Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975
Kúltúrinn og
kommisarinn
Á ráðstefnu Sambands sveitarstjórna um menningar-
mál fluttu fimm menn erindi um hlutverk sveitar-
stjórna í menningarmálum. Jón Baldvin Hannibalsson,
skólameistari og bæjarfulltrúi á ísafirði nefndi sitt
erindi Kúltúrinn og kommisarinn og birtist það hér á
eftir:
Hver var það aftur, sem sagði
að til væri tvenns konar lygi;
annars vegar þessi venjulega, sem
við höfum til vors daglega brúks
— og hins vegar statistik. Skv.
alþjóðlegri statisktik teljumst við
Islendingar — dreifbýlingar jafnt
sem þéttbýlisþjóðin — vera I
fremstu röð menningarþjóða
heims. Þetta mælist í hundraðs-
hluta þeirra, sem teljast læsir og
skrifandi, í lengdarmetrum
prentaðs máls per nef, í fjölda
útvarps- og sjónvarpstækja, og í
þeim hundraðshluta þjóðarinnar,
sem situr á skólabekk. Það er
sama á hvaða kvarða er vegið;
þegar mæla skal magn „menn-
ingarneyzlunnar" í fermetrum
eða sekúndulítrum, þá erum við
býsna hátt skrifaðir í alþjóðlegum
samanburðartöflum.
Sumir kunna að álykta af þessu,
að það sé naumast réttlætanleg
óráðsia á erfiðum tímum að
stefna öllum þessum staurblönku
sveitarstjórnarforkólfum á máls-
krafsþing eins og þetta til að velta
því fyrir sér, hvort þeir geti eitt-
hvað meira á sig lagt fyrir menn-
inguna? Eða er ekki öllu líklegra,
að það sé ofþensla i menningar-
neyzlunni eins og í einkaneyzl-
unni? Væri ekki nær að draga
saman seglin — spara?
Aðrir kunna að segja sem svo,
að margnefndar magntölur um
menningarneyzlu Islendinga
sanni aðeins það, sem sagt var í
upphafi; að til sé tvenns konar
skreytni, þessi venjulega og svo
slík og þvílík statistik.
Það hefur löngum vafizt fyrir
hinum merkustu hugsuðum að
verða á einu máli um, hvað sé
menning. Ekki ger ég ráð fyrir
því, þótt hér séu samankomnir
máttarstólpar margra byggðar-
laga, að okkur takist á einni
morgunstund það, sem oddvitum
heilla menningarsamfélaga hefur
ekki enzt aldur til öldum saman.
Kannski leyfist mér að lýsa því
almenna viðhorfi mínu, að menn-
ing sé eitthvað, sem vex hið innra
með mönnum, og verði ekki nema
að ákaflega takmörkuðu leyti
þröngvað upp á, hvort heldur er
einstaklinga eða samfélög, með
ráðstöfunum stjórnvalda. Við
þurfum ekki að skyggnast djúpt
undir yfirborðið til að sjá, að
kúlturinn og kommisarinn eiga
óvíða upp á pallborðið hvor hjá
öðrum. Kommisararnir — og þá á
ég ekki bara við þá í Kreml —
vilja gjarnan skreyta sig með
aldinlaukum úr garði menningar^
innar. Þeir byggja gjarnan
skrautlegar hallir, íþróttahallir
og æskulýðshallir, konstertsali og
félagsheimili, eins og dæmin
sanna. Það er ekki þar með sagt,
að það vaxi nokkur menning í
þeirra garði fyrir því. Menningin
lýtur allt öðrum lögmálum. Hún
getur blómgazt í aumu hreysi, en
fölnað og visnað undir gleri
landstjórnarmanna.
