Morgunblaðið - 10.04.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975
Þrjú stjórnarfrumvörp um menningarmál:
40 tónlistarskólar
starfandi í landinu
VILHJÁLMUR Hjálmars-
son menntamálaráðherra
mælti { efri deild Alþingis ( gær
fyrir þremur stjórnarfrumvörp-
um um menningarmál: frum-
varpi til laga um tónlistarskóla,
frumvarpi tii laga um hús-
stjórnarkennaraskóla og frum-
varpi til laga um heimilisfræóa-
skóla. Hér á eftir verður birt
framsaga ráðherrans með frum-
varpi um tónlistarskóla — en
efnisatriði ræðna hans um hús-
stjórnarkennaraskóla og
heimilisfræðaskóla verða rakin
síðar hér á þingsíðunni. — A dag-
skrá neðri deildar voru þrjú önn-
ur stjórnarfrumvörp um menn
ingarmál: um Þjóðleikhús, Leik-
listarskóla Islands og Almenn-
ingsbókasöfn, en þau komu ekki
til umræðu og verður getið hér á
sfðunni sfðar.
Framsaga menntamálaráð-
herra:
A öllu landinu starfa nú nálægt
40 tónlistarskólar. Starfsemi tón-
listarskólanna þykir hvarvetna
hafa orðið til hins mesta menn-
ingarauka. Skólar þessir eru
einkaskólar víðast studdir af
öflugu áhugamannaliði. Þeir
njóta og nokkurs fjárhagsstuðn-
ings frá ríki og sveitarfélögum.
Það er á almanna vitorði, að
eins og nú er háttað hrekkur
stuðningur þess opinbera ekki til
þess að tryggja skólunum örugg-
an starísgrundvöll. Ekki hefur
verið unnt að fastráða kennara
skólanna og veita þeim lífeyris-
sjóðsréttindi. Sveitarfélögin hafa
sumsstaðar orðið að leggja á sig
meiri útgjöld en talið er liklegt að
þau geti risið undir til frambúðar
Vegaáætlun
Halldór E. Sigurðsson sam-
gonguráðherra gerði i fyrradag
grein fyrir vegaáætlun 1974 —
1977. Áætlað fjármagn til vega-
gerðar á yfirstandandi ári er þrír
og hálfur tnilljarður (3500 in.kr.).
Þar af mun rikið leggja frain aí
tekjuin sínuin 2630 m.kr. en 900
m.kr. verður aflað ineð lántökuin.
— í tekjuáætlun er gert ráð fyrir
þvi að innflutningsgjald af
bensini nemi 1762 m.kr., þunga-
skattur af bifreiðuin 420 m.kr. og
gúinmigjald 96 m.kr.
Varanlegt adalvega-
kerfi á 12—16 árum
Saingönguráðherra sagði það
kosta um 20 milljarða króna að
koma aðalvegakerfi landsins, þ.e.
hringveginuin og öðruin aðal-
æðuin saingangna á landi, i gott
horf. Sagði ráðherra að gera
þyrfti langtímaáætlun um þessar
frainkvæmdir og röðun þeirra, og
mætti sú áætlun ekki ná lengra
fram i tímann en 3 til 4 vegaáætl-
unartímabil, þ.e. 12—16 ár. Er þá
miðað við varanlegt slitlag á alla
þá vegi, sein meiriháttar umferð
er um, én uppbyggða malarvegi
þar sem uinferðarþunginn er
minni.
Tilraunavegurinn
stenzt ekki
kostnadaráætlun
I máli ráðherra kom fram að
vegarkafli sá á Vesturlandsvegi,
milli ÁrtúnsárogTíðaskarðs, sem
úthlutaður var verktakanum
Sverri Runólfssyni, myndi fara
og skólagjöld nemenda eru nú
orðin það há, að menn óttast að
þau kunni að leiða til þess að
tónlistarmenntunin verði
einskonar' forréttindi þess fólks
sem rýmst hefur fjárráð.
