Morgunblaðið - 25.03.1975, Page 18

Morgunblaðið - 25.03.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 19 r Armannvann SÍÐASTI leikurinn í 1. deild kvenna fór fram í Ásgarði í Garðahreppi á sunnudaginn og léku þar Breiðablok og Ármann. Enn einu sinni kom í Ijós þegar leikurinn átti að hefjast að skráðir dómarar voru ekki mættir og gat leikurinn því ekki hafizt á réttum tlma. Skráðir dómarar voru Jón Þórarinsson og Bjarni Gunnarsson. Fyrri hálfleikur leiksins var nokkuð jafn, en að honum loknum var staðan 7—5 fyrir Ármann. í seinni hálfleik hafði Ármann svo mikla yfirburði og urðu úrslit leiksins 1 8—6 sigur Ármannsstúlknanna. Lið UBK átti þarna sinn lélegasta leik I vetur, en Ármannsliðið sýndi oft góðan handknattleik og er sér- staklega vert að geta um frammi- stöðu Álfheiðar Emilsdóttur, mark- varðar Ármanns, sem var I markinu í 25 mín. og fékk ekki á sig eitt einasta mark. Mörk Ármanns: Jóhanna 5 (1 v.), Katrín Axelsdóttir 4 (2 v), Sigríður Rafnsdóttir og Helga Egilsdóttir 3 hvor, Auður Rafnsdóttir, Gyða Halldórsdóttir og Þórunn Hafstein eitt mark hver. Mörk Breiðabliks: Hrefna Snæhólm 3 (2 v), Kristfn Jónsdóttir 2 og Björg Gísladóttir eitt mark. Arnþrúður komin í færi f leik Vals og Fram. Jóhanna er lengst til hægri en Valsstúlkan sem snýr baki að myndavélinni er Björg Jónsdóttir. Olafur H. Jónsson fyrirliði íslenzka landsliðsins leggur sig allan fram er hann skorar eitt marka íslenzka liðsins f landsleiknum á sunnudagskvöldið. Ole Eliassen hefur orðið of seinn til varnar, aidrei þessu vant, en á línunni takast þeir á Lars Bock (nr. 5) og Stefán Gunnarsson. / / Agæt markvarzla Olafs olli þáttaskilum og Islendingar unnu sætan sigur, 20 —16 ISLENZKA handknattleikslands- liðið vann langþráðan sigur á sunnudagskvöldið — sinn fyrsta í vetur, ef frá eru skildir leikirnir við Færeyinga, og það spiilti ekki gleðinni, að það voru Danir sem voru að velli lagðir. 20:16 urðu úrslit leiksins, Islendingum í vil, eftir að forysta hafði verið tvö E ti: IE1E LE Uf LE LE Uf Gönguskíði Gæðavara. Póstsendum. Æ&f. LAADUN LEIMATIADUILXA: KILPAILUSSA JA KUNTOILUSSA Vesturröst h/f, Laugaveg 1 78. Sími 16770. ifli-UfUfLEEUfLEELEE mörk í hálfleik, 11:9. Þessi sigur íslenzka landsliðsins var sízt of stór. Það hafði ekki heppnina með sér f leiknum, skaðaðist af fremur slakri dómgæzlu sænsku dómaranna, og slakaði greinilega á undir lokin, þegar góður sigur var í höfn. Lengi vel leit ekki vel út fyrir íslendingana í þessum leik. Fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn höfðu Danirnir jafnan yfir í mörkum, mest er staðan var 2:5. Það var ekki fyrr en landsliðs- þjálfarinn, Birgir Björnsson, loks- ins skipti Sigurgeir Sigurðssyni markverði útaf og setti Ölaf Benediktsson inná í hans stað að þáttaskil urðu í leiknum. Sigur- geir hafði varla varið skot, en Ölafur var hins vegar í miklum ham, og fékk ekki á sig nema eitt mark þær 12 mínútur sem hann var ínná í fyrri hálfleiknum, og það úr vítakasti. Tæpast var hægt