Morgunblaðið - 10.04.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975
Danmörk stokkuð upp
SlÐAN þingkosningarnar í Danmörku í desember
1973 höfðu hausavíxl á öllum hefðum seinni tíma í
dönskum stjórnmálum, hefur Mogens Glistrup lög-
maður og Framfaraflokkur hans spilað stórt hlut-
verk á stjórnmálasviðinu.
Hinir dramatísku atburðir síðustu vikna í sam-
bandi við stjórnarmyndunartilraunir Hartlings
fyrrv. forsætisráðherra og nú allra síðast hugsan-
lega fangelsun leiðtoga Framfaraflokksins hafa á
ný beint kastljósi aó þessum sérstæða stjórnmála-
manni.
Þegar Glistrup stofnaði Framfaraflokkinn á glaðri stund á útiveit-
ingastað f Tívolí, spáðu flestir stjórnmálamenn þvf, að toftið myndi
fljótt fara úr þeirri hreyfingu, sem leiðtoganum tókst að koma á fót.
En Glistrup lætur engan bilbug á sér finna og ekki er að sjá að hann
sé minna á lofti nú en f upphafi, þrátt fyrir eindregna andstöðu
ailra stjórnmálaafla f Danmörku.
Ef þingkosningar færu fram i
Danmörku um næstu helgi,
myndi fjórði hver kjósandi velja
flokk Glislrups lögmanns, Fram-
faraflokkinn. Flokkur þessa um-
deilda leiðtoga myndi að öllum
líkindum fá nær því 50 þíngsæti i
þjóðþingi Dana. Þetta sýna nýjar
skoðanakannanir, sem fram fara
meó reglulegu bili i Danmörku og
hafa oft sýnt ótrúlegt næmi á
þrýstinginn í hinu pólitiska and-
rumi kjósendanna.
Mörgun þykja þetta uggvænieg
tíóindi og næsta ótrúleg, tæpum
mánuói eítir að Anker Jörgensen
loks náði aö myndi minnihluta-
stjórn sina. Líf þeirrar stjórnar
hangir raunar á bláþræði, sem
svokallaðir borgarafiokkar geta
klippt á, þegar þeim þóknast. Það
er þó ótrúiegt að slíkt gerist á
næstu mánuðum, þvi þráðurinn
milli stjórnmálamannanna í
Kristjánsborgarhöll og hins al-
menna kjósanda og starfandi
stótta var orðinn svo mjór og
visinn, m.a. vegna leiða almenn-
ings á siendurteknum þingkosn-
ingum, aö margir voru teknir að
óttast algert upplausnarástand í
landinu.
Urslit janúarkosninganna i
Danmörku voru stórkostlegt áfall
fyrir alla stærstu „gömlu" flokk-
ana, þ.e. jafnaðarmenn, venstre,
radikale og íhaldsmenn. Þótt
ílokkur Hartlings fyrrv. forsætis-
ráðherra ynni stóran sigur og
jafnaðarmenn nokkurn, var hlut-
ur Framfaraflokksins samt
mestur og óvæntastur.
I 14 mánuði höfðu allir
flokkarnir í þinginu lagst gegn
öllum tilliigum flokksins og fæst
blöð og önnur málgögn i Dan-
mörku ganga beinlínis erinda
Glístrups. En meö undraverðum
hætti náói Glistrup og lið hans til
iýðsins: höfðaði og vitnaði,
skammaði, skrumaði og sagði
brandara og benti siðan á sig og
sagðí: Eg er ykkar maóur.
Margir hafa undrast mjög veg
þessa gáfaða lýðskrumara, sem
hælist yfir því að hafa hagnýtt sér
gluíurnar í skattalöggjöfinni
þannig, að hann hefur ekki greitt
opinber gjöld mörg undanfarin
ár, þrátt íyrir milljónaauð og
mikla einkaneyslu.
En hvað veldur, spyrja margir
Danir og þannig er viðar spurt.
Stjórnmálaleiöi
almennings
Urslit siðustu þingkosninga í
Danmörku gefa það til kynna, að
hinir æfðu stjórnmálamenn, sem
lengi hafa karpað og þæft góðlát-
lega i þjóðþinginu um hin marg-
víslegu viðfangsefni löggjafa-
valdsins, eru langfiestir án raun-
verulegra tengsla við lífið utan
múra hallarinnar. Glistrup, fylgi
flokks hans og lýðhylli persón-
unnar, er alls ekki pólitiskt
vandamál nema að óverulegu
leyti. Heldur er það fyrst og
fremst sálfræðilegt samíélags-
vandamál. Stjórnmálamennirnir
— bundnir af hefð — taka
Glistrup íyrir stjórnmálamann.
