Morgunblaðið - 23.03.1975, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
36
Séra Karl Sigurbjörnsson:
B-vítamín trúarinnar 2:
Bœnin
Síðast töluðum við um það
hvernig Guð talar til okkar í Biblí-
unni, og sýnir okkur vilja sinn, og
hjartalag. En við megum líka tala
við hann. Þvi Guð þráir samfélag
við okkur mennina. Hann er eng-
inn harðstjóri, sem hefur yndi af
að tala yfir hausamótum þegna
sinna, hann er kærleiksríkur fað-
ir, sem þráir að hlusta á börn sín
og njóta samvista við þau.
Ka-nin er hjartsláttur trúarlífs-
ins. Ef hjartað stanzar þá deyjum
við. An bænar er trúin dauð. Ef
hjartað slær veikt og óreglulega,
þá erum við sjúk. Oreglulegt
bænalíf er merki um innri sjúk-
leika. En er við biðjum megum
við treysta því, að heilagur andi
verkar i okkur og lífið hans veitist
okkur.
Rétt bæn er ekki eintal þar sem
annar talar, heldur samtal. Guð
vill líka fá að tala við okkur. En
til þess þurfum við að gefa okkur
næði til að hlusta. Að bíðja er
heldur ekki að betla, leggja inn
pöntun fyrir hinu og öðru. Að
biðja er að beygja sig undir vilja
Guðs, eins og Jesús gerði.
Af hinum fjórum ,,B-vítamínum
trúarinnar", sem við tölum um, er
bænin almennast notuð. Þeir eru
sárafáir, sem aldrei hafa beðið.
Samt eru margir, sem segja: „Það
gagnar ekkert að biðja." E.t.v. er
það svo vegna þess, að hin „víta-
mínin“ 3 eru ekki notuð með. Að
ræturnar þrjár: Bíblían, sakra-
mentin og samfélagið, eru af-
skornar, og þá getur ekkert líf.
engin næring, streymt til biðjand-
ans. Bænin þarf sina næringu i
Guðs orði, og sakramentunum, og
gagnkvæma uppörvun samfélags-
ins við meðbræðurna, til þess að
geta verið lifandi og ekta. Hall-
grímur Pétursson segir:
Bæn þína aldrei byggðu fast
á brjóstviti náttúru þinnar.
í Guðs orði skal hún grundvallast.
Það gefur styrk trúarinnar.
(Ps. 44, 17).
Bænin er svar okkar við orði
Guðs í Jesú Kristi. Jesús Kristur
er rödd föðurins, sem kallar okk-
ur út úr myrkri og dauða til sín.
Þess vegna biðjum við í Jesú
nafni, þ.e.: með Jesú, eins og
Jesú, og í trú á Jesú, Og svo aftur
sé vitnað i Passíusálmana, sem
eru einhver bezta kennslubók í
list bænarinnar, sem völ er á utan
Bibliunnar sjálfrar, þá segir þar
svo:
Eg segi á móti: „Eg er hann,
Jesú, sem þér af hjarta ann.“
Orð þitt lát vera eins við mig:
„Elska ég,“ seg þú, „líka þig.“
Eilíft það samtal okkar sé
uppbyrjað hér á jöröunni.
Amen, ég bið, svo skyldi ske.
Amen.
Trúin lifir á bæninni, eða rétt-
ara sagt þá er trúin ekkert nema
bæn. Sá sem ekki þekkir Guð né
trúir á hann, veit ekkert hvað
bæn er. Hann getur nefnt hana
sjálfsíhugun eða sjálfsefjun, eða
eitthvað annað. Sumir vilja eiga
Guð að, sem eins konar „Hjálp í
viðlögum“, til að geta „hringt í“
þegar syrtir að. En vilja svo helzt
vera lausir við hann þegar allt
leikur í lyndi. Bænin er sú
meðvitund trúarinnar, að vita sig
umluktan nærveru Guðs, og koma
fram fyrir auglit hans.
HVERNIG, HVENÆR?
Taktu frá stutta stund á degi
hverjum til að lesa í Biblíunni og
biðja. Fimm til tíu mínútum í
algjörri kyrrð frammi fyrir aug-
liti Guðs er vel varið. Vertu hrein-
skilinn og opinn. Og mundu að
hlusta. Eins og einn siðbótar-
mannanna sagði, þá hefur Guð
gefið okkur einn munn, en tvö
eyru, til þess að við hlustum
helmingi meir en við tölum.
Ytri venjur eru oft til hjálpar.
Að signa sig, krjúpa, spenna
greipar, þetta geta allt orðið dauð-
ir siðir, en í þessum ytri venjum
getur lika verið fólgin viss ögun,
sem nauðsynleg er.
Gott er að styðjast við bænir
annarra. Þær geta aldrei komið í
stað þinna eigin orða, en þær geta
leitt hugsanir þínar og hjálpað
þér. Við erum líka misjafnlega
vel upplögð, stundum er hugur-
inn þreyttur. Þá er gott að geta
stuðzt við prentaðar bænir og
vers. Sálmabókin hefur mörgum
reynzt vel, og þar er líka lítið
bænakver, með bænun? fyrir
hvern dag vikunnar og í sérstök-
um aðstæðum.