að hrópa húrra fyrir þeim handknattleik sem liðin sýndu á sunnudags- kvöldið. Danska landsliðið var að þessu sinni til muna slakara en þau dönsku landslið sem hingað hafa komið á umliðnum árum, enda að mestu skipað reynslulitl- um leikmönnum. Aðeins fimm þeirra leikmanna sem léku á sunnudaginn hafa verið fasta- menn í danska landsliðinu í vet- ur, og léku t.d. með því í Norður- landameistaramótinu. Þrir leik- menn sem valdir voru í liðið til fararinnar til Islands og Færeyja gáfu ekki kost á sér, og meðal þeirra var hinn kunni Jörgen Frandsen, sem jafnan hefur verið ákaflega mikilvægur maður í lið- inu, og þá ekki sizt nú í vetur. 1 danska liðinu nú var nánast engin skytta, og þar af leiðandi byggðist sóknarleikurinn fyrst og fremst á því að teygja á íslenzku vörninni og reyna siðan gegnum- brot eða skot úr hornunum, eni þau heppnuðust mjög vel hjá lið- inu í þessum leik. Skoraði það eigi færri en 7 mörk á þann hátt — öll úr hægri horninu, þar sem jafnvel var farið inn alveg við endamarkalínu. Víst má telja að Danir ná ekki langt í komandi stórmótum með þessu liði. Alla vega ættu íslendingar að eiga þar snöggtum meiri möguleika. Mannvalió er alla vega meira hér, ef þetta er með því bezta sem danskur handknattleikur hefur upp á að bjóða. Það sem hér er sagt um danska landsliðið er ekki til þess að draga úr ágæti hins íslenzka sigurs í leiknum. íslenzka landsliðið lék þennan leik yfirleitt mjög skyn- samlega og vel og í seinni hálf- leiknum náði liðið oft að sýna það bezta sem maður telur að í því geti búið. Þá var oftast leikin pressuvörn, sú er gaf góða raun á móti Júgóslövum og Tékkum á dögunum, og kom greinilega fram að leikmenn liðsins eru að ná æ betri tökum á þessum varnarleik. Eru kvikari í hreyfingum og ákveðnari, þannig að það gerist tiltölulega mjög sjaldan að þær glompur myndist sem slík vörn býður upp á, ef menn eru ekki nógu fljótir. i sóknarleiknum nýttust skotin vel, en þó var það þannig að oftsinnis var hann tæp- lega nógu ákveðinn og ógnandi. Má vera að það hafi verið vegna þess að Ölafur Jónsson var þar ekki eins atkvæðamikill og hann hefur stundum verið, enda sér- staklega vel gætt af dönsku vörn- inni, sem virtist þekkja hann vel, og gætti þess t.d. sérstaklega vel að henn fengi ekki tækifæri til þess að skjóta hinum frægu undirskotum sínum. Auk Ölafs Benediktssonar í markinu áttu tveir aðrir leik- menn íslenzka liðsins stórleik að þessu sinni. Þeir voru Stefán Gunarsson og Einar Magnússon. Mikið má vera ef Stefán Gunnars- son hefur ekki verið bezti maður vallarins í þessum leik, en hann var inná allan tfmann, og virtist ekki skorta úthald til þess að leika ætíð á fullu. Val hans í landsliðið er tvímælalaust sterk- asti leikurinn sem Birgir Björns- son Landsliðsþjálfari hefur gert frá því að hann tók við liðinu. Auk þess sem Stefán stóð sig manna bezt í vörninni, var hann kraftmikill í sókninni. Skoraði stórglæsilegt mark sjálfur, fiskaði tvö vítaköst, og „blokkeraði“ feikilega vel og