Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNt 1975 Sovézka efnabagskerfíð þolir ekkí álag vígbnnaðarins án aðstoðar frá VesMnðnm RAKI9 EFl RITGERDA ROBERT C0N0I1EST ÞEGAR Robert Conquest hefur lýst upp- runa og stjórnmálaferli helztu Ieiðtoga Sovétríkjanna segir hann: „Þaó var um pólitískan uppruna slikra manna, sem Alexander Sol/henitsyn segir i Fyrsta hringnum: ,,Um leið og Stalín gat ekki þolað mistök, hataði hann það einnig, ef menn voru of afkastamiklir... svo snert- ing Stalíns breytti öllu í meðal- mennsku." Aðrar frásagnir frá þessum tíma t.d. ummæli Tokaty, prófessors (Tokaev) sem komst í bein kynni við æðstu valdamennina, gefa einnig lil kynna, að þótl ýmsir yngri félagar í stjórnmálanefndinni eftir stríðið, menn eins og Mahlenkov og Veznesensky, hafi verið greindir, hafi næstu undirmenn þeirra verið litið annað enn uppþembdir skriffinnar, sem lögðu sig i lima við og gátu ekki annað en skellt skuldinni á aðra.“ Conquest færir síðan rök að því, aö valdahópurinn í Sovétríkjunum búi ekki yfir miklum stjórnmálahæfileikum. Uppruni hans og sljórnmálaþroski bendi til þess, að þeir eigi ekki í sínum hópi nokkurn mann, sem veiti afdráttarlausa forystu. Stjórnmálanefndin (Politbiiro) starfi þannig, að hún virðist vilja forðast allar breytingar og umbætur i þeirri von, að engin vandamál krefjist nýrra úrlausnaraðferða, og árekstrar milli þjóðfélagsins og efnahagsstefnunnar muni hverfa. Þá skorti allan vilja nema til varnar valdi sínu. Hann segir: „Hvorkí í utanríkismálum né gagnvart eigin þegnum ala þeir með sér framtaks- sama árásarhneigð upphafsmanns stalfnismans, né heldur njóta þeir jafn- mikils vits. Því síður búa þeir yfir einstæðum og óstjórnlegum viljastyrk hans. Það er engu Iíkara en dauði soldánsins hafi alið af sér stjörn, sem í situr hópur geldinga hans.“ Skiininginn þarf að efla Robert Conquest segist geta fellt sig við sjónarmið ýmissa sérfræðinga um sovézk málefni, sem halda því fram, að byltingarkenndar breytingar séu hugsanlegar í Rússlandi og e.t.v. áður en langt um líður. En hins vegar verði menn að taka tillit til styrks flokksins og ríkisvaldsins og ekki vanmeta hann. Þessir tveir aðilar geti stöðvað alla fram- þróun í efnahags- og menningarmálum svo framarlega, sem þeir fremji ekki sjálfsmorð í heiftúðugri valdabaráttu eða lendi ekki i stórkostlegum innan- landsvandamálum, en hvort tveggja geti raunar gerzt. Hann segir, að breytingar á sovézku þjóðfélagi verði ekki i samvinnu við þessi öfl eða með leyfi þeirra. Hann bendir á, að ýmsar leiðir séu þó færar. En Rússar sitji engu síður uppi með hóp valdamanna, sem séu óvinveittir, fullir grunsemda, skammsýnir, litilsigldir og haldnir þeim eiginleika hræðslugjarns manns að drepa það, sem hann hræðist. Þótt Vesturlandabúar vilji ekki að slíkir menn sitji lengi að völdum eigi þeir ekkí að láta sem hlutirnir séu öðru vísi en þeir eru, þótt það kunni að veita þeim stundarró, sem geti jafnframt verið bráðhættulegt. 1 lok greinar sinnar um eftirmenn Stalíns segir Conquest, að Vesturlanda- búar þurfi ekki á sterkum tilfinningum í garð Rússlands að halda, þeir þurfi hins vegar að efla skilning sinn á landi og Þjóð. í þriðju grein sinni í Foreign Affairs, sem birtist i aprílhefti tímaritsins á þessu ári, fjallar Robert Conquest um það, hvort líkur séu á því, að menn verði vitni að því á næstunni, að þróunin innan Sovétríkjanna leiði til þess, að þar verði þær breytingar á stjórnarháttum, að menn geti talað um nýtt Rússland og í kjölfar þess nýja veröld. Greinin heitir „Nýtt Rússland? Ný veröld?