Morgunblaðið - 10.04.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975
31
Elzta sundmetið féll á KR-mótinu
og einnig 100 metra skriðsundsmetið
ELZTA fslenzka sundmetinu var
rutt úr vegi f fyrrakvöld, á sund
móti KR, sem fór fram í Sundhöll
Reykjavíkur, er hin unga og efni-
lega sundkona úr Ægi, Þórunn
Alfreðsdóttir, synti 200 metra
fjórsund á 2:37,1 min. Eldra met-
ið átti Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, sem um árabil var ókrýnd
sunddrottning Islands, og var það
2:38,3 mfn., sett árið 1968, —
munaði sáralitlu að önnur sund-
kona næði einnig betri tíma en
gamla metið f keppninni í fyrra-
kvöld, þar sem Vilborg Sverris-
dóttir, SH, sem varð önnur í sund-
inu á eftir Þórunni, synti á 2:38,6
mín. Vilborg bætti hins vegar met
Lísu Ronson Pétursdóttur í 100
metra skriðsundinu um 1/10 úr
sek. með því að synda á 1:03,2
mfn.
Greinilegt er að sundiþróttin er
nú á verulegri uppleið aftur, eftir
lægð er varð í henni er flest bezta
sundfólk landsins hætti keppni
samtímis, þar sem nú er að koma
fram margt ungt sundfólk sem
tekur íþrótt sína alvarlega og á
eftir að ná góðum árangri, ef
svo heldur sem horfir. Meðal
þessa unga fölks er Sonja
Hreiðarsdóttir, UMFN, sem setti
tvö telpnamet á KR-mótinu í 200
metra fjórsundi og 50 metra flug-
sundi, og Adolf Emilsson, KR,
sem setti sveinamet í 400 metra
skriðsundi.
A KR-mótinu var keppt um
fjóra bikara og höfnuðu tveir
þeirra hjá Axel Alfreðssyni —
bikar fyrir sigur í 400 metra
skriðsundi, og Sindrabikarinn
fyrir sigur f 200 metra fjórsundi.
Flugfreyjubikarínn hlaut Vilborg
Sverrisdóttir fyrir 100 metra
skriðsundið og afreksbikar SSl,
sem veittur er fyrir bezta afrek
mótsins hlaut Guðmundur Ólafs-
son, Hafnfirðingur fyrir 200
metra bringusund sitt.
Helztu úrslit KR-mótsins urðu
annars þessi:
400 metra skriðsund karla:
Axel Alfreidsson, Æ 4:29.1
Brynjólfur Björnsson, A 4:36,7
Arni Kyþórsson, A 4:37,2
100 metra skriðsund kvenna:
VilborK Sverrisdótlir, SII 1:03,2
Þórunn Alfreósdóttir, Æ 1:04,0
BáraÖlafsdóttir, A 1:08,0
200 metra bringusund karla:
(•uómundur Ólafsson, SH 2:33,0
<>uómundur Húnarsson, Æ 2:43,9
Hreinn J akobsson, A 2:48,4
100 metra baksund kvenna:
Yilborg Sverrisdóttir, SH 1:21,0
Ingibjörg Skúladóttir, KR 1:23,4
Ingibjörg Ólafsdóttir, SH 1:26,4
50 metra flugsund telpna:
Sonja Hreióarsdóttir, UMFN 37,3
Regfna Ólafsdóttir, KR 39.4
Hrefna Magnúsdóttir. Self. 40,4
100 metra baksund karla:
Bjarni Björnsson, Æ 1:11,6
(iunnar Kristjánsson, A 1:13,0
Hermann Alfreðsson, Æ 1:13,4
200 metra fjórsund kvenna:
Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 2:37,1
Vilborg Sverrisdóttir, SH 2:38,6
BáraÓlafsdóttir, A 2:46,8
50 metra skriðsund sveina:
Þröstur Ingvarsson, Self 32,5
Svanur Ingvarsson, Self. 33,1
Adolf Kmilsson, KR 34,1
200 metra f jórsund karla:
Axel Alfreósson, Æ 2:24,4
(iuómundur (ifslason. A 2:24,6
(iuómundur ólafsson, SH 2:26,6
100 metra bringusund kvenna:
Elínborg (iunnarsdóttir, Self. 1:24,9
Sjöfn II. Backmann, KR 1:27,5
Aóalheióur Oddsdóttir, A 1:31,3
4x100 metra f jórsund karla:
Sveit Armanns 4:29,5
Sveit Ægis 4:30,4
Sveit SH 4:45,5
4x100 metra bringusund kvenna:
Sveit Ægis 6:07,7
Sveit KR 6:24,7
Sveit Armanns 6:24,8
FH vann Hauka
FH vann Hauka I bikarkeppni
HSl I gærkvöldi 23:20. Staðan í
hálfleik var 13:10. Leikið var I
Hafnarfirði. FH mætir Fram í
úrslitum bikarkeppninnar.
