnugt er, og gegndi hvaó eftir
annað mikilsverðum ráðherra-
embættum og öðrum þýðingar-
miklum embættum, en hann var
um ævina sýslumaður í fjórum
stórum sýslum, auk þess banka-
stjóri tslandsbanka. Það hefur oft
verið sagt, og mun mála sannast,
að umsvif á sviði stjórnmála og
framkvæmda, verði ekki sóma-
samlega af hendi leyst, nema að
bakhjarli sé góð eiginkona. Ég tel
það fullvíst, að Sigurður hefði
ekki notið sin einsog raun varð á,
hefði hann ekki eignazt jafnmikla
mannkostakonu og Sólveig var.
Það þurfti mikið á að ganga til
þess að henni yrði haggað.
Veraldleg upphefð hafði sáralitil
áhrif á hana, en skyldum sinum
mætti hún ætíð af festu og fyrir-
hyggju. A langri ævi sem eigin-
kona embættismanns, þurfti hún
oft að hafa vistaskipti. Fyrstu hjú-
skaparár þeirra var Sigurður
sýslumaður Skaftfellinga með bú-
setu i Vík í Mýrdai. Þar varð til
sálmurinn „Alfaðir ræður" vegna
mikils sjóslyss, sem þorpið varð
fyrir. Þetta atvik er fiestum
kunnugt, en Sigurður var mjög
hrifnæmur og skáld i eðli sinu, og
kom þaó honum vel að eiga eigin-
konu, sem skapaði kjölfestu með
rólegu en sterku skapferli. Mér
hefur oft verið hugsað til þess,
hve vel þau hæfðu hvort öðru sem
lífsförunautar, Sólveig og Sigurð-
ur, eins og þau voru ólik áð skap-
ferli, en sameiginlega nær full-
komin.
Sigurður veröur fyrst forsætis-
ráðherra 1914—1915, en segir af
sér, einsog frægt er orðið, vegna
ágreinings við dönsku stjórnina í
sjálfsstæðismáli okkar islend-
inga. Siðan liggur leiðin í Borgar-
nes, en þar er Sigurður sýslumað-
ur i tvö ár. Þá verður Sigurður
Þegar komið er á manndómsár
verður alvara lífsins flestum
raunveruleg, er staðið er frammi
fyrir mótun sjálfstæðrar tilveru.
Samferðamenn hverfa. Saga
þeirra er liðin og hluti eigin sögu,
sem lifir þó í minningu og þeim
innri áhrifum á persónugerð, sem
hver einlæg kynni skapa. Þannig
kynntist ég Lilju Magnúsdóttur
og manni hennar Gretti Asmunds-
syni, sem látinn er fyrir fáum
árum, að ég og sonur þeirra,
Gunnar, urðum vinir i skóla. Þá
myndast oft vinabönd, sem lengi
endast og byggja á það traustum
grunni, að þrátt fyrir að ytri að-
stæóur breytast haldast þau hin
sömu. Þegar best lætur skapast
einnig vinátta við foreldra og nán-
ustu ættmenn. Kom ég iðuiega á
heimili þeirra hjóna ásamt vinum
okkar, Lofti Melberg og Ögmundi
Jónassyni, sem líkt hugsa og ég á
þessari stundu saknaðar og þakk-
lætis. Komumst við brátt að raun
um að við vorum ávallt velkomn-
ir. Var okkur sýnt þar látleysi og
hlýja, sem værum við heimilis-
menn. Efldi það með okkur ástúð
og virðingu fyrir þeim hjónum.
Lilja og Grettir voru á ytra
borði harla ólíkar manneskjur.
aftur ráðherra, þá fjármálaráð-
herra í fyrstu stjórn Jóns Magnús-
sonar. Jón Magnússon óskaði ekki
eftir að flytja úr húsi sínu við
Hverfisgötu, nú hús Hins islenzka
prentarafélags, svo Sigurður og
Sólveig fengu ráðherrabústaðinn
þar sem þau voru húsnæðislaus er
þau komu frá Borgarnesi. Þar á
Sólveig síðan heimili með Sigurði
allt til ársins 1926. Fyrstu kynni
mín af föðursystur minni eru ein-
mitt frá þeim árunum, en siðan
eru 56 ár. Þá geisaði hér Spánska
veikin og var mannskæð, einsog
kunnugt er. Foreldrar mínir
bjuggu þá í Tjarnargötu 14. Þau
létust bæði i veikinni og heimilið
var i upplausn, einsog svo mörg
önnur um það leyti. Þá var það aó
Sólveig tók mig til sín í ráðherra-
bústaðinn. Það er ekkert laun-
ungarmál, þeim er það varðar, að
Sólveig ætlaði sér að fóstra mig
upp. Hjá henndi dvaldi ég fram
um áramótin 1919. En þá skipuð-
ust málin öðruvisi, og ég og systir
mín ólumst upp hjá móðurföður
okkar.