Hins vegar virðist manni, af
gamalli sögu og nýrri, tiltölulega
auðvelt að forheimska og skríl-
menna eina þjóð. Það bendir til
þess, að ekki séu^ landstjórnar-
menn með öllu áhrifalausir á hag
menningarínnar. Kannski maður
fallist á, að stundum sé e.t.v. þörf
á að hlúa að vanburðugum menn-
ingargróðri; stundum þurfi að
uppræta illgresi úr garðinum. Þó
efast ég um, að landstjórnarmenn
séu yfirleitt sjálfkjörnir eða
ákjcsanlegir garðyrkjumenn á
menningarakrinum.
Einu sinni trúðu menn á mátt
þekkingarinnar, upplýsingarinn-
ar, vísindanna til að leysa öll
mannleg vandamál og skapa para-
dís á jörð. Menn trúðu á fram-
farirnar með stórum staf. Nú er
af sú tíð. Framúrstefnumenn í
skólamálum, i allsnægtaþjóð-
félögum Vesturlanda, boða nú
ákaft þá kenningu, að eigi menn-
ingarsamfélag ekki að líða undir
lok i þessum parti heimsins, þoli
enga bið að afnema skólaskyldu
og aflétta áþján skólasetu áhuga-
og lífsleiðra ungmenna, sem séu á
góðri leið með að verða að mann-
dómslausum liðleskjum í út-
ungunarvél fræðslukerfisins.
Samkvæmt þeirri kenningu
stoðar okkur lítt að byggja fleiri
skóla. Það er eins og greindur
bóndi sagði við skólastráka, sem
gistu hjá honum að sumarlagi:
„Þið hafiðsvomikiðaðgera við
að læra, að þið megið ekki vera að
því að mennta ykkur.“
Fyrst svo er um hið græna tréð,
— hvað þá t.d. um félags-
heimilin? Kannski við ættum að
snúa þessu við og segja: Spyrjið
ekki, hvað þið getið gert fyrir
menninguna, heldur öllu fremur,
hvað getur menningin gert fyrir
okkur?
Við erum sveitarstjórnarmenn,
og Grindavík er ónefnt pláss suð-
ur með sjó. Nú gerist það, að
strákar koma heim frá útlöndum,
þar sem þeir hafa gerzt hand-
gengnir alþjóðlegri stórborgar-
menningu atvinnulistamanna,
með leikhúsi, synfóníu, sýn-
ingarsölum og iðandi mannlifi*
millistéttarkaffihúsa. Og þeir
spyrja sjálfa sig: Er nokkurt birt-
ingarform menningarinnar í ver-
stöðinni suður með sjó, vestur á
fjörðum, norður á nesjum eða
austur á Héraði? Og þeir gera út
mann til að athuga málið. Og sjá:
Þar er ekkert leikhús, enginn
konsert, engin listsýning, ekkert
kaffihús (bara mötuneyti) —
bara félagsheimili og fyllirí á
laugardögum. M.ö.o. engin birt-
ingarform alþjóðlegrar stórborg-
armenningar, — engin menning
eða hvað?
Nú þykir það ekki góð latina
hjá rithöfundum, ef ritdómarar
hella úr skálum reiði sinnar um
bók, fyrir það, sem ekki stendur i
henni og aldrei stóð til að væri
þar að finna. Það þykir léleg
sósiólógia hjá vestrænum trúboð-
um að vilja troða einkvæni upp á
steinaldarfólk í Nýju-Gíneu eða
kristtrú upp á Búddamunka, al-
veg eins og það þykir- léleg
sósíólógía hjá amriskum
imperíalistum, að vilja troða
vestrænu lýðræðí upp á hrís-
grjónabændur í Asíu, en sprengja
þá í loft upp ella.
Það er víðar guð en í Görðum.
Hvað stoðar okkur heimsókn Syn-
fóníuhljómsveitar Islands á tiu
ára fresti, farandleikflokkur með
Ertu-nú-ánægð-kelling, eða Hvað-
varstu-að-gera-í-nótt, eða Súmsýn-
ing um varíasjónir fáfengi-
leikans? Menningin verður að
vaxa innan frá. Okkar upphefð
getur ekki koniið að utan.