Leeds vann Barcelona 2:1
Þórunn Alfreðsdóttir, hin bráðefnilega sundkona úr Ægi náði elzta
fslenzka sundmetinu á KR-mótinu, synti 200 metra fjórsund á 2:37,1
mfn.
ÚRSLIT leikja f undanúrslitum
Evrópumótanna i knattspyrnu f
gærkvöldi urðu þessi:
Evrópukeppni meistaraliða:
St. Etlenne — Bayern Múnchen 0:0
Leeds—Barcelona 2:1 (1:0)
Evrópukeppni bikarmeistara:
Ferencvaros — Red Star Belgrad 2:1 (1:0)
Dinamo Kiev — PSV Eindhoven 3:0 (2:0)
UEFA-bikarkeppnin:
Twente Enschade — Juventus 3:1 (1:0)
FC Köln — Borussia Mönchcngladbach
(frestaó).
50 þúsund áhorfendur sáu
Leeds vinna spænsku meistarana
Barcelona. Mörk Leeds gerðu
Bremner og Clarke, en Asensi
gerði mark Spánverjanna. Leeds
átti mun meira í leiknum og sig-
urinn hefði getað orðið slærri.
Evrópumeistarar Bayern
Múnchen eiga mikla möguleika á
að komast í úrslit eftir jafnteflið í
gærkvöldi. Áhorfendur aó leik
þeirra og St. Etienne voru 40
þúsund.
Dinamo Kiev kom á óvart. 100
þúsund áhorfendur sáu Kolotov,
Onishchenko og Blokin tryggja
sigurinn. 60 þúsund áhorfendur
sáu Ferencvaros vinna 2:1 með
mörkum Branikovits og Magyer,
en mark Red Star gerði Savic.
Seinni leikir liðanna fara fram
eftir mánuð.
Fulham og West Ham í úrsKt
Arnar Guðlaugsson skorar eitt marka sinna f leiknum við Leikni f
fyrrakvöld. Guðgeir og Halldór koma ekki við vörnum.
ÚRSLIT leikja í ensku knatt-
spyrnunni f gærkvöldi:
Bikarkeppnin:
Fulham—Birmingham 1:0
West Ham—Ipswich 2:1
1. deild:
Derby — Wolverhamton 1:0
Luton—Everton 2:1
Leicester — Middlesbrough 1:0
Leiknir sýndi klærnar í 20 mín-
útur, en Fram tók síðan völdin
LEIKNIR, sem fór eins og eld-
flaug f gegnum þriðju deildar
keppnina f handknattleik f vetur,
og lagði sfðan að velli tvö annarr-
ar deildar lið f bikarkeppni HSt,
megnaði ekki að veita Fram veru-
lega keppni, er liðin mættust f
undanúrslitaleik bikarkeppninn-
ar í Laugardalshöllinni f fyrra-
kvöld. 29—20 urðu úrslit leiksins,
eftir að Fram var búið að ná
sex marka forystu f hálfleik
13—7.