Við lok
fórnar-
viku
1 dag lýkur förnarviku
kirkjunnar og höfðum við tal af
Guðmundi Einarssyni fram-
kvæmdastjóra Hjálparstofnunar
kirkjunnar af því tilefni og
spurðum um tilgang vikunnar:
„Fórnarvikan hefur verið fast-
ur liður f rekstri Hjálparstofn-
unarinnar allt frá árinu 1970.
Segja má að hún hafi verið eini
fasti tekjuliður neyðarsjóðs stofn
unarinnar og þvf harla mikilvæg
undirstaða hvers kyns skyndi-
hjálpar. Þvf sem þannig safnast á
fórnarviku er varið til þess að
styðja við þá, sem neyð og voði
hverskonar hafa lagst þungt á. Á
fórnarvikum síðustu ár hafa verið
stór neyðartilfelli, sem safnað
hefur verið til og nægir að nefna
Eþfópíusöfnunina f fyrra, þegar
beiðni barst frá fslenzkum
kristniboðum vegna þurrkanna
þar. Þá söfnuðust nálega 11
milljónir króna, sem beinlfnis
urðu til að bjarga liðlega 90
þúsund mannslífum.
Hvers kyns smærri hjálpar-
beiðnir berast svo til daglega og
það hefur sýnt sig að slfk hjálp
hefur oft haft afgerandi áhrif.
Þessi tegund hjálpar liggur til
grundvallar þeirri fórnarviku,
sem nú stendur yfir. Það er ekki
verið að safna til neins ákveðins
verkefnis, markmiðið er að efla
almennan neyðarsjóð stofnunar-
innar, sem grfpa má til f slfkum
tilfellum.“
Er eitthvert ákveðið samband
milli fórnarviku og föstu?
„Þvf get ég bezt svarað með því
að benda á grein eftir herra
Sigurbjörn Einarsson biskup, f
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
--------------------------------------\
Frammi fyrir augliti
Guðs
les: 1. Mós. 3,9. Sálm.
50, 15. Lúk. 15, 18. 1.
Sam., 3, 10. Lúk. 11, 1.
Matt. 6, 5—13. Jóh. 16,
23—24. Matt. 7, 7—8.
Guð leitar samfélags
vió okkur mennina.
Hann kallar: „Hvar
ertu?“ (l.'-Mós. 3, 9).
Hann býður okkur aó
leita til sín, og kennir
okkur að biója (Lúk.
11, 1). Allt líf Jesú'var
bæn. Þessvegna vog-
um við aó biðja og út-
hella hjörtu okkar fyr-
ir Drottni.
Guðmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar-
innar.
16. marz s.l. En vissulega er þarna
samband á milli. Menn hafa um
aldaraðir minnzt píslargöngu
frelsarans á föstu með þvf að
leggja á einhvern hátt meira að
sér en ella og má í þvf sambandi
nefna föstur sem menn tíðkuðu
mjög áður fyrri. Hjálparstofnun-
in vill minna á þessi tengsl og
vera þjónustuaðili, sem tekur við
framlögum þeirra, sem fórna
vilja f minningu Krists og koma
þeirri fórn áfram til þeirra, sem á
sama tíma líða á einhvern hátt.“
Kris tnibo ðsv ika
HVAÐ er kristniboð? Jú, það er
rekið vegna þess að kristnir
menn hafa tekið alvarlega skip-
un Jesú um að fara út og boða
fagnaðarerindið. Við Isiending-
ar eigum okkar fulltrúa úti f
Eþfópfu eins og flestum mun
kunnugt vera, nánar tiltekið í
Konsó. Þar er unnið mikið
starf, sem krefst mikilla fjár-
muna, ekki sfzt nú eftir gengis-
lækkun. Er fjárhagsáætlun
Sambands fslenzkra kristni-
boðsfélaga fyrir þetta ár yfir 9
milljónir. Kristniboð á ekki að
vera okkur óviðkomandi ef við
viljum telja okkur kristin.
Stuðningur við kristniboðið
gerir kleift að Guðs ríki breið-
ist út og það hlýtur að vera
takmark allra kristinna manna.
Leggjum hönd á plóginn til
stuðnings þessu mikilvæga
starfi, með þvf að láta eitthvað
af hendi rakna og ekki sízt með
fyrirbæn. Auk boðunar vinna
kristniboðar að líknar- og
skólamálum og leituðu um
25.000 manns til sjúkraskýlis-
ins s.l. ár. Munum að Guð
þarfnast okkar handa. Hægt er
að koma framlögum til kristni-
boðsins á gfróreikning 65.000.,
og að kynnast kristniboðinu
nánar á sfðustu samkomu
kristniboðsvikunnar í KFUM
húsinu kl. 20:30 f kvöld.
Umsjón:
Jóhannes Tómasson
Gunnar E. Finnbogason.
Yale vörulyftari
Til sölu Yale rafknúinn vörulyftari, lítið notaður.
Upplýsingar gefnar í síma 1 7244.
JRorjjunblíibiþ
nucivsincnR
^*-*22480
Jörð til sölu
góð bújörð í Fljótshlíðinni til sölu. Upplýsinqar
gefur
Agnar Gústafsson hrl,
Austurstræti 14.