Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 7 Sr.BOLLI GÚSTAFSSON íLaufási: r þess að vænta, að prestar geti fjallað um efnahagsmál? Starf þeirra er þess eðlis, að litlar líkur eru á því, að þeir hafi nokkuð markvert til mála að leggja i viðskiptafræðum. Raunar koma þau þeim ekkert við, þvi þeir eru ekki í fram- leiðslunni, nema þessir síðustu geirfuglar, sem stunda biískap. Þeir hafa ekki einu sinni verk- fallsrétt. Og hverju myndi það breyta, þó svo væri? Eru ekki nógir til að tala, tala og tala, ef þeir hættu að prédika. Mærð og hátíðleiki eru heldur ekki í tízku. Ætli presturinn að setja upp virðulegan svip embættis- manna fyrri tíða og ganga sett- lega um í stroknum, hrafnsvört- um sparifötum kvundags, með háan, stífan flibba, svonefndan manndrápara, þá er litið á hann sem skondna „antik-mublu“ sem gaman er að í hófi eins og öðrum gömlum gripum, sem skoðaðir eru á söfnum á af- slöppunarferðalögum. Nei, það eru hagfræðingar, sem eiga að glíma við margþættan, flókinn efnahagsvanda, en ekki prest- ar. Þessu hefur verið haldið fast fram og til áréttingar á það bent, að ýmsir kirkjunnar menn fyrr á tímum hafi ekki verið til fyrirmyndar í verald- legum viðskiptum, harðdrægir og miskunnarlausir eins og séra Sigvaldi í skáldverki Jóns Thoroddsen. Það er engu lík- ara, en ýmsir reikni meó því, að þeir, sem vígjast til prestsþjón- ustu nú, hljóti að vera sömu mennirnir og verstar sögur gengu af og því sé betra að halda þeim í skefjum og sem fáfróðustum um völundarhús viðskiptanna. Þetta er einskon- ar endurholdgunartrú. Sið- fræði kristinnar kirkju á ekki erindi inn fyrir mörk efnahags- og viðskiptasviða, vegna þess að boðberar hennar eru arftakar viðsjálla preláta frá fyrri tið. Þetta er háskaleg villukenning, sem á rætur að rekja til vondr- ar samvizku og rotnunar. Hér hefur þjóðin stigið trylltan dans í kringum gullkálf og hávaðasöm kveðið niður áleitni sannleikans með blekkingum. En furðulegasti þáttur þessarar harmsögu er málæði um sókn okkar Islendinga eftir veraldar- gæðum. Við erum sífellt að gagnrýna okkur sjálf fyrir þá blindu villutrú að hamingjan verði einungis keypt fyrir pen- inga. Og nú segjurn við að bruðlið sé að koma okkur í koll og það sé okkur mátulegt. En að baki orðunum býr engin sann- færing. Það er ágætt að sjá eig- in galla, ef eitthvað raunhæft er gert til þess að vinna á þeim. Fjöldi Islendinga gagnrýnir t.d. ofneyzlu áfengis, sem hefur valdið þjóðinni meira tjóni en náttúruhamfarir hafa gert eða borgarastyrjöld myndi gera. Lauslæti er gagnrýnt af fáum, en pólitísk spilling af mörgum. Hver snillingurinn af öðrum Lögmálið og efnahags- málin Ætti presturinn að setja upp- virðulegan svip.. talar af spámannlegum eldmóði í útvarpsþættinum „Um daginn og veginn“ um fjölmargt, sem miður fer i þjóðfélaginu. Og þjóðin er svo hrifin, að stund- um er beðið um prentun þessara erinda í dagblöð. Við Islendingar virðumst hafa sér- staka nautn af því að hlýða á gagnrýni, og þá að skeggræða um málsnilld þeirra, sem bera hana fram. Um úrbætur erum við ekki alltaf á eitt sáttir. Einn vill blátt bann en annar menn- ingu, t.d. vínmenningu, sem virðist fólgin í því að drekka vín úr nógu litlu kristalsglasi á hverjum degi fyrir máltíð. Sumir vilja byltingu, aðrir hæg- fara þróun. Og hvað gerist svo. Það er talað, talað og talað. Síðan er drukkið dálítið meira en í fyrra og lágmarksaldur neytenda færist sífellt neðar, enda fækkar ekki afbrotum og mannlegri eymd af ýmsu tagi í velferðarríkinu. Við reynum að horfast í augu við vandan í hálf- rökkri efasemda og heilabrota. Það vantar tilfinnanlega þá birtu, það skæra, óþægilega ljós, sem falla verður yfir svið þessara átaka og starfar frá lög- máli Guðs, bókstafnum. Það lögmál er ekki fallið úr gildi. Þeir, sem halda því fram að magna þann seið, er sýnir mein- lausar afleiðingar glæpanna eða syndanna, að öllu megi kippa í lag handan huliðstjalds- ins mikla, er skilur að heimana, eins og það er orðað við jarðar- farir, þeir brjóta gegn heilögum Anda. „En hann (þ.e. Abraham) sagði við hann (rika manninn): Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum (lög- mál G. tm.), munu þeir heldur ekki láta sannfærast, þótt ein- hver rísi upp frá dauðum. (Lúk. 16, 19—31). Saga Jesú um ríka manninn og Lazarus er áhrifameiri en svo, að fram hjá henni verði horft. Hún dæmir allan undanslátt hart, þótt hann sé verndaður af falskri vfðsýni, öfugsnúnu frjálslyndi, ímynduðum þroska eða slægum gáfum. Jesús sagði tvöfalda kærleiksboðorðið fela í sér lög- málið og spámennina. Þar með ætlaðist hann ekki til, að við kynntum okkur ekki lögmálið. Orð hans eru einmitt lykill að því, þau forða okkur frá mis- skilningi, er við lesum og nem- um, koma jafnframt í veg fyrir kreddufestu og kölkun. Sá, sem elskar Guð, hefur ekki aðra guði. Stallurinn undir gullkálf- inum er að springa og molna, og við sjáum, að því skurðgoði vérður ekki treyst. Það hefur veikt siðferðisstyrk þjóðar- innar, sljóvgað viljann til manndóms, slævt kærleikann til Guðs og náungans. ÓDÝRIR FÓTBOLTASKÓR Stærðir 30—45. Verð frá kr. 1.575.- 1.875,- Útilif, Glæsibæ, simi 30350. Vélhefill til sölu Hombak afréttari til sölu. Stærð: Lengd 250 cm, breidd 60 cm. Innbyggður mótor. H.F. Bilasmiðjan, Sími33704. Heimasimi 34426. SUMARIÐ ÞITT Þú nýtur sumarsins betur uppi í sveit, hvar? Því ræður þú. — Verð frá kr.: 497 þúsund. Við bjóðum 20 mismunandi gerðir af hjólhýsum. Gísli Jónsson & Co h.f. Sundaborg — Klettagörðum 11 — simi 86644. 9 lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455 if Sængurgjafir i úrvali if Okkar vinsælu sokkabuxur komnar aftur á börn frá '/2 árs til 1 0 ára. ★ Vöggusett — nærföt og fleira if Frottegallar á 0 til 6 mánaða. Skriðbuxur frá „Carters by Aristoc" if Vagngallar tvær stærðir By Aristoc if Gallabuxur nr. 1 til 1 4 if Flauelsbuxur nr. 2 til 14 if Leðurjakkar nr. 30 til 40. kr. 15.670- Sendum í póstkröfu um land allt. Barnafataverzlunin RUT Glæsibæ skrifstofu- simi: 33830. __________ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.