Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 17 • KLUKKAN 13.30. Menn eru enn að tínast úr og I mat I kjallaranum. Undir borShaldinu heyrist ómur af Ijóðum og söngvum innan af sviði. Þar er enn verið að hamast. Við tylltum okkur hjá Þorláki Þórðarsyni, kjallarastjóra og altmuligmand litla sviðsins, og hann skenkir okkur kaffi. „Ég er búinn að vinna hérna í 25 ár," segir Þorlákur, „og er þvl jafngamall leikhúsinu sjálfu I þessu starfi. En ég verð að segja það, að á því eina og hálfa ári sem ég er búinn að vinna hér við kjallarasviðið þá hef ég kynnzt leikurunum og þessu fólki hér betur en öll hin árin til samans. Hér vinna menn svo nálægt hver öðrum. Að sama skapi er svo mun meiri nálægð við áhorfendurna. En þeir möguleikar sem þetta svið hefur opnað fyrir ungu leikarana, Islenzku leikskáldin og áhorfendur virðast hafa fallið I góðan jarðveg. Vandinn er bara sá að hin aukna starfsemi leikhússins upp á slðkastið hefur ekki alveg haldizt I hendur við fjölgun starfsliðsins. Ég er til dæmis allt I öllu hérna I kjallaranum og I dag mætti ég hérna klukkan átta, og ég fer ekki heim fyrr en um miðnætti." En hann bætir við: „Samt er þetta svo sannarlega þess virði." 0 KLUKKAN 14. Enn æfa menn Ijóða- og söngvakvöldið á litla sviðinu, enda mikið I húfi þvi frumsýningin er kvöldið eftir. f lokin syngja allir Guðjónskvæði Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar: „Þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin." Stefán Baldursson vill láta endurtaka. „Og Magga þarf að passa I lokin að verða ánægð á svipinn. Alsæl yfir að vera orðin Guðjón." Æfingunni lýkur. f bili. Þráðurinn verður tekinn upp aftur um kvöldið. • KLUKKAN 14.30. Niðri I smíðaral eru leikmyndasmiðirnir að störfum. Þeir eru þrlr sem vinna við sjálf leiktjöldin, en aðrir tveir sem fást við listræna útfærslu, gerð leikmuna o.fl. Það er verið að vinna að leikmynd Snorra Sveins Friðrikssonar fyrir „Þjóðniðinginn" og a.m.k. þriðjungur vinnunnar er eftir við tjöldin. Frá leikmyndahöfundi fá smiðirnir skissur og líkön. „Það er misjafnt hversu lengi við erum að þessu," segja þeir. „Það fer eftir þvl hversu skissurnar eru góðar. Þetta tekur allt frá 10 dögum upp I mánuð. Á myndinni sjáum við f.v. Birgi Sveinbergsson, Sigurð Kr. Finnsson, Magnús Þórarinsson verkstjóra, Bjarna Stefánsson og Jón Benediktsson, sem einnig er kunnur myndhöggvari. Jón er mikill „feikari" eins og þeir kalla það og hefur búið til flóknustu og nákvæmustu eftirlikingar t.d. altaristöflur I ýmsum stilum, Kristsllkneskið I bakgrunninum, og getur látið pappa verða að gulli. „Jú, það getur verið gaman að þessu feiki," segir hann, „þó að þetta sé oft mikil pressa þá er maður ánægður þegar manni tekst að gera hlutina rétta og sannfærandi." • KLUKKAN 15.30. Hörður Sigurðsson leiksviðsstjóri tekur okkur Ijúfmannlega. Hann hefur aðsetur einhvers staðar um miðbik hússins, — ekki langt frá sviðinu. Eins og gefur að skilja. Þrátt fyrir daglanga veru Morgunblaðsmanna I Þjóð- leikhúsinu tókst þeim aldrei að átta sig á þvl hvar þeir voru staddir I það og það skiptið. Hörður reyndist okkur ágætur leiðarvlsir þennan eftirmiðdag. Hann sér um að lokaundirbúningurinn fyrir „Silfurtunglið" ganga greiðlega. Slðasta