Morgunblaðið - 23.03.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
Samdráttur hjá álmarkaðnum:
Isal hefur orðið að minnka
framleiðsluna um nær 15%
Oseldar birgðir hjá verk-
smiðjunni fyrir 2000 millj.
EFTIRSPURN eftir áli á heims-
markaði hefur minnkað verulega
frá í fyrra. Gerðu samdráttarein-
kennin fyrst vart við sig í októher
s.l. og nú er svo komið, að ástand-
ið líkist mjög því ástandi sem
rikti á markaðnum á árunum
1970—’72. Þá varð einnig veruleg-
ur samdráttur á markaðnum og
offramboð, birgðir hlóðust upp og
verksmiðjur drógu úr afköstum.
Talið er, að það ástand sem nú
ríkir, batni ekki fyrr en í fyrsta
lagi á árinu 1976. Samdrátturinn
hefur þegar haft áhrif á rekstur
álversins í Straumsvík. Eru
helztu áhrifin þessi:
% 40 ker af 280 kerjum verk-
smiðjunnar hafa verið tekin úr
sambandi og framleiðslan þannig
minnkuð um tæp 15%.
% Ársframleiðslan 1975 var áætl-
uð 76 þúsund tonn, en verður
ekki nema 63 þúsund tonn. Nem-
ur samdráttur í framleiðslunni 13
þúsund tonnum.
0 Af framleiðslu þessa árs, sem
orðin er 14,600 tonn, er aðeins
búið að flytja út helminginn.
Óseldar birgðir hjá verksmiðj-
unni nema nú 17 þúsund tonnum,
að verðmæti um 2000 milijónir
króna.
0 Vegna þessa bága ástands er
ljóst, að verksmiðjan getur ekki
greitt nema 150 milljónir 1 fram-
leiðslugjald á árinu 1975, en
reiknað var með því að vcrksmiðj-
an myndi greiða um 450 milljón-
ir. Framleiðslugjaldið skiptist
milli Byggðasjóðs, Hafnarfjarðar-
bæjar og Iðniánasjóðs, og verða
þessir aðilar því af miklum tekj-
um.
Morgunblaðið átti í gær samtal
við Ragnar Halldórsson forstjóra
ísal um þessi mál og fékk blaðið
ofangreindar upplýsingar hjá
honum. í upphafi samtalsins
greindi Ragnar frá því, að sam-
dráttareinkennanna hefði fyrst
orðið vart i október s.l. og gerðu
einkennin nokkuð skyndilega
vart við sig og komu nokkuð á
óvart, en árið 1974 hafði verið
áliðnaðinum hagstætt og reyndar
örfá ár þar á undan. Þessi þróun
hefur síðan haldið áfram og er nú
mikið offramboð á álmarkaðnum
í hinum vestræna heimi. Álfram-
leiðendur hafa brugðizt við þessu
á sama hátt og árin 1970—’72 þeg-
ar sömu einkenni gerðu vart við
sig og þá jafnvel enn harðar en
orðið er nú, ennþá a.m.k. Þeir
hafa dregið úr afköstum verk-
Framhald á bls. 45
Slæmt ástand i síma-
málum í Breiðholti II
VART hefur orðið töluverðrar
óánægju meðal íbúa nýjustu
hverfa Breiðholts með þjónustu
Bæjarsfmans og þá einkum hvað
snertir lagningu síma f nýbygg-
ingar á þessum slóðum. I samtali
við Morgunblaðið í gær staðfesti
Flugliðar og farmenn:
Óánægja en aðgerðir
ekki afráðnar ennþá
Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri
í Reykjavík, að símanum hefði
borizt til eyrna þessar óánægju-
raddir íbúa í Seljahverfi og
Skógahverfi — nýjustu hverfun-
um í Breiðholti.
Ástæðurnar fyrir seinagangi
símans við lagningu sima í ný hús
í þessum hverfum kvað Hafsteinn
m.a. vera þá, að þessi hverfi hefðu
byggzt hraðar upp en áætlað hefði
verið en á sama tima væri bæjar-
símanum sniðinn ákveðinn stakk-
ur á fjárlögum og stofnunin gæti
Framhald á bls. 47..
að er betra
að gefa vel
svo nóg verði
af páskaeggjum
Ljósmynd Friðþjófur
1 TILEFNI nýrra reglna um
áhafnagjaldeyri til handa fluglið-
um og farmönnum, sem skýrt var
frá f Morgunblaðinu sl. föstudag,
leitaði Morgunblaðið álits for-
ustumanna viðkomandi félaga á
fyrrgreindri ákvörðun og hverra
viðbragða væri að vænta af þeirra
hálfu.
