Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
47
Hvassafellið:
Norðanátt
hamlaði
olíudælingu
VIÐ höfum samband við Hvassa-
fellið um hádegisbil í gær og röbb-
uðum við Einar Kristinsson I. sýri-
mann. Hann kvað þá ekki hafa
getað unnið síðan á föstudags-
kvöld við frekari dælingu úr svart-
olíugeymum skipsins þar sem
norðanátt og ylgja í sjóinn væri við
strandstaðinn. Stapafellið fór þess
vegna til Akureyrar að losa þau 45
tonn sem búið var að losa af þeim
130 tonnum sem voru um borð í
Hvassafellinu. Stapafellið fór með
olíuprammann með sér í togi og
kvað Einar skipin væntanleg aftur
seinnipart laugardags, en þá var
áformað að halda áfram björgun
olíunnar, því veðrið var að ganga
niður.
Einar kvað alla um borð hafa
það ágætt, enda aðbúnaður ágæt-
ur.
Medvedev
varaður við
Moskvu,22. marz. NTB.
SOVÉZKI sagnfræðingurinn Roy
Medvedev var í gær kallaður fyrir
rikissaksóknarann í Moskvu og
beðinn þar um að hætta víð út-
gáfu á tímariti, þar sem fram
kemur hugmyndafræðileg gagn-
rýni á stjórnmálakerfið í Sovét-
ríkjunum. Einnig var hann beð-
inn um að rifta samningi við
bókaforlag á Vesturlöndum, um
útgáfu bókar, þar sem hann styð-
ur þá kenningu að Nóbelsverð-
iaunahafinn Mikhail Sjolokoov
hafi ekki skrifað bókina „Lygn
streymir Don“. Að sögn vina
Medvedevs neitaði hann að verða
við kröfum saksóknarans.
Nafn fermingar-
barns féll niður
Af lista í blaðinu yfir ferm-
ingarbörn séra Jóhanns Hlíðar,
sem fermast í Neskirkju 1 dag
klukkan 10,30 féll niður nafn
einnar fermingarstúlkunnar. Hún
heitir Soffia Guðmundsdóttir,
Barðaströnd 4, Seltjarnarnesi.
Árvaka Selfoss
I DAG hefst Árvaka Selfoss, en
vakan hefur verið haldin árlega
að undanförnu.
Að þessu sinni hefst Arvakan
með opnun listmuna- og mál-
verkasýningar í safnahúsinu á
Selfossi kl. 16. Hér er um að ræða
samsýningu nokkurra listamanna
úr héraðinu og verður hún opin
daglega meðan Árvakan stendur.
Á miðvikudaginn verður kvöld-
vaka 1 Selfossbíói. Þar verður
ýmislegt til skemmtunar, svo sem
kórsöngur, fimleikasýning, spurn-
ingakeppni og almennur dans.
Á skfrdag verða tónleikar í Sel-
fosskirkju. Þar syngur unglinga-
kór frá Gautaborg.
Barnaskemmtun verður í Sel-
fossbíói laugardaginn fyrir páska,
og um kvöldið verður „kvöldtóna-
flóð“ á sama stað. Að þeirri
skemmtun lokinni eða kl. 23
verður svo páskavaka í Selfoss-
kirkju.
Á páskadagsmorgun er messa i
Selfosskirkju, en síðdegis fer
fram víðavangshlaup og bæja-
keppni i sundi, þar sem keppa lið
Selfoss og Akraness.
Siðasti dagur Árvöku er annar
páskadagur. Þá verður knatt-
spyrnukeppni á íþróttavellinum
og lyftingamót í Selfossbíói, en
Arvökunni lýkur með unglinga-
dansleik í Selfossbiói um kvöldið.
Mynd þessi er tekin um borð f Hvassafelli. Á henni sést hinn
náttúrulegi brimbrjótur, I fjarska sést til lands.
Meinleg prentvilla
MEINLEG prentvilla slæddist inn
f viðtal við Björn Jónsson, forseta
ASl í blaðinu í gær. Undir lok
viðtalsins sagði Björn, er hann
ræddi um skattivilnanir: „... .Við
hefðum talið þetta skila sér betur,
ef þessu hefði öllu verið veitt i
einn farveg og skattaívilnanir
væru allar í beinu sköttunum og
skattafslætti. Skattaafslátturinn,
sem greiddur er út, hefði mátt
hækka, og hefði þetta nýtzt betur
með þvi fyrir umbjóðendur ASÍ.“
I stað orðsins hækka prentaðist
orðið lækka, sem að sjálfsögðu er
rangt. Mbl. biðst afsökunar á
þessum mistökum.
