Morgunblaðið - 23.03.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.03.1975, Qupperneq 27
 MORGUNBLAÐIÐv SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 27 SAMSÖNGUR SKÓLATÓNLEIKAR SKAGFIRÐINGAR hafa löngum þótt dugmiklir söngmenn og sannast það í fjörmiklu starfi Skagfirzku söng- sveitarinnar. Ef það er rétt að söng- félagar séu allir skagfirzkir, má heita gott að geta mannað svo góðan kór, þvi varla hafa raddgæði valdið nokkru um suðurferðir þeirra. Þessi dugnaður og sönggleði hefur undan- farin 5 ár verið í skólun hjá Snæ- björgu Snæbjarnardóttur, sem er bæði duglegur og góður tónlistar- maður. Félagsleg samheldni er ekki afsökun fyrir lélegum söng, en þegar vel tekst til, sem hjá Skagfirzku söngsveitinni, þá er slik starfsemi til mikils menningarauka. Söngur kórs- ins var viða áferðarfailegur og auð- heyrt að söngstjórinn kann þá list að stýra óþjálfuðu söngfólki án þess að ofbjóða raddgetu þess. Um efnisval mætti segja sitthvað og þá helzt, að bæði röðun og val viðfangsefna hefði mátt vera sam- stæðara, ekki svona hvað innan um annað og sitt úr hvorri áttinni; þó slikt breyti litlu um frammistöðu, verða vel skipulagðir tónleikar áhrifameiri og skiptingar milli stil- tegunda nokkurs konar „cres- cendo". Eftir íslenzk tónskáld söng kórinn tvö lög eftir Pál ísólfsson, Máriuvers og Söng bláu nunnanna. þrjú lög eftir Þórarin Guðmundsson, Hugleiðingu, Vertu Guð faðir og Oliuljós og sitt hvort lagið eftir Skúla Halldórsson og Þorkel Sigur- björnsson. Tvö þessara laga voru hér flutt i fyrsta sinn; Oliuljós eftir Þórarin Guðmundsson við texta eftir Þóri Bergsson og Bæn. bæði lag og texti eftir Skúla Halldórsson. Þórarinn er hittinn lagsmiður, með sterka tilfinn- ingu fyrir formi og stil. Bæn Skúla var aftur á móti ákaflega laus i formi, hvort sem það er tónskáldi eða flytjendum að kenna. Sömuleið- is var lag Þorkels á einhvern hátt formlaust og má vera að söngur barnanna, þó þokkalegur væri, hafi valdið þar nokkru. Tónleikunum lauk með þvi að kór- inn söng með töluverðum tilþrifum þátt úr Magnificat Ehre und Preis, eftir Jóhann Sebastian Bach. ÞAÐ hefur ekki þótt hlýða að rita gagnrýni um tónleika skólafólks, jafnvel þótt um væri að ræða nemendur sem allt eins mætti flokka með fullgildum listamönnum. Slik umfjöllun er vandasöm og getur jafn- vel verið skaðleg. Gagnrýni er og óréttlát getur i hæsta lagi gilt fyrir daginn i dag, en ekki til langs tima og segir oft á tiðum minna til um viðfangsefnið en gagnrýnandann sjálfan. Þegar dæma á um frammistöðu nemenda verður að hafa mið af ýmsum þáttum náms- ins. Þessi viðmiðun er meira og minna úr sögunni þegar listamaður hefur lokið námi, þroskazt og öðlazt sjálfstæði i listsköpun sinni. Gagn- vart fjörmiklum blásurum Skóla- hljómsveitar Kópavogs er gagnrýni marklaus. Gera mætti úttekt á starfi þeirra, sem um þessi mál fjalla. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON kennslufræðilega, menningarlega og félagsfræðilega séð. Hvort lúðra- blástur skuli sitja i fyrirrúmi, hvort takmarkið sé uppeldi hljóðfæraleik- ara eða að skapa ungu fólki tækifæri til iðkunar tónlistar sem þroskandi fristundaleiks. Þetta og margt annað varðandi tónlistaruppeldi mætti og þarf að ræða um á opinberum vett- vangi. Áhugi og spilagleði barnanna var smitandi og víða brá fyrir glettilega góðum leik. t.d. i „slagverkinu": Það sem einna helzt mætti finna að, var verkefnavalið og heildarsvipur flutn- Framhald á bls.45 Ploneer 11 yfir Júpiter. Rauði bletturinn I baksýn. Rauöi bletturinn á Júpíter gífurlegur fellibghir? Bandarískir vísinda- menn eru nú önnum kafnir við aó vinna úr þeim upplýsingum, sem bandaríska geimfarið Pioneer-Saturn sendi til jarðar, er það geystist framhjá plánetunni Júpi- ter dagana 2.