Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975 Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumgri — Sjötug Er ég hugsa til Ingibjargar Jó hannsdóttur fyrrverandi skóla stjóra, á merkum tímamótum í lífi hennar, koma í hugann orö ey- firsku skáldkonunnar Kristínar Sigfúsdóttur frá Kálfagerói. Nú veit ég að ellin er engum þeim köld sem eygir sín hugsjónalönd og þar sem æskan og vorið á viild þar verður hver sæluslund þúsund föld og andinn á engin bönd. Engin höft binda huga og hug- sjónir þeirra, sem öðlast eða áunnið hafa sér slíkar náðar- gjafir. Ingibjörg frá Löngumýri er vissulega ein af þeim, hún hefur lifað og starfað fyrir hug- sjónir. Það var óvenjuleg bjart- sýni ásamt miklum dug aö slofna og starfrækja Löngumýrarskóla á þriðja tug ára oft við þá erfiðleika er flestum heföu fundist óyfir- stíganlegir samfara þvi að sjón- depra oglasleiki háðu henni mjög hin síðari ár við skólastjórn. Enn mundi Ingibjörg stjórna skóla sinum, ef svo hefði ekki farið. Störf Ingibjargar Jóhanns- dóttur verða ekki metin á þann mælikvarða, sem algengastur er nú til dags, en frækorn þau er hún sáði í sálir námsmeyja sinna og samferðamanna eru búin og munu bera margfalda ávexti. Sem betur fer fellur ekki allt í grýttan jarðveg. Ingibjörg Jóhannsdóttir gerði meir en að kenna, hún var og er trúnaðarvinur, kona, sem finnur til með samferðamönnum sinum. Samúð og góðvild eru sterkir þættir í fari þessarar hlédrægu og prúðu konu. Ingibjörgu hefur hlotnast sú gæfa er telja má einhverja þá mestu hér á jörð, hún hefur eign- ast góða og trygga vini, líklega fleiri en nokkur veit. Fyrst og fremst konan, sem lengst hefur staðið við hlið hennar, Björg Jó- hannesdóttir kennari, sú góða kona sýnir kærleik sinn i verki, nú búa þær, vinkonurnar saman að Reynimel 22 í Reykjavík. Sam- kennarar og nemendur frá Staðarfelli og Löngumýri sýna Ingibjörgu sanna tryggð, og minn- ast hennar með virðingu og þakk- læti. Hugur Ingibjargar Jóhanns- dóttur mun æði oft leita norður á fornar slóðir heim að Löngumýri. Skólann gaf hún á sinum tíma þjóðkirkjunni þeirri stofnun er átti svo sterk ítök í sál hennar. Ingibjörg er trúkona — trúin á Guð er hennar styrkur. Hugsjónir eru ef til vill ekki lengur í tísku eða svo virðist a.m.k. stundum, en þær eru til og enn er trúað og beðið. Þess vildi ég biðja vegna hugsjönakonunnar Ingibjargar Jóhannsdóttur Löngumýrarskóla til handa að hann gæti í framtíðinni undirbúið díakonissur, líknarsystur, til náms, þó þær þyrftu að fullkomna nám sitt erlendis, þjóðin hefur áreiðanlega þörf fyrir þá stétt, a.m.k. þéttbýlið. Kirkjunni væri það mikill ávinningur að eiga slíka stofnun i Hólastifti. Við hjónin þökkum Ingibjörgu Jóhannsdóttur áratuga kynni og biðjum þeim vinkonunum á Reynimel 22 blessunar Guðs á framtíðarleiðum. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. Þvottarulla til sölu Kauptilboð óskast í sex valsa þvottarullu, fram- leidd af ,,The American Launtry Machin Co" Stærð valsa: Þvermál 30 cm x lengd 305 cm. Árgerð 1952. Rullan selst í því ástandi sem hún er á notkun- arstað í Reykjavík og skal kaupandi taka hana niður og fjarlægja. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð 6. júní 1 975, kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAP.TUNI 7 SÍMI 26844 Húseigendatryggíng vatnstjon, 90 % iógjalds frádráttarbœrt til skatts, 82500 SUÐURLANDSBRAUT 4 Sunnudaginn 1. júní á 70 ára afmæli hin stórmerka kona Ingi- björg Jóhannsdóttir frá Löngu- mýri í Skagafirði. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Sigurlaug Ólafsdóttir og Jóhann Sigurðsson, voru þau hjón stórmerk að dugnaði og mann- kostum búin. Ingibjörg fór í Kennaraskóla Islands og að því námi loknu kenndi hún við barna- skóla í Borgarfirði einn vetur, síðan réðst hún sem forstöðukona að Staðarfelli við Kvennaskólann, hún hafði þá siglt út til Svíþjóðar og Noregs til að kynna sér rekstur slíkra skóla. Tók hún því örugg til starfa ásamt handavinnu- og hús- stjórnarkennurum. Ingibjörg vann sérstakt traust og virðingu sýslubúa og skólinn fullskipaður öll þau ár sem hún sat þar skóla- stýra. Það hljóta að vakna margar minningar i hugum okkar sem nutum þar góðs og fundum hina innilegu gleði sem mætti gestum. Margir ungir piltar fundu þar innandyra sína lífsförunauta. Jón heitinn frá Ljárskógum kvað: Ungmeyjarnar út á Felli á mig svífa líkt og vín, haustið verður vor í hvelli, veröld öll í ljóma skín. Er þetta ekki gott dæmi um andann sem þar ríkti? En svo fór nú að Ingibjörg varð að hverfa frá Staðarfelli sökum veikinda móður sinnar, öllu skyldi offra til að hlynna að for- eldrum sfnum, þegar hennar þurfti með og heim að Löngumýri hvarf hún, þar beið hennar ónum- ið land til að reisa menntasetur þrátt fyrir margan andbyr og örðugleika. Það færi betur að margur gæti litið yfir stærra svið og tilkomu- meira á fáum árum. I dag og um mörg ár hefir þessi andlega styrka kona háð stríð við líkam- legan heilsubrest og sjóndepru og er þó hinn sterki stofn með óráðna drauma sem hún vildi að gætu ræst. Með þeirri ósk hitti ég afmælis- barnið sem svo mörgum hefur miðlað af góðleik og menntun hjartans, Guð blessi henni æva- daginn um alla framtíó. Vinarkveðja, frænka mfn. Theódóra Guðlaugs. Dagblað í Portúgal: Vera í NATO trygg- ir öryggi Portúgal Lissabon, 30. maí. Reuter TVÖ helztu blöðin í Lissabon, sem bæði eru undir áhrifum kommúnista, sögðu ítarlega frá yfirlýsingum Goncalves, forsætis- ráðherra Portúgals, á fundi Atlantshafsbandalagsins í skrif- um sínum f dag. Eins og fram hefur komið iagði forsætisráð- herrann áherzlu á að Portúgal myndi ekki verða hinn veiki hlekkur innan bandalagsins. Rit- stjóri annars blaðsins, Diario de Noticias, sem heitir Luis de Barros, er í Briissel og segir hann að Ford Bandaríkjaforseti hafi „sýnt allt að því sjúklcga for- vitni“ um byltinguna í landinu, þegar hann ræddi við Goncalves. Ritstjórinn segir að Goncalves hafi ítrekað við Ford að núver- andi stjórn styddi friðsamlega sambúð í Evrópu og ætlaði sér ekki að raska valdajafnvægi álf- unnar. Annað blað í Lissabon, O Seculo segir að bezta leiðin til að tryggja þróun núverandi stjórn- arstefnu í landinu sé að vera áfram f Atlantshafsbandalaginu „vegna þess að erlend fhlutun yrði auðveldari, ef landið væri ekki í Atlantshafsbandalaginu Því tryggi það öryggi landsins að vera í NATO.“ Húseign við Snorrabraut Til sölu er hálf húseign við Snorrabraut. Á 1. hæð er rúmgóð vönduð 3ja herb. íbúð, ný teppi á stofum, sér inngangur, sér hiti — í kjallara, íbúðarherbergi, sérgeymsla, eignarhlutdeild í eldhúsi, snyrtiherbergi og þvottahúsi. Btlskúr — Ræktuð lóð. usaval Flókagötu1, simar 21155 og 24647. © Notaðir bílar til sölu O Volkswagen 1200 '71 —'74 Volksvagen 1300 '71 —'74 Volkswagen 1302 '71—'72 Vólkswagen 1303 '73—'74 Volkswagen 1600 '67—'72 Volkswagen Karman Gia '71 Volkswagen sendiferðabíll '66—'74 Volkswagen Microbus '72 Volkswagen Passat LS '74 Morris Marina '73—'74 Austin Mini '73—'74 Audi LS '74 Lancia '75 Vega '74 Dodge Dart '74 Fiat 132 '73 Range Rover '72—'74 Land Rover benzín '62—'70 Land Rover diesel '66—'74 Tökum notaða bíla í umboðssölu. Rúmgóður sýning- arsalur. HEKLA hf. Laugavegi 170— 1 72 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.