Morgunblaðið - 23.03.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.03.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 25 Kristján Ragnarsson, formaður LIU; 7,5% en ekki 31,5% I SJÖNVARPSÞÆTTINUM „Kastljós" 7. þ.m. var rætt við Kristján Thorlacius, formann B.S.R.B., um kjaramál opin- berra starfsmanna. í viðtali þessu veittist formaóur B.S.R.B. að útvegsmönnum með dylgjum og rangfærslum svo að furðu sætti. I upphafi viðtalsins ásakar formaðurinn ríkisstjórnina um að hafa ekki orðið við tilmælum sínum, um að fram færi rann- sókn á högum útgerðarinnar og atvinnufyrirtækja yfirleitt á vegum þingkjörinnar nefndar Alþingis. I þessu sambandi lét hann sem hann vissi ekki, að Þjóðhagsstofnunin framkvæm- ir slíka úttekt á atvinnuvegun- um og hefur hún legið fyrir um stöðu sjávarútvegsins. Menn geta svo getið sér til um, hvort þingnefnd á vegum Aiþingis sé hæfari til þess aó framkvæma úttekt á stöðu atvinnuveganna en Þjóðhagsstofnunin, sem hpf- ur á að skipa hinum hæfustu sérfræðingum á þessu sviði og vinnur reglubundið að athug- unum á afkomu atvinnuveg- anna. Nær væri fyrir formanninn að kynna sér þessi gögn og gagnrýna þau efnislega, ef hon- um þætti ástæða til, en vera með getsakir um að afkoma at- vinnuveganna sé með öðrum hætti en hún er í raun og veru. í viótalinu ræðir formaður- inn um afskriftareglur af fiski- skipum og segir, að útgerðar- maður geti fyrnt skip um 31.5% á ári. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að afskriftir af skipum eru samkvæmt c) lið 15. gr. tekjuskattslaganna lág- mark 10% og hámark 15%. Undir þennan lið heyra einnig vélar í iðnaði, flugvélar, vélar og tæki til jarðvinnslu og mann- virkjagerðar. Auk þessarar fyrningar er hægt að fyrna með svokallaðri flýtifyrningu um 6% á ári í 5 ár. Hámarksfyrning er því 21%, þegar lagðar eru saman hámarksfyrning og flýti- fyrning. Með breytingum, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir á tekju- skattslögunum á árinu 1972 var ákveðið, að heimila að hækka almennu fyrninguna (10—15%) um þá verðhækkun, sem verði eftir gildistöku Iag- anna. Verðhækkunarstuðul, samkv. þessu ákvæði, skal fjár- málaráðuneytið gefa út í sam- ráði við Hagstofu Islands. Það var síðast gert 23. desember s.l. með auglýsingu fjármálaráðu- neytisins nr. 381/1974, þar sem ákveðið var að verðhækkunar- stuðull verði 70%. Með þessum hætti er hægt að reikna afskrift af skipi 31.5% (hámarksfyrn- ing 15% + 70% álag = 25.5% + 6% flytifyrning = 31.5%). Það verður að telja furðulegt við þessa löggjöf að verðhækk- unarstuðullinn reiknast til við- bótar við aðrar fyrningar, þótt um sé að ræða fyrningu t.d. af nýju skipi. Tilgangurinn meó verðhækkunarstuðlinum átti að vera til að vega upp á móti verðhækkunum, en ekki til að koma til viðbótar við verðhækk- anir. Þetta eru lög frá Hinu háa Alþingi sem sett voru að tillögu vinstri stjórnarinnar 1972 og ekki við útvegsmenn að sakast, þótt þau séu með þeim ágöli- um, sem hér hefur verið bent á. Aðalatriði þessa máls er hins vegar ekki, hvað heimilt er samkvæmt einhverjum illa gerðum lögum, heldur hitt, hver er staða útvegsins og hvað reksturinn ieyfir að afskrifað sé og þá með hvaða afskrift er reiknað i þeirri úttekt, sem Þjóóhagsstofnun gerir á stöðu útvegsins. Þá er ekki reiknað með lágmarksafskrift 10%, ekki með flýtifyrningu og ekki með verðstuðulshækkun, held- ur 7.5% af vátryggingarverði fiskiskipaflotans, sem lætur nærri að vera hálft endurnýj- unarvirði hans. Þetta er sú afskrift, sem reiknað er með og i nióurstöðu þeirra gagna, sem fyrir lágu við síðustu fiskverðs- ákvörðun vantaði mikið á að endar næðu saman og sannar það, að útgerðin hefir ekki einu sinni möguleika á 7.5% af- skrift. Allt tal um að útvegs- menn geti afskrifað skip sín um 31.5% er því út í hött og til þess eins sagt villa um fyrir almenn- ingi um mat hans á afkomu útvegsins, þar sem látið er að því liggja, að það sé grundvöll- ur, er byggist á 31.5% afskrift, sem hann fari fram á. í dæmi sínu um söluhagnað á fiskiskipi fer formaðurinn al- rangt með staðreyndir og býr til dæmi, sem á sér enga hlið- stæðu. 