Frumvarpinu er ætlað að ráða
hér nokkra bót á. 1 annarri grein
frv. segir svo: „Tónlistarskólar
sem fullnægja framangreindum
skilyrðum skulu fá styrk frá ríkis-
sjóði og frá viðkomandi sveitar-
félagi, er nemi launagreiðslum til
kennara skólanna.
Mér þykir rétt að rifja upp með
örfáum orðum forsögu þessa
máls.
Hinn 27. maí 1960 samþykkti
Alþingi þingsályktunartillögu frá
Magnúsi Jónssyni og fl. um að
skora á ríkisstjórnina að láta
undirbúa löggjöf um tónlistar-
fræðslu. M.a. væru sett ákvæði
um aðild rikisins i þessari
fræðslu.
Þáverandi menntamálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, tók síðan
málið upp í október 1962 og lét i
framhaldi af þingsályktuninni
undirbúa lagafrumvarp um
stuðning við tónlistarskólana.
Þetta frumvarp var lagt fyrir Al-
þingi 1962 og var afgreitt sem lög
20. apríl 1963.
Löggjöf þessi var þá tvimæla-
laust þýðingarmikið spor i rétta
átl. Hefur reynslan sýnt, að hún
hefur orðið til mikillar eflingar
tónlistarstarfsemi um land allt.
Meginstefna laganna var að tón-
listarskólarnir yrðu áfram einka-
skólar er nytu stuðnings frá rikis-
sjóði og hlutaðeigandi sveitar-
félagi.
Sú nefnd sem fyrrverandi
menntamálaráðherra, Magnús
verulega fram úr kostnaðaráætl-
un verktakans. Heildarkostnaður
þessa vegarkafla, 1,2 kin, hefði
verið 8,4 m.kr. Verkrnu hefði ekki
verið lokið á sl. hausti en kostn-
aður hefði þá verið koinin upp í
12,8 m.kr. og kosta myndi 5—7
m.kr. að ljúka verkinu á þessu ári.
Heilsugæzlustöð
á Skagaströnd
Pálmi Jónsson (S) mælti
nýverið fyrir frumvarpi til laga
uin breytingu á heilbrigðisþjón-
ustu, sein hann flytur ásamt Páli
Péturssyni (F), Eyjólfi Konráð
Jónssyni (S) og Ölafi Jóhannes-
syni (F). Gerir fruinvarpið ráð
fyrir því að auk heilsugæzlu-
stöðvar (H2) á Blönduósi starfi
önnur(Hl) á Skagaströnd.
Sveitarstjórnarlög
og Norðurlands
kjördæmi
Þá hafa Pálmi Jónsson, Páll
Pétursson, Lárus Jónsson, Bragi
Sigurjónsson og Eyjólfur Konráð
Jónsson flutt breytingartillögu
við frumvarp um breytingu á
sveitarstjórnarlöguin, sem nú
liggur fyrir Alþingi. Breytingar-
tillagan er éfnislega á þá lund, að
óski ineirihluti sveitarstjórna í
Norðurlandskjördæini vestra eða
eystra eftir því að stofna sérstök
landshlutasaintök (það er nú er
eitt fyrir bæði kjördæinin) sé það
heiinilt og beri ráðherra að
staðfesta reglugerð fyrir slik
samtök, þrátt fyrir önnur ákvæði
í lagafrumvarpinu.
Torfi Oiafsson, skipaði í apríl
1973 til að endurskoða núgildandi
lög um fjárhagslegan stuðning við
tónlistarskóla, var þannig skipuð:
Kristinn Hallsson fulltrúi, i
menntamálaráðuneytinu, formað-
ur, Ölafur Vignir Albertsson,
skólastjóri tónlistarskólans i Mos
fellssveit, og Bjarni Einarsson,
bæjarstjóri Akureyrar, tilnefnd-
ur af Sambandi íslenskra sveitar-
félaga.