þá ekki sízt fyrir Einar Magnússon, sem naut sín til fulls fyrir bragðið. — náði skref- unum sínum til þess að stökkva upp, gnæfði yfir dönsku vörnina og skoraði sjö mörk, sum hver stórkostlega falleg. Annars verður ekki annað sagt en að íslenzka liðið hafi verið mjög misjafnt í þessum leik. Auk fyrrnefndra leikmanna komu þeir Páll Björgvinsson og Stefán Halldórsson vel frá leiknum, sér- staklega þó hinn síðarnefndi, sem ógnaði mikið með hraða sínum og lék vörnina vel. Hins vegar voru þeir Viðar Símonarson og Ólafur Einarsson miður sín I leiknum. Ölafur ógnaði mjög lítið og virtist utanvelta þegar hann var inná, og Viðar var mjög mistækur í vörn- inni — sleppti mótherja sinum alltof lausum í horninu og fengu Danirnir þannig mörg mörk. Langbezti maður danska liðsins i þessum leik var Ole Eliason. Gegndi hann svipuðu hlutverki i liði sinu og Stefán Gunnarsson í íslenzka lióinu. Eliasen er mikill baráttujaxl og leikur varnarleik- inn sérlega vel og af mikilli kunn- áttu. Þá áttu þeir Lars Bock og Anders Dahl-Nielsen einnig góð- an leik, svo og Sören Andersen, sem var skæður í hægra horninu. Mfn. Island Danmörk 2. 0:1 Pazyj 4. Einar 1:1 5. 1:2 P. Jensen 6. 1:3 P. Jensen 7. ÓlafurE. 2:3 9. 2:4 O. Eiiasen 10. 2:5 S. Andersen 10. llörður 3:5 11. Stefán G. 4:5 12. 4:6 S. Andersen 12. Bjarni 5:6 13. Ólafur E. (v) 6:6 14. 6:7 A. Nielsen (v) 16. Einar 7:7 18. 7:8 A. Nielsen 22. Einar 8:8 24. Stefán (v) 9:8 27. Stefán (v) 10:8 29. Páll 11:8 30. 11:9 O. Eliasen (v) Hálfleikur -33. ÓlafurJ. 12:9 34. 12:10 S. Andersen 36. Einar 13:10 38. 13:11 L. Bock 39. Einar 14:11 40. Páll 15:11 43. Stefán H. 16:11 46. Páll 17:11 46. 17:12 S. Andersen 48. Einar 18:12 48. 18:13 K. Sörensen 52. Einar 19:13 53. 19:14 E. Pedersen (v) 55. 19:15 S. Andersen 58. Stefán H (v) 20:15 60. 20:16 K. Sörensen MÖRK ISLANDS: Einar Magnússon 7, Stefán Hall- dórsson 4 (3 v), Páll Björgvinsson 3, Ólafur Einarsson 2 (1 v), Ólafur H. Jónsson 1, Bjarni Jónsson 1, Hörður Sigmarsson 1, Stefán Gunnarsson 1. MÖRK DANMERKUR: Sören Andersen 5, Anders Dahl-Nielsen 2, Ole Eliasen 2, Palle Jensen 2, Karsten Sörensen 2, Thomas Pazyj 1, Lars Bock 1, Eirik Bue Pedersen 1. VALUR endurheimti Islands- meistaratitilinn í kvennahand- knattleik á laugardag, þegar Fram og Valur gerðu jafntefli í sfðasta leik þessara liða f vetur. Jafnteflið nægði Vals-stúlkunum, þar sem liðið hafði engu stigi tapað f vetur, en Fram hafði aftur á móti tapað tveimur stigum, gegn Val f fyrri umferðinni. Þess gætti þegar í upphafi leiksins að um úrslitaleik var að ræða. Stúlkurnar voru tauga- óstyrkar, og gerðu sig sekar um ýmisskonar mistök, sem ekki hafa til þeirra sézt í vetur. Þrátt fyrir það var leikurinn spennandi allan tímann, þó svo að Valur hefði oftast frumkvæðið. Fram náði forystu eftir nokk- ura sekúndna leik, en tvö næstu mörk voru Vals. Þá jafnaði Fram og aftur var jafnt, 3 mörk gegn 3, og voru þá um 15 mín. liónar af leiknum. Það sem eftir lifði hálf- leiksins voru Valstúlkurnar