1 því dæmi gleymir hann viljandi eða óviljandi, að af- skrift umfram lágmarksfyrn- ingu, þ.e. 10%, er skattskyldur söluhagnaður, hversu lengi sem menn hafa átt skipin. I dæmi sínu kemst formaðurinn að þvi, að skattfrjáls söluhagnaður af skipi, sem útgeróarmaður hafi átt í 4 ár og hann hafi keypt á 200 milljónir og selt á 300 milljónir, væri 180 milljónir. Þetta dæmi á sér enga stoð í raunveruleikanum, því þrátt fyrir verðbólgu lækka fiskiskip tiltölulega fljótt í verði vegna þess að þau gang» fljótt úr sér og þau verða úrelt vegna tækni- breytinga. En þótt litið sé fram hjá því, að dæmi formannsins sé óraunhæft, þá væri niður- staða hans alröng. Skattfrjáls söluhagnaður væri ekki 180 milljónir og skattskyldar fyrn- ingar 88 milljónir, heldur yrði skattskyldur söluhagnaður 180 milljónir vegna þess að sölu- hagnaður umfram lágmarks- fyrningu er skattskyldur. Eina undantekningin frá þessari reglu er, að keypt sé nýtt skip, þá flyzt umframfyrningin yfir á hið nýja skip og er það þá þegar afskrifað um þá upphæð. Full- yrðing formannsins um að út- geróarmaður, sem hagnazt hefði þannig á sölu á skipi gæti selt skipið öðru fyrirtæki, er hann ætti einnig, og byrjað að afskrifa að nýju, á sér enga stoð í lögum. Það verður aó teljast einkennilegt að gefa formanni B.S.R.B. kost á aó þylja fyrir þjóðinni í ríkisfjölmiðli óhróður um tiltekna stétt manna, þar sem þeim er ekki gefið tækifæri til að svara fyrir sig. Æskilegra hefði verið að hann hefði skýrt fyrir þjóðinni þau forréttindi, sem opinber starfsmaður hefur umfram aðra i lifeyrisréttindum, fæóis- hlunnindum og fastráðningu, sem gerir hinu opinbera ókleift að losna við ónothæfa starfs- krafta. Ég leyfi mér að vekja athygli á, að umræddur formaður B.S.R.B. er deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu, en það ráðu- neyti fjallar sérstaklega um skattamál. athafnalífsins og undirbúa jarð- veginn fyrir lokaaðgerðirnar, sem nú er að unnið. Á því leikur enginn vafi, að í heild tekur almenningur vel þeim tillögum, sem lagðar hafa verið fram í efnahags- og atvinnu- málum. Fólkinu er ljóst, að yfir- bygging ríkiskerfisins er orðin allt of mikil, og brýna nauðsyn ber til að snúast af þrótti og manndómi gegn þeirri þróun, að hið opinbera vald aukist stöðugt og rfkiskerfið vefji upp á sig ár frá ári. Niðurskurður fjárlaganna er fyrsta alvarlega tilraunin, sem um langt skeið hefur verið gerð til þess að snúa við þessari þróun, og þeirri stefnu fagnar áreiðan- lega yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Enginn skyldi þó ætla, aó þessar aðgerðir verði sársauka- lausar. Margir munu sakna þess að fá ekki þær framkvæmdir, sem þeir höfðu búizt við, á árinu, og margir verða að leita sér annarra verkefna en þeirra, sem þeir ým- ist stefndu að eða voru þegar starfandi við. Tilgangurinn er sá, að flytja bæði vinnuafl og fjár- magn frá ríkinu til atvinnuveg- anna og vió það verða menn að sætta sig. Raunar ætti kannski heldur að segja: yfir því ættu menn að gleðjast. Að draga úr verðbólgu Efnahagsaógerðirnar nú miða öðrum þræði að því aó leitast við að hægja á verðbólguhraðanum. Menn eru sammála um, að gjör- samlega sé útilokað að stöðva á einu ári jafnmikla verðbóigu og hér var síðastliðið ár. Takmarkiö er að hægja á og leitast við að ná jafnvægi á nokkru árabili. Niður- skuróur fjárlaganna er einn þátt- urinn í þessari stefnu, en skatta- lækkanirnar miða að hinu sama. Lækkun beinu skattanna gerir það að verkum, að launamenn geta sætt sig við minni kaup- gjaldshækkanir en ella, og lækk- un óbeinu skattana miðar að því að halda vöruverði lægra en vera mundi ella. Og áreiðanlegt er, að einnig þetta telur yfirgnæfandi meirihluti islendinga vera rétt að gera eins og nú er ástatt í efna- hagsmálum. En þó að mönnum sé ljósf, að hér sé um rétta stefnu að