Fyrirfram áttu víst fáir von á
því að Leiknismenn gætu staóizt
Fram snúning og það kom því
nokkuð á óvart að fyrstu 20 mín-
útur leiksins voru mjög jafnar, og
staðan eftir þær 7—7. En það sem
eftir lifði hálfleiksins var allur
vindur úr Leiknisliðinu og Fram-
arar skoruðu sex mörk í röð og
gerðu þar með út um leikinn.
Seinni hálfleikurinn var svo
lengst af mjög jafn hvað marka-
skorun viðkom; Leiknir halaði
heldur inn, og var staðan þannig
22—18 fyrir Fram, þegar 6 mínút-
ur voru til leiksloka. Þá datt botn-
inn aftur gjörsamlega úr leik
Leiknismanna. Á þessum sex mín-
útum voru skoruð 9 mörk og gerði
Fram 7 þeirra.
Þetta var annars heldur lélegur
leikur, þegar á heildina er litið.
Leikmenn Leiknis virkuðu þung-
ir og nokkuð svifaseinir, sérstak-
lega I vörninni, þar sem mynduð-
ust oft hrikalegar glompur. Þá
voru ófá mörkin sem Leiknis-
menn fengu á sig eftir hraðaupp-
hlaup Framara, en fyrir þeim
voru þeir ákaflega sofandi. — Við
höfum ekki þurft að hafa áhyggj-
ur af hraðaupphlaupum í 3. deild-
inni i vetur, sagói Hermann
Gunnarsson, þjálfari Leiknisliðs-
ins, eftir leikinn, — og kom þaó
okkur nú í koll, þar sem Framarar
skoruðu mörk sem gerðu út um
leikinn á þann hátt.
Sóknarleikur Leiknisliðsins var
miklu virkari, og kvað þar mest
að þeim Hermanpi og Hafliða Pét-
urssyni. Hermann skoraði nokkur
mörk með stórfallegum skotum,
en nýting hans var hins vegar
ekki góð, og Hafliði var mjög ógn-
andi og laginn að nota sér þær
smugur sem buðust.
'Leiknisliðið á tvímælalaust
möguleika á því að spjara sig í 2.
deildar keppninni næsta vetur.
En til þess að vera framarlega
þar, þurfa leikmennirnir greini-
lega að æfa betur en verið hefur
og ná upp betra úthaldi, en greini-
legt var að það var ekki í sem
beztu lagi hjá flestum leikmönn-
um liðsins.
Framliðið virkaði heldur
áhugalifió i þessum leik og tók
ekki meira á en nauðsyn krafði.
Meðan Leiknir hélt i við þá létu
leikmenn Fram það fara í taug-
arnar á sér og voru þá oft óþarf-
lega grófir i varnaraðgerðum sin-
um.
Mörk Fram: Pálmi Pálmason 7,
Arnar Guðlaugsson 4, Sigurberg-
ur Sigsteinsson 3, Hannes Leifs-
son 3, Árni Sverrisson 3, Kjartan
Gíslason 3, Ragnar Hilmarsson 2,
Guðmundur Þorbjörnsson 2, Sig-
urður Harðarson 1.
Mörk Leiknis: Hermann Gunn-
arsson 8, Guðgeir Leifsson 4, Haf-
liði Pétursson 4, örn Guðmunds-
son 1, Jón Ólafsson 1, Halldór
Sigurðsson 1.
— stjl.
2. deild:
Aston Villa — Cardiff 2:0
West Ham vann Ipswich í hörð-
um leik og mætir Fulham i úrslit-
um bikarkeppninnar. Alan Taylor
gerði bæði mörk liðsins, en mark
Ipswich var sjálfsmark Billy
Jennings. Sex leikmenn voru bók-
aðir. Mark Fulham var skorað í
framlengingu, og var John
Mitzhell þar að verki. Bobby
Moore mun því leiða 2. deildar lið
Fulham í úrslitum á Vembley
gegn sinum gömlu félögum í West
Ham. Birmingham þótti betra lið-
ið.