Enn er þess að geta að á siðasta
þingi flutti Helgi Seljan þings-
ályktunartillögu um að skora á
rikisstjórnina að undirbúa löggjöf
um að fella tónlistarkennslu inn í
skyldunámið.
Sveitarfélagið skal sjá um
launagreiðslur, en rikisstyrkur er
nemi 50% launakostnaðar verði
greiddur sveitarfélaginu enda séu
laun greidd samkvæmt gildandi
kjarasamningum á hverjum
tíma.“
Með þessum hætti verða kenn-
arar viðtónlistarskólanaráðnir af
sveitarfélögum og ætti því að vera
auðvelt að veita þeim sömu rétt-
indi og öðrum kennurum þ.e.a.s.
Fæðingarorlof:
RAGNHILDUR Helgadóttir (S)
flytur, ásamt þingmönnunum
Jóni Skaftasyni (F), Guðmundi
H. Garðarssyni (S), Sigurlaugu
Bjarnadóttur (S), Pétri Sigurðs-
syni (S), Ingvari Gíslasyni (F) og
Lárusi Jónssyni (S), svohljóðandi
frumvarp til laga um fæðingaror-
lof og atvinnuleysisbætur.
1. gr.
Aftan við 5. mgr. d-liðar 15. gr.
laganna komi nýr málsl., svo
hljóðandi: Þó skulu þær konur,
sem forfallast frá vinnu vegna
barnsburðar, njóta atvinnuleysis-
bóta í 90 daga samtals.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargeró.
Allir viðurkenna nú á dögum,
að þriggja mánaða fæðingarorlof
hið minnsta sé nauðsynlegt til að
tryggja heilsu nýfædds barns og
móður þess. Verða þetta að teljast
sjálfsögð réttindi þeirra í vel-
ferðarþjóðfélagi.
Þeim konum, sem starfa hjá
hinu opinbera, hafa með laga-
heimild verið tryggð þessi rétt-
indi í tvo áratugi, sbr. lög nr.
38/1954 og reglugerð nr.
87/1954. Þær konur, sem annars
staðar eru launþegar, hafa því
miður ekki enn fengið þessi rétt-
indi tryggð.
Um það er engin spurning, að
úr þessu misrétti verður að bæta.
Um hitt hafa menn spurt, hver
eigi að kosta fæðingarorlof þess-
ara kvenna, þegar t.d. margur
smáatvinnurekandinn hefur ekki
bolmagn til þess.
Það er skoðun flutningsmanna
þessa frumvarps, að atvinnu-
leysistryggingasjóður gæti með
RlÞinGI
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra.
aógang að lifeyrissjóðum og
S.F.R.V.
1 6. grein frumvarpsins er
ákvæði um það að styrkur skuli
veittur til hljóðfærakaupa eftir
þvi sem fé er veitt til á fjárlögum.
Menntamálaráðuneytió skiptir
styrknum með hliðsjón af þörf
skólanna og má hann ekki vera
nema W af andvirði hljóðfæra.
I 7. grein er ákvæði um að heim-
ilt sé að veita styrki til tónlistar-
kennslu á þeim stöðum sem ekki
hafa hin almennu skilyrði um tón-
listarskóla.
Annars gerir frumvarpió ráð
fyrir fremur fáorðri rammalög-
gjöf sem menntamálaráðuneytið
geti siðan útfært nánar í reglu-
geró.
Aætlaður kostnaðarauki af sam-
þykkt þessa frumvarps fyrir rikis
sjóð var um s.l. áramót um 11 m.
kr.
Menntamálaráðuneytið og
nefnd sú er undirbjó þetta frv.
