Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 48
ABUFLAST
SALA- AFGREIOSLA
\^F/ 'Armúla 16 simi 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
s. 1534 EYJUM
s. 10880 Rvlk
)SS HI'LI.A Bjami Jónasson
NDIAJAR
DLR
Tekst Tý að ná
D.H Finn á flot?
Fyrsta verkefni hins nýja varðskips
VARÐSKIPIÐ Týr kom í gær-
morgun að strandstað brezka tog-
arans D.P. Finn H-322 við Hjör-
leifshöfða. Verður það fyrsta
verkefni hins nýja varðskips að
freista þess að ná togaranum á
flot. Veður var óhagstætt á
strandstað fram eftir degi í gær,
en spáð var norðvestanátt og batn-
andi veðri og átti þá að athuga
möguleika á björgun, að sögn
Péturs Sigurðssonar forstjóra
Landhelgisgæzlunnar. Árdegis-
flóð var klukkan rúmlega eitt í
Tókstaðná
150 þús. kr.
árssparnaði
FJÓRIR Vélskólanem-
ar voru fengnir til að
stilla olíukynditæki í
fjölbýlishúsi einu í
Hafnarfirði í síðustu
viku. Tók verkið tvær
og hálfa klukkustund.
Tókst nemunum að
auka nýtingu tækj-
anna um 4—5% en það
þýðir 150 þúsund
króna sparnað fyrir
íbúa hússins á ári. I
húsinu eru 63 íbúðir,
og er ein sameiginleg
kyndistöð fyrir þær
allar.
nótt og átti þá að reyna björgun. I
athugun er að senda annað skip
Tý til aðstoðar ef þörf krefur.
Meginhluti áhafnar brezka tog-
arans, 18 manns, kom til Reykja-
víkur laust eftir klukkan 13 í gær.
Að sögn Geirs Zoega, umboðs-
manns brezka útgerðarfyrirtækis-
ins stóðu vonir til að hægt yrði að
koma þeim til Bretlands með
aukaflugvél í gærkvöldi. Þrír af
áhöfninni urðu eftir á strandstað,
skipstjórinn, stýrimaður og vél-
stjóri og ætluðu þeir að athuga
möguleika á björgun. Siðdegis í
gær voru væntanlegir þrír menn
frá Bretlandi vegna þessa
strands, framkvæmdastjóri út-
gerðarfélagsins sem gerir út tog-
arann, Boston Deep Sea
Fisheries, svo og tveir menn frá
vátryggingarfélagi togarans.
í framhaldi af fréttum blaðsins
í gær af björgunaraðgerðum skal
tekið fram, að björgunarsveit
SVFI í Álftaveri tók þátt í björg-
unarstarfinu ásamt sveitinni úr
Framhald á bls. 47.
Ljósmynd Ol.K.M
SKIPBROTSMENN — Skipverjar á brezka togaranum D.P. Finn komu til Reykjavíkur í gær að
undanskildum þremur, sem urðu eftir á strandstað. Var myndin tekin er þeir komu til Loftleiðahótels-
ins. Þeir kváðust hafa verið að koma frá Englandi er óhappið varð. Aðspurðir um það hvers vegna svo
illa hefði tekist til með björgunaraðgerðir í byrjun sögðust þeir ekki hafa treyst lfnunni of vel vegna
þess hve mikill slaki var á henni. Að lokum báðu þeir Mbl. að koma á framfæri þakklæti til
björgunarmanna svo og til þeirra sem greitt hafa götu þeirra hér eftir strandið.
Slök afkoma álversins 1 Straumsvík:
Stórskertar tekjur Byggða-
sjóðs og Hafnarfj arðarbæj ar
□
-□
Sjá einnig frétt á bls. 2
□ ----------------□
FYRIRSJAANLEGT er, að af-
Gúmmíbát hvolf di
í s j úkr aflu tningum
Þýzkur sjómað-
ur drukknaði
við Reykjanes
ÞViiKLR sjómaður af Vestur-
þýzka eftirlitsskipinu Roter Sand
drukknaði út af Reykjanesi að-
fararnótt s.l. fimmtudags þegar
gúmmíbát hvolfdi þar með 5 sjó-
menn af Roter Sand og sjúkan
sjómann af þýzka togaranum
Sehellfisch, en togarasjómaður-
inn hafði fengið aðskotahlut í
auga.
Að sögn Ludwig H. Siemsen
umboðsmanns þýzkra togara á Is-
landi náðust sjómennirnir 5 mjög
aðframkomnir. en einn var látinn
þegar hann náðist. Þýzki togara-
sjómaðurinn fékk alvarlegt tauga-
áfall eftir slysið og var hann flutt-
ur til Reykjavíkur og lagður inn á
Landakotsspítala. Var hann á
batavegi í gær. Lík þýzka sjó-
mannsins var kistulagt í Reykja-
vík, en síðan hélt Roter Sand aft-
ur til aðstoðar togurunum á mið-
unum, en kistunni átti að koma á
einhvern þýzkan togara, sem væri
á heimleið.
koma álverksmiðjunnar í
Straumsvík verður mun lakari I
ár en gert hafði verið ráð fyrir.
Samkvæmt áætlunum var reiknað
með, að verksmiðjan greiddi 450
milljónir í framleiðslugjald á
þessu ári, en Ragnar Halldórsson,
forstjóri ísal, sagði við Mbl. í gær,
að líkur bentu til þess að verk-
smiðjan gæti ekki greitt nema
150 milljónir f framleiðslugjald.