Hvað getum við þá gert, hver í
sinni sveit?
Nú ætla ég að fara að eins og
strákarnir, og bjóða einhverjum
forvitnum fulltrúa borgarmenn-
ingarinnar með mér í heimsókn
vestur á firði. Við skulum segja,
að þetta sé í hráslagalegum haust-
sudda eða í blessuðum gróandan-
um i vorleysingunum. Maðurinn
stígur á gljáfægðum blönkuskóm
út úr flugvéiinni á Isafjarðarflug-
velli inn í veðurbarið dollaragrín,
sem ekur honum inn í höfuðstað
hinnar vestfirzku verstöðvar-
menningar.
Vegurinn er eins og eftir loft-
árás, hola við holu eins og
sprengigígir úr seinni heims-
styrjöldinni. Og af því að þetta er
nú í suddaveðri, þá er hann líka
allur á floti eins og Mekongós-
hólmarnir um rengtímann. Þann-
ig öslar hann gegnum forar-
vilpuna heim að hóteldyrum. Þar
blasir við skilti: Meðferð áfengis
stranglega bönnuð. Þegar inn er
komið, tekur við stöðluð,
karakterlaus veitingastofa, sem
er hönnuð af Ólafi Hauki
Simonarsyni, innanhúsarkitekt,
sem enginn skyldi halda að væri
sami maðurinn og heimsótti
Grindavik forðum daga og þótti
litið til koma. Þar inni hanga for-
drukknir unglíngar með klúryrði
Erindi Jóns
Baldvins
Hannibalssonar
á ráðstefnu
sveitarstjórna
um menningarmál
Ragnar H. Ragnars, stjórnar 120
nemenda tónlistarskóla á Isafirði.
Jón Baldvin Hannibalsson.
á vör og pikuskræki og hlusta á
fláa vellumúsik, svo að ekki heyr-
ist mannsins mál.
Ef manninum lízt ekki á þetta,
getur hann farið í bíó. Þar er
verið að sýna þriðja flokks villta-
vesturhasar, sem hann sá fyrir
þremur árum í höfuðborginní.
Þarna situr Islands unglingafjöld,
og kastast á karmellubréfum, en
poppkornið dynur yfir sýningar-
gesti ofan af efri svölum.
Ef manninum tekur að leióast
bófahasarinn í Alþýðuhúsinu,
getur hann náttúrulega brugðið
sér i félagsheimilið, einkum ef
þetta er á föstudags-, laugardags-
eða sunnudagskvöldi. Þar hrekst
hann um innan um ölóðan ungl-
ingaskara milli tektar og tvítugs,
sem engist og skekst undir sker-
andi hávaða, sem stafar af fram-
úrstefnumúsiköntum úr Reykja-
vík, ef svo ber undir. Leiti hann
afdreps á afviknum stöðum, er
þar ófagurt um að litast: Einstaka
maður liggur i spýju sinni,
salernisskálar brotnar, húsgögn á
tjá og tundri, en fermingardreng-
ir og unglingstúlkur eigra um án
fyrirheits stjörf af ofurölvun og
óhamingju.
Þetta var félagsheimilið. Þar er
meðferð áfengis að sjálfsögðu
stranglega bönnuð líka. Þegar hér
er komið sögu, er liklega bezt að
fylgja gestinum heim á hótelið
aftur.
Hvað eiga sveitarstjórnarmenn
að gera? Byggja fleiri félags-
heimili yfir skólaæskuna?
Nú gæti verið, að aumingja
manninum yrði ekki svefnsamt á
hótelinu um nóttina, og væri þvi á
fótum með fyrra fallinu á sunnu-
dagsmorgni. Þá gæti verið, að
hann sæi unga menn og aldna,
útitekna og hraustlega með skíði
um öxl, sem halda til fjalla. Ef
hann hefur heilsu til, slæst hann
kannski í för með þeim, stigur á
skíði og lætur rafknúna lyftu
bera sig upp snarbrattar fjalls-
hlíðar, og nýtur stutta stund þess
fullkomna frelsis, sem felst i því
að dansa niður fönnina eins og
fleygur fugl í algerum friði og
órofa þögn islenzkra öræfa.