—3. desem- ber sl. Geimfarið var upphaflega kallað Pioneer 11, en nafninu breytt, er það hafði komizt svo til klakklaust framhjá Júpiter í um 26600 mílna fjarlægð, því að næsti áfangastaóur er plánetan Satúrnus og er áætlað, aó geimfarið komi þangað i september 1979, eftir að hafa lagt aó baki 2 milljarða mílna ferð. Vegalengdin frá jörðu til Júpíters er um 620 milljón míl- ur og þaö sem visindamenn höfðu mestar áhyggjur af eftir þessa löngu ferð, var, að geim- farið myndi ekki þola ferðina gegnum gífurlega sterk geisla- belti Júpiters, sem eru 40 þúsund sinnum þykkari, en geislabelti þau sem umlykja jörðu. En Pioneer reynist verk- efninu vaxinn og slapp nær Ometan- legar upplýs- ingar frá Pioneer II lægð2. desember 1374 heill gegnum þolraunina, þótt hann fengi á sig tvo loftsteina og 4000 volta raflost, sem hristi mjög upp í hinum flóknu raf- eindatækjum og bilaði þá m.a. tæki, sem mæla átti gastegund- ir, og infrarauðmyndavél, sem tók myndir af pólarsvæðum Júpiters, bilaði einnig, þannig að um 40% þeirra upplýsinga, sem visindamenn höfðu gert sér vonir um á þessu sviði fóru forgörðum. Þetta voru hins- vegar einu bilanirnar og öll önnur tæki geimfarsins störfuðu eðlilega. Upplýsingarnar, sem vísinda- menn fengu, voru miklu meiri en þeir höfðu nokkru sinni þor- að að vona. Það, sem kom þeim mest á óvart, var hið lága hita- stig á pólarsvæðunum. Upp- lýsingar frá Pioneer 10, sem fór fram hjá Júpiter á sl. ári, að vísu í 82 þúsund mílna fjar- lægð, höfðu gefið til kynna, að hitastigið væri ótrúlega jafnt, og litill munur á hita að nóttu eða degi. Nýjustu upplýsingar benda hins vegar til, að hita- streymi plánetunnar sé fremur lélegt. Upplýsingarnar sem visinda- menn hafa fengið frá báðum þessum ferðum hafa breytt mjög fyrri hugmyndum manna um Júpiter. Vísindamenn velta nú mjög fyrir sér hvort Júpiter hafi nokkurn harðan kjarna, og sé aðeins risastór bolti gass og fljótandi efna. Sé einhver harð- ur kjarni, er hann að öllum líkindum eitthvað álika jörð- inni að stærð, sem þá væri eins og tituprjónshaus inni í andrúmslofti Júpiters, sem er 1000 sinnum stærra en andrúmsloft jarðar. Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort líf sé að finna á Júpiter. Andrúmsloftið þar er samsett úr 84% vetni og 15% helíum en andrúmsloft jarðar úr 78% köfnunarefni og 21% súrefni. Helztu rökin, sem menn, sem hallast að lifskenn- ingunni, nota, eru hitastigin. Þrátt fyrir að kuldinn i skýja- toppunum sé um + 210 stig á Farenheit, bendir ýmislegt til, að neðar sé að finna hitastig eins og í stofu og á þvi svæói er líklegast að einhvers konar ör- smáar, fljúgandi lífverur sé að finna. Mjög skiptar skoðanir eru meðal manna um þennan risa sólkerfisins, vegna þess að Júpiter er að mörgu leyti plán- eta og að sumu leyti eins og iítil sól. Léttu gastegundirnar eru svipaðar og á sólinni og vísinda- menn hafa gizkað á, að innsti kjarni Júpiters, hvernig sem hann kann að vera samansett- ur, sé sex sinnum heitari en yfirborð sólar. Þá er Júpiter að þvt leyti ólíkur öðrum plánet- um í sólkerfinu, að hann geislar frá sér tvisvar sinnum meiri hita en hann fær frá sólu. Plán- etan sendir stöðugt frá sér gíf- urlega orkustróka, sem stund- um líkjast eldingu og eru álíka öflugir og nokkrar kjarnorku- sprengjur. Þá hefur för Pioneers að öll- um líkindum orðið til að leysa gátuna, sem valdið hefur 'vís- indamönnum heilabrotum um langan aldur og það er rauði bletturinn, sem sést á Júpiter. Myndir frá Pioneer benda til, að hér sé aðeins um að ræða gifurlega stóran fellibyl, sem á stundum nær yfir allt að 25 þúsund mílna svæði. Skýin frá þessum 400 ára gamla fellibyl ná í allt að 7,5 km hæð. Hins vegar er það mönnum mikil ráðgáta hvaðan sú orka kemur, sem heldur fellibylnum gang- andi. Sú ráðgáta er aðeins ein af mörg hundruð, sem vísinda- menn leita svars við, er þeir nú í alvöru byrja að reyna að mála mynd af Júpiter gegnum augu Pioneers.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.