Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNI1975 Fyrsti dagur í fangelsi Valentin Moroz hefur stundum verið kallaður pólitískur fangi númer eitt í Sovétríkjunum. Sumir hafa líkt þjáningum hans og hetjulund í fangelsum Sovétríkjanna við Jóhönnu af Örk því að enn hefur hann aldrei fengizt til að játa á sig þá „glæpi“, sem hann er ákærður fyrir og felast að venju í því að hafa haft í frammi and- sovézkan áróður. Hann var handtekinn í fyrsta skipti árið 1965 og sat þá í fjögur ár í fangelsi. Ári eftir að honum var sleppt var hann handtekinn aftur. Ilann var þá dæmdur í sjö ára fangelsi. Fréttir hafa borizt út úr fangels- Valentin Muroz unum um ómannúðlega meðferð á honum, en hann hefur aidrei hopað og hefur hvað eftir annað lýst yfir að hann sé ekki sekur um neinn glæp. Frásögn þá sem hér fer á eftir ritaði hann eftir að hann var handtekinn í síðara skiptið. Fyrstur dagur í fangelsi er fullur angistar. Allt: hljóðin lyktin, umfangið, og orðin eru ofin úr þjáning- um. Fyrstum degi í fangelsi má líkja við að vera afklæddur inn að skinni. Hver minning er rauð og heit, hver hugsun sem glóð. Fyrstur dagur í fang- elsi er heimur, skorinn í tvennt. Hver taug hefur verið klippt sundur. Upp- spretta löngunar þinnar er: ræturnar sem grípa dauðahaldi í jarðveg til- veru þinnar, þó að þær hafi verið skornar upp. Þú þekkir þá þrá sem streymir um... (eyða) Þessi er sársaukinn mest- ur, vegna þess að eðli þeirra er að skjóta rót- um. Eftir Valentin Moroz Ógnvænlegast er að láta sig dreyma. Gleymskan tengir saman þá enda, sem af hafa verió skornir, og löngun þín nær hápunkti sínum. En þú ert skyndilega hrifinn úr draumnum og þjáningin sem dvínað hafði um stund, blossar upp á nýjan leik. Þeim sterka er þetta örðugt. Allar þrár hans eru miklar, ekki sízt þær, sem beinast að frelsinu. Nei, víst er þetta ekki einvígi milli löngunar og skyldu. Baráttan stendur milli tveggja kyngimagn- aðra langana, sem báðar eru sterkar og trylltar, og hlúð er aó báðum meó sterkum, blóðríkum líkama. Þeim veikari er allt auóveldara. Þrár hans eru smærri og vilja- minni. Þær munu aldrei hvetja hann til aðgerða. En jafnvel í þeim veikari geta þrár gert vart vió sig; þeirra bíóur þó aóeins aó hjaðna á ný, dáleiddar af fangelsis- hræóslunni. Hræóslunni vió hið beizka í bikarnum sem þeir drekka ekki í botn og finna því aldrei hió ómengaða beizkju- bragð. Þeir tímar munu síöar koma, þegar tveir af- skornir endar tengjast á ný og rótum verður skot- ið í nýjum jaróvegi og þær rætur taka til sín næringu til aö lífga við soltnar, mannlegar hug- sjónir þínar. Þjáningin mun heróast og verða aó varanlegri sorg, sem er þung og svört eins og tjara. Með hverjum þeim degi sem líður veróur tjöruliturinn bjartari, unz hann breytist í gagn- sæja kristaltæra eftir- vænting. Eftirsóknar- verðast er þaó frelsi sem vió sjáum í gegnum þessa dimmu digurð. Öxull tímans heldur áfram að berja á kristal- hliðunum. Þá er ég frjáls. En þetta er ekki frelsió sem skein mér marga, marga daga handan kristalveggjanna. Ég stend frjáls, ölvaóur og ruglaður og enn á ný hef ég verið afklæddur inn aó skinni. Aó ganga um fangelsishlið, hvort sem þú ert á leió inn eöa út, er aó vera afklæddur inn að skinni. í hvert skipti sem þú gengur þessa leió, þó svo þau skipti verði Framhald af bl.s. 26. Nú eru sumarmánuðirnir í sjónmáli og þeim fylgja ýmsar breytingar, svo sem þær, að öll umferð á „krossgötum" leggst nið- ur. Við förum að mestu í sumarfrí og tökum upp þráðinn að því loknu í svip- aðri mynd. Þó má vera að við skjótum inn smáfrétt- um er upp kunna að koma í sumar. Von okkar félaga er sú, að einhverjum hafi orð- ið nokkuð að fróðleik og gagni með þessum skrift- um. Við viljum nota tæki- færið og þakka öllum fyrir, sem sent hafa efni til okkar og láta þess getið að við erum enn móttækilegir fyr- ir því. Að svo mæltu óskum við lesendum ánægjulegs sumarfrís. Þeir, sem spyrja svona halda að Jesús sé ekki sjáanlegur. Hvers vegna? Hann er ef til villa áöðrumstaðenég jafnvel í ísrael. Nei, Jesús er ekki í tsrael. Við skulum athuga þetta betur. Jesús er. Það er það fyrsta sem við getum slegið föstu. Hann lifir. Það er fyrst og mikilvægast. Hugsaðu um allt það kristilega starf, sem væri til einskis unnið, ef Jesús væri ekki lifandi. Kirkjan, kristniboðsstarf, bibliuhópar o.fl. Jesús lifir og þess vegna spyrjum við hvar og hvernig? Það er undarlegt að hugsa um það að við kristnir menn trúum á persónu sem við höfum aldrei séð, heyrt eða talað við. Pétur postuli skrifar um þetta, þrátt fyrir að hann hafi séð og heyrt til Jesú, vegna þeirra, sem ekki fengu að upplifa þetta: „Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó; þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann: þér mun- uð fagna með óumræðilegri og dýrlegri gleði.“ (I. Pét. 1,8.). Þetta er ekkert nýtt, að við sem erum kristin höfum ekki séð Jesúm. Aðeins fámennur hópur fékk að upplifa þetta þegar hann gekk um í Galileu og Júdeu. Jesús vissi það sjálf- ur að sá tími myndi koma að þeir kristnu myndu ekki sjá hann. Þess vegna sagði hann' þessi orð: „Sælir eru þeir sem ekki sáu, en trúðu þó.“ Trúðu þó, — þetta sama sagði Pétur. Við lifum í trú en ekki óvissu. Þegar Jesús kemur aftur fáum við að sjá hann eins og hann er. (I. Jóh. 3,2.). Nú sjáum við hann ekki, hvar er hann þá. Nýja testamentið segir okkur: Kristur er í hinum kristna. Kristur er í kristnu samfélagi. — Kristur er í skirninni. Krist- ur er í kvöldmáltíðinni. Kristur er í orði sínu. Kristur er í þeim kristnu — hvernig þá? Er það eitthvað sem ég geng um með. Get ég fundið Jesúm innra með mér? Það get ég auðvitað, en það er ekki örugg leið til að finna frið og öryggi. Það að Jesú's sé í mér er nokkuð sem við trúum, vegna þess að guðs orð hefur kennt okkur það. Kristur lifir i andanum og anda hans fengum við f skirninni. „Því að með einum anda vorum vér allir skírðir ...“ (I. Kor. 12,13). Andann getum við fundið segir biblían. Það að maðurinn þekk- ir Jesúm sem frelsara og herra, þar er andinn að starfi (I. Kor. 12,3). Enginn getur verið krist- inn án þess að Kristur lifi í honum. Kristur er í kristnu samfé- lagi. Þetta er hægt að segja vegna þess að Jesús hefur lofað þessu. „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal.“ Kristur er í kvöldmáltíðinni. Jesú sagði: „Þetta er minn lík- ami. Þetta er mitt blóð.“ t brauðinu og víninu er Jesús Kristur. Enginn veit hvernig þetta er kraftaverk. Er Guði nokkuð ómáttugt? Hefur Jesús ekki sjálfur sagt það? Jesús segir ekki ósatt, þess vegna stenzt það sem hann segir. Hver trúði því að fátækt barn, fætt í jötú í Betlehem, væri konungur himins, Guðs sonur? Hver trúði því að hann, sem ekki steig niður af krossinu væri almátt- ugur? Guð hefur gert marga hluti, sem við mennirnir höfum ekki skilið. Á sama hátt er með kvöldmáltíðina. Við skiljum það ekki en við vitum að Jesús er þar. Kristur er f Orði sínu. I hvaða orði? Jú, i orðunum sem hann sjálfur talaði og sem við getum lesið í Nýja Testamentinu. I orðum, sem postular hans skýrðu frá, er þeir sáu og heyrðu. Eftir að Jesús hafði ris- ið upp frá dauðum kenndi hann lærisveinum sínum vilja sinn og veitti þeim þekkingu á Guðs- ríki (Post. 1,2 og áfram). Þegar við lesum orð þeirra í Nýja testamentinu, talar Jesús i gegnum þá. Jesús er alls staðar. Við sjá- um hann ekki en hann er mitt á meðal okkar. I okkar eigin trú- arlífi finnum við til nálægðar hans, sérstaklega þegar við föll- um fyrir syndinni og berjumst á móti henni — þegar við vilj- um gera það sem Guði er þókn- anlegt. Jesús lifir og við eigum að lifa með honum. Hún er góð sú gamla Tveir menn voru eitt sinn að ræða um Biblíuna, annar var trúaður vel en hinn ekki. Þeir voru ekki á eitt sáttir um gildi hennar. Sa vantrúaði taldi ckkcrt vit vera í henni en sá trúaði var auðvitað á annarri skoðun. Eftir nokkurt karp tók sá vantrúaði Biblíuna, opnaði hana af handahófi og ætlaði að sanna mál sitt. Fyrsta setningin sem varð fyrir honum var þessi: „Heimsk- inginn segir í hjarta sfnu enginn Guð.“ Smástund leið og hinn vantrúaði varð vand- ræðalegur um leið og hann sagði: „Hún er góð sú gamla.“ |Umsjón: IJóhannes Tómasson Finnbogason Gunnar E. Það sk.vldi þó aldrei vera að sú gamla hefði eitthvað að segja þér? VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK % ÞL' ÁUGLÝSIR l’M ALLT LAND ÞEGAR ÞL' AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.