Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
1 Móðir mín og fósturmóðir. h
ÞÓRA FRÍMANNSDÓTTIR
frá Skagastrónd,
Þórólfsgötu 5, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirðí þriðjudaginn 25. þ.m.
kl. 2 e.h. Aðalheiður Frimannsdóttir Eðvarð Ragnarsson.
Útför ^ h
GUÐRÚNAR ELÍASDÓTTUR
sem lézt 1 9. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 26. marz
kl. 1 3.30.
Blóm vínsamlegast afbeðin. en þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna. Guðmunda Dagbjartsdóttir, Pétur Magnússon.
t
Móðir okkar
SIGRÍÐUR J. SIGURÐARDÓTTIR
Vesturvallagótu 10,
verður jarðsungin frá Dómkírkjunni þriðjudaginn 25. marz kl. 10 30
Dóra Jóhannsdóttir,
Elísabet Jóhannsdóttir,
Sigurður Jóhannsson.
t
Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
sonar okkar, broður og föður y
TORFA HAFSTEINS BALDURSSONAR.
Ingibjörg Torfadóttir, Ingibjörg Torfadóttir.
Baldur Sveinsson, Ásgeir Torfason,
Þórir Baldursson Freyja Torfadóttir.
Maðurinn minn, t MAGNÚS F. JÓNSSON,
Hagamel 47,
andaðist að kvöldi 14 marz. Jarðarförin er ákveðin frá Neskírkju
mánudaginn 24 marz kl. 1 3.30.
Guðfinna Björnsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓHANNES ELÍASSON,
bankastjóri
sem andaðíst að kvöldi 1 7. marz, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni,
þriðjudaginn 25 marz kl. 14
Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Sigurbjörg Þorvaldsdóttir,
Róslín Jóhannesdóttir. Kristin Jóhannesdóttir,
Þorvaldur Jóhannesson.
t
Unnusti minn, sonur okkar, dóttursonur og bróðir,
ÓSKARBRAGASON,
Meistaravöllum 21,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. þim kl. 10f.h.
Fyrír hönd annarra vandamanna, ^
Þóra Kristiansen
Ésther Halldórsdóttir, Bragi Sigurbergsson,
Magnea Tómasdóttir, Halldór ísleifsson,
Halldór Bragason, Trausti Bragason.
t
Þökkum innilega öllum þeim mikla fjölda vina og ættingja, nær og
fjær, sem vottað hafa okkur samúð sína, og minnst með ástúð og
virðingu, á margvíslegan hátt, konu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur og ömmu
ÁSDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Hraunteigi 9
við andlát hennar og útför
Ásbjörn Stefánssori
Guðmundur Karl Ásbjörnsson Elizabeth Hangartner-Ásbjörnsson
Lilja Ásdís Þormar Halldór Þormar
Ingólfur Örn Ásbjörnsson Arnþrúður Sæmundsdóttir
Ragnhildur Ásbjörnsdóttir og barnabörn.
Steingrímur Magnús-
son — Minningarorð
Fæddur 15. júnf 1908.
Dáinn 13. mars 1975.
„Hér féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauðinn meir.en nóg.“
Það er alltaf mikill mannskaði,
þegar góður, göfugur drengur
fellur í valinn, þó nokkuð
aldraður sé, og búinn að vinna
þjóð sinni marga áratugi, af mikl-
um dugnaði og trúmennsku, en
svo var um Steingrím Magnússon.
Þá er og mikill harmur kveðinn
að ástvinum hins látna manns,
konu hans og börnum. Tekur það
og á tilfinningar vina hans og
vandamanna.