Enda segist hann vera það. En
það lægi auðvitað miklu beinna
við að reyna að ráða bót á því
meini í samféiaginu, sem hlýtur
að vera fyrir hendi, þegar slík
fjöldahreyfíng getur orðið til,
aflað fylgis og komist til umtals-
verðra áhrifa í þjóðfélaginu. í
stað þess aó stimpla Glistrup fas-
ista í bak og fyrir og allt hugsan-
legt ljótt og vont, myndu stjórn-
málamennirnir gera sjálfum sér
og samfélaginu miklu meira gagn
með þvi að reyna að lækna sjúkl-
inginn, þ.e. þjóófélagið og þá
myndi meinið, þ.e. Glistrup og
hreyfing hans, hjaðna að mestu.
En aðgerðin er líka vandasöm.
Avanahugsun atvinnustjórn-
málamannanna hefur hneppt
marga þeirra í fjötra doðans og
gert þá fanga i pappiramoði
hinnar opinberu stjórnsýslu. Og
þessir merku samtiðarmenn hafa
ekki enn gert sér alveg Ijóst og
viðurkennt opinberlega, að fylgi
Glistrups og útbreiðsla erindis
hans og stuðningur hálfrar til
einnar milljónar kjósenda, bygg-
ist fyrst og fremst á óánægju meó
rikjandi ástand, sem vissulega
hefur verið skapað af löggjafar-
og framkvæmdavaldinu.
liinir konunglegu
jaf naöarmenn.
Undir forystu Staunings for-
sætisráðherra á fjórða áratug
aldarinnar varð flokkur danskra
jafnaðarmanna hinn stóri um-
bötaflokkur Danmerkur.
Flokkurinn kraíðist umbóta sem
fólk þarfnaðist og skildi og barð-
ist íyrir þeim með þeim styrk sem
góður málstaður veitir. Og þessi
happasæli atbeini entist flokkn-
um fram eftir sjötta áratugnum.
Með H. C. Hansen forsætisráð-
herra má segja að taldir séu dagar
hins rúmgóða konunglega
jafnaðarmannaflokks, sem átti
fylgi svo margra og óskyldra
segull, sem dró til sín fylgi bæði
frá borgaraíiokkum og vinstri-
flokkum. H. C. Hansen var hinn
síðasti danskra forsætisráóherra
sem hinum almenna borgara þótti
hann þekkja i sjálían sig. Þessi
glaðlyndi alvörumaður, sem orti
tækifærisvísur eins og Jón á Akri
og lét krystalsvasana standa á
sófaboróinu.
Að honum látnum varð Viggo
Kampmann forsætisráðherra og
síðan hefur leið flokksins smám
saman legió æ meir til vinstri, þar
til nú, að svokölluð hægriöfl i
ílokknum eru nokkuð að ná sér á
strik með Per Hækkerup
fremstan í flokki. Margir
jafnaðarmenn, sem hvorki telja
sig standa til hægri né vinstri í
flokknum hafa lýst yfir þeirri
skoðun að Hækkerup myndi hafa
orðió happasælli leiðtogi en
Anker Jörgensen. Meirihluti
danskra kjósenda er nærri miðja
vegu milli ystu aflanna til hægri
og vinstri.
Þjóöfélagiö
stokkaö upp
Það var æði margt i Danmörku
á sjöunda áratugnum, sem tor-
vtldaói almenningi að fylgjast
með því sem var aö gerast i sam-
félaginu. Skólarnir drógu smám
saman úr beinni kennslu i hinum
viðteknu greinum, en æ meiri
áhersla var lögð á að gera
einstaklingnum betur grein fyrir
stöðu sinni í þjóðfélaginu;
skóiarnir urðu í rikara mæli eins
konar eldistöðvar fyrir skoðanir
kennaranna sjálfra á þjóðfélags-
og stjórnmálum, en minna var
gert úr beínni þekkingarmiðlun.
Margs konar samtök, þ.ám.
atvinnuveitendur og samtök laun-
þega, sældust eftir æ meira af því
valdi, sem verið hafði hjá ríkis-
stjórn og þjóðþingi. Alls konar
hagsmunahópar bundust sterkum
samtökum og knúðu á dyr vald-
hafanna og fengu oft góða úr-
iausn fyrir sig.