ræða, er þeim hitt jafn ljóst, að takmark- aður árangur verður af þessum ráðstöfunum, ef ekki tekst að stilla kaupgjaldi i hóf og ná heil- brigðum samningum á vinnu- markaði. Efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú farið til nefndar, og mun ekki verða end- anlega afgreitt fyrr en eftir páska. Landslýður veit hins vegar um áformin, og það mun auðvelda aðilum vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu, enda leikur enginn vafi á þvi, að fólkið vill nú vinnufrið og óskar þess heitast, að vinnudeilurnar verði hið fyrsta settar niður og heildarsamkomu- lag gert. Eins og við var að búast reyna stjórnarandstæðingar að gera efnahagstillögurnar tortryggi- legar og hafa allt á hornum sér, en heldur eru nú rök þeirra létt- væg og hjalió innantómt. Flugvallagjald og skyldusparnaður Tveir eru þeir liðir i efnahags- tillögunum, sem ágreiningi valda. Þeir eru að vísu lítilmótlegir mið- að við heildarstefnuna, sem mörk- uð er, og vist skal á það fallizt, að þeir geti orkað tvímaélis, enda ágætlega lagaðir til að rífast um þá. Á þeim hafa allir jafn mikið vit og öllum reynist jafn auðvelt að æsa sig upp. Flugvallargjaldið er í eðli sinu sama og söluskattur á farmiða til útlanda, en aðeins ákveðin, föst upphæð. Mikið hefur verið um það rætt, aó ekki væri óeðlilegra að skattleggja utanlandsferðir en neyslu innanlands, og með þess- ari ákvörðun er í litlum mæli farið inn á þá braut. Öðrum finnst skattlagning þessi ógeðug og raunar óþörf nú því að utan- landsferðir hafi hvort sem er hækkað svo mjög í verói. En hvað sem um þetta rifrildi er aó segja, þá skiptir þetta hverfandi litlu máli og skal ekki orðlengt frekar. Um hinn svokallaða skyldu- sparnað er það að segja, að hann er einnig mjög lítilvægur liður í heildarráðstöfununum. Hins vegar má til sanns vegar færa, að þar sé um nýja stefnumörkun aó ræða. Nú sé fullorðið fólk skyldað til að spara, þvi sé ekki lengur treyst til að ráðstafa sjálft fjár- munum sínum á hinn hyggileg- asta hátt. Þegar mál þetta var til meðferðar hjá stjórnmálaflokk- um, bentu ýmsir á, að æskilegra væri að taka þessi 5% hreinlega með sköttum á þessu eiita ári, þegar erfiðleikar steójuðu aó. Aðrir vöruðu við því, vegna þess að hætt er við, að erfiðlega gangi að lækka þá skatta, sem á eru komnir og skattheimta mundi þá fara langt yfir 50%, sem óhjá- kvæmilega mundi draga úr af- köstum manna og valda marghátt- aðri óánægju. Þess er svo að gæta, að menn fá að sjálfsögðu einhvers konar viðurkenningu fyrir þessa inn- stæðu hjá ríkinu og slíkri skuida- viðurkenningu geta þeir ráðstaf- að. Þetta er því fé, sem heldur gildi sínu, og þeir, sem betri kjör- in hafa, eiga vel að geta unað því að halda þessari innstæðu sinni. En raunar má ætla, að sama markmiði hefói mátt ná með skuldabréfaútgáfu hjá rík- inu. Slik bréf hefðu vafalítið selzt, án þess að nokkur væri þvingaður til að kaupa þau. En mergurinn málsins er sá, að þetta er lítilvægt atriði, sem ekki getur skipt neinn þvi máli, að menn þurfi að snúast gegn efnahagsráð- stöfununum í heild af þeim sökum. Slíkt væri hreinn kjána- skapur. Eiturefni í sjó Að óreyndu hefóu menn ekki trúað því, að Finnar létu það við- gangast, að miklu magni baneitr- aóra efna væri varpað i sjó, en sú virðist þó ætla að verða raunin, þegar þetta er ritað. Bréfritara er kunnugt um, að Einar Agústsson utanrikisráð- herra ætlar að bera frarn harðorð mótmæli gegn þessu framferði á fundi utanrikisráóherra Norður- landa, og raunar hefói verið ástæða til að íslenzka ríkisstjórn- in mótmæiti þessu, þegar er fregnir bárust af þessu hátterni. Auðvitað er ekki þýðingar- minna að hindra mengun sjávar- ins en það er fyrir okkur að færa út fiskveiðitakmörkin. Þess vegna ber okkur að beita áhrifum okkar í hvert eitt sinn, er slík hætta er á ferðurn, og leitast við aö fá sem allra flestar þjóðir til beinna að- gerða, þegar slik glæpaverk eru framin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.