æfing fyrir generalprufu er um kvöldið, og frumsýning á fimmtudag. „Verksviðið? Ja, það er þetta baktjaldamakk," segir hann. „Ég á að vera eins konar samræmingaraðili. Ef allt gengur vel, þá er þetta ósköp þægilegt, en ef allt gengur illa, þarf maður að grlpa inn I, og þá er það ekki alltaf svo þægilegt." Hörður hefur sem sé yfirumsjón með sviðsvinnunni, tæknibúnaðinum, Ijósavinnunni, o.s.frv. „Hérna er alveg dýrlegt starfsfólk allt upp til hópa." segir hann, „og ég er á þeirri skoðun að það geri allt að þvl kraftaverk stundum." Hann var áður vélstjóri bæði til sjós og lands, en er búinn að vera við leikhúsið I þrjú leikár. „Og þetta er það langfjölbreytilegasta’ starf sem ég hef komizt I." • KLUKKAN 16.00. „Við erum að ganga frá gardínunum fyrir „Silfurtunglið" í kvöld." segir Fanný Friðriksdóttir, forstöðukona saumastofu leikhússins þegar við litum inn til hennar. „Þetta eru þær þriðju I röðinni. Það var alltaf eitthvað að hinum. Annað hvort máttu þær ekki vera of finar eða of rósóttar. Og nú enda þær með þvi að vera grænar eða bláar." Með Fanný starfa fjórar fastráðnar saumakonur á stofunni og einnig eru stundum aukastúlkur fengnar til hjálpar. Á myndinni sjáum við Fanný, t.v. og fremst er Edda Ágústsdóttir með gardinurnar góðu, þá Elisa Gisladóttir og Guðrún Einarsdóttir. Á myndina vantar Ásdisi Magnúsdóttur. Þær voru einnig að koma fyrir búningunum úr „Kaupmanninum í Fenevjum" sem sýningum er lokið á, þvi þarna er lika hluti búningageymslunnar. „Hér geymum við þá búninga sem við þurfum oftast að gripa til, i kjallaranum eru þeir sem við notum sjaldnast, t.d. periódufötin, og efst i húsinu geymum við svo ballettfötin. Jújú, blessaður vertu eins og þú sérð þá er þetta allt að springa utan af okkur." Blaðamaður gæti vel trúað að þarna væru föt sem færu hátt i að klæða fslendinga alla. Þær á saumastofunni sögðu að misjafnlega mikill timi færi i búningana, eftir þvi i hvaða stil þeir væru. Erfiðastir væru „periódubúningar" eins og t.d. við Shakespeareverk, en svo eru fötin fyrir nútímaleikritin oft keypt í verzlunum. „Við erum sjaldan meir en mánuð með búninga fyrir eitt verkefni," segja þær. „Verst er bara hvað búningateikningarnar koma oft seint." • KLUKKAN 16.30. „Eg er nú bara að dútla hérna við að ganga frá leikmyndunum i „Silfurtúnglið" fyrir kvöldið", segir Birgir Engilberts, annar af tveim fastráðnum leikmyndateiknurum leikhússins þegar við kíktum inn í leikmyndadeildina. Fremst á myndinni er likan hins fastráðna leikmyndateiknarans, Sigurjóns Jóhannssonar að leikmynd „Silfurtúnglsins". • KLUKKAN 16.45. Ballett- meyjarnar voru í pásu þegar við litum inn i ballettsalinn. „Það er allt of sjaldan sem við fáum pásu", segja þær. Þær stjórna sér sjálfar þessa dagana á meðan enginn er ballettmeistarinn, en undirbúa engu að síður nemendasýningu í mái af kappi. Klukkan fimm var von á yngri nemendum skólans, 8—16 ára, sem þær kenna svo til klukkan rúmlega sjö. Ballettskólinn teiur nú um 100 nemendur. • KLUKKAN 17.00. Skrifstofa Þjóðleikhússins er jafnmikilvægur liður starf seminnar og hver annar, og þar eru Valgerður Steingrimsdóttir t.h. og Svava Þorbjarnardóttir að störfum. Svava á simanúm þessa stundina, en hún er líka á