Ók á — ölvaður
og réttindalaus
BRONCOJEPPI ók á leigubifreið
á Miklubrautinni laust eftir
klukkan 13 í gær. Ökumaður
jeppans stakk af á bfl sfnum en
náðist stuttu sfðar. Reyndist þar
vera á ferð 16 ára piltur, réttinda-
laus eins og aldurinn ber með sér
og auk þess ölvaður. Þá lék einnig
grunur á að pilturinn hefði tekið
bifreiðina ófrjálsri hendi. Lög-
reglan tók piltinn í sfna vörslu.
Friðrik
teflir í
Zagreb
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
hefur þekkst boð um að tefla á
sterku skákmóti sem haldið verð-
ur í Zagreb f Júgóslavfu f maí n.k.
Friðrik mun fara á þetta mót
þegar hann hefur lokið við að
tefla á afar sterku móti í Las
Palmas, en það hefst í apríl. Verð-
ur það mót jafnvel sterkara en
mótið í Tallin sem Friðrik er ný-
kominn frá. Mótið í Zagreb verð-
ur einnig sterkt. Þegar er vitað
um þátttöku tveggja stórmeistara,
Anderssons og Lubojevic. I júli
teflir Friðrik á móti í Zurich f
Sviss og i september á móti i
Newcastle í Englandi. Þá hafði
hann í hyggju að tefla ásamt Guð-
mundi Sigurjónssyni á móti í
Kaupmannahöfn i október, en ef
svæðamótið verður haldið hér á
tslandi á sama tíma, eins og likur
eru á, mun hann taka það mót
framyfir.
Sameining á
vinstra kanti
FJÓRIR vinstrisinnaðir flokkar f
Noregi hafa sameinazt i einn
stjórnmálaflokk sem hefur
fengið nafnið Vinstri sósfalista-
flokkurinn.
Að þessari sameiningu standa
Sósíalistíski þjóðarflokkurinn
(SF), Kommúnistaflokkurinn,
Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn
og óháðir sósialistar.
Þessir flokkar buðu fram sam-
eiginlega i kosningunum til Stór-
þingsins 1973 undir merki Sósíal-
istíska kosningabandalagsins.
Þeir fengu 16 þingmenn kjörna
og njóta stuðnings 10—12% kjós-
enda samkvæmt síðustu skoðana-
könnunum Gallups.
Upphaflega gengu flokkarnir
til samvinnu til að berjast gegn
aðild Noregs að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu. I fyrra var ákveðið
að sameina flokkana. Samkvæmt
áætlun sem var samþykkt hafa
þeir frest til ársloka 1976 til að
sameinast fyrir fullt og allt í hinn
nýja stjórnmálaflokk.
Þó er vafasamt hvort kommún-
istar samþykkja að flokkur þeirra
verði leystur upp þar sem hörð
andstaða er gegn því i flokknum.
Endanleg ákvörðun verður ekki
tekin fyrr en i haust.
Margt bendir til þess að komm-
únistar klofni i málinu. Þeir eru
einnig ósammála hinum flokkun-
um um hugsjónafræðilega undir-
stöðu nýja flokksins. Kommún-
istar vilja að undirstaðan verði
„marxismi og lenínismi“. Hinir
flokkarnir vilja að undirstaðan
verði bara „marxismi".
Klofningi út af þessum hug-
sjónafræðilega ágreiningi var af-
stýrt á nýafstöðnum stofnfundi
Vinstri flokksins. Það var einfald-
lega gert með þvi að sleppa öllum
umdeildum atriðum úr grund-
vallarstefnuyfirlýsingu sem var
samþykkt.
— Grimsby
Framhald af bls. 1
bann í gangi og hefur þetta tafið
fyrir löndun úr bátunum og haft í
för með sér skemmdir á fiski í
nokkrum tilfellum. Varð þetta
m.a. til þess að upp úr sauð. Mark-
aðurinn hefur verið ákaflega
slappur, eins og víða gerist nú í
heiminum.
Anthony Crossland, þingmaður
Grimsby, talaði við forsvars-
menn sjómannanna í morgun og
lofaði þeim, að hann skyldi taka
málið upp við brezka sjávarút-
vegsráðherrann þegar á mánudag
og bað þá að hætta aðgerðum sín-
um, en þeir létu orð hans sem
vind um eyru þjóta. Hér er um að
ræða áhafnir á snurvoðarbátum,
sem sækja í Norðursjó og eiga
skipstjórarnir sjálfir bátana."