Vald stjórnmálamannanna
færðist í sífellt rikara mæli til
embættismanna, sem aftur sóttu
sína þekkingú til sérfræðinga á
mjög eða tiltölulega afmörkuðu
sviði. Vélræn gagnavinnsla og
tölvur stjórnuðu ákvarðanatöku í
ótrúlega rikum mæli og margvis-
legar framtiðarspár, misjafnar að
gerð og gæðum, torvelduðu
stjórnmálamönnunum heildarsýn
um ástandið i þjóðfélaginu, þótt
einstakir þættir lægju hinsvegar
oft ótrúlega ljóst fyrir.
Opinber stjórnsýsla marg-
faldaðist og starfsmenn ríkís og
sveitarfélaga voru 300 þúsundum
fleiri 1970 en þeir höfðu verið
1960. Framkvæmdir hins opin-
bera uróu, vegna ofskipulagn-
ingar, oft fáránlega dýrar og
óþarflega íburðarmiklar.
Jafnframt öllu þessu var byggt
upp tryggingakerfi, sem tók fram
öllu i þessum heimi. Bætur voru
hækkaðar stórlega og meðfram
bættri heilbrigðisþjónustu hækk-
aði meðalaldurinn og þarmeð
bótaþegum og örorkubótaþegum
fjölgaði gífurlega, einkum meðal
yngra fólks.
Og i kjölfar alls þessa hækkuðu
opinber gjöld og skattar hraðbyri
og var mjög algengt að þeir sem
höfðu ívið meira en meðaltekjur,
greiddu sem svarar 60—70% í
beina og óbeina skatta til ríkis og
sveitarfélaga.
Það voru fáir, sem hættu sér út
á þann hála is að gagnrýna þetta
„velferðarþjóðfélag". Fáir lögðu í
að verða taldir „úrtölumenn og
afturhaldsseggir".
Heildarsýn um raunverulegt
ástand þjóðfélagsins var erfið.
Það gafst aðeins nokkur mynd af
takmörkuðum svióum samfélags-
ins. Þess vegna fór aldrei fram
nægilega raunsæ umræða um
ástandið í þjóðfélaginu. Sú um-
ræða fer fyrst fram nú, eftir að
Glistrup lögmaður hefur hleypt
öllu i bál og brand með árásum
sinum á hin rikjandi öfl þjóð-
félagsins og hefðunna starfsemi
hinna ýmsu þátta þess.
Glistrup og skattarnir
Þannig var ástandið, þegar
Mogens Glistrup kom fyrst fram á
sjónarsviðið i skemmtiþætti i
danska myndvarpinu árið 1971.
Hann var þá lektor í skattarétti
við Kaupmannahafnarháskóla og
átti stærstu lögfræðiskrifstofu
Danmerkur og hafði 70 starfs-
menn, þar af 20 lögmenn.
Glistrup skýrði frá glufunum í
skattalöggjöfinni og hvernig
menn gætu — með löglegum
hætti að hans áliti — sloppið við
skatt. Hann lýsti því, hvernig
hann sjálfur, sem þó var marg-
faldur milljónamæringur í dönsk-
um krónum, komst hjá því að
greiða opinber gjöld — með lög-
mætum hætti að hann taldi.
Fólki var mjög skemmt af
ummælum Glistrups, sem voru
sett fram á kjarnmikilli born-
hólmsku.
En í stað þess að vinda bráðan
bug að því að setja undir lekann á
skattalöggjöfinni, sem nú hefur
verið gert að nokkru, og leyfa
fólki að skemmta sér í friði, urðu
stjórnmálamennirnir með Poul
Möller fjármálaráðherra í broddi
fylkingar, öskureiðir. Þeir hófu
fljótlega aðgerðir gegn lögmann-
inum.
Eftir Braga
Kristjónsson
Greinarhöfundur, Bragi Krist-
jónsson, er við nám f Kaup-
mannahöfn.
Hann er einn af fréttariturum
Morgunblaðsins í Danmörku.
aðilja i þjóðfélaginu og var sá
Skrifla um Mogens Glistrup og
Framfaraflokkinn í Danmörku
Stjórnmálamenn og embættis-
menn höfðu varið gifurlegri
vinnu og heilabrotum í gerð og
framkvæmd skattalaganna og svo
kom þessi frakki lögmaður og
sagði: Það er alls engin ástæða til
að borga skatt. Komið til min og
fáið nánari leiðbeiningar.