1 fyrra greiddi verksmiðjan 260
milljónir í framleiðslugjald.
Þetta gjald skiptist þannig, að
Byggðasjóður fær 70% í sinn
hlut, Hafnarfjarðarbær 25% og
Iðnlánasjóður 5%. Verða þessir
aðilar þannig af miklum tekjum
vegna lakari afkomu ísal, en það
er afleiðing minnkandi eftir-
spurnar eftir áli á heimsmarkaðn-
um eins og fram kemur á öðrum
stað I blaðinu.
I áætlunum Byggðasjóðs var
gert ráð fyrir að sjóðurinn fengi í
framleiðslugjald á þessu ári 320
milljónir, en samkvæmt nýjustu
áætlunum fær hann ekki nema
liðlega 100 milljónir. Hafnar-
jarðarbær átti að fá liðlega 110
milljónir, en fær tæpar 40
milljónir ef svo fer sem horfir.
Hlutur Iðniánasjóðs minnkar
hlutfallslega á sama hátt.
Samkvæmt upplýsingum Krist-
ins Ziemsen hjá Byggðasjóði hef-
ur forráðamönnum sjóðsins verið
gert viðvart um þetta. Sagði hann
að samkvæmt fjárlögum ætti
sjóðurinn að fá ákveðið fjármagn
og stæðu nú yfir viðræður við
fjármálaráðuneytið hvernig bæta
mætti sjóðnum þennan tekju-
missi. Væri það mál óafgreitt.
Kristinn Öl. Guðmundsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að
þessar skertu tekjur Hafnar-
fjarðarbæjar kæmu illa við bæjar-
félagið. Á fjárhagsáætlun hafði
verið gert ráð fyrir 112 milljónum
króna í framleiðslugjald frá ál-
verksmiðjunni, en nú væri útséð
að það yrði ekki nema um 28
milljónir og í be'*' »alli um 40
milljónir, ef ISAL greiddi hærra
gjald enhámarksgjald. Hannkvað
jafnframt útséð að á árinu 1976
yrðu tekjur af þessu gjaldi einnig
mjög skertar, en þó mætti
þar örugglega reikna með aukn-
ingu, þar sem framleiðslugjaldið
ætti að hækka úr 12,5 dollurum á
hvert framleitt tonn í 20 dollara. I
ár mætti þó gera ráð fyrir allt að
80 milljón króna rýrðum tekjum
af þessu gjaldi og við bættist að
vegna frumvarps ríkisstjórnar-
Framhald á bls. 47.
Friðrik Olafsson:
„Skáklistin mun setja ofan
ef einvígið fer ekki fram ”
MORGUNBLAÐIÐ hafði sam-
band við Friðrik Úlafsson stór-
meistara og innti eftir áliti
hans á þróun mála varðandi
heimsmeistaraeinvígið f skák.
Friðrik sagði m.a.:
„Það er vissulega mjög leiðin-
legt ef þetta einvígi getur ekki
farið fram, og ég tel að skáklist-
in muni setja ofan ef svo verð-
ur. Það er að vísu ekki útséð
með það ennþá hvort Fischer
teflir en líkurnar minnka
óneitanlega meö hverjum deg-
inum. Varðandi reglu þá sem
samþykkt var um ótakmarkað-
an fjölda skáka og að jafntefli
teljist ekki með held ég að það
sé skynsamleg ráðstöfun. Hún
gæti flýtt einvlgjum, því menn
vita að tilgangslaust er að gera
jafntefli og reyna því eflaust að
tefla stlfar til vinnings."
SPA BETRA VEÐRI
Á LOÐNUMIÐUNUM
NÝTT LOÐNUVERÐ
VAR VÆNTANLEGT
SÍÐDEGIS í GÆR
BRÆLA var á loðnumiðunum I
Faxaflóa I fyrrinótt og fram eftir
degi I gær. Spáð var norðanátt og
batnandi veðri á miðunum og má
því búast við góðri veiði. 40 bátar
stunda enn loðnuveiðar að sögn
loðnunefndar. Heildaraflinn er
orðinn um 430 þúsund lestir. A
miðnætti I nótt féll úr gildi verð
það sem hefur verið á loðnunni að
undanförnu, 1,60 krónur fyrir
hvert kfló. Yfirnefnd Verðlags-
ráðs sat á fundi I gærdag, og sagði
Jón Sigurðsson oddamaður
nefndarinnar I samtali við Mbl. I
gær, að nýtt verð yrði ákveðið þá
um daginn.
Frá miðnætti i fyrrinótt til há-
degís í gær höfðu 4 bátar tilkynnt
loðnunefnd afla, samtals 870 lest-
ir. Aflann fengu bátarnir 5 milur
útaf Gróttu. Á föstudaginn fengu
10 batar afla, samtals 3400 lestir.
Sá afli fékkst útaf Gróttu og einn-
ig grunnt útaf Akranesi. 6 bátar
fóru með afla til Vestmannaeyja.
Löndunarbið er I flestum Faxa-
flóahöfnum og við Norglobal.
Eftirtaldir bátar fengu afla á
föstudaginn:
Jón Garðar 300, Hilmir 370, Víð-
ir NK 260, Náttfari 240, Súlan
520, Vonin 180, Gísli Árni 430,
Bjarni Ólafsson 300, Sigurður
600, Dagfari 200.
I gær höfðu þessir bátar fengið
afla: Árni Sigurður 380, Fífill
150, Héðinn 260 og Helga II 80.