Kannski maðurinn rölti eitt-
hvað um bæinn fyrir forvitnissak-
ir síðdegis. Kannski hann heyri
óma út um glugga, þar sem ein-
hver dregur á fiðlustreng eða
æfir kappsamlega sónatínu eftir
Beethoven; kannski hann fari að
forvitnast. Kannski einhver segi
honum, að í þessari þrjúþúsund
manna verstöð sé gróinn tón-
listarskóli með 120 nemendum.
Kannski hann sé svo heppinn, að
einhver af þrennum vetrartón-
leikum tónlistarskólans fari ein-
mitt fram þá um kvöldið. Þar get-
ur hann hlustað á 40 einleikara
frá sex ára aldri til fertugs, og
hann er dauður maður, ef hann
hefur nokkurn tímann komið á
stórkostlegri tónleika.
Þessi skóli er okkur þúsund
sinnum þýðingarmeiri heldur en
þótt sjálf synfóniuhljómsveitin
með allt sitt hafurtaks dytti niður
úr skýjunum og spilaði sitt pró-
gram eina ögurstund í félags-
heimilinu.
Fyrir það fyrsta mundi enginn
koma til að hlusta á hana, nema
vegna þess að I tuttugu og fimm
ár hefur þessi óviðjafnanlegi
snillingur og eldhugi, Ragnar H.
Ragnars, alið upp af óþrotlegri
elju og hugsjón árgang eftir
árgang af ungu fólki, sem hefur
opnazt nú veröld, numið nýtt land
í menningunni, sumir kannski
bara fyrir sjálfa sig, en aðrir ger-
ast smám saman þess umkomnir
að veita okkur hinum.
Það er þetta, sem ég á við, þegar
ég segi, að menningin vaxi hið
innra, komi ekki að utan.
I þessum bæ situr rúmlega
þriðjungur bæjarbúa á skóla-
bekk. Þar er forskóli, barnaskóli,
gagnfræðaskóli, menntaskóli, iðn-
skóli, vélskóli, tækniskóladeild,
húsmæðraskóli — og tónlistar-
skóli. Allir eiga þessir skóiar
meira eða minna vegleg hús —
nema tónlistarskólinn. Stofan
heima hjá honum Ragnari er
nógu stór til þess að rúma hann.
Skóli er ekki hús, segir Ragnar,
skóli er fólk.
Það er þetta, sem ég meina,
þegar ég segi, að landstjórnar-
menn og sveitarstjórnamenn geta
aó vísu byggt hús, jafnvel heil
félagsheimili, en það er ekki þar
með sagt, að menningin nái að
nema þar land eða festa þar ræt-
ur.
Ef okkar góði gestur ætti að
kvöldi dags leið fram hjá gömlu
timburhúsi, sem var byggt úr
norskum kjörviði árið 1901 sæi
hann kannski ljós i glugga. Ein-
hver kynni þá að segja honum, að
þarna sætu um tvö hundruð
bæjarbúar á skólabekk, að loknu
löngu dagsverki í frystihúsum og
rækjustöðvum ogværuaðlæra að
gamni sinu. Þetta svarar til þess,
að 4—5000 Reykvikingar gerðu
slikt hið sama. En þetta er nú
bara statistik um menningar-
neyzlu og ég bið ykkur að taka því
með varúð.
Ef við svo að lokum fylgdum
gesti okkar aftur út á flugvöll, og
tækjum hann tali um það hvað
sveitarfélagið gæti gert fyrir
menninguna, yrðum við sjálfsagt
sammála um, að það væri harla
lítið, en engum vafa undirorpið,
að nái menningin að skjóta rótum
I byggðarlaginu sjálfu (i staðinn
fyrir að vera eitthvað fínt, sem
kemur i heimsókn að sunnan)
geti hún gerbreytt öllu mannlífi á
viðkomandi stað.