Ragnhildur Helgadóttir alþingis-
maður.
eru á einu máli um það að stefna
beri að sem nánustum tengslum
við skólakerfi landsins. Frumvarp
þetta má því skoða seiri bráóa-
birgðabreytingar frá gildandi lög-
um um fjárhagsstuðning við tón-
listarskóla og sem einskonar
áfanga að því markmiði að fella
tónlistarnámið að hinu almenna
fræðslukerfi. Má því segja, að
þetta frumvarp miði fyrst og
fremst að því að tryggja grund-
völl tónlistarfræðslunnar i land-
inu í svipuðu formi og hún er nú
og koma í veg fyrir, að tónlistar-
kennsla verði forréttindi fyrir
hina efnameiri i þjóðfélaginu. En
eins og áður sagði þá er nú svo
málum komið, að tónlistarskól-
arnir hafa mjög ótraustan grund-
völl fjárhagslega séð til þess að
byggja á sína starfsemi.
Ég lit svo á að brýna nauðsyn
beri til að afgreiða þetta frum-
varp á því þingi sem nú situr. Að
lögfestum þeim ákvæðum sem
þetta frumvarp inniheldur,
fengju tónlistarskólarnir aftur
fast land undir fótum og von um
aukna fyrirgreiðslu að afgreidd-
um fjárlögum fyrir komandi ár.
Ég vil leyfa mér að beina þeim
tilmælum, til þeirrar háttvirtu
þingnefndar, sem fær málið til
meðferðar að hún geri sitt til að
flýta því, að þetta frumvarp fái
nauðsynlega þinglega skoðun
svo það gæti orðið afgreitt fyrir
lok þessa þings.
Eg vil svo leyfa mér, herra for-
seti, að leggja til að frumvarpinu
verði visað til háttvirtrar mennta-
málanefndar að lokinni fyrstu
umræðu
eðlilegum hætti haft þetta verk-
efni með höndum. Leggjum við
með frumvarpi þessu til að það
verið bundió lögum.
í lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar segir i 18. gr., að atvinnu-
leysisbætur miðist við dagvinnu-
laun skv. 2. taxta Dagsbrúnar og
skuli vera 70—80% af áður
greiddum iaunum. Það, sem á
kann að vanta, að konan haldi
fullum áður greiddum launum í
fæðingarorlofi, þyrfti að nást með
öðrum hætti. Mætti hugsa sér, að
lífeyrissjóðir stéttarfélaganna
stæðu undir þeim greiðslum.
Það er von flutningsmanna, að
þetta frumvarp um fæðingarorlof
verði lögfest á þessu þingi, því að
ekki er vansalaust, að lengur
dragist að leiðrétta þetta
ranglæti.
Fyrirspurnir á Alþingi:
Starfslið, umsvif og eign-
ir erlendra ríkja hér
Ingvar Gfslason (F) hefur
borið fram á Alþingi fyrir-
spurnir til utanríkisráðherra,
sem tvímælalaust munu vekja
athygli landsmanna allra.
Spurningarnar varða fjölda
starfsmanna, umsvif og eignir
erlendra rikja á Islandi og eru
svohljóðandi:
1. Hve mörg eru ríkin, sem
Islendingar hafa stjórnmála-
samband við?
2. Hvaða erlend sendiráð
starfa í Reykjavík?
3. Hve fjölmennt er allt
starfslið hvers sendiráðs um
sig, og hver eru stöðuheiti
starfsmanna þeirra?
4. Hverjar eru skráðar eignir
erlendra sendiráða og sendi-
ráðsfólks hér á landi: a)
fasteignir, b) bifreiðar?
5. Hversu mikið fjölskyldulið
fylgir erlendum sendiráðs-
starfsmönnum hér?
6. Hvaða ríkisstjórnir erlend-
Ingvar Gíslason alþingismaður.
ar eða aðrir erlendir aðiiar
starfrækja hér á landi fasta
upplýsingastarfsemi og frétta-
miðlun, og hve margt fólk vinn-
ur að slikum störfum á vegum
hvers um sig?
Þingsíða Mbl. mun birta svör
utanríkisráðherra strax og þau
liggja fyrir.
Þingfréttir
í stuttu máli
Misrétti leiðrétt