sterk- ari, og leiddu í hálfleik 6 mörk gegn 4. Þegar um 5 mín. voru af siðarí hálfleik hafði Valur enn tveggja marka forystu, 7 gegn 5, en þá kom góður kafli Framara, skor- uðu þrjú næstu mörkin, 8 mörk gegn 7, Fram í vil, og um 15 mín. til leiksloka. Það sem eftir var leiksins var hart b'arizt á báða bóga og spennan í algleymingi. Lyktirnar urðu svo þær að jafn- tefli varð, 11 mörk gegn 11, og jafnaði Guðrún Sverrisdóttir fyr- ir Fram þegar ein mín. var til leiksloka. Síðustu sek. leiksins var Fram með boltann, en Vals- stúlkunum tókst að verjast sóknarlotum þeirra, og jafnteflið var því staðreynd, og Valur Islandsmeistari 1975. Valur er vel að sigri kominn i þessuae móti. Lið þeirra hefir leik- ið jafn bezt í vetur. Að vísu hefir liðið átt einn og einn slakan leik, en aldrei svo að sigurinn hafi verið í hættu. Sigrún Guðmunds- dóttir hefir verið óstöðvandi í leikjunum í vetur og svo var einn- ig í þessum leik, þrátt fyrir að hún væri tekin úr umferð nær allan leikinn. Sigrún skoraði 7 mörk fyrir Val í leiknum gegn Fram og mörg þeirra stórglæsi- leg. Þá átti Ragnheiður Lárusdótt- ir og góðan leik, einkum í vörn- inni. Fram, Islandsmeistarar 1974, sýndi á köflum einn sinn bezta leik i vetur gegn Val á laugardag- inn. I liði Fram eru einkum þrjár stúlkur sem bera af. Þaó eru þær Oddný Sigsteinsdóttir, Arnþrúð- ur Karlsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir. Liðið er alls ekki nægjanlega samstillt, og mark- Þróttur 11. deild Sfðasti leikurinn I 2. deild karla var háður á laugardag. Það voru Þróttur og KR sem áttust við. Ef Þróttur sigraði eða jafntefli yrði, var 1. deildarsætið Þróttar. Sú varð og raunin, þvl Þróttur sigraði með 22 mörkum gegn 19, og tekur þvf sæti IR f 1. deildinni næsta vetur. Það má með sanni segja að Þróttur sé vel að sigrin- um kominn, hefir aðeins tapað þremur stigum f deildinni, öllum Lið Þróttar sem leikur í I. deild að ári. Fremri röð frá vinstri: Bjarni Jónsson, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Gústafsson, Trausti Þorgrfmsson og Sveinlaugur Kristjánsson. Aftari röð: Öli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Frímannsson, Björn Vilhjálmsson Konráð Jónsson, Halldór Bragason og Axel Axelsson. liðsstjóri. gegn KA, sem varð númer tvö I 2. deildinni. Leikurinn á laugardaginn bauð oft upp á skemmtilegan hand- knattleik. Einkum voru varnirnar I essinu slnu. Barátta beggja liða var mikil, og greinilegt að bæói þessi lið auk KA standa mörgum 1. deildar liðanna sizt að baki. I lið KR vantaði tvo af beztu mönnum liðsins, þá Hilmar Björnsson og Hauk Ottesen, sem báðir voru staddir utan bæjar. Það liðu fimm min. áður en liðunum tókst að skora fyrsta markið. Aður hafði ýmislegt gerzt, t.d. hafði markvörður KR, Pétur Hjálmarsson, varið viti Bjarna Jónssonar og Símoni Unn- dórssyni KR verið vísað af velli i 2 mín. Það var Þróttur sem loks skoraði, og var Friðrik Friðriks- son þar að verki. Eftir það skipt- ust liðin á um að skora, en þegar blásið var