Steingrimur Magnússon var
fæddur að Hafurstaðakoti á
Skagaströnd 15. júní 1908, en þar
höfðu foreldrar hans, Guðrún
Einarsdóttir og Magnús Stein-
grímsson, búið í eitt ár. Stein-
grímur ólst upp með foreldrum
sínum til fermingaraldurs, en fór
þá að vinna fyrir sér á eigin spýt-
ur á ýmsum stöðum í Húnavatns-
sýslu og víðar. Þegar á unglings-
árum þótti Steingrímur hlut-
gengur til allra sveitastarfa. Var
dugnaður hans og dyggð annáluð
af öllum er honum kynntust, jafnt
þeirra sem aðeins voru áhorf-
endur sem hinna er nutu verka
hans. Þegar á ungdómsárum
rækti Steingrímur Magnússon
allar fornar dyggðir og þær heilla-
dísir voru nánir fylginautar hans
til hinstu stundar. Steingrímur
kvæntist 14. maí 1932 Ríkey
Magnúsdóttur sem þá var til
heimilis á Bollastöðum í Blöndu-
dal, og reistu þau bú ári seinna á
Torfustöðum í Svartárdal í Húna-
vatnssýslu. Ríkey Magnúsdóttir
er fædd 11. júlí 1911 í Ásmundar-
nesi í Kaldrananeshreppi,
Strandasýslu, en fluttist á
bernskuárum austur yfir Húna-
flóa. Þau hjónin Steingrímur og
Rikey bjuggu 14 ár á Torfustöð-
um, á þeim árum keyptu þau jörð-
ina. Á þessum frumbýlingsárum
Iagði Steingrímur mesta áherslu á
að stækka búið, sem var lítið í
byrjun, enda fjölgaði búpeningi
ört, og var ekki slegið slöku við,
stundum unnið nótt með degi ef á
þurfti að halda, sem oft var. Á
Torfustöðum er mikið og gott hag-
lendi, og því fóru skepnur þar oft
létt, gekk því búið yel fram.
Árið 1947 seldi Steingrímur
Torfustaði og keypti i staðinn
landnámsjörðina Eyvindarstaði í
Blöndudal. Sama ár fluttust þau
hjón að Eyvindarstöðum með
börnum sínum. Eyvindarstaðir
eru mikil og góð jörð. Þegar þau
hjón komu að Eyvindarstöðum
var þar reisulegur bær en gamall
orðinn og nokkuð hrörlegur, sama
var um gripahúsin sem voru mörg
og stór. Túnið var all stórt á
þeirra tíma visu. Steingrímur tók
þegar til höndunum af sínum al-
kunna dugnaði við uppbyggingu
og ræktun. Byggði hann fbúðar-
hús úr steini og setti járnþök á
gripahúsin. Túnstærð og töðufall
margfaldaðist. Þau hjónin Stein-
grímur og Ríkey voru samhent í
hvívetna, og því farnaðist bú-
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og útför,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
Skólavörðustíg 14.
Fyrir hönd vandamanna.
Þorsteinn Kristjánsson.
skapurinn vel, og uppeldi
barnanna með ágætum.
Börn þeirra hjóna Steingríms
og Ríkeyjar eru 5, þrjár dætur og
tveir synir. Tvær dætranna, Guð-
rún og María eru giftar heima i
átthögum sínum, en Magney er
hér í Reykjavík, gift. Synirnir
tveir, Bragi Bergmann og Stein-
grimur Magnús, eru og búsettir
hér í Reykjavík, báðir kvæntir.
Öll eru börnin ágætlega gefin og
mannvænleg að öllu leyti.
Fyrir 8 árum fiuttust þau hjón
hingað til Reykjavíkur vegna þess
að heilsa Steingríms var að bila,
svo hann þoldi ekki ekki erfið-
ustu búskaparstörf og allt of lang-
an vinnudag. Samt settist hann
ekki i helgan stein, fékk sér vinnu
sem til féll, vann lengst hjá
bænum, og vann af kappi sem
fyrr.
Við hjónin þökkum frænda
minum og nafna fölskva-
lausu vináttu hans og margar
ánægjulegar samverustundir. Við
vitum að hann á góða heimvon, og
fylgjum honum í anda til ljósa-
landa eilifðarinnar. Ekkjunni
Ríkey Magnúsdóttur í Miðtúni 15
og börnum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Steingr. Davíðsson.
Jósep Ragnar
Heiöberg -Minning
Fæddur 22. júlf 1928
Dáinn 14. marz 1975
Þegar ég renni huganum yfir
komur mínar á Laufásveg 2 a,
rifjast margt upp — meðal annars
allar hinar ógleymanlegu velgerð-
ir, er ég naut á heimili hjónanna
þar, Þóreyjar og Jóns Heiðberg.
Þar var mér veitt allt, sem unnt
var að láta í té. Hinn mikli mann-
vinur, Jón Heiðberg; stórkaup-
maður, kona hans og börn voru
samtaka um að hjálpa þeim, sem
bágt áttu, og létta þeim byrðar
lífsins. Börn þeirra hjóna voru vel
mönnuð og ágætum kostum búin
og líktust foreldrum sínum um
velvild og hjálpsemi.