„Ég sagði ekki annað en það
sem 2000 lögmenn og endur-
skoðendur í landinu vissu fyrir,"
sagði Glistrup síðar.
Framfaraflokkurinn
Árið eftir stofnaði Glistrup
Framfaraflokkinn. Stofnunin fór
fram á glaðri stund á útiveitinga-
stað í Tívolí. Það var frá upphafi
mikill áhugi hjá almenningi á
þessum sérkennilega milljóna-
mæringi, sem ekki borgaði neina
skatta og sagði að aðrir ættu
auðvitað ekki að gera það heldur.
En jafnframt þessum hálfgerðu
gamanmálum, sem þó náðu strax
tökum á fólki, tókst Glistrup að
samtvinna á fágætan hátt fjar-
stæðukennda fyndni og baráttu
gegn skattakerfinu og áhuga og
stuðning vaxandi fjölda fólks.
Og hverjir gengu til liðs við
þennan skemmtilega lögmann,
sem nú gerðist stjórnmálamaður
og sagði opinberri stjórnsýslu og
skattakerfiRu stríð á hendur?
I fyrstu var því haldið fram,
eftir þingkosningarnar i desem-
ber 1973, að fylgi Glistrups hefði
nær eingöngu komið frá ihalds-
flokknum, sem mjög tapaði fylgi
svo og nærliggjandi öflum, svo
sem radikale. En hlutiausar
kannanir hafa siðan leitt allt
annað í ljós: Af kjósendum Fram-
faraflokksins höfðu um 40% áður
kosið jafnaðarmenn eða flokka
vinstra megin við þá og 60% mið-
og hægriflokka.
Mótmæli almenmngs.
Sú hálfa milljón kjósenda, sem
greiddi Glistrup og flokki hans
atkvæði 1973 og nær jafn margir
aftur 1975, var ekki eingöngu að
votta stefnuskrá þess flokks
traust sitt: Fólk fékk hinsvegar
langþráð og kærkomið tækifæri
til að láta í Ijós vantraust á ríkj-
andi ástandi á mörgum sviðum
samfélagsins.
Orðheppni og leiftrandi gáfur
Glistrups hafa líka laðað til hans
fólk í hálfgerðri blindni. Margir
hreinlega trúa á hann. Talsverðr-
ar sefjunar hefur gætt í kringum
Glistrup og flokk hans. Hann
hefur talið æði mörgum trú um að
úrræði hans á stjórnmálasviðinu
séu hin einu réttu og honum
hefur líka oft tekist að erta og
ergja hina æfðu stjórnmálamenn
í viðurvist alþjóðar.
Þekking hans á skipan þjóð-
félagsins virðist einstök og úr-
vinnsluhæfileiki hans í kappræðu
er sérstakur. Með bros á vör gerir
hann litið úr stjórnmálamönn-
unum og embættismönnum og
færir oft haldgóð rök fyrir máli
sinu, a.m.k. svo að stór hluti
almenuings er honum sammála.
Fjöldi manna, sem áður kaus
aðra flokka hefur lýst þannig
afstöðu sinni: Ég er jafnaðar-
maður/eða sósíalisti, en okkur
vantar Stauning/ Aksel Larsen.
Allir stjórnmálamenn ljúga, en ég
held að Glistrup ljúgi minnst.
Þess vegna fylgi ég honum. —
En það eru líka fleiri atriði, sem
gert hafa Glistrup vinsælan í
opinberum miðlum, hljópvarpi og
myndvarpi. Hinir æfðu stjórn-
málamenn hafa smám saman
þróað með sér ákveðið framkomu-
form, látbragð, sérstök svipbrigði
og raddbeitingu; allt er það frem-
ur dapurlegt að heyra og sjá. Svör
þeirra við spurningum frétta-
manna eru oft mjög loðin og tvi-
sýn. Fólki finnst það ekki fá svör
við því sem um er spurt — og það
telur sig eiga rétt á.
Sérstaklega hefur mönnum
hætt til þessa eftir að þeir eru
orðnir ráðherrar: að sveipa um
sig dularhjúp, sem almenningi
gest ekki að og veldur tortryggni.
Einnig að þessu leyti er fram-
koma Glistrups öll önnur: hann
svarar öllu, og heimtar lika ákveó-
in svör af viðmælendum sinum.
Margir eru þeirrar skoðunar, að
hér hafi lögmaðurinn unnið þarft
verk að rjúfa að nokkru þann
múr, sem hinir æfðu stjórnmála-
menn hafa byggt um starf sitt og
svið.
Framhald á bls. 21