Við spurðum Jón hvort þessar
aðgerðir myndu hafa einhver
áhrif á Islendinga, en hann sagði
það ekki vera, ekkert islenzkt
skip væri á leiðinni til Grimsby,
að því er hann bezt vissi.
I fréttastofuskeytum til Mbl.
kemur fram, að brezka stjórnin
hefur skilning á vandamál-
um þessara sjómanna, en er
algeriega andvig því að
setja á innflutningsbann eða
kvóta. Er fremur hallast
að því að fá Norðmenn, sem sjó-
mönnunum er einkum í nöp við
og aðrar fisksöluþjóðir, til að
setja ákveðið verð á þann fisk,
sem þeir selja til Bretlands.
Stjórnin kannar nú mál þetta.
— Hótun
Framhald af bis. 1
herinn og vinstri flokkar ókleitt
að frjálsar kosningar geti nú farið
fram þar sem þeir beiti sálfræði-
legum hótunum og ofbeldi, hleypi
upp fundum andstæðinga sinna,
gripi til hefndaraðgerða gegn
frambjóðendum CDS og hóti að
stela manntalslistum og kjörköss-
um á kjördegi.
Prófessor Amaral gaf I skyn að
flokkurinn PPD (Lýðræðis-
flokkur alþýðunnar) væri einnig í
hættu. Pólitísk herferð er þegar
hafin gegn PPD. Kommúnistar
hafa sakað flokkinn um að hafa
undirbúið jarðveginn fyrir bylt-
ingartilraunina á dögunum.
— Slök afkoma
Framhald af bls. 48
innar um ráðstafanir i efnahags-
málum yrðu ráðstöfunartekjur
tæjarins skertar um 22 milljónir
króna. Ráðstöfunartekjur Hafnar-
fjarðarbæjar kvað hann því
myndu rýrna um það bil um 100
milljónir króna miðað við áætlun.
Þetta hefur í för með sér —
sagði Kristinn, að við verðum að
fresta öllum þeim framkvæmd-
um, sem unnt er að fresta, gatna-
gerðarframkvæmdum og bygg-
ingaframkvæmdum. Hann sagði
þó að unnt yrði að framkvæma
það verk, sem nauðsynlegt væri
vegna lagningar hitaveitu í
Hafnarfjörð. Sagði hann að niður-
skurður framkvæmda myndi ekki
hafa áhrif á hitaveitufram-
kvæmdirnar og myndu um 60%
Hafnarfjarðar hafa fengið hita-
veitu fyrir árslok. Kristinn Ö.
Guðmundsson sagði að kappkost-
að yrði, að eyðslan yrði ekki um-
fram ráðstöfunartekjur bæjarins,
en bæjarstjórnin myndi þó reyna
að fá einhver lán til framkvæmda.
— Krabbamein
Framhald af bls. 1
þremur þeirra að taka limi af
sjúklingum sínum, en hann
bendir á að eðlileg lækning við
sjúkdómnum hefði hvort eð er
verið aflimun.
Hann segir að með aðgerð-
inni örvi hann viðnámsþrek
sjúklingsins gegn krabbameins-
frumunum og geri hann
ónæman fyrir þeim og að þá sé
ekki hitinn sem eyði krabba-
meininú.
— Týr
Framhald af bls. 48
Vík. Fór sveitin af stað um leið og
hún frétti af strandinu og brauzt
á strandstað þrátt fyrir erfiða
færð. Urðu björgunarmenn t.d. að
skilja bíla sína eftir við Dýra-
lækjakvísl og brjótast yfir kvisl-
ina. Formaður sveitarinnar er
Böðvar Jónsson. Samtals voru
björgunarmenn 25 úr tveimur
sveitum.
— Kvikmyndir
Framhald af bls. 46
ustu árum. Þar er auðsjáanlega
lögð vinna og metnaður 1 að
gera þau sem best úr garði.
„Kreditlistinn“ er t.d. allur
þýddur, umbrot og þýðing með
ágætum.
Sæbjörn Valdimarsson
KILL Charley Varrick, Laugar-
ásbíó.
Bandarisk, 1973, leikstjóri Don
Siegel.