Þar kom, að Jón Heiðberg féll
fyrir elli- og sjúkleika, en Þórey,
kona hans lifir mann sinn, farin
að þreki og heilsu.
Elsti sonurinn, Jósep Ragnar,
tók við stjórn verzlunarfyrir-
tækisins að föður sínum látnum.
Hann var verzlunarmenntaður úr
Verzlunarskóla íslands og hafði
auk þess starfað lengi við fyrir-
tækið, áður en faðir hans féll frá.
Jósep Ragnar var kvæntur góðri.
konu og átti með henni fjögur
börn, sem öll eru ung að árum, —
eitt enn ófermt. Fjölskyldan hef-
ur mætt margvíslegum erfiðleik-
um á undanförnum árum. En
þyngsta áfallið hlaut hún hinn 14.
þ.m. er Jósep Ragnar, stoð og
stytta heimilisins, varð bráð-
kvaddur. Stendur því ekkja hans
uppi með fjögur forsjárlaus ung-
menni.
Jósep Ragnar var aðeins 46 ára,
er hann lézt, glæsimenni að útliti,
hæfileikamaður og drengur
góður. Með þessum fáu línum vil
ég þakka honum alla velvild og
vináttu, sem hann hefur sýnt mér
um ævina. Þó geymir þögnin bezt
allar hinar ljúfu minningar mínar
um hann og þakkarkennd mína til
foreldra hans, systkina, eigin-
konu og barna. Guð styrki fjöl-
skyldu hans í raunum hennar og
erfiðleikum. Vinur minn Jósep
Ragnar sem öllum vildi vel. Far
þú í friði, friður Guðs þig blessi.
Arný Filippusdóttir,
Hveragerði.
MagnúsA. Arna-
son, Ketu-Minning
Fæddur 6. ágúst 1891.
Dáinn 10. febrúar 1975.
Magnús var fæddur að Lundi í
Stíflu, Holtshreppi í Skagafjarð-
arsýslu, 6. ágúst árið 1891. For-
eldrar hans voru Árni Magnússon
og Baldvina Ásgrímsdóttir er
buggu í Lundi frá 1887 til 1898.
Hann var ættaður frá Iilugastöð-
um í Austurfljótum, sonur hjón-
anna er þar bjuggu frá 1874 til
1883, Magnúsar Ásmundssonar og
Ingibjargar Sölvadóttur. Foreldr-
ar Baldvínu voru Ásgrímur As-
mundsson og Guðrún Sveinsdóttir
er bjuggu á Skeiði i Fljótum frá
t
Sonur minn, bróðir okkar og mágur
ARNÓRAUÐUNSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þríðjudaginn 25. marz kl.
13.30.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Sveinn Auðunsson. Erika Steinman,
Kristín Auðunsdóttir, Haukur Ágústsson,
Emil Auðunsson, Ólafur Auðunsson.
1847 til 1874. Þessar ættir eru
bændaættir 1 beztu röð hér um
sveitir. Þau Arni og Baldvina
hófu búskap í Lundi árið 1887 og
flytja þaðan árið 1898 að Enni á
Höfðáströnd og þaðan árið 1903
að Ketu á Skaga. Og þar með er
búferlaflutningi þeirra hjóna að
mestu lokið um langan tíma. Þó
könnuðu þau skagann víðar en á
Ketu, — bjuggu bæði á Syðra-
Marlandi og Neðra-Nesi og við þá
jörð féll þeim einna bezt bújarða
sinna. Landgæði fyrir búsmala
var mest og bezt i Lundi, en
Neðra-Nes hafði fleira til síns
gagns en landgæði. Þau Arni og
Baldvina færðu Skefilsstaða-
hreppi mjög álitlegan hóp upp-
rennandi æsku. Æsku, ér átti eft
ir að sýna og sanna mikinn mann-
dóm um langt árabil Einn son átti
Árni áður en hann giftist, Guð-
brand Arnason I Saurbæ, — fór
hann ekki með þessari fjölskyldu
og ekki úr Fljótum.
Á Skaga barst þessi fjölskylda
Framhald á bls. 37