Þótt ég yrði ekki áfram i húsi
Sólveigar, sleppti hún raunar
aldrei fullkomlega af mér hend-
inni. Hún var mér alla tíð tryggur
vinur og leiðbeinandi, sem ég gat
leitaó til hvenær sem var. Hélzt
það alla tið. Eg hefi alla mína ævi,
getaó gengið um heimili Sólveigar
einsog það væri mitt eigið. Mun
ég væntanlega gera það áfram hjá
dóttur hennar, Ernu frænku, sem
var stoð og stytta móður sinnar á
ævikvöldinu, sem var orðið langt.
Sólveig var á 88. aldursári og
hafði mestan hluta ævinnar verið
mjög hraust. En siðustu árin þjáð-
ist hún af hjartasjúkdömi, sem
hún gerði sér fulla grein fyrir að
yrði hennar aldurtili. Í mínum
augum var Sólveig stórbrotin
heiðurskona, sem hélt fast við
gamla siðu. Hún var dóttir emb-
ættismanns og giftist embættis-
manni og bar þess augljós merki í
allri reisn sinni, enda barn þeirr-
ar kynslóðar, sem nú er senn á
förum. Hún var I lifi sinu gæfu-
SÓLVEIG EGGERZ
— MINNING
Hann var gáskafullur og félags-
lyndur en hún öllu hlédrægari og
hæglátari i framkomu. Þessi per-
sónumismunur þeirra var þeim
þó báðum til styrktar og tengdi
þau sterkum böndum. Þau
byggðu líf sitt á sameiginlegum
grunni, mátu forn gildi og mann-
rækt bæði í orðum og gjörðum.
Lilja var sérstaklega yfirveguð í
orðum og látlaus og traustvekj-
andi framkoma hennar bar vott
um þá sjálfsvirðingu, sem virðir
aðra.
Fannst mér henni best hæfa að
klæðast upphlut eða peysufötum,
sem hún gerði endrum og sinnum.
Þó yngri væri átti hún margt sam-
eiginlegt meó þeim konum, sem
forðum klæddust þannig og virtu
bæði Guð og menn. Ekki hafði
Lilja heilsu til að fara um helgar i
Templarahöllina, þar sem Grettir
stjórnaði dansi og var hrókur alls
fagnaðar á meðal ungs fólks. Hún
beið hans heima með eitthvað
gott á borðum og væri ég á
skemmtuninni, var mér stundum
boðið í næturkaffi, þar sem
Grettir með léttum frásögnum
veitti konu sinni hlutdeild i gleði
kvöldsins og með þeirri þátttöku
sinni gaf hún gleði hans fyllra
gildi.
Ungt fólk voru tíðir gestir á
heimili þeirra og hélst svo þó
Grettir væri látinn. Á sextiu ára
afmæli Lilju, sem var einkar
ánægjuleg samkoma var mikið af
ungum mönnum og konum á
heimili hennar, sem mátu þá heil-
brigðu lífsgleði, sem þau hjón
voru alltaf fulltrúar fyrir.
Eftir lát Grettis virtist Lilja
verða alvörugefnari en áður.
Ræddum við þá oftar um stefnur
mannlegs lifs og æðri gildi. Hún
tjáði mér þá einlægu trúarvissu
sína og tilfinningu fyrir
himneskri nálægð. Þrátt fyrir
sjúkdóm og þjáningar bar hún
slíka harma i hljóói og lítið var
um þá rætt. Hún hefur vafalaust
vitað að hverju stefndi og var við
þvi búin í Drottins nafni að skilja
við þennan heim og hverfa þang-
að, sem ástvinir hittast á ný.
Gunnþór Ingason.
kona og mikil gæfa varð það
henni aó geta haldið heimili með
dóttur sinni, þegar hún var orðin
ekkja, halda heimili, þar sem allir
vinir og kunningjar voru ævin-
lega velkomnir.
Sólveig giftist 2. júlí 1908 Sig-
urði Eggerz og var fyrsta heimili
þeirra í Vik í Mýrdal. Þar eru
börn þeirra tvö fædd, Erna,
lengst bankaritari i Utvegsbank-
anum og Pétur, sendiherra. Eg
votta þeim og öðrum aðstandend-
um samúð mína.
Blessuð sé minning Sólveigar
Eggerz.
Kristján B.G. Jónsson
Sólveig var dóttir Kristjáns Jóns
sonar, dómstjóra, f. 4. marz 1852,
d. 2. júli 1926,. Sigurðssonar
bónda og alþingismanns á Gaut-
löndum, og Sólveigar Jónsdóttur,
Þorsteinssonar prests í Reykja-
hlíð, og Önnu, f. 30. júli 1852, d. 2.
des. 1921, Þórarinsdóttur prófasts
i Görðum á Álftanesi, Böðvarsson-
ar. Þau Kristján og Anna áttu alls
8 börn og lifir nú aöeins ein dótt-
irin, Asa, f. 2. des. 1892, yngsta
barnið. Hún dvalur nú á elliheim-
ili í Hróarskeldu.