til leikhlés hafði Þrótt- ur tveggja marka forystu, 10 mörk gegn 8. Þróttarar komu inn á í síðari hálfleik fullir eldmóös og náðu aö auka forystuna í fjögur mörk, 12 gegn 8, eftir aðeins fjögurra mín leik í siðari hálfleik. Þá var Bjarna Jónssyni vikið af velli í 2 mín. og á meðan tókst KR að minnka muninn í eitt mark, 13 gegn 12 og var þá virkilega farið að fara um aðdáendur Þróttar. En Þróttarar brugðust ekki traust- inu, tókst að keyra liðið upp og sigruðu örugglega með 22 mörk- um gegn 19, eftir að hafa mest náð sex marka forystu, 19 mörk gegn 13. Þróttur náði langþráðu tak- marki er þeir unnu sér sæti í 1. varzlan hefir verið höfuðverkur liðsins í vetur. Svo var þó ekki á laugardag, Elín varði á tíðum ljómandi vel. Dómarar: Kristján Örn Ingi- bergsson og Olfert Nábye. Mörk Vals: Sigrún 7 (3 v), Björg Guðmundsdóttir 2, Ragn- heiður og Elín Kristinsdótti.r eitt mark hvor. Mörk Fram: Arnþrúður 5 (4 v), Oddný 4, Jóhanna og Guðrún Sverrisdóttir eitt mark hvor. Sigb. G. STAÐAN LOKASTAÐAN i 2. deiid: Þróttur 14 12 1 1 342:233 25 KA 14 11 1 2 336:263 21 KR 14 10 0 4 305:267 20 Þór 14 7 0 7 272:264 14 Fylkir 14 6 1 7 280:301 13 UBK 14 4 0 10 268:316 8 ÍBK 14 2 2 10 211:295 6 Stjarnan 14 1 1 12 253:331 3 deild. Aó vísu hefir liðið leikið þar áður, en langt er um liðið. Þjálfari Þróttar í vetur hefir ver- ió Bjarni Jónsson, landsliðsmað- urinn, og hefir han unniðgottverk fyrir Þrótt. Hann leikur og sjálfur með liðinu og hefir verið aðal driffjöðurinn í spili liðsins. Annars hefir það verið aðall Þróttar hve jafnvægið er gott í liðinu. Agætir linumenn svo sem Sveinlaugur Kristinsson og Kon- ráð Jónsson, góðar skyttur, Bjarni, Friðrik Friðriksson og Halldór Bragason. I leiknum gegn KR voru það þeir Bjarni, Friðrik og Konráð sem voru einna beztir Þróttara. Lið KR lék ágætan leik á laugardaginn. Piltarnir sýndu og sönnuðu að i liðinu býr mun meira heldur það hefir sýnt i flestum leikja sinna i vetur. Þor- varður Guðmundsson var beztur KR-inga, en auk hans áttu þeir Ingólfur Óskarsson, Ævar Sigurðsson og Ingi Steinn Björg- vinsson ágætan leik. Sá síðast- nefndi er með meiri efnum í ís- lenzkum handknattleik í dag. Dómarar Björn Kristjánsson og Jón Friðsteinsson. Mörk Þróttar: Friðrik 5 (2v), Halldór 4, Bjarni og Konráð 3 hvor, Sveinlaugur og Jóhann Frímannsson 2 hvor, Björn Vilhjálmsson, Gunnar Gunnarsson og Trausti Þorgrims- son eitt mark hver. Mörk KR: Þorvarður 6 (2v), Ingólf'ir Ævar og Símon 3 hver, Bji, : jndal, Ingi Steinn, Jakob Möller og Sigurður Páll eitt mark hver. Sigb. G. 1 1. deildar keppni kvenna hlutu Valsstúlkurnar 27 stig af 28 mögulegum, en Fram varð í öðru sæti með 25 stig og Armann í þriðja sæti með 15 stig. UfELELELELEEUfEELE Glæsilegur finnskur skíða- fatnaður frá reima $set LAADUN LEIMAT LADUILLA: KILPAILUSSA JA KUNTOILUSSA Vesturröst h/f, Laugavegi 178 Sími 16770. IeEELEEEEEEIEU; VALSSTÚLKURNAR ÍSLANDSMEISTARAR EFTIR JAFNTEFLI, 11-11, GEGN FRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.