fjölunum öðru hvoru sem söngkona í Þjóðleikhúskórnum. Valgerður sér um launaútreikninga, reiknar út höfundalaun o.s.frv. Þau eru fjögur þarna, og skrifstofustjórinn er Ivar H. Jónsson. „Það er alveg furðulegt að þið skulið hitta þannig á að fvar er ekki við," segja þær. „Við erum alveg óskaplega einmana án fvars." • KLUKKAN 17.30. I miða- sölunni eru Halldór Ormsson, miðasölustjóri og formaður nýstofnaðs starfsmannafélags og Þóra Böðvarsdóttir, sem þar afgreiðir ásamt Fanney Pétursdóttur. „Það er búin að vera reytingssala í dag", segja þau, en Halldór telur mjög líklegt að afmælisárið verði líka metár varðandi aðsókn." Það voru komin 80.000 manns um siðustu mánaðamót, og þar af átti „Kardimommubærinn" 30.000. Við höfum farið yfir 100.000 gesti sex sinnum." Halldór sér um auglýsingar, uppgjör fyrir söluna, skipuleggur söíu í skólunum á skólasýningarnar o.fl. Halldór vill lltið gera úr þeim seðlabunkum sem um hans hendur fara i verðbólgunni. „Þetta er ekki neitt. Við hækkum ekkert." • KLUKKAN 18.00. Leik- munageymslan er einhvers staðar uppi á efri plönum Þjóðleikhússins. Þar eru byssur, og sverð fyrir dramatisk sjálfsmorð og morð, og neftóbaksdósir, og pipur með tóbaki i, og bækur úr plasti, og hjáimar alls þýzka hersins, og ailur fjandinn i röðum á hillum og I kössum eftir endilöngu, löngu herbergi. Þarna ræður ríkjum Reinhardt Reinhardtsson (aftast). og honum til aðstoðar eru Helgi Guðmundsson og Rafn Gestsson. • KLUKKAN 18.30. Sigurður Eggertsson, sem stjórnar leikhljóðunum i Þjóðteikhúsinu er að byrja að koma sér fyrir i litlum klefa einhvers staðar til hliðar og ofan við sviðið. Hann sér ekki sviðið, en fær skilaboð frá sýningarstjóra um rétt augnablik. Hann er með hljóðin á spólum, og notar mismörg segulbandstæki i einu, eftir þvi hvort mörg hljóð eru notuð i senn. „i öðrum þætti „Silfurtúnglsins" til dæmis er þetta nokkuð stift," segir hann, „þvi eiginlega öllum leikhljóðunum er þjappað saman i hann. Þar er ég allt i senn klappandi áhorfendur, hljómsveit og söngur i fjölleikahúsinu Silfurtúnglinu." • KLUKKAN 19.15. Spenna er farin að gripa um sig þvi siðasta æfing „Silfurtúnglsins" hefst klukkan átta. Leikararnir koma hver af öðrum, fara inn i búningsherbergin og siðan i hárgreiðslu hjá Sigurrós Jónsdóttur, og/eða i hárkollu- og förðunardeildina, sem við skyggnumst inn i á þessari mynd. Fv. Guðmundur Magnússon (Róri), Hákon kraftajötunn Waage (Samson Umslóbógas) nýtur aðstoðar Margrétar Jónsdóttur, og forstöðukonan Margrét Matthíasdóttir farðar Erling Gíslason (Feilan Ó. Feilan, forstjóra Silfurtúngls m.m.). • KLUKKAN 19.30. Inni á sviði eru miklar tilfæringar sviðsmanna og tæknimanna við að koma tjöldum og leikmunum á sinn stað, og Ijósin setja sig i viðbragðsstöðu. • KLUKKAN 20.00. Þorgrimur sýningarstjóri kallar alla á sinn stað. Leikstjórarnir Sveinn Einarsson og Briet Héðinsdóttir, ásamt Sigurjóni Jóhannssyni leikmyndahöfundi og Magnúsi Axelssyni, eru setzt úti I sal. Eftirvæntingin gripur um sig. Tjaldið lyftist og „kommersialisminn" heldur innreið sina i lif Lóu (Anna Kristin Arngrimsdóttir) litlu, islenzku utanbæjarhúsmóðurinnar i „Silf- urtúngli" Halldórs Laxness ....

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.