Að sögn Ingólfs Stefánssonar,
framkvæmdastjóra Farmanna- og
fiskimannasambandsins, hefur
enn ekki verið fjallað um þetta
mál innan stjórnar félagsins og
þar af leiðandi ekki tekin afstaða
til þess. Kvaðst hann því ekki geta
tjáð sig um þetta atriði að svo
stöddu.
Jóhann Sigfússon, formaður
félags atvinnuflugmanna, sagði,
að eðlilega væri mikil óánægja
innan félagsins með þessa ákvörð-
un og næstu viðbrögð félagsins
yrði að óska eftir því við viðkom-
andi yfirvöld að fá fund um mál-
ið. Ekkert yrði ákveðið um frek-
ari aðgerðir fyrr en að slfkum
fundi loknum.
Erla Hatlemark, formaður fé-
lags flugfreyja, kvað stjórn
félagsins þegar hafa sent viðkom-
andi yfirvöldum mótmælabréf
vegna þessarar ákvörðunar en
hins vegar hefði enn ekki tekizt
að ná saman fundi í félaginu til að
fjalla um aðgerðir. Erla kvað flug-
freyjur óánægðar með hversu
þessi ákvörðun mismunaði þeim
sérstaklega. Sama 15% reglan
væri látin gilda um flugfreyjur og
flugmenn, þrátt fyrir að flug-
menn hefðu mun hærri laun en
flugfreyjur, en farmenn sem
hefðu einna helzt sambærileg
laun á við flugfreyjur héldu
áfram 30% gjaldeyrishlutfalli.
Flugfreyjur eiga nú í samninga-
viðræðum við flugfélögin um
kaup -og kjör, og þar sem flug-
freyjur litu á gjaldeyrisúttektina
sem hluta af kjaramálum sínum,
væri alls ekki óhugsandi að þessi
gjaldrýrnun og þar af leiðandi
kjaraskerðing kæmi til með að
fléttast inn í þær viðræður.
Ólafur Jóhannesson um verzlunina:
Þeir, sem gera góð inn-
kaup, eiga að njóta þess
1 RÆÐU þeirri, sem Olafur Jó-
hannesson, viðskiptaráðherra,
flutti f útvarpsumræðum i fyrra-
kvöld, gerði hann að umtalsvefni
málefni verzlunarinnar og sagði,
að finna þyrfti leiðir til þess að
láta þá sem gera góð innkaup
njóta þess. Viðskiptaráðherra
sagði, að framleiðsluatvinnu-
vegirnir væru undirstaða afkomu
þjóðarbúsins en margs konar
þjónustustarfsemi væri einnig
mikilvæg og þá ekki hvað sízt
verzlunin.
Ölafur Jóhannesson sagði að
verzlunin þyrfti að búa við eðlileg
starfsskilyrði, en jafnframt þyrfti
að veita henni nauðsynlegt að-
hald, bæði frá neytendum og af
opinberri hálfu, því að um hend-
ur þeirra er hana stunda færi
mikið fjármagn. I samræmi við
málefnasamning ríkisstjórnarinn-
ar verður undirbúin löggjöf um
viðskiptahætti, verðmyndun og
verðgæzlu, sagði Ölafur Jó-
hannesson.
Verður gerð tilraun til
loðnuveiða að sumarlagi?
RÆTT hefur verið um möguleika
á að veiða loðnu að sumarlagi.
Jakob Jakobsson, fiskifræðingur,
sagði, að undanfarín ár hefði oft
verið rætt um þennan möguleika,
en til þess að hann yrði fram-
kvæmanlegur þyrftu að fara fram
rannsóknir og tilraunaveiðar. Það
væri t.d. alls ekki ljóst, hvaða
veiðarfæri hentuðu bezt, herpinót
eða flotvarpa. Ekki er ljóst, hvort
hafrannsóknarstofnunin muni í
sumar láta slfkar tilraunaveiðar
fara fram, en Jakob kvað það til
umræðu.