I 1. deild tók Derby forystuna
með sigri sínum í gærkvöldi.
Mark liðsins gerði Francis Lee.
Tap Everton gegn botnlióinu
Luton þýðir að liðið á nú lítla
möguleika í sigri I deildinni.
Leicester er sloppió úr fallhættu.
Jafnir leikir
BIKARKEPPNI 2. flokks i hand-
knattleik hófst f Laugardalshöll
inni I fyrrakvöld og fóru þá fram
tveir leikir og þurfti framleng-
ingu í þeim báðum til þess að fá
úrslit. Fyrst léku KR og IR og
eftir venjulegan leiktíma var
staðan jöfn 13:13. 1 framlenging-
unni skoruðu svo tR-ingar tvö
mörk gegn einu og unnu því leik-
inn 15:14.
Síðan léku Valur og Fram.
Höfðu Framarar lengst af yfir i
mörkum og komust í 12:8, þegar
skammt var til leiksloka. Vals-
menn áttu hins vegar góðan enda-
sprett og náðu að jafna 12:12, I
framlengingunni höfðu Framarar
svo betur, 3:2, og unnu þvi leikinn
15:14.
Eddy
Merckx
Belgíski hjólreiðakappinn Eddy
Merckx lætur ekki deigan siga.
Hann sigraði með yfirburðum i
hinni árlegu Flandern hjólreiða
keppni. í keppni þessari er farin
225 kilómetra vegalengd og
þegar keppnin var rúmlega hálfn-
uð stakk Merckx keppinauta sina
af. í öðru sæti varð landi hans
Franz Verbeeck, en sá er sagður
mjög efnilegur hjólreiðamaður og
liklegur arftaki Merckx sem hefur
lýst þvi yfir að hann muni senn
fara að hætta kennni
Svend Pri
Danski badmintonleikmaður
inn Svend Pri, sem vann hina
opinberu heimsmeistarakeppni
,.AII England" á dögunum, hefur
síðan fengið fjölmörg tilboð frá
auglýsingafyrirtækjum að koma
fram i auglýsingakvikmyndum og
öðrum auglýsingum. Pri segist
hugleiða tilboðin, en vist sé að
þau opni sér marga moguleika.
Hingað til hafi það alltaf verið sér
aðaláhyggjuefnið að sjá fyrir sér
og sinum og stunda jafnframt
þær timafreku æfingar sem iþrótt
hans krefst.
Agúst
Ásgeirsson
Ágúst Ásgeirsson hlaupari úr
ÍR varð fyrir meiðslum á æfingu
nýlega. Slitnuðu sinar og taugar i
vinstra hné hans og hefur hann
verið algjörlega frá æfingum sið-
an. Hann hefur hins vegar verið i
meðhöndlun hjá mjög færum
sjúkraþjálfurum. sem beita hin-
um svonefndu Siapulse-tækjum
við lækninguna, en tæki þessi
hafa rutt sér mjög til rúms sið-
ustu tvö árin og eru talin valda
byltingu við meðferð tognunar og
vöðvaslits.
Ætlunin var að þeir Ágúst og
Sigfús kæmu heim og tækju þátt
i viðavangshlaupi ÍR á sumardag-
inn fyrsta, en með öllu er óvist að
Ágúst verði búinn að jafna sig
svo af meiðslunum að hann verði
fær til keppni, en Agúst hefur
sigrað i ÍR-hlaupinu nú þrjú ár i
röð. Sigfús mun hins vegar
örugglega koma, en hann hefur
æft mjög vel að undanförnu og er
i betra formi en nokkru sinni fyrr.