En sem við öslum þarna áfram í
forinni og virðum fyrir okkur um-
hverfíð, yrðum við sennilega sam-
mála um, að sveitarstjórnin gæti
gert sitt af hverju til þess að gera
umhverfið svolitið „menningar-
legra.“
Hún gæti t.d. látið malbika
þennan veg til þess að bæjarbúar
þyrftu ekki að bera forina á fót-
um sér inn í híbýli sin eða fengju
hana rjúkandi sem moldrok inn
um stofugluggann á hlýjum sum-
ardegi.
Hún gæti látið girða bæjarland-
ið, svo að sauðfénaður og annar
bitsmali æti ekki jafnóðum þessar
fáu hríslur eða annan þann veik-
burða gróður, sem bæjarbúar ella
vildu kannski gróðursetja i görð-
um sinum.
Hún gæti reynt að láta rækta og
halda vel við hlýlegum almenn-
ingsgarði í hjarta bæjarins, þar
sem börn og fullorðnir gætu notið
góða veðursins í fögru umhverfi.
Hún gæti reynt að reisa sorp-
eyðingarstöð, og koma þar með í
veg fyrir, að hvers kyns úrgangur,
rusl og drasl séu á reki um allar
fjörur, og að bilhræ og brotajárn
skeri ekki í augu áfegurstu blett
um bæjarins. Henni ber að hirða
vel gömul hús og fornar minjar,
svo að byggðarlagið glati ekki
sögu sinni og týni um leið sjálfu
sér í massívri steinsteypu þeirrar
kynslóðar, sem hefur ekki mátt
vera að því að koma sér upp
smekk á þaó byggingarefni.
Svo þarf náttúrlega að rétta
þeim félögum hjálparhönd, sem
eru að byggja skiðalyftur og bæta
aðstöðu til íþróttaiðkana; og það
þarf að koma upp grasvelii fyrir
fótbolta og íþróttahöll fyrir hand-
boltann; og útisundlaug. Og það
þarf að byggja nýtt bókasafn og
safnahús og sýningarsal; og það
þarf að byggja nýtt sjúkra- og
heilsugæzlustöð og læknabústaði
(til þess að læknar vilji láta svo
lítið að setjast þar að, svo sem
eins og tvö ár til reynslu). Og það
þarf að byggja dagheimili, og
dvalarheimili fyrir aldraða og
ráðhús og stjórnsýslumiðstöð.
Og svo er það náttúrlega höfn-
in. Höfnin er lifæðin. Þetta er
verstöð. Og höfnin gleypir þvi
miður alla peningana. Þetta eru
bara þrjú þúsund manns, og þótt
hafið sé gjöfult þeim, sem nenna
að sækja sjóinn, þá vaxa pening-
arnir samt ekki í fjöruborðinu. Og
á sama tíma og höfnin gleypir alla
peningana er lítið hægt að mal-
bika, lítið hægt að sinna skógrækt
og blómarækt. ótimabært að
byggja sorpeyðingarstöð, engir
peningar til i íþróttavöllinn,
gamla bókasafnið verður að duga
næsta áratuginn, sjúkrahúsið
verður tíu ár í byggingu, dag-
heimilið kemur ekki fyrr en 1977,
og ráðhús er nú bara hreinn lúx-
us.
Þar með kveðjum við gestinn
um leið og hann stígur upp í flug-
vélina suður á bóginn á vit mal-
bikaðs hitaveituævintýris þéttbýl-
ismenningarinnar, þar sem Birgir
Isleifur boðar græna byltirígu,
bar sem Þjóðleikhúsið á heima og
erlendir snillingar stjórna Sinfón-
íuhljómsveit Reykjavíkur og ná-
grennis í Háskólabíói Islands við
Hagatorg í Reykjavik.