Jakob Jakobsson sagði, að lítið
/æri vitað um tækifæri til slíkra
veiða, en loðnustofninn væri í
hafinu milli Islands, Grænlands
og Jan Mayen á sumrin. Fannst
oft loðna á síldarárunum. Fyrir
nokkrum árum var gerð tilraun
til veiða að sumarlagi og fiskaðist
þá eitthvert magn, en ekki mikið.
Var það 1969, en síðan hefur ekki
verið gerð tilraun. Jakob sagðist
gera ráð fyrir að skipin þyrftu að
sækja loðnuna út undir ísröndina,
en hann kvað fitu hennar vera
mjög breytilega frá ári til árs.
Þetta kvað hann þurfa að kanna.
Loðnuveíðibann er í gildi í sum-
ar til 1. ágúst, en eftir þann tíma
er talið að hún sé orðin mjög feit.
Getur því lýsisverð þá haft tals-
verð áhrif á það, hvort veiðarnar
borga sig eða ekki. Er óskaplega
erfitt að segja um veiðilíkur.
Fyrir þremur árum sendu Norð-
menn tilraunaskip, sem var að
veiðum i 3 vikur og fékk ekki
nema fáeinar tunnur af loðnu út
af Vestfjörðum og víðar. Er alls
ekki vist, hvaða veiðarfæri henti
bezt. Jakob sagði að alls ekki væri
vist að herpinót hentaði bezt, flot-
varpa gæti alveg eins komið til
greina, ef loðnan stæði djúpt.
Jakob sagði að á síldarárunum
hefði það komið fyrir að menn
hefðu kastað á loðnu í misgripum
fyrir síld.
Skyldusparnað-
ur í framkvæmd
I FRUMVARPI rfkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahags- og
fjármálum er lagt til, að skattgreiðendur, sem ekki hafa náð 67
ára aldri, greiði 5% skyldusparnað af tekjum yfir ákveðnu
marki. Skyldusparnaðurinn greiðist jafnhliða þinggjöldum til
ríkissjóðs og er endurgreiddur í verðtryggðum spariskfrteinum,
sem eru innleysanleg frá fyrsta febrúar 1978. Við útreikning
skyldusparnaðar skv. frumvarpinu er farið eftir þessum reglum:
a. Einstaklingar: 5% af skattgjaldstekjum skattársins 1974 að
frádregnum 1.000.000 kr., auk 75.000 kr. fyrir hvert barn sem
er á framfæri þeirra.
b. Samsköttuð hjón: 5% af skattgjaldstekjum skattársins 1974 að
frádregnum 1.250.000 kr., auk 75.000 kr. fyrir hvert barn sem
er á framfæri þeirra.
c. Hjón sem telja fram hvort f sínu lagi: 5% af skattgjaldstekjum
hvors um sig, að frádregnum 750.000 kr. hjá hvoru, auk 37.750
kr. hjá hvoru fyrir hvert barn sém er á framfæri þeirra.
Nemi munur útsvarsskyldra tekna og skattgjaldstekna hærri
upphæð en 200.000 kr. hjá einstaklingi og hvoru hjóna sem telja
fram hvort í sfnu iagi en 300.000 kr. hjá samsköttuðum hjónum
skal hækka skattgjaldstekjur samkvæmt staflfnum a., b. og c. um
þá upphæð sem munurinn er umfram þessar upphæðir, eftir þvf
sem við á, og reiknast skyldusparnaður þá miðað við þessar
upphækkuðu skattgjaldstekjur, sbr. stafliði a., b. og c.
Sérstakar skorður eru reistar við því hver frádráttur vegna
afskriftarreglna getur orðið mikill.
Lagt er til að skyldusparnaður sé ekki greiddur af lægri tekjum
en hér segir, og er þá annars vegar miðað við nettótekjur en hins
vegar áætlaðar brúttótekjur á viðkomandi tekjubili miðað við
meðalfrádrátt til skatts:
Nettótekjur Brúttótekjur
Einhleypingur, barnlaus .......... 1.000.000 1.150.000
Barnlaus hjón .................... 1.250.000 1.550.000
Hjón með 2 börn .................. 1.400.000 1.800.000