•k ir if Það hefur verið lítið
um það að undanförnu, að hér
væru sýndar verulega góðar
sakamálamyndir, með snúnum
söguþræði, fyrir utan The Sting
í vetur. Charley Varrick verður
hins vegar að teljast til þessa
flokks mynda, þó að á köflum
sé hún örlítið hæggeng, og ekki
eins snúin og Sting. Charley
Varrick er eldri maður, sem
leggur það fyrir sig i ellinni að
ræna nokkra litla banka og ætl-
ar sér ekki að stela neinum
umtalsverðum upphæðum í
hverjum þeirra. En fyrsta ránið
fer þó á annan veg og hann og
félagi hans enda með 760.000
dollara milli handanna. Þetta
kemur þeim mjög á óvart, en
þeir uppgötva fljótlega, að
megnið af þessu fé er óskráð og
eign Mafíunnar. Og meðan lög-
reglan eltir þá vegna tveggja
morða og skitinna tvö þúsund
dala, eltir Mafian þá vegna stór-
fúlgu og ótta við álitshnekki.
Spennan í myndinni byggist þó
ekki mest á þessum eltingaleik,
heldur einstökum atriðurri inn
á milli. T.d. er upphafsatriðið
mjög spennandi og vel upp
byggt. Ræningjarnir koma ak-
andi að bankanum, lögreglubíll
kemur þar að og ræningjunum
er sagt að þarna fyrir framan
bankann megi ekki stoppa. Lög-
reglubílnum er ekið burtu,
undirbúningur að ráninu er
hafinn, annar lögreglumann-
ana fær eftirþanka um að bíll-
inn sé stolinn og kallar i aðal-
stöðvar til að fá staðfestingu, á
meðan er bankaránið i fullum
gangi, bílstjórinn bíður með bíl-
inn, staðfesting fæst frá aðal-
stöðvum um að billin sé stolinn
og lögreglan kemur aftur að
bankanum, ránið í fullum
gangi, annar lögreglubíll er á
leiðinni uns skyndilega er losað
um þessa hleðslu, sem þarna er
byggð upp. Hvorki nýtt né
frumlegt en mjög þokkalega
gert. Einnig leggur Siegel mik-
ið upp úr öllum smáhlutverk-
um, þannig að meðfram hægri
þróun aðal sögunnar er myndin
uppfull af litríkum augnablik-
um og óhætt að mæla með
henni sem dágóðri afþreyingu.
SSP.
— Símamál
Framhald af bls. 2
þar af leiðandi ekki fylgt upp-
byggingunni í þessu hverfum.
1 samtali við Morgunblaðið upp-
lýsti Hafsteinn ennfremur, að
nokkur dæmi væru til þess að
pantanir á sima i hús i þessum
hverfum hefðu legið hjá síman-
um í upp undir hálft ár eða allt
frá þvi að fyrstu ibúarnir tóku að
flytjast i þessi hverfi nú í haust. I
samtalinu við Hafstein kom einn-
ig fram, að hann taldi nánast
ótækt að íbúar í þessum hverfum
væru símalausir. Jafnframt
upplýsti hann, að lagður hefði
verið sími i verzlunina fyrir þessi
hverfi — alls tvö núnier en fleiri
nýlögnum hefði ekki verið unnt
að sinna enn sem komið væri.
Ekki vildi Hafsteinn fallast á
gagnrýni þess eðlis að þjónusta
Bæjarsímans hefði á allan hátt
verið seinvirk i Breiðholtinu og
nefndi sem dæmi, að simi væri
kominn í hvert hús i Breiðholti I
og III og stöðin þar stækkuð um 4
þúsund númer fyrir tiltölulega
stuttu. Þá yrði tekið til við að
leggja síma í Skógahveríi um leið
og frost væri farið nægilega úr
jörðu, þ.e.a.s. ef fyrirsjáanlegur
niðurskurður á framkvæmdum
Pósts og síma, eins og öðrum
ríkisfyrirtækjum, kæmi þar ekki
til, en Hafsteinn treysti sér ekki
til að segja af eða á um slíkt á
þessu stigi.
Hafsteinn kvað efnis- og fjár-
skort mjög há allri þjónustu
Bæjarsímans um þessar mundir
og væri þaó önnur meginskýring-
in á þvi að ekki væri hægt að
sinna beiðnum íbúa i Breiðholti
II. Síminn hefði éinnig í mörg
önnur horn að líta við þessar
erfiðu aðstæður og nefndi sem
dæmi framkvæmdir á Seltjarnar-
nesi, í Hafnarfirði og fleiri
stöðum. Hann gat þess einnig, að
þessar nýlagnir síma i hús væru
mjög dýrar fyrir stofnunina og
kostuðu þó nokkuð á annað
hundrað þúsund krónur lögnin á
sama tima og stofngjaldió væri
ekki nema 16 þúsund krónur.