“ Hann itrekar það enn í upphafi þessarar greinar, hve mikið menn þurfi að leggja á sig til þess að fá heilbrigða skoðun á raunverulegu eðli rússneska kerfisins. Hann bendir á, að nú á tímum séu menn orðnir vanir Sovétríkjunum og hneigist til aðlíta áþau sem hvert annað erlent ríki, voldugan keppinaut en lítið meira. Ríki, þar sem ráðamennirnir fari vissulega eigin leiðir í innanríkismálum, leiðir, sem við hljótum að harma, en hins vegar sé nauðsynlegt að líta á það sem hvert annað ríki í alþjóðlegum samskipt- um. Jafnvel eftir augljósar ofbeldis- aðgerðir eins og innrásina í Tékkósló- vakíu verði gamall vani tií þess að endurbæta misskilda ímynd Rússlands. I hverjn er brevtingin fólgin? Hann veltir því síðan fyrir sér, á hvern hátt breytingar gætu orðið í Sovét- ríkjunum og á stefnu þeirra, en bendir jafnframt á, að trú sovézku valdamann- anna á kenningar Marx og Leníns séu eina réttlæting þeirra fyrir stjórn sinni. Unnt sé að staðfesta þá staðhæfingu, t.d. með innrásinni í Tékkóslóvakíu, sem hafi verið framkvæmd með þvf að beita kenningunum fyrir sig. Conquest kemst að þeirri niðurstöðu, að megin stefnumið leiðtoganna í innanríkismálum hafi alls ekki breytzt frá því sem áður var. En hann spyr jafnframt, hvað segja megi um utanríkisstefnu Sovétríkjanna í þessu samhengi. Hvað segja megi um þá sérstöku starfsaðferð í utanríkismálum, sem við einkennum með orðinu „dét- ente“. Hann minnir á, að Brezhnev hafi oftar en einu sinni lýst því yfir, að þessi aðferð sé frá sovézkum sjónarhóli „eins konar baráttu" við Vesturlönd. Einnig skuli menn taka eftir því, að stefnan sé samrýmanleg og raunar angi af viðleitn- inni til þess að ná eða yfirbuga Banda- rikin í vígbúnaðarkapphlaupinu. Það sé ekkert nýtt, að leiðtogar Sovétríkjanna gefi út yfirlýsingar um friðarvilja sinn eða nái samkomulagi um einstök mál- efni. Slíkir athurðir hafi á sínum tíma einkennt tímabilið, sem við þekkjum undir því hroðalega heiti „kalda stríðið". A þeim tímum hafi verið gefnar enda- lausar yfirlýsingar um friðsamlegan til- gang. Þá hafi komið til þess oftar en einu sinni, að spennan bafi minnkað milli aðila, t.d. þegar samið var um frið í Kóreu 1953 og leystar deilurnar um Berlín og Kúbu 1962. Þá hafi jafnvel verið um „menningarsamskipti" að ræða I næstum því eins stórum stíl og núna. Hins vegar greini tvennt núverandi tímabil frá hinu fyrra, þ.e.a.s., að nú sé lögð megin áherzla á gagnvkæma samn- inga um takmörkun vígbúnaðar og í öðru lagi sé Sovétmönnum mjög umhugað um baráttu sina fyrir auknum „viðskiptum“. Tveir kostir Conquest segir hins vegar, að viðskipti í venjulegum skilningi þess orðs hafi ekki skipt máli og muni aldrei skipta máli í samskiptum austurs og vesturs vegna þeirrar einföldu ástæðu, að Rússar hafi nánast ekkert sem Vestur- lönd þarfnist. Auðvitað sé hægt að græða milljón hér og þar. Sumir samningar séu saklausir og til góðs, eins og samningur Pepsi Cola, en aðrir séu í anda ummæla Lenlns um vestræna kaðalframleiðend- ur — þeir mundu glaðir græóa fé á því að selja mér kaðalinn til að hengja þá I. Robert Conquest rifjar upp, að skömmu eftir 1950 hafi Sovétmenn ógnað Bandaríkjunum með framleiðslu fullkomnustu vopna, einmitt á því sviði, þar sem þeir hefðu ekki átt að efna til samkeppni, því að sovézkir leiðtogar séu nú komnir I þá aðstöðu, sem þeir eigi fáar útgönguleiðir úr. Sovézkt efnahags- líf sé ekki aðeins þannig, að það dragist aftur úr á tæknisviðinu, heldur sé það ekki nægilega öflugt til þess að þola fjárhagslegar byrðar vígbúnaðarins, sem það hafi framleitt. Til þess að viðhalda núverandi kerfi og efla það þurfi Sovét- ríkin ekki aðeins á vestrænni tækni að halda heldur einnig því, sem almennt er nefnt „aðstoð" og veitt vanþróuðum ríkjum. Sovétrikin þurfi langtímalán á lágum vöxtum og ódýrar landbúnaðar- vörur. Eins og Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjálslynda flokksins I Bretlandi hafi sagt 18. feb. s.l. um síðasta samning Harold Wilsons forsætisráðherra við Sovétríkin: „Það er hlægilegt, við erum að fá fé að láni frá Iranskeisara og veitum síðan Sovétríkjunum lán.“ Síðar I þessari ritgerð segir Conquest: „I grundvallaratriðum virðast Vestur- lönd standa frammi fyrir tveimur kost- um við stefnumótun sína gagnvart Sovétríkjunum. I fyrsta lagi að kaupa tímabundið og takmarkað vopnahlé ekki aðeins með því að viðurkenna aðgerðir Sovétríkjanna I alþjóðamálum og innan- landsmálum sem fyllilega eðlilegar heldur einnig með því að veita þeim þau tæki, sem kerfi þeirra krefst til þess að viðhalda sjálfu sér I óbreyttri mynd og til þess að gera það að enn ógnarlegra afli á næsta stigi. Hinn kosturinn felst I þvl að sýna sovézkum leiðtogum fram á, að núverandi stefna þeirra sé komin á blindgötur og geti hvorki alið af sér heimsvelda, velmegun né pólitískan árangur fyrir þá sjálfa, án þess þó að gefa þeim nokkra ástæðu til örþrifaráða. I þessu felst raunar að sýna þeim fram á, að hvort sem það gerist I þeirra stjórnar- tíð eða vegna fráhvarfs þeirra, verði nýtt Rússland að koma fram. Og með hliðsjón af þessum síðari kosti felst grundvallar- misskilningur I hugmyndinni um efna- hagslega eða aðra aðstoð við Sovétríkin, á meðan þau viðhalda stefnu sinni um algjöra andstöðu við Vesturlönd og allt, sem þeim er annt um.“ Setja verður skilyrði Robert Conquest leggur siðan enn áherzlu á það, að Vesturlandabúar megi alls ekki misskilja fyrirætlanir Sovét- ríkjanna eða valdakerfi þeirra. Hann vitnar I ummæli Hugh Seton-Watson, prófessors við slavnesku deild háskólans I London, sem sagði eitt sinn: „Það, sem 200 þúsund embættismenn Kommúnistaflokksins, frá Brezhnev niður til ritara flokksfélaga I verksmiðj- um og á samyrkjubúum, segja þegnum sinum, er allt blekking: Raunverulegar skoðanir sovézkra leiðtoga felast I því, sem einhver góður kunningi I sovézku sendinefndinni hjá Sameinuðu þjóðun- um sagði yfir þægilegum drykk, eða það sem farand-vísindamaður frá Miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna heyrði hjá vingjarnlegum háskólamanni I Nogosib- irsk.“ Og Conquest bætir viö: „Um þessar mundir, fremur en nokkru sinni, er of mikið um svo barnalegan hugs- unarhátt. Jafnvel I þeim hópum, sem eiga að vera alvarlega þenkjandi, hafa umræður snúizt um efni, sem eru eðli- legri til umræðu I málfundafélögum tán- inga, um einföld kenniorð „détente“ (gott) og „kalda stríðið“ (illt).“ Grein sinni um nýtt Rússland og nýja veröld lýkur Conquest með þessum orðum: „Getur Rússland breytzt? Já, auðvitað. Öfgafullt ofstæki við völd hefur breytzt, enda þótt breytingin taki venjulega langan tíma. Það hefur breytzt fyrir þrýsting raunveruleikans. Þeir sem hafa verið haldnir alheimsáformum, hafa breytzt á þann veg, að þeir hafa horfið frá þeim (á borði a.m.k.), þegar þeim varð ljóst, að ógerningur yrði að fá fyrir- ætlanirnar fram. I viðskiptum við slíka menn geta hugsanleg fórnardýr þeirra ekki látið undir höfuð leggjast að móta stefnu, sem hefur að geyma tvö grund- vallaratriði: 1 fyrsta lagi eins örugga tryggingu og unnt er að fá fyrir því, að slík útþensla takist ekki. Og I öðru lagi má veita alræðisríkinu, sem hefur ógn- ina I frammi, Skýlaust loforð um það, að láti það af slíkum kröfum, rifi niður víggirðingar hugmyndafræðilegs um- sáturs og beini kröftum sínum að vanda- málum friðsamlegs iðnaðar, muni því verða fagnað með miklum samvinnu- vilja. En